Þjóðviljinn - 21.04.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.04.1954, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 21. apríl 1954 Vikan " ííutti’ góð frseðierindi, þar sem var seinna erindi dr. Matthíasar Jónassonar um mannvitsmælingar, eða gáfna- prófin, sem svo eru nefnd og tvö erindi Jakobs Benedikts- sonar magisters um Arngrím iærða. Þess háttar erindi eru mjög ákjósanleg útvarpsefni, þar sem þau sameina tvennt, í fyrsta lagi að fræða um einn frægasta íslending miðaldanna og þannig er ástatt um, að hvert mannsbam, að heita má, kannast við nafn hans og veit, að hann er einn af merkustu sonum þjóðarinnar, en fram- yfir það veit almenningur harla iítið, — og í öðru lagi að varpa Jjósi raunveruleikans yfir merkilegt tímabil í menningar- sögu Evrópuþjóða, sem al- menningur hefur harla lítið verið fræddur um, nema þá helzt að því, er stefnu þá varð- ar á sviði lista, einkum í bygg- ingar- og málaralist. Hin skýra Jýsing Jakobs á sagnfræðivið- horfi þessa tímabils var mörg- um ánægjulegt nýmeti. Forföll frá hljóðnemanum voru óvenjulega mikil þessa viku. Svo mátti heita, að ég missti af öllu guðsorði: Bræðra- laginu á sunnudaginn, þjáning- um saklausra á fimmtudag og hugsjónaheimi kristindómsins á föstudag, og verður engum get- um að því leitt, hve mikils maður hefur misst þar í. En mest sá ég eftir miðvikudags- 'kvöldinu með erindi Önnu Þór- hallsdóttur um Marian Ander- son og svo söng hinnar síðar- ■ r.efndu, íslenzku máli Bjarna Vilhjálmssonar og kvöldþætti Rúriks. — En mánudagurinn og þriðjudagurinn voru mjög , sómasamlegir. Erindi Péturs Fótar um íslenzku fræðin í Bretlandi var ánægjulegt fyrir rnargra hluta sakir. Ást hans á fræðum okkar skein af hverri setningu og það er heilsusam- legur fróðleikur að kynnast sögu þeirri, sem kynning okk- ar þjóðmennta meðal öndvegis- þjóða heims á sér í fortíð og nútíð. Sú kynning á veiga- mésta þáttinn í því, hve auð- veldlega okkur hefur gengið að afia okkur viðurkenningar sem sjálfstæð þjóð. Erindi Ámýjar Filippusdóttur skólastjóra um æskuna þótti mér sérlega hugð- næmt. Útvarpið hefði átt að kynna það, að erindið er sam- ið og flutt í sambandi við sex- tugsafmæli hennar, þeim seni ekki vissu það, mátti virðast erindið til lýta persónulegt. En við vitund þess, að sextug kona itur yfir farinn veg, fær erind- ið áhrifameiri tón. Viðhorf Ár- nýjar eftir allt hennar starf á vegum skólamála er nokkuð víðsýnna í garð skólamenning- arinnar en æskunnar í Þing- eyjarsýslu, sem um sama leyti var að kóma á framfæri sinni frómu ósk um það, að ungdóm- urinn þyrfti ekki að vera að stríða við skólalærdóm lengur en til 13 ára aldurs. — Síðara erindi Rannveigar Þorsteins- dóttur um áfanga í réttinda- málum kvenna skorti tilfinnan- iega nauðsynlegan stíganda, svo áð erindin í heild gætu tal- izt eins góð og merkileg og fyrra érindið gaf Vonir um. — Dagur og vegúr hjá Guðlaugi Þorvaldssyni var mjög sónia- safhlegur, en uhdárleg er sú árátta hjá mönnum dags og iægar að komá því áð, að lauh verkamanna á Islandi séu skað- ræðislega há. Nú