Þjóðviljinn - 21.08.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.08.1954, Blaðsíða 6
6) — í*JÓÐVILJINN — Laugardagur 21. ágúst 1954 þlÓOVIUINN OtgðfanOl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíallatafiokkurlna. Rltstjórar: Magnúa Kjartansson (áb.), SlgurOur Qu5n undaaou. Fráttastjórl: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Asmundur Sigurjónsson, ðjarnl BenedJktsson, QuS- mundur Vigfússon, Magnús Torfl ólafason. ÍLUglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiósla, auglýsingar, prentamiSja: Skólavðrðustlg 19. — Sími 7600 (3 linur). Áakrlftarverð kr. 20 & mánuOi i Reykjavtk og nógreanJ; kr. XI annars staSar & landinu. — Lauaaaöluverð 1 kr. elntakið. Prentsanlðja Þjóðviljans h.f. íhaldið óftast staðreyndir í Fátt eða ekkert óttast hin duglausa íhaldsstjórn Reykja- víkurbæjar meir en ef það vitnaðist hve húsnæðismál bæjar- búa eru í hörmulegu ástandi, ef það lægi fyrir hve margir íbúar hinnar íslenzku höfuðborgar búa í óhæfu, heilsuspill- andi húsnæði. Sektartilfinning skín út úr þessum ótta við staðreyndirnar, sektartilfinning þeirra íhaldsmanna sem hafa hindrað áratugum saman að Reykjavíkurbær gerði nægilega stórt átak til að tryggja borgurum sínum viðunandi hús- næði, bæði með forgöngu bæjarins um byggingar handa fá- tækasta fólkinu og stuðningi við menn að koma sér þaki yfir höfuðið. í óttanum við staðreyndirnar um húsnæðismál Reykja- víkur kemur fram sektartilfinning Sjálfstæðisflokksins sem mestan þátt átti í því að eyðileggja löggjöfina um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis .sektartilfinning þess flokks, sem ber alla ábyrgð, ásamt Framsókn og Alþýðuflokknum, á hinni brjál- æðislegu haftastefnu. Það er sektartilfinning Fjárhags- ráðsflokkanna. Og þó Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú verið hrak- inn á undanhald í haftamálunum og einnig í húsnæðismálum Reykvíkinga, einkennast þó allar framkvæmdir hans af for- múlunni „of seint, of lítið“, eins og Sigfús orðaði það. Á bæjarstjórnarfundi i fyrradag var innt eftir afgreiðslu heilbrigðisnefndar. bæjarins á tillögu um þessi mál sem íhalds- hendurnar átta í bæjarstjórn vísuðu til nefndarinnar 1. apríl 1954. Þá tillögu fluttu fulltrúar fjögurra flokka, sem til sam- ans hafa á bak við sig meirihluta Reykvíkinga, Ingi R. Helga- son, Alfreð Gíslason, Gíls Guðmundsson og Þórarinn Þórarins- son. Tillagan var þannig: „Bæjarstjórn Reykjavíkur felur borgarstjóra og bæjarráði að láta nú þegar fram fara ýtarlega rannsókn á öllu lélegu og heilsuspillandi húsnæði í bænum ,og skal hraða svo rannsókn- inni ,að niðurstöður hennar verði kunnar eigi síðar en 1. júlí 1954. Allar þær íbúðir, sem skoðaðar verða í þessari rann- sókn, skulu settar á sérstaka skrá, svo seni skylt er að gera samkvæmt 34. grein heilbrigðissamþykktar bæjarins frá 20. jan. 1950, og skal þessi skrá síðan leiðrétt í samræmi við árlegar skoðanir á óhæfu húsnæði í bænum, sem heilbrigðisnefnd bæj- arins annist". Það er ekki farið fram á mikið, einungis að heilbrigðisnefnd gegni tvímælaJausri skyldu sinni, sem hún liefur -nú vanrækt í fjögur ár. Eh samt réttu fulltrúar minnihlutaflokksins í Reykja- vík, fulltrúar Sjálfstæðisflolcksins, upp átta hendur og liindruðu samþykkt tillögunnar, en vísuðu henni í þess stað til heilbrigðis- nefndar. Á bæjarstjórnarfundi í fyrradag upplýsti