Þjóðviljinn - 21.08.1954, Side 10

Þjóðviljinn - 21.08.1954, Side 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 21. ágúst 1954 INNAN VIÐ MÚRVEGGINN 80. EFTTR A. J. CRONIN trjánuml meðfram akbrautinni og þa'ð var að koma græn slikja á greinarnar. Rök jörðin virtist !t þann veginn að vakna af vetrardvalanum. Þennan dag mátti Páll fara heim af sjúkrahúsinu. Löngu fyrir hádegi, en þá hafði Dunn lofað aö sækja hann, var hann tilbúinn. Hann sat í setustofu sjúkra- hússins og var búinn að kveðja — og aukaþakkir hafði hann fært hinni blómlegu, rjóðu og skapgóðu systur Margréti, sem hafði annazt hann. Hann hafði verið fár- veikur, en skurðurinn var gróinn, lungun orðin heil, hóstinn horfinn, þótt hann væri enn máttfarinn og sýndi enn á sér nokkur veikindamerki, var hann úr- skurðaður heill heilsu. Á tilsettum tíma kom Dunn í leigubíl. Eftir langdregna kveðjuathöfn í setustofunni — Dunn virtist í miklu á- liti hjá systrunum og hann þurfti aö beita allri lagni sinni til þess að komast undan gestrisni abbadísarinn- ar, sem vildi bera fram veitingar handa þeim, sherry og kex — tókst þeim loks að komast burt. Þegar þeir óku í áttina til miöbæjarins og tært vorloftið barst inn gegn- um opna gluggann, varð Páll gagntekinn ljúfri eftir- væntingu. Fyrir þetta hafði hann barizt og fyrir þetta hafði hann þjáðst undanfarna raunamánuði. „Ég hef fengið handa ykkur herbergi á Windsor hótel- inu“. Dunn rauf þögnina. „Það er ekkert glæsihótel en það er rólegt þar. Það er góður staður til að koma undir sig fótunum á“. Páll leit á hann þakklátum augum eins og hann vildi sýna að hann samþykkti fúslega allar ráðstafanir Dunns. „Og ennfremur", hélt hann áfram, „þegar móðir þín kemur á morgun getur hún búið þar líka þangað til réttarhöldunum er lokið. Blaðið Chronicle mun sjá um útgjöldin. Nei, vertu ekki að þakka mér. Þaö er okkur í hag. Og hérna eru þrjátíu pund í sama tilgangi. Taktu við þeim. Þú verður að kaupa föt og ýmislegt smávegis handa pabba þjínum. Þú getur gert þetta upp ef þér sýnist, þegar skaöabæturnar hafa verið greiddar". „Hvaða skaðabætur?“ Dunn leit á hann útundan sér. „Svo virðist sem faðir þinn eigi kröfu á hendur ríkis- stjórninni. Allt að fimm þúsund pundum, eftir því sem fróðir menn telja“. Páll hlustaði þegjadi á þessar óvæntu fréttir. Þótt honum virtist þetta ekki skipta neinu máli í svipinn, átti hann fyrir bragöið hægara með aö taka viö pening- unum sem félagi hans rétti að honum. Hann gæti not- að þá til þess sem Dunn hafði sagt. Og hann hugsaði með tilhlökkun til þess sem hann átti í vændum og var feginn því að hafa heilan dag með föður sínum ein- um áður en móðir hans kæmi frá Belfast. „Ertu búinn að sjá hann?“ spurði hann eftir nokkra þögn. Dunn kinkaði kolli. „Hann er kominn á hótelið. Smitf einn af starfsmönnum okkar, er hjá honum“. ,,Þú hugsar fyrir öllu“. ,’Ég vildi ég gerði þaö“, svaraði Dunn stuttur í spune Framkoma hans breyttist lítið eitt og eftir dálitla þög] breytti hann um umræðuefni. „Hefurðu séð Lenu nýlega?“ „Nei“. Svipur Páls breyttist. „Ekki síðan kvöldið ser hún kom mér á sjúkrahúsiö“. „Þú veizt ekki allt um Lenu“, sagði Dunn hranalega „Það er tími til kominn að þú fáir að vita það“. Ham horföi beint fram fyrir sig og sagði Páli allt af létta 0| dró ekkert undan. Páli varð hverft við og hann varð þurr í kverkunum Hvað hann haf'ði dæmt hana ranglega! Hvíilúkur asn .... hvílíkur óþolandi reginasni hafði hann verið Hann sá fyrir sér andlit hennar, dapurlegt og einlægt Þegar hann gat komið upp oröi, sagöi hann: „Ég verð að finna hana“. Hún er farin". ' ’ "7 * „Farin?" ^ ‘ „Hún hætti í vinnunni“. Það var beizkur ánægju- hreimur í rödd Dunns. „Og hvarf“. „En hvers vegna?