Þjóðviljinn - 21.08.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.08.1954, Blaðsíða 5
Laugardagur 21. ágúst 1954 Þ J ÓÐ VILJINN — (5 Sripa hahahrossins Smásjá sem sjá má með imi í ógagnsæja hluti ' Rússneskur vísindamaður hefur að sögn blaös lund- varnaráðuneytisins, Rauðu stjörnunnar, fundiö upp smá- sjá, sem gerir kleift að horfa inn í ógagnsæja hluti. Brezka stjórnin reyndi a8 lieíta útkomu bókar lávarðar- ins og svipti hann embætti er það tókst ekki Brezkur lávaröur að nafni Russell af Liverpool hefur gefið út bók um stríðsglæpi nazista !i síðustu heimstyrj- öld, byggöa á eigin reynslu og opinberum skýrslum. Bókina nefnir hann Svipa hakaJcrossins (The Scourge of the Swastika). Brezka stjórnin reynai að koma í veg fyrir útkomu bókarinnar, og varð höfundurinn að segja af sér embætti er hann neitaði að láta að vilja stjórnar- innar. Fjöldamorð rekin eins og stór- framleiðsla. Málsskjölin frá réttarhöldunum yfir glæpa- mönnunum eru örugg og ó- hlutdræg og heimild handa sagnfræðingum, og þau eru að- vörun stjórnmálamönnum fram- tíðarinnar. Skipulögð gereyðing Bókin greinir ýtarlega frá öllu: morðum á föngum, ger- eyðingu heilla þjóða á her- numdum svæðum, útrýmingu Gyðinga, fangabúðunum og gasklefunum. „Þessi múgmorð voru ekki framin af agalaus- um þýzkum hersveitum“, segir Russell um fjöldamorð í Sovét- ríkjunum, „heldur voru þau fyrirfram ákveðin stefna Hitl- sem fangarnir komu með til búðanna, sælir í þeirri trú að verið væri að flytja þá til nýrra heimkynna í austri. Ég hef gengið yfir sviði.n mannabeinin sem dreifð voru um fangabúðasvæðið. En iafn,- vel það er ekki nema dauft endurskin þeirra skelfinga sem nazistar ollu með hryðjuverkum sínum í fangabúðunum“. í Auschwitz-fangabúðunum einum saman myrtu nazistar þrjár milljónir manna. Þúsund- um manna var þar breytt í ösku hvern dag. Frá Janoff- morðverksmiðjunni tekur Russ- ell þetta dæmi: „Morðin voru svo einhæf og leiðigjörn til lengdar að herforingjaráðinu var skipað að finna nýjar drápsaðferðir. Einn forsprakk- inn Wepke að nafni veðjaði þá um það að hann gæti höggvið dreng til bana með einu axar- höggi. Veðmálinu var tekið. Wepke lét þá sækja tíu ára gamlan dreng í fangabúðirnar, þvingaði hann til að fallast á hnén og fela andlitið í hönd- unum. Síðan mundaði hann Þessi mynd var tekin í Belsen-fangabúðunum er Bandamenn hertóku búðirnar í lok síðustu heimstyrjaldar. Hún þarf ekki skýringa við. Uppfinningamaðurinn heitir S. Y. Sokoloff. Hátíðnisbyigjur eru notaðar til að skyggnast inn í hina ógagnsæju hluti, bæði fasta og fljótandi. Höfundur greinarinnar i Rauðu stjörnunni, þar sem sagt er frá þessu tæki, prófessor Rsévkin, segir að nú sé ekk- ert svið' vísindalegrar tækni, þar sem hátíðnisbylgjur séu ekki notaðar. Þannig má nota hátíðnis- bylgjur með 10 millj. sveiflum á sekúndu til að koma í veg fyrir að ryk og reykagnir þyrl- ist upp, og mætti nota sömu aðferð til að auðvelda loftsigl- ingar með því að beita henni á þokuagnir. Með hátíðnisbylgjum má einnig splundra bakterium, m. a. berklasóttkveikjunni og þær má nota til að búa til blöndur efna, sem annars er ekki ~hægt að blanda saman. Þær má með miklum árangri nota til að upp- götva galla í málmsmíði og gera má vöxt korns og kart- aflna örari með því að láta sáð- kornin verða fyrir áhrifum þeirra, segir Rsévkin. Fléðvcsrstir Kínverja reyncist vel Hœttum af flóSum afstýrt I