íhaldsfuHtrúi að heilbrigöisnefnd hefði ekld einu sinni unnizt tími til að semja umsögn um tillögu þessa hvað þá að gera skyldu sína í þessu máli. Heimdallarforkólfurinn Geir Hallgrímsson var lát- inn gefa þá gáfulegu skýringu á þessum vinnubrögðum að nær væri að framltvæma en að rannsalca, Hvorki hann né aðrir íhaldsmenn munu þó bera brigður á að hVergi er gengið að lausn stórkostlegra þjóðfélagslegra vandarmála án þess að byrj- að sé á rannsókn á hinu raunverulega ástandi, og er sá háttur hafðfir á með miklu yfirgripsminni mál jafnt af yfirvöldum ríkis. og bæjar. Hitt er sannleikurinn að íhaldsstjórnin í bænum óttast þær staðreyndir um óstjórn þess, úrræðaleysi og dugleysi í húsnæðismálum Reykvíkinga sem sannaðar yrðu með slíéri rann sókn og þess vegna er hún ekki framkvæmd, þess vegna er heil- brigðisnefnd Reykjavíkurbæjar látin svíkjast um að vinna eitt mikilvægasta verkefni sitt árum saman. Það var vel við eigandi að Þórunn Magnúsdóttir, formaður Félags herskálabúa, tók Heimdellinginn og villuaigandann til bæna á bæjarstjórnarfundinum í fyrradag einmitt vegna gor- geirs hans um afrek Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismálunum, og benti honum á að steigurlæti hans og innantómt orðagjálfur ætti illa við í því máli, þar sem íhaldið hefur brotið livað mest af sér gagnvart fólkinu í bænum. Reynslan er harður skóli, en það fer að líða að því að hún hafi kennt Reykvíkingum, að til þess að nokkur von sé til að húsnæðisvandræði höfuðborgarinnar verði leyst þarf að skipta um meirihluta í bæjarstjórn, þarf að víkja frá völdum hinum steinrunna afturhaldsflokki, Sjálfstæðisflokknum, sem aldrei hefur annað sjónarmið en gróðasjónarmið spilltustu auðklíkn- anna í landinu. Evrópuherínn getur orðið |að sker sem Atlanzhafsbandalagið strandar á Líkur á oð spádómur Mendés-France um nýja franska AlþýSufylksngu rœtisf rjú og hálft ár eru liðin síð- an samningar um stofn- un „Varnarbandalags" Evrópu“ og „Evrópuhers“ hófust í Par- ís og tvö ár og þrír mánuðir síðan þeir samningar voru loks undirritaðir af utanríkisráð- herrum Frakklands, Vestur- Þýzkalands, Belgíu, Hollands, Luxemborgar og Ítalíu í sömu borg. Það var ekki fyrr en á þessu ári, að samningarnir voru fullgiltir af þingum fjög- urra aðildarríkjanna, en þing tveggja þeirra, Frakklands og Ítalíu, hafa enn ekki fullgilt þá. Fæðingin hefur því gengið erfiðlega og mun engum koma á óvart, þótt afkvæmið fæðist andvana. Utanríkisráðherrar aðildar- ríkjanna eru nú enn komn- ir saman á fund og sitja á rök- stólum í Bruxelles, þegar þetta er ritað. Fyrir þessum fundi liggja tillögur, sem franska stjórnin hefur gert um breyt- ingar á samningunum í því skyni að draga úr andstöðu þeirri, sem er á franska þing- inu gegn þeim. Þessar tillögur hafa enn ekki fengizt birtar í einstökum atriðum, en höfuð- atriði þeirra eru kunn. Franska stjórnin vill áskilja sér rétt til að segja sig úr bandalaginu undir vissum kringumstæðum og um leið tryggja sér nei-tun- arvald í stjórn þess. Hún er andvíg því, að þýzkir hermenn verði staðsettir á franskri grund og hún vill ekki, að sá hluti franska hersins, sem er heima fyrir, heyri undir banda- lagið. Þegar kvisaðist um þess- ar tillögur í lok síðustu viku, mátti strax ráða af þeim und- irtektum, sem þær fengu í höf- uðborg Vestur-Þýzkalands, að Mendés-France myndi eiga