Þjóðviljinn - 21.08.1954, Side 3
Laugardagur 21. Ágúst 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Frá starfi Skógræktar ríkisins 1953
Uppeldi plantna látið sitja í fynrrúnii
” viðhaldi eigna skotið á frest
Héðan af verður ekki talinn vafi á, að öspin sé
alinniend planta, en ekki slæðingur
Sakir margvií'slegra starfa, en takmarkaðs starfsfjár
varS Skógrækt ríkisins að greina á milli þess, sem nauð-
synlegast var, og hins, sem gat beðið, í framkvæmdum
sínum árið 1953. Þannig var viðhaldi eigna og girðinga
yfirleitt skotið á frest, en uppeldi plantna látið sitja í
fyrirrúmi. Þetta hefur gengið svo nú um nokkurt skeið, en
þessa veröur ekki lengur kostur.
Þannig kemst Hákon Bjarna-
son, skógrsektarsjóri, að Orði í
skýrslu sinni um starf Skóg-
ræktarinnar árið 1953, en skýrsl-
an er birt í nýútkomnu Ársriti
Skógræktarfélags íslands 1954.
Verða nokkur atriði skýrslunnar
rakin hér á eftir.
Fjárframlög og
útgjöld
Á fjárlögum ársins 1953 voru
D00 þús. krónur veittar til skóg-
græðslu og 300 þús. kr. til upp-
eldis trjáp^antna. Aðrir liðir
voru svipaðir og undanfarin ár.
Til greiðslu á vöxtum og afborg-
unum á lánum voru veittar 60
þús. kr., til skrifstofukostnaðar
56 þús., til skóggirðinga á jörð-
nm einstaklinga 100 þús. og til
-skógræktarfélaga 250 þús. krón-
ur. Launagreiðslur til fastra
starfsmanna voru 284 þús. og
600 krónur.
Stærstu útgjaldaliðir voru
Teksturskostnaður gróðrarstöðv-
anna 678 þús. kr., gróðursetning
Þarrviða 170 þús., viðhald girð-
inga 74 þús.., vegagerð 38 þús.,
-ferðakostnaður og leiðbeiningar-
-starfsemi 73. þús. og mælingar á
skóglend.um; 36 þús. kr.
Tekjur gróðrarstöðva urðu 287
■þús. krónur, en aðrar tekjur voru
svipaðar og áður, alls um 25
þús. Halli varð -á skógarhöggi og
~kom hann af þvi, að grisja varð
mikið sakir gróðursetningar barr-
-trjáa á ýmsum stöðum, þar sem
■ekki var unnt að koma viðnum í
"verð.
. Friðun skóglenda
og nýjar girðingar
Girðingin um furulundinn á
Þingvöilum var tekin niður fyrir
nokkrum árum, þar sem hún
þótti lítil staðarprýði. Nú er far-
svo komið, að ekki mun ástæða
til að bæta við fyrr en séð
verður, hvernig gróðursetningu
væntanlegs plöntumagns reiðir
af.
varð þá ekki hjá því komizt að
setja nýja girðingu um lundinn,
því að mannaferðir voru ótrú-
lega miklar um hann og mikið
traðk.
Girðingin við Grund í Eyja-
firði var stækkuð á s.l. ári og
nær nú niður að þjóðvegi. Þar á
líka að gróðursetja nýjar tegund-
ir barrviða undir furunni, jafn-
framt því, sem sett verður í land-
ið milli vegarins og gamla reits-
ins.
Aðrar girðingar voru ekki sett-
ar upp fyrir framkvæmdafé
Skógræktar ríkisins, an allmarg-
ar girðingar voru settar upp á
jörðum í einkaeign, þar sem eig-
endur hyggja á ræktun barrtrjáa.
Viðarhögg minnkar
Með lækkandi kolaverði
minnkar eftirspurn eldiviðar, og
var enn minna höggvið árið 1953
en árið áður, eða samtals 158,7
tonn, f Hallormsstaðaskógi voru
höggvin 57,8 tonn. í Vaglaskógi
85,4 og í Þórðarstaðaskógi 15,5.
Af þessu magni voru 134,3 tonn
eldi- og reykingarviður, 6,1 tonn
efniviður, 18 tonn (3100 stk.)
staurar og 0,3 tonn (710 stk.)
renglur.
