Þjóðviljinn - 21.08.1954, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 21. ágúst 1954
Steingrímur Aðalsteinsson:
Ríkissti
niðist á
Þau íáránlegu tíðindi hafa
r.ú gerzt, að stjórnvitringar
landsihs hafa fundið ]oað eitt
' ' xáð til þess áð hægt sé að
halda mikilvirkustu fram-
leiðslutækjum þjóðarinnar, þ.
e. togurunum, gangandi, að
leggja enn til viðbótar gífur-
iegan skatt á innfluttar fólks-
þifreiðar, þ. á. m. þær bif-
reiðar, sem leigubifreiðastjórar
rota sem atvinnutæki sín.
Nú er það að vísu sannazt
mála, að allur almenningur í
. landinu stynur undir skatta- og
- iollaáþján ríkisstjórnarinnar.
En það virðist þó vera alveg
sérstakt keppikefli hennar að
hundelta atvirinubifreiðastjóra
j þessu efni, því auk þess, sem
hínir almennu tollar á neyzlu-
‘ várningi bitna á þeim jafnt
sem öðrum, þá ber aldrei svo
við þegar þarf að „bjarga"
þjóðarbúskapnum að ekki sé
ráðizt alveg sérstaklega á þessa
atvinnustétt. Þannig fólst í
’ ,.bjargráðum“ rikisstjórnarinn-
ar árið 1948 að lagt var sér-
st'akt leyfisgjald á innflutn-
ingsleyfi fyrir fólksbifreiðum,
sem nam hvorki meira né
mínna en helmingi leyfisfjár-
hæðarinnar. Ennfremur var þá
lagður 20% söluskattur á bif-
reiðar sem seldar voru innan-
lands, og hækkaði það auðvit-
að söluverð þeirra að sama
skapi .Þegar ríkisstjórnin tók
upp „bátagjaldeyris“-kerfið,
voru allir varahlutir til bif-
reiða settir á þann gjaldeyri,
•og þannig hækkaðir stórkost-
lega í verði. Og loks — þegar
ó að gera togurunum kleift að
starfa með áframhaldandi okri
oliufélaganna og annarra arð-
ræningja á útgerðinni, — þá
•er lagt enn til viðbótar nýtt
,,leyfisgjald“ á innflutningsleyfi
fyrir fólksbifreiðum, og nú
ekki skorið við nögl, heldur
látið vera jafnhátt sjálfri leyf-
isfjárhæðinni. Er þá svo Tícim-
ið, að fólksbifreið, sem flutt er
inn og seld hér á „réttu“ verði,
Mlnidngarbortin ern til
Bclu í skrifstofu Sósiaiista-
Öokbsins, Þórsgötu 1; af-
greiðslu Þjóðviljans; Bóka-
báS Kron; Bckabúð Máis-
og menningar, Skólavörðu-
[ sfig 21; og í Bókaverzlnn
f ÞorvaMar Bjamasonar I
Hafnarfirðl.
kostar allt að því fjórum sinn-
um meira en innkaupsverð
hennar er — og rennur megin-
hluti þessa gífurlega mismunar
til ríkisins.
Nú er þó ekki svo að skilja,
að atvinnubifreiðastjórar hafi
undanfarið átt þess kost að
kaupa bifreiðar sínar á þessu
svokallaða „rétta“ verði, sem
ríkisstjórnin hefur með áður-
vinnubifreiðastjóra, finnst mér
rétt að tiltekinn fjöldi bifreiða
yrði þeim ætlaður, sem undan-
þeginn yrði þessu gjaldi, og
ætti að athuga, hvort þetta get-
ur ekki komið til greina“.
í samræmi við þessi um-
mæli fjármálaráðherrans var
sett inn á heimildagrein fjár-
laganna fyrir árið 1953 heimild
til þess að fella niður umrætt
leyfisgjald af bifreiðum, sem
fluttar væru inn fyrir atvinnu-
bifreiðastjóra.
Mér er hinsvegar ekki kunn-
ugt um að þessi heimild hafi
verið notuð.
Þvert á móti á nú fram-
kvæmdin að verða sú — ef at-
vinnubifreiðastjórar loksins fá
einhver innflutningsleyfi — að
þá skulu þeir borga, ekki að-
eins þetta gamla leyfisgjald,
sem Eysteinn lofaði að þeir
skyldu leystir frá, heldur til
viðbótar annað nýtt og miklu
hærra leyfisgjald, sem ríkis-
stjórnin nú hefur lagt á.
Þessu níðingsbragði ríkis-
stjórnarinnar ber stéttarsam-
tökum bifreiðastjóranna að
greindum aðferðum komið upp mótmæla harðlega. Qg ég
úr öllu valdi. Nei, óneú 'Þa$r skorahórí'rheð á stjórn þeirrá
að krefja ríkisstjórnina. af
fullri einurð, efnda á framan-
skráðu og skjalfestu loforði
f j ármálaráðherrans.