fyrsta sinn i sögu Kina Enda þótt vatnavextir hafi verið meiri í fljótum Kína í ár en nokkru sinni áöur ii sögunni, hefur tjón af völdum flóöa oröiö miklu minna en oft áður. Russell lávarður hefur manna bezta aðstöðu til að skrifa bók um þetta efni þar sem hann var vararannsóknardómari brezka hersins í Rínarlöndum árin 1946—1951 og lögfræðilegur ráðunautur við öll stríðsglæpa- réttarhöld sem Bretar héldu yfir nazistum á þessum tima. Árið 1951 var hann skipaður aðstoðarherdómari ríkisins. Sviptur embætti Lávarðurinn hefur sagt við blaðamenn að sú ákvöróun að svipta liann embætti geri hon- um aðeins hægara að berjast gegn endurhervæðingu Þýzka- lands i lávarðadeildinni, en það hefur honum verið ókleift. J>ar sem hann hefur verið opinber starfsmaður í þjónustu ríkisins. | Títkomu bókar hans hefur verið andmælt aðallega á þeim for- sendum að hún væri öflugt vopn í handum þeirra sem berðust- gegn því að veita Þýzkalandi færi á að auka áhrif sín á al- þjóðavettvangi annaðhvort með vígbúnaði eða á annan hátt. „Forseti lávarðadeildarinnar til- kynnti mér,“ sagði Russell „að útgáfa slikrar bókar væri ó- samrýmanleg embætti minu“. „Áður en ég hóf að rita bók- ina hafði ég fengið leyfi lijá forseta lávarðadeildarinnar að rita liverja J>á bók sem væri byggð á skjalfestum heimild- um og sögulegum staðreynd- um. En er ríkisstjórnin braut þetta loforð með því að reyna á • allan hátt að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar, og með því að það var og freklegt brot á málfrelsi í landinu. þá á- kva^ ég að segja af mér em- bætti til þess að bókin gæti hindranalaust komizt á mark- aðinn“, sagði Russell lávarður. 12 milljónir manna. myrtar Bók Russells lávarðar er ein- göngu byggð á staðfestum opin- berum heimildum og hann dreg- ur þær saman á einn stað í bók sinni. Hann segir þar frá morðaverksmiðjum Þjóðverja og hinum ýmsu dráps- og pynd- ingaraðferðum þeirra, er þeir beittu í fangabúðunum. Að minnsta kosti 12 milljónir manna, kvenna og barna voru myrtar, ekki í orustu, ekki í æði, heldur samkvæmt járn- harðri, útreiknaðri fyrirframá- ætlun um að útrýma þjóðum og kynflokkum, uppræta arfleifð og menningu heilla ríkja og binda endi á tilveru þeirra. Tveir þriðju allra Gyðinga í Evrópu voru teknir af lífi. ersstjórnarinnar, skipulögð áð- ur en vopnaviðskipti hófust og samvizkusamlega framkvæmd“. Russell tilfærir orð þýzka hershöfðingjans Hans Frank, en hann stóð fyrir framkvæmd skipunar Hitlers um „gereyð- ingu Póllands“, en hershöfð- inginn skrifaði í dagbók sína: „Ef mér væri skipað að ganga fyrir Leiðtogann og segja: „Mein Fiihrer ég tilkynni að ég hef gereytt 150 þúsund Pól- J verjum til viðbótar, þá mun hann segja: Stórkostlegt! hafi nauðsyn borið til þess“. „1 augum nazista, segir Russ- ell lávarður, var sérhvert brot á herlögum afsakanlegt með „hernaðarlegri nauðsyn". Auschwitz „Ég hef komið til fangabuð- anna í Auschwitz, ég hef séð haugana af mannshári sein naz- istarnir skáru af fórnardýrum sínum áður en þeim var troðið í gasklefana, séð ferðatöskurnar vopnið og hjó höfuðið af drengnum í einu höggi“. Á þetta að gerast aftur? Samkvæmt Potsdam-sáttmál- anum átti ekki einungis að refsa stríðsglæpamönnum held- ur og að ónýta þann grundvöll sem nazisminn var byggður á og koma þannig í veg fyrir að Þýzkaland gæti hafið árásar- stríð að nýju. Vesturveldin hafa þegar fyrir mörgum árum hætt við