var laumað inn í þennan sakleysislega þátt þeim fróðleik, að stóriðja væri óhugsanleg á íslandi vegna þess, að kjör verkamanna væru allt of góð. Þá veit mað- ur það, og það af vörum við- skiptafræðings. — Náttúrlegir hlutir eru enn í sókn, og er það ef til vill fyrst og fremst þvi að þakka, að fjölbreytileik- inn er orðinn meiri í fvrir- spurnum hlýðenda. Þá er lestri Sölku Völku lok- ið. Langt var umliðið síðan út- varpssaga var óslitið umræðu- efni daglegs lifs. En svo hefur aftur orðið þær vikur, sem lestur Sölku Völku stóð yfir. Sú varð reyndin, að þeir sem bezt þykjast hafa iesið ritverk Kiljans,- þykjast ekki hafa not- ið þessarar sögu fyrr að fullu, er þeir hafa meðtekið hana af vörum skáldsins sjálfs. Upp- lestuiinn var með hreinustu ágætum. Næstu útvarpssögu er lagður mikill vandi í hendur. Björn Th. Björnsson glatar ekki ferskleika sínum í heimi myndlistarinnar. Björn er mik- ill listamaður á sviði hins tal- aða orðs og hefur aldrei sýnt það betur en með hinni meitlr . uðu frásögn sinni af Sæmundi Hólm, sem almenningur hefur lítið vitað um aðrir en þeir, sem þekkja eftirmæli Bjarna Thorarensen, en svo snjöll sém sú lýsing er, þá er hún þó næsta takmörkuð. En kynning Björns á þessum mikla gáfu- manni hygg ég , að mörgum hlustanda verði ógleymanleg. Samtal Björns við Benedikt Gunnarsson var skemmtilegt. En ekki féll mér alls kostar í geð sumt af því, er Benedikt sagði. í fyrsta lagi fannst mér ekki laust við að nokkurrar fyrirlitningar kenndi á fólkinu, sem ekki skilur, liftina, og manni virðist að listamennirn- ir geti ekki og jafnvel megi ekki, taka tillit til með verk- um sínum. Þá sagði listamað- urinn að fegurðar ætti að njóta en ekki að skilja. Eg tel það mjög hæpið að stilla nautn og skilningi sem andstæðum. Horfið var frá „Karon eða' áhorfendur“ á laugardagskvöld- ið, en í þess stað var lesin dæmisaga Sigurðar Nordals um ferðina sem aldrei var farin. Ekki veit ég, hvort sú saga líefur verið valin með tilliti til i paskanna, en ekki er ólíklegt,1 að svo hafi verið, þótt orkað geti þó tvímælis, hvað á bak, við búi. En dæmisaga þessi á enga sína líka í íslenzkum nú- tíma skáldskap, hvorki að efni til, miðun né frásagnarhætti. Þessi ágæta saga naut sín mjög vel í framsögu Þorsteins Ö. — Bjarni Thorarensen var skemmtilega kynntur með upp- lestri Lárusar Pálssonar á kvæðum hans og síðan eftir- mæli Jónasar Hallgrímssonar um hann. Einkum fór það vel saman að hlýða á kvæði Bjarna um Sæmund Hólm á eftir er- indi Björns Th. Björnssonar, sem áður hefur verið getið. Það var ánægjulegt að fá að hlýða á söng Þorsteins Hann- essonar á laugardaginn, og ég tel einnig vert að þakka ein- söng og tvísöng þeirra Kristín- ar Einarsdóttur og Margrétar Eggertsdóttnr á mánudaginn og ljúfu lögin á þriðjudaginn. Þótt gott þætti okkur að fá dæmisögu Nordals og söng Þor- steíns á laugardagskvöldið, þá gleymum við því ekki, að gefið hafði verið fyrirheit um „Karon“, og væntum að við eigum hann til góða. G. Ben. Blauti pásköleyíi - með sólskirii í lokin — Hofmeisí- arar og nefstærð — Veturinn