Steingr. Aðalsteinsson.
má teljast til undantekninga,
ef atvinnubifreiðastjóri hefur
fengið innflutningsleyfi fyrir
fólksbifreið. Aftur á móti hafa
stjórnargæðingar og vissar
hagsmunaklíkur setið að inn-
flutningsleyfunum og selt bif-
reiðarnar m. a. til atvinnubif-
reiðastjóra, á okurverði.
Geta alvinnubifreiðastjórar
og stéttarsamtök þeirra tekið
þessu öllu með þögn og þolin-
mæði?
Eg held ekki. Eg held að
mælirinn sé orðinn yfirfullur
og meira en tími til þess kom-
inn að þeir láti stjórnarvöldin
til sín heyra um þessi mál.
I því sambandi vil ég leyfa
mér að rifja hér upp ummæli
um þetta efni sem mér tókst
eitt sinn að knýja fram af
vörum þáverandi og núverandi
fjármálaráðherra, í þingræðu.
Eg hafði þá, sem oftar, flutt
í þinginu tillögu um að fella
niður „leyfisgjaldið" frá 1948.
Um þá tillögu hafði fjármála-
ráðherra, Eysteinn Jónsson,
þessi orð:
„Þessi tillaga hefur það til
síns máls, að þetta innflutn-
ingsgjald bifreiða er of hátt
fyrir alvinnubílstjóra, e? þeir
liafa tök á að flytja inn bif-
reiðar. Hinsvegar er það svo,
að þessir menn hafa ekki feng-
ið að flytja inn neinar bifreið-
ar. En ef það yrði ofan á að
það yrði hægt að veita þessum
mönnum innflutningsleyfi fyr-
ir bifreiðum, þá mundi ég bcita
mér fyrir því, að þeir þyrftu
ekki að koma undir þessi ,á-
kvæði, en ég vil ekki breyta
þessu ákvæði ef bifreiðar yrðu
fiyttar inn til annarra en at-
vinnubifreiðastjóra, .svo að
ekki verði farið í kringum
þetta. Ef til þess kæmi, að
hægt væri að leysa þörf at-
Pukurregk dr. Kristms eru banáa-
ríski hernaðarleyndannál
Málgagn utanríkisráðherrans eínir til sér-
kennilegrar getraunastarísemi
Tmíinn lýsir yfir því í gær
að „reglurnar" frægu sem ekki
hafa fengizt birtar séu banda-
rísk hernaðarleyndarmál. Tek-
ur blaðið upp grein eftir Degi
á Akureyri, sem er sérstakt
málgagn utanríkisráðherrans,
en þar er m. a .komizt svo að
orði:
„Þess var sérstaklega óskað
af stjórn varnarliðsins, að þess-
ar reglur yrðu ekki birtar opin-
berlega í einstökum atriðum,
enda þótt þær tækju gildi, og
þótti ekki ástæða til að halda
því til streitu, þar sem reglurn-
ar sjálfar eru aðalatriðið en
ekki birting þeirra. En stjórn
varnarliðsins færði fram fyrir
ósk sinni ástæður, er ekki
varða íslendinga, heldur
Bandaríkjamenn eingöngu og
hermál þeirra“.
Er sannarlega ekki að undraj
þótt utanríkisráðherrann hafi
þagað sem fastast, fyrst regl-
urnar frægu eru bandarísk
hernaðarleyndarmál, líkt gerð
vetnissprengjunnar; honum eru
kunn örlög þeirra sem fleipra
um slíka hluti. En ástæðan til
leyndarinnar miklu er sem
kunnugt er sú að óttazt er að
„reglurnar muni mælast illa
fyrir hjá varnarliðsmönnum“
eins og Tíminn skýrði frá á
dögunum.
En eftir þessa athyglisverðu
frásögn kemur svo hin furðu-
Mánuður íegurðarinnar — Skringileg yfirlýsing —
Lítið andsvar frá H. B. — Rykaði unglingurinn úr
sögunni!
ÁGÚST er á margan hátt
merkilegur mánuður. Hann er
or orðinn mánuður fegurðar-
innar hér í Reykjavík, þá fá
fallegar stúlkur, fallegir garð-
ar og falieg hús bréf upp á
fegurð sína. Það var valið á
fegursta garðinum sem átti
að fá smágagnrýni að ,þessu
sinni, vitaskuld ekki hinn
undurfagri garður sem fyrir
valinu varð-, heidur sú yfirlýs-
ing dómnefndar að þeir garð-
ar sem hlotið hafi verðlaun
undanfarin þrjú ár komi ekki
til greina. Hliðstætt væri
næstum ef glímukóngurinn í
ár mætti ekki taka þátt í
keppni næstu þrjú ár á eftir,
eða að stangarstökksmeistara
væri meinað að spreyta sig H. B. SKRIFARr
eftir að hann hefur borið sig-
ur úr býtum. Þessi yfirlýs-
ing dómnefndarinnar ætti að
vera óþörf enda er hún dæma-
laust klaufaleg. Nefndin ætti
bara orðalaust að ganga fram
hjá gömlu verðlaunagörðun-
um, því - að þessi' yfirlýsing
hefur það. eitt upp á sig að
éigendur fyrrverandi verð-
launagarða missa ef til vill
áhugann á að halda þeim við
legasta viðbót. Blaðið heldur
áfram:
„Hinu má svo gera ráð fyrir,
að reglur þessar verði flestum
kunnar að efni til áður en
langt líður, eða jafnskjótt sem
menn gera sér fyllri grein fyr-
ir þeirri breytingu, sem orðið
hefur, og er mjög mikil frá
því sem áður var“.