framkvæmd sáttmálans og lýst sig ósamþykk grundvallar- atriðum hans. Þau hlaða nú undir nazistana i Vestur-Þýzka- landi, sömu öflin og stóðu að einræðisstjórn Hitlers. Iðjuhöld arnir sem græddu milljónir í f jöldamorðum og þrælavinnu auðhringarnir sem stóðu straum af kostnaði við styrjaldaræfin- týri Hitlers,# landeigendurnir, júnkararnir, höfuðvígi aftur- haldsins í Þýzkalandi, allir koma nú fram á sviðið á ný, Framhald á 8. siðu. Þetta segir í skeyti, sem Alan Winnington, fréttaritari Daily Worker, sendir frá Peking. Höf- ! uðkapp hefur verið lagt á að bjarga borginni yúhan, einni mestu iðnaðarmiðstöð Kina, undan flóðum. Vúhan stendur við Jangtseá í Mið-Kína, en yf- irborð hennar hefur hækkað stöðugt undanfarnar vikur og fljótið er nú 96 feta djúpt. Þeg- ar Winnington sendi skeytið, var tekið að lækka í fljótinu sums- [ staðar, en Sréttir höfðu borizt af nýrri flóðbylgju, sem nálgað- ist Vúhan. Mestu vatnavextir Baráttan gegn flóðunum er annars háð alls staðar við bakka Hvaj og Jangtse, sem milljónir manna hafa orðið að bráð um þúsundir ára. Yfirborð fljótanna er nú hærra en nokkru sinni áður, að því vitað er til. I síð- ustu stórflóðum, sem urðu 1931, fórust hundruð þúsunda, en úr- koman það ár var þó ekki nema litiís háttar miðað við úrkomuna í ár. Góður árangur flóðvarna Winnington segir í fréttaskeyti sínu, að fyrir nokkrum árum hafi maður hvarvetna í Kína getað rekizt á betlara, sem höfðu misst aleigu sína og allt skyld- fólk í flóðunum 1931. En nú geti slíkt ekki komið fyrir aftur. í fimm ár hefur alþýðustjórn- in varið öllum kröftum til að • koma i veg fyrir slík flóð í fram- tíðinni og reynsla síðustu vikna sannar, að hinar miklu fram- kvæmdir hafa ekki verið unnar fyrir gýg. Winnington heimsótti Hsúkaj, forstjóra skipulagsdeild- ar fljótamálaráðuneytisins í Peking og átti tal við hann. Vita fyrirfram „Nú vitum við mörgum dögum fyrirfram við hve mikilli úr- komu við megum búast og hvar hún fellur. Við getum reiknað út flóðöldurnar sem regnið skap- ar í fljótunum, hvenær þær muni berast til hættustaða, hve mikill straumþunginn verður og hvort varnargarðarnir munu standast álagið. Við höfum því nokkurn tíma til að undirbúa varnaraðgerðir“. í tæka tíð „Við sendum út fyrirskipanir um að opna hinar miklu flóð- gáttir, sem flestar hafa verið byggðar siðan alþýðustjórnin tók völdin, til að leiða vatnsmagnið í aðra farvegi og um að styrkja ákveðna varnargarða. Ef við sjáum fram á það, að varnar- görðunum verði ekki bjargað, getum við í tæka tíð aðvarað stjórnarvöldin á hættusvæðun- um um að flytja fólkið burt“. „Nú erum við þvd við öllu búnir og getum afstýrt vándræð- um, sem áður fyrr voru óum- flýjanleg. Fyrr á árum vissum við aldrei um það sem var að gerast fyrr en vatnið sópaði varnargörðunum burt“. Fáar borgir á flóðasvæðum Bn þrátt fyrir margbætta að- stöðu hefur ekki verið hægt a5 hindra flóð í nokkrum héruðum. Flætt hefur yfir töluverð land- svæði í fjórum fylkjum og minni svæði í þremur öðrum. En mjög fáar borgir hafa orðið fyr- ir nokkru tjóni af völdum flóð- anna. Enn hefur tekizt að koma í veg fyrir flóð við Vúhan, sem fór undir 7 feta djúpt vatn árið 1931. en hættan er þó ekki um garð gengin. Gulá, sem áður fyrr olli miklum usla á hverju flóðaári, er nú algerlega beizluð og engin hætta á ferðum í hér- uðum, sem hún rennur um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.