kvaddur OG ÞÁ er liðið það blautasta páskaleyfi sern ég. minnist iþéss áð hafa upplifað. Við vorum eklci fyrr búin að koma okkur fyrir inn milli fjall- anna en upphófst úrhelli mik- ið. Gegnum bullandi rigning- una liorföum við á skíðabrekk umar skreppa saman og rýrna með liverjum klukku- tímanum sem leiö cg á föstu- daginn langa var ekki einu sinni fært "út undir vegg. En undir kvöld sást rnarlítið gat á skýjasortanum, gat sem gaf okkur von um uppstyttu, enda hékk hann þurr öðrti h'æriu ’ 'eardaginn. Á sjálfan þaskadaginn keyrði þó um þverfcak, því að þá var ekki anúað sýnná en dalurinn ætlaði að umbreytast í-stöðu- vá'tn, étf 'þegár rignkigin' Ver þrðin að slyddu- úhdir kvöldið birti- í“' 'liugúhi' fotcftar-'-.og við bjuggum dkkuþ undir að vakna í sólskini næsta dag, enda varð eú raunin á. -Og í sólskini annars páskadags varð hópurinn eins og kálfar sem hleypt er út á vorin. Við kunnum okkur ekki læti, elt- um snjóræmurnar upp á hæstu tinda nærlendis og létum oklc- ur svo „gossa“ beint fram af í einskærri kátínu. En snjór- inn tók ekkert mildilega á móti okkur þegar við ehda- sentumst á liausinn; hann var nefnilega ekkert mjúkur leng- ur, heldur blautur og stór- kornóttur, encla ber hand- leggurinn á mér og nefið eld- rauð merki um kveðju hans. EN í útilegu sem reynist fyrst og fremst verða innandyra- •dvöl reynir mikið ú uppfinn- ingasemi cg félagslyndi þátt- takenda. Það eru rifjaðir upp leikir og þrautir, gátur og skemmtanir, það er teflt og spilað, sungið og rökrætt um hávísindaleg og mjög svo óvís indaleg efni. Og mestum vin- .sæ'ldum ná ,spil eins og „heils- Guðlaugur Hansson áttræður Það væri gaman að vera kominn til Vestmannaeyja nú í dag til að taka í hönd Guð- laugs á áttræðisafmælinu, mega sitja hjá honum stundar- korn og rifja upp gamlar vær- ingar og glaðar stundir. Eg hef nefnilega átt saman að sælda við þennan karl bæði sem and- Guðlaugur Iiansson stæðing og samherja. Hann sem Alþýðuflokksmaður á sinni tíð og ég sem kommúnisti elduð- um ósjaldan grátt silfur, og fékk ég þá oft að kenna á harð- fylgi hans sem baráttumanns. Og sem samherjar í Sósíalista- flokknum síðar eigum við margs sameiginlega að minnast, þótt aldursmunur sé nokkur, en slíkt er ekki tími né rúm til að rekja nú. Guðlaugur Hansson er einn af elztu frumherjum verkalýðs- samtakanna í Vestmannaeyjum, Hann var um. lángt skeið einn af aðálforystumönnum fyrsta verkalýðsfélagsins. í Eyjuni,. Verkamannafélagsins Drífanda, og einnig í hópi þeirra, sem fyrstir riðu á vaðið um stofn- un verzlunarsamtaka þar, Kaupfélagið Drífanda á sinni tíð. .Hann átti ennfremur leng- ið gosanum" og „Sjóræningja bridge“. Og svo er yfirkokk- urinn valinn eftir nefstærð, og við sem eklci getum látið gler- augu tolla á nefinu eða erum fædd með þeim ósköpum að það rigair upp í nefin á . okk- ur, liöfum enga möguleika á því að hreppa. þá virðingai - stöðu. Nei, fyrir valinu verð- ur sá, sem getur farið í steypubað með logandi vindil í munninum án þess að í hon- um slolckni, — pilturinn sem kitlar st.