Þarna er sem sé gefið í skyn
að almenningur muni komast
á snoðir um þessi miklu hern-
aðarleyndarmál með einskon-
ar getraunastarfsemi, „reglurn-
ar“ eiga að leka út til þjóðar-
innar þótt ráðherrann þegi.
Mætti virðast tilvalið að Tím-
inn færði getraunastarfsemi
þessa í fast kerfi, og gæfi til
dæmis út eyðublöð eins og í-
þróttamenn gera. Gætu þátt-
takendur síðan fylgzt með at-
ferli hinna erlendu manna cg
reynt að semja „reglurnar“
samkvæmt því. Gæti þetta orð-
ið hinn skemmtilegasti leikur,
þar sem „reglurnar“ yrðu ef-
laust mjög fjölbreytilegar og
kæmu að verulegu leyti inn á
þau svið sem Tíminn hefur gert
að sérgrein sinni í fréttaflutn-
ingi. En það er annað mál
hversu líkar niðurstöður slíkr-
ar getraunar yrðu „reglurn"
þeim sem duldar eru af mestri
gát til þess að móðga ekki
menn þá sem eiga að fara eft-
ir þeim.
þegar engin von er um viður-
kenningu og iilgresi og ó-
rækt ráða þar ríkjum á eft-
ir.
ÞESS mun varla dæmi að
nokkur rykaður unglingur
hafi verið heiðraður með öðr-
um' eiiis hiáðaaki'ifurn- ©ga uþp-
h'afizt hafarjfft; • af '®&9»gnéfnd-
' uötrf úagiihgíin ■' tV T Þjóðhátíð
Vestmannaeyja. .Satt a5 segja
er Bæjarpósturinn orðinn
hundleiður á þessum skrifum,
og lesendur hans víst ekki síð-
ur. Samt ætla ég að birta
hér' á eftir svarbréf frá H.B.,
en lofa því um leið að þetta
skal verða síðasta bréf um
þetta efni hér í dálkunum.
„Oddgeir hljómsveitarstjóri
svaraði fyrir nokkru grein
minni í Bæjarpóstinum um
„r.ykaða unglinginn“ á Þjóð-
hátíð Vestmannaeyja, svar
hans var mjög kurteist, sem
vænta mátti úr þ.eirri átt.
Upplýsti hann að hinn um-
talaði unglingur hefði verið
búinn að ónáða hljómsveitina
áður en átökin áttu sér stað.
Þar sem mér er skylt og ljúft
að hafa það sem sannara
reynist, þakka ég honum að-
eins fyrir svarið og finnst
ekkert undarlegt þótt menn
séu fjarlægðir af skemmti-
stað eftir slíka framkomu. En
óhögguð stóð .og stendur enn
frásögn mín af fantaskap
þeim sem unglingurinn var
beittur.
En nú kemur „Áhorfandi"
fram á ritvöllinn í Bæjarpóst-
inum 18. ágúst og er i slíku
skapi, að ekki virðist ótrú-
legt að hann hafi aðeins orð-
ið einum of seinn sjálfur til
að framkvæma þessa hetju-
dáð, að koma þessum voða
manni burt af staðnum, sem
var búinn, að sögn „Áhorf-
anda“, að fella, eða gera til-
raun til að fella flesta hluti
•íal dalaium:: iMikil rnildi: að
Fjósaklettur slapp. Svo kem-
ur rúsínan í pylsuendanum,
þegar V. S. „leiddi hann nið-
ur brekkuna". -Ja, hvilík
leiðsla! Eg er í vafa um að
margir sem sáu, hefðu kosið
slíka leiðslu. Annars er þessi
frásögn t.rúlega ekki verri en
annað í hinni ævintýralegu
meðferð „Áhorfanda“ á
sannleikanum, sem minnir
helzt á fréttir sem manni eru
stundum sagðar af Rússum.
Eg vil gjarna ganga undir
dóm þeirra er í dalnum voru
og til sáu, því að það er satt
að „þeir vita hvor okkar hef-
ir á réttu að standa“.
En það voru þá eftir allt
saman * tveir geðvondir á
Þjóðhátíðinni, og ég sem hélt
að það hefði aðeins verið
einn“. H. B.