Þjóðviljinn - 21.08.1954, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.08.1954, Blaðsíða 12
Laugardagur 21. ágúst 1654 — 19. árgangur — 187. tölublað> Hloða skemmíst af völdum elds í Eyjafirði í gcer ! hlöðunni voru 600 hestar al heyi og skcmmdist verulegur hluti þess Akureyri í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Um kl. 6 1 morgun var hringt í slökkvilið Akureyrar og; þaö beðið að koma fram að Grund í Eyjafirði ,en þar hafði kviknað í heyhlöðu, sem er áföst við stórt fjós. Stjórnarblöðin halda enn á- íram undanbrögðum sínum vegna þeirra svika rikisstjórn- arinnar að láta kaffiverðið hækka fram úr gefnum loforð- um. Vísir segir í gær: „Ríkis- stjórnin kveðst aðeins hafa lof- að að lækkunin skyldi nema niðurfellingu aðflutningsgjalda, en engu hafi verið lofað um niðurgreiðslur, enda er hvergi á slikt minnzt í samkomulagi því, sem gert var fyrir atbeina sáttanefndarinnar.“ í>að er rétt, að ekkert var minnzt á niðurfellingu aðflutn- ingsgjalda! Loforð ríkisstjórn- arinnar var nefnilega eins stutt og laggott og hugsazt gat, að- eins 12 orð: „Verð á kaffi lækki úr kr. 45,20 í kr. 40,80 á kg.“ Hvergi er um það getið í sam- komulaginu, hvernig ríkis- stjórnin ætli að fara að því að lækka verð á kaffi, ásamt öðr- um vörutegundum, aðeins er sleginn einn varnagli:: „Ríkisstjórnin hefur Iýst yf- ir því, að auknir skattar eða tollar verði ekki lagðir á vegna þess kostnaðar ríkissjóðs, sem leiðir af framangreindum að- gerðum til lækkunar á vöru- verði og afurða.“ Þannig eru hinar skjalfestu staðreyndir sem ekki verður haggað með neinum undan- færslum eftir á. Verkalýðsfélög- Meinafustdur á Sumfellsuesi Nýlega fundu vegavinnumenn mannabein skammt frá Ytri- Görðum í Staðarsveit á Snæfells nesi. Voru mennirnir að moka ofaníburði úr malarkambi, er beinin fundust. Samkvæmt upp- iýsingum Friðriks Brekkan í gær, hefur starfsmönnum Þjóð- minjasafnsins enn ekki unnizt tími til að fara vestur og rann- saka fundinn og valda þar um miklar annir við uppgröftinn í Skálholti. Þess má geta, að mannabein fundust á svipuðum slóðum fyrir nokkrum árum. Friðrik gat þess í gær að upp- gröfturinn við Skálholt gengi eftir áætlun og yrði honum haldið áfram eins lengi og þurfa þætti og tíðarfar leyfði. Útiskemmtun í Képavogi Framfarafélag Kópavogs- hrepps og fleiri félög í hreppn- um gangast fyrir útiskemmtun á túninu við Urðarbraut og Kópavogsbraut á morgun. Skemmtunin hefst klukkan 2 e. h. og verður margt til skemmtunar. Björn Þorsteins- son, sagnfræðingur talar um sögu byggðarlagsins. Þeir Egill Bjarnason og Friðrik Eyfjörð syngja tvísöng. Dansaðir verða þjóðdansar og giftir menn og ógiftir keppa í knattspyrnu. Að lokum verður svo dansað á palli frá Jf’VÍ klukkan 9 til 1 eftir miðf&tti. Góðar veitingar verða fram- reiddar í tjöldum, en ágóði rertnur allur í Félagsheimilis- sjóð Kópavogs. in sættu sig við samningana við atvinnurekendur vegna þess að stjórnin hafði lofað að halda í skefjum verðlagi á kaffi og nokkrum öðrum algengustu neyzluvörum. Það loforð hefur nú verið svikið, og jafnframt er svikunum þannig hagað að ekki fæst einu sinni uppbót sú, sem vísitalan gerir þó ráð fyrir. Þarkell Einarsson og Stefán Jakobs- son byggja ráð- húsin Á fundi bæjarráðs í fyrradag var lagt fram bréf frá Gísla Halldórssyni arkitekt ásamt til- boðum frá 8 bjóðendum um að reisa 