úikuna sína bakvið eyrað með neíinu um ’eið og hann kyssir hana á munninn. OG NÚ er veturínn að kveðja ofckur rétt einu sinni. Við er- um þegar búin að fá sumar- tíma og nú bíðum við þess i ofvæni að við fáum líka sum- arveður, og þá er það einkum sólskin sern við er átt, því að hlýjunnar er varla að vænta fyrr 'en daginn er, aftur tekið að stytta. Þó er varla hægt að kvarta sárr.n .yfir liðnum vetri hvað veður snertir, þótt við höfum fengið rigningar og umhleypinga Jægar verst gegndi og skóhlífar og regn- kápur hafi verið okkar ein- kénnifibÚHing'ari aíðan mn jól; Uín leið og Bæja'rpósturinn þakkar ykkúr fyrir. veturinn vonar haún að skóhlifar og reknkápur megi nú ■ hljóta . langa og verðskuldaða hvild. ur en flestir aðiir fulltrúar verkafólks sæti i bæjarstjórn Vestmannaeyja, svo lítið eitt sé talið af því, sem gefur hug- mynd um sögu þessa manns í opinberu lífi Eyjanna. \ Enn vil ég þó minnast á eitt, sem ég tel ekki veigaminnst í sögu Guðlaugs, en það er þetta: Hann var einn af mestu áhrifa- mönnum Eyjanna um það, að margsuiidruð og klofin verka- lýðshreyfing Eyjanna var sam- einuð í eina heild. Þótt hátt- settir flokksbræðtir hans, hægri kratarnir, ygldu sig, fylgdi hann djarflega fram sannfær- ingu sinni í þvi sem hann taldi alþýðunni fyrir beztu. Þegar um baráttueiningu verkalýðs- ins var að ræða spurði Guð- laugur ekki um það hvort við hlið hans stóð í baráttunni kommúnistinn ísleifur Hög'na- son, Haraldur Bjarnason eða Ingibergur Hannesson eða aðr- ir sameiningarmenn úr and- stöðuflokkum í pólitíkinni. Eining verkalýðsins í barátt- unni fyrir brýnustu hagsmuna- málunum, gegn óréttlætinu í þjóðfélaginu, í hvaða mynd sem var, þetta var honum mál mál- anna. Skaphiti, hreinskilni, djörfung og næm réttlætistil- finning voru höfuðeinkenni Guðlaugs í baráttu hans og st^rfi öllu, fyrir málstað verka- lýðsins. Það er sannfæring mín að Guðlaugur Hansson sé einn þeirra . manna, er hafa unnið sér mesta virðingu mína með starfi sínu og fordæmi í bar- áttunni fyrir bættum hag og réttindum vinnandi fóÍKs. Eg hygg að holt væri fyrir hina glæsilegu verkalýðsæsku, sem á sínum tíma hlýtur að taka við forsjá í verkalýðssam- tökunum, að kynna sér frá fyrstu hendi bær aðstæður, sem hiiin áttræði öldungur hafði við að stríða í gamla daga, þegar hann og félagar hans risu upp gegn drottnunum á eyrinni, hversu þá var á- statt um hag æskumanna, hversu mjög þessu hefur fleygt fram síðan þótt enn sé mark- inu ekki -náð, — hversu mikil erfiði og fórnir bað kostaði feð- ur þeirra og afa, mæður þeirra og ömmur að brjóta brautina þangað, sem vér nú stöndum, hvexsu rnikið æskan á að þakka mönnum eins og Guð- laugi Hanssyni, — og þó fram- ar Öllu hversu mikið hún hefur að verja. — En það er ekki aðeins þetta, sem unnizt hef- ur, heldur einnig — og öllu fremur — aðstaðan til fram- haldandi sóktiar fyrir bættum kjörum og betra þjóðskipulagi. Þökk sé þér, Guðlaugur fyrir starf þitt og baráttu í þágu stéttar okkar. — Lifi sósíal- isminn. 17. apríi ‘54. Jón Rafnsson. LI6GUB LEIÐIN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.