Gróðrarstöðvar
Vorið 1953 var trjáfræi sáð í
4584 fermetra lands. Til saman-
burðar var sáð í 1120 fermetra
árið 1948, 1452 fermetra 1949,
1715 fermetra 1950, 3169 fermetra
1951, og 3572 fermetra 1952. í
skýrslu skógræktarstjóra segir
að þetta yfirlit sé ekki einhlítt,
vöxtur og þrif ungviðisins sé
mjög undir veðurfari komið. Það
sýni þó greinilega hvert stefni: f
stað þess að áður stækkuðu sáð-
fletirnir um 300 fermetra árlega
voru þeir nær tvöfaldaðir árið
665 þús. plönutr
Vorið 1953 voru samtals af-
hentar 664.834 trjáplöntur úr
gróðrarstöðvum Skógræktarinn-
ar. Flestar voru plönturnar frá
Tumastöðum 233.381, frá Hall-
ormsstað voru afhentar 193.699
plöntur, frá Vöglum 186.500 og
Laugarbrekku 26.254.
Af einstökum tegundum var
mest af skógarfuru 289.679, birki
165.737, lerki 79.529, sitkagreni
55392 og rauðgreni 49.544.
Framhald á 11. síðu.
Jörimdur fer á síldveiðar
í Norðursjónum
Verður búinn síldarfirolli 09 leggur all- '
ann upp í Þýzkalandi
Akureyri í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Fullráðiö er nú aö togarinn Jörundur fari í næstu viku
á síldveiðar í Noröursjónum og leggi upp lí Þý2;kalandi.
Veröur togarinn búinn síldartrolli en það veiðitæki er
mikið notað á þessum slóðum.
Ferðaskrifsioía ríkisins:
3 skemmtiferðir
ámorgun
Ferðaskrifstofa ríkisins efnir
til nokkurra skemmtiferða á
morgun. í einni ferðinni verður
farið í bíl að Laugarvatni, síð-
an á hestum inn Laugardal og
austur með hlíðum Biskups-
tungna að Geysi í Haukadal, en
þessi leið er talin með fallegri
hestaleiðum hér nærlendis.
Kunnugur maður verður með
hestana og mun hann lýsa því
sem fyrir augun ber. Að Geysi
verður viðstaða til kl. 7 um
kvöldið, en þá ekið til Reykja-
víkur og komið þangað um 9,50.
Á morgun verður einnig farið
að Gullfossi og Geysi og ekið
um Hreppa til Reykjavíkur.
Þá verður eftirmiðdagsferð jm
Krísuvík, Strandakirkju, Hver.i-
gerði, Ljósafoss og Þingvöll til
Reykjavíkur.
Síldin er ísuð og jafnframt
stráð í hana salti og getur hver
veiðiferð staðið í allt að 10 daga.
Síldveiðar með þessum hætti
er talinn allöruggur veiðiskapur.
Er 500 tunna veiði á mánuði tal-
in meðallag, en það mun svara
til 10 þús. sterlingspunda sölu á
venjulegum veiðum í ís, miðað
Hljómleíkar
John Molinari
Bandarískur hamóníkuleikari
að nafni John Molinari gaf
Reykvíkingum kost á að heyra
til sín í Austurbæjarbiói milli
kl. 7 og 9 þann 20. ágúst s.l.
■Hann lék með ofboðslegri fingra
fimi mikið af léttmeti. Að visu
lék hann nokkur klassísk verk
útsett fyrir harmóníku inn á
milli, en bæði er túlkunar-
möguleikum hljóðfærisins og að
því er virtist hljóðfæraleikar-
ans takmörk sett svo að lítið
sat eftir að loknu spili. Auk
þess voru klassísku verkin á
efnisskránni samin fyrir önn-
ur hljóðfæri en harmóníku og
hæfðu því illa hljóðfærinu.
Molinari var óspar á að tala
á ensku milli laganna, og var
nefmæltur. Hann lét áheyrend-
ur sjálfa velja um aukalögin
og er það nýjung. Allskonar
leikþrautir framdi Molinari, m.
a. sveipaði hann hljómborðið
handklæði og lék síðan lag sem
hann nenfdi Dizzy Fingers.
Húsið var hálfskipað áheyr-
endum sem aldrei sjást endra-
nær á hljómleikum.
Nokkuð bar á masi og sæl-
gætispokaskrjáfi í áheyrendun-
um, sem klöppuðu mest fyrir
lélegustu lögunum. A.H.
við það verð sem nú er í Þýzka-
landi á ísaðri síld.
Öll nauðsynleg leyfi stjórnar-
valda Vestur-Þýzkalands munu
nú fengin fyrir löndun síldar-
innar og útgerð skipsins.