45 íbúðir í svonefndum ,,raðhúsum“ við Bústaðaveg. Samþykkti bæjarráð að semja við lægstbjóðanda Þorkel Ein- arsson og Stefán Jakobsson um smíði húsanna. Bæjarstjórn samþykkti þessa afgreiðslu á fundi sínum í fyrradag. BIÐSKÝLIN MEGA BÍÐA engar hosningar í nánd Þórunn Magnúsdóttir flutti á bæjarstjórnarfundinum í fyrradag þessa tillögu: „Bæjarstjórn ákveður að láta nú þegar hefja framkvæmdir við að koma upp biðskýlum fyrir Strætisvagnafarþega á helztu viðkomustöðvum vagn- anna í úthverfum bæjarins og leggur áherzlu á að verkinu sé hraðað svo að sem flestum skýlum verði komið upp fyrir veturinn.“ Þórunn minnti á hve strætis- vagnaferðirnar eru orðnar mik- ill þát.tur í daglegu lífi fólks í Reykjavík, ekki sízt vegna þess hve stór borgin er orðin. Um biðskýli hefur oft verið rætt, en . einkum rétt fyrir kosningar. Er full þörf að al- vara verði gerð úr því að koma strætisvagnabiðskýlum upp sem víðast. Ekki taldi íhaldið óhætt að samþykkja þessa tillögu. Upp komu átta hendur fulltrúa minnihlutaflokksins í bænum, Sjálfstæðisflokksins og greiddu því atkvæði að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs. Voru allir sjö fulltrúar hinna flokkanna'í bæjarstjórn því mótfallnir og vildu samþykkja tillöguna. Leiklistarskóli Þjoðleikhússins Fyrsta október n.k. tekur leiklistarskóli Þjóðleikhússins til starfa og stendur hann yfir til 15. maí. Inntökupróf í skólann fara fram 28. og 29. september, en úmsóknir ber að senda þjóð- leikhússtjóra fyrir 1. septem- ber ásamt fæðingarvottorði, meðmælum og upplýsingum um fyrri próf. Sementil úr lai nolsð við Iram- ieiðslu einangrun- arefnis Undanfarna daga hefur verið unnið að því að létta norska flutningaskipið Jan, þar sem það liggur inn á Eiðsvík, en skipið strandaði sem kunnugt er á svonefndum Norðurboða út af Gróttu s.l. laugardagsmorgun. Skipið var á leið til Reykjavik- ur með 2500 lestir af sementi, þegar það strandaði, og er talið að um helmingur þess hafi eyði- lagzt, því að sjór kost í fremri lestar skipsins. Það er fyrirtækið Gosull h.f., sem fær skemmda sementið úr skipinu og mun ætlunin að nota það við framleiðslu einangrunar- efnis . Síðastliðinn miðvikudag barst á land á Skagaströnd fyrsta síldin á sumrinu. Var það rek- netasíld úr Húnaflóa, sem bát- arnir Frigg úr Reykjavík og Aðalbjörg lögðu upp. Var Frigg með 127 tunnur en Aðalbjörg með 30 tunnur. í gær kom Frigg svo aftur með nálega 150 tunnur og all- mörg skip önnur með nokkurn afla. Hagbarður og Smári báðir frá Húsavík lönduðu svo í dag nálægt 100 tunnum hvor. Síld þessi hefur verið ýmist fryst eða söltuð. ÞjóéleikhúsiS: Leikflokkurinn heldur til Áustur- lands á mánudag Leikflokkur frá Þjóðleikhúsinu er nú að leggja upp í leikför um Austurland, til þess að sýna hið vinsæla leikrit Topaz, sem áður hefur verið sýnt hér í Reykjavik, á Norður- og Vestur- landi og nokkrum stöðum hér sunnanlands samtals 76 sinnum við mjög góðar undirtektir og mikla aðsókn. Farið verður með flugvél til Hornafjarðar á mánudag og verð- ur fyrsta sýningin þar um kvöld- ið 23. ágúst. Önnur sýning verð- ur á Hornafirði 24. ágúst. Gert er auk þess ráð fyrir að sýna á eftirtöldum stöðum: Djúpavogi miðvikudag 25. á- gúst — Breiðdalsvík fimmtudag 26. ágúst — Fáskrúðsfirði föstu- dag 27. ágúst — Reyðarfirði laug- ardag 28. ágúst — Neskaupstað sunnudag og mánudag 29. og 30 