“ „Hvernig ætti ég að vita þaö?“ „Þú hlýtur þó að vita hvert hún hefur farið?“ „Við vissum það ekki .... en við vitum það núna“. Dunn skotra'ði augunum til félaga síns. „Hún vinnur við framreiðslustörf í lélegu veitingahúsi í Sheffield". „Hefurðu heimilisfang hennar?“ „Sé svo, þá er það ekki til sýnis“. Dunn var einbeitt- ur á svip og talið féll niður. Leigubíllinn var kominn gegnum verzlunarhverfið í Worthley, kominn yfir Nottingham Road brúna og ók nú um syðstu hverfin. Margar göturnar hafði Páll ráfað um þegar ekkert virtist framundan nema eymd og ör- vílnun. En bráðlega komu þeir í Fairhall hverfið og námu staðar fyrir framan Windsor gistihúsið, gamalt stórhýsi með mörgum stórum svölum, turnum og rauðu tígulsteinaþaki. Það var upphaflega byggt sem glæsi- hótel en hafði aldrei borgað sig sem sffikt og hafði smám saman breytzt í lélegra hótel, virðingarvert að vísu, en aldrei fjölsótt. Þegar þeir gengu inn um hringdyrn- ar, fóru upp teppalagðan stigann og námu staðar fyrir framan dyr á annarri hæð, hafði Páll óljóst hugboð um að Dunn hefði eitthvað við sig að segja. En nú gat hann ekki beðið. Titrandi af ofvæni opnaði hann dyrnar og gekk inn. Við gluggaborðiö í setustofunni sat roskinn maður og borðaði flesk og egg og álengdar sat ritari McEvoys og horf'ði á hann. Maðurinn var um sextugt, þunglama- legur og illa á sig kominn, baraxla og meö vöðvamikla handleggi. Höfuð hans með skallablett umkringdan gráu, óhreinu hári, var hnöttótt eins og fallbyssukúla og virtist sitja á kraftalegum öxlunum. Húðin á hálsi hans OC GAMfrM Veik stúlka: Eg er svo þjáð, læknir, að mig langar til að deyja. Læknir: Það var rétt af yður að vitja mín. Sagði kennarinn við Jóa: Hvað ertu að teikna, Jói minn? Mynd af guði, kennari. Það máttu ekki gera, sagði kennarinn, enda veit enginn hvernig guð lítur út. Þeir vita það þegar ég er búinn með myndina. svaraði Jói. Hvernig er hjartað í nýja sjúklingnum okkar í dag? spurði læknirinn hjúkrunar- konuna er þau hófu stofu- ganginn. Stórfínt, hann er þegar bú- inn að biðja mín tvisvar, svaraði hjúkrunarkonan. Konan: Læknirinn segir að ég verði að komast í annað loftslag. Maðurinn (Skoti): Það verð- ur snjókoma á morgun og stormur. Sterkur dragsúgur í nokkrar mínútur hreinsar loftið í stof- unum betur en einn opinn gluggi, hve lengi sem hann er hafður opinn. Ögn af smjörlíki í botninn á pottinum sem hrísgrjónagrautur inn er soðinn í, gerir það að verkum að grauturinn brennur síður við. Röndóttir sumarkjólar 1 Röndótt efni er enginn nýj- ung. En efnin eru þó yfirleitt með breiðari röndum en hingað til og rendurnar sjálfar eru notaðar sem eina skrautið á kjólnum. 1 kjólnum á myndinni er hvítt efni með bleikum rönd- um. Efnið er fallegt handa ungum stúlkum og sniðið sömu- leiðis. Rendurnar snúa þvers- um í öllum kjólnum. Það' er fallegt en sú sem notar kjól- inn þarf helzt að vera ' há og grönn. Og þær sem eru of grannar geta mjög vel notað svona snið. Hvenær á fólk að giftast? 1 Svíþjóð hefur verið gerð rannsókn á hlutfallinu milli varanleiks hjónabanda og ald- urs hjónanna við giftingu. Það | hefur komið í ljós að tala skiln- aða er þrem sinnum hærri í hjónaböndum þar sem brúðurin er milli 18 og 21 árs en í öðr- um hjónaböndum. Skilnaðir eru sjaldgæfastir í hjónaböndum þar sem brúðurin var milíi 25 og 30 ára og brúðguminn milli 30 og 35 ára þegar hjónavígsla fór fram.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.