Skákförin til Hollands
Þungiir skriður á
söfnuninni
Þungur skriður er nú á söfn-
uninni til skákmannanna, og er
verið að safna á lista í mörgum
fyrirtækjum í bænum og söfn-
un mun einnig vera í þann
veginn að komast í gang víða
um land.
Flugfélagið Loftleiðir hefur
lagt fram rausnarlegt framlag
til þessarar skákfarar: Hefur
það boðið Friðriki Ólafssym ó-
keypis far með flugvél frá fé-
laginu til Hamborgar og heim
frá Hamborg, en skáksveitin
mun öll fara þá leið, flugleið.is
til Hamborgar og þaðan í járn-
brautarlest til Hollands.
Verður sennilega skýrt frá
því á morgun hve hátt söfnun-
in sé komin og eru nú siðustu
forvöð að láta hendur standa
fram úr ermum og taka þátt í
söfnuninni.
Öll Reykjavíkurdagblöðin
taka á móti söfnunarfé en einn-
ig má senda framlög beint til
Skáksambands Islands.
Landsliðið
Framhald af 1. síðu.
liðinu fara einnig til Svíþjóðar
fjórir úr stjórn KSÍ, þeir Sigur-
jón Jónsson formaður sambands-
ins, Björgvin Schram, Ragnar
Lárusson og Jón Magnússon og
einnig Gunnlaugur Lárusson úr
Knattspyrnuráðs Reykjavíkur.
það hafa þeir verið. .
• s um fynrætlamr
.1951. EfUr
aukhlrffúrh þriðjúhg, eh .5pú ér ■
Samþykktir bæ)ant]6rnar Reykjavikur um
fyrirœtlanir varSandi Hifaveitu Reyk)avikur
Bæjarstjórn Reykjavíkur gerði eftirfarandi ályktanir
og framkvæmdir varðandi Hitaveitu
Reykjavíkur á fundi sínum í fyrradag. Var ályktunin sam-
þykkt einróma.
Skógrœktarstöð Skógrœktarfélagsins i Fossvogi.
1. Hraðað verði þeirri vísinda-
legu rannsókn og leit að
heitu vatri í bæjarlandinu,
nágrenni þess og nærsveit-
um, sem sérfræðingum hefur
verið falin.
Undirbúa skal kaup á nýj-
um jarðbor, stórvirkari en
þeir, sem fyrir eru.
2. Gerð sé svo fljótt sem verða
má heildaráætlun um fjar-
hitun húsa í Reykjavík. I
því sambandi verði sérstak-
lega gerð áætlun um notkun
Eimtúrbinustöðvarinnar í
þágu Hitaveitunnar og um
staðsetningu, stærð og f jölda
smærri kyndistöðva í bænum,
Ennfremur verði rannsakað
á hvem hátt annan mætti
nota raforku í sambandi við
fjarhitun.
Heildaráætlun þessari skal
vera lokið vorið 1955, en
einstakar framkvæmdir hafn-
ar eftir því, sem áætlanir
liggja fyrir.
3. Gerðar verði tilraunir með
bætta einangrun götu- og
heimæða og núverandi bæj-
arkerfi endurskoðað.
Rannsakað sé, á hvern hátt
væri hægt með upplýsingum,
leiðbeiningum og aðstoð við
nötendur, að minnka hita-
þörf húsa, og bæta nýtingu
heita vatnsins.
Gerðar séu tillögur um nýt-
ingu frárennslisvatnsins.
4. ÍBæjarstjómin kýr nefnd 5
i3-
auk
verkfræðinga til þess að sjá
um þær rannsóknir og áæjtl-
anir, sem greinir í 1.
lið. 1 nefndinni eiga
þess sæti hitaveitustjóri og
rafmagnsstjóri. Nefndinni er
heimilt, með samþykki bæj-
arráðs, að fela bæjarstofnun-
um eða öðrum aðiljum rann-
sókn og áætlun einstakra
atriða.
5. Borgarstjóra og bæjarráði er
falið að hefja undirbúning að
öflun f jármagns til hitaveitu-
framkvæmda.
6. Bæjarstjórn Reykjavíkur
skorar á ríkisstjórn og Al-
þingi að hraða setningu lög-
gjafar um eftirlit með jarð-
borunum, í því skyni að
koma í veg fyrir, að hjþiveit—
um sé stefnt í háska ;?n«3Ií
bomnum í grennd við þær.
::a iiJr.-jj
.. ■•• •" ■’rtjxr;