erf- iðan róður fyrir höndum í Bruxelles. Talsmenn stjórnar- innar í Bonn lýstu tillögurnar með öllu óaðgengilegar og við sama tón kvað við í Washing- ton. Á fundinum í Bruxelles í fvrradag tóku utanrikisráð- herrar Hollands, Luxemborgar og ítalíu í sama streng og Ade- nauer, sem sagði, að tillögurn- ar þýddu svo róttækar breyt- ingar á samningunum, að nauð- svnlegt væri, að þær yrðu lagð- ar fyrir öll þau þing, sem þeg- ar hafa fullgilt samninginn, til staðfestingar. Og það kvað Adenauer vera óhjákvæmilegt. |lyfendés-France hafði áður gert grein fyrir því, hvílíka nauðsyn bæri til, að fallizt yrði á breytingartillögur frönsku stjórnarinnar. Samn- ingarnir yrðu aldrei fullgiltir af franska þinginu í núverandi mynd, en .stjórnarkreppa í Frakklandi yrði óhjákvæmileg afleiðing þess, að þingið hafn- aði samningunum. Óhugsandi væri önnur lausn á slíkri stjórnarkreppu en sú, að við stjórnartaumum tæki samfylk- ing vinstri flokkanna í líkingu við Aiþýðufylkinguna frönsku, sem mynduð var árið 1934. Kommúnistar myndu styðja þá stjórn, sem þá yrði mynduð, eða jafnvel sjálfir eiga sæti í henni. Frakkland myndi snúa baki við þeirri stefnu, sem það hefur fylgt í utanríkismálum 1 ■■ ■ 1 Erlend Éíðindi i-r-- ..... V árin eftir stríð, segja skilið við samvinnu vestrænna þjóða og freista þess að ná sérsamning- um við Sovétríkin til að tr.yggja öryggi sitt; Atlanzbandalagið mundi liðast í sundur. llfl'endés-France hefur orð á sér fyrir mælsku og hefur oft þurft á henni að halda upp á síðkastið. Miklir mælskumenn kunna sér stundum ekki hóf og segja sumt. sem þeir geta ekki staðið við síðar. Mendés- France var í vanda staddur, þegar hann flutti þessa ræðu; hann vissi að hann þurfti að taka á öllu sem hann átti til, ef honum ætti að takest að sannfæra Adenauer um nauð- syn þess, að hann gerði tilslak- anir. Og það var þá ef til vill aðeins eðlilegt, að hann gripi til kommúnistagrýlunnar. Hún hefur oft dugað vel. En Mend- és-France er einnig glögg- skyggnasti stjórnmálamaður úr borgarastétt, sem nú er uppi í álfunni. Það hefur hann sann- að æ ofan í æ síðustu vikum- ar. Og hann hefur líka alltaf verið óhræddur við að segja það sem hann álítur rétt, enda þótt flestir aðrir hefðu kosið að láta það kyrrt liggja. Það er því lítil ástæða til að efast um það, að mynd sú, sem hann dró upp í Bruxelles af stjóm- málahorfum í Frakklandi í dag, er rétt. Samfylking vinstri flokkanna í Frakklandi í líkingu við Alþýðufylkinguna fyrir stríð stendur fyrir dyrum, segir Mendés-France, ef franska þingið hafnar samningunum um Evrópuherinn. En hvaða líkur eru nú á því, að þingið fullgildi samningana? Fundur- inn í Bruxelles virðist ekki hafa auðveldað fullgildingu þeirra, nema siður sé. Þegar þetta er ritað, er útlit fyrir, að fundinum verði frestað um óá- kveðinn 'tíma og því litlar lík- ur á, að samþykki hinna aðild- arríkjanna fáist við breytingar- tillögum frönsku stjórnarinnar. áður en fyrsta umræða um fullgildinguna hefst á franska þinginu á laugardaginn kemur, Framhald á 11. síðu. Þýzkir hermenn halda innreið sína í París sumarið 1940. Sigur- boginn í baksýn. Þessari sjón geta Frakbar ekki gleyrat. — Öttinn við hið þýzka herveldi þjappaði franskri alþýðu samam í Alþýðnfylkinguna 1934. Verður hann enn til að skapa eim- ingu í röðum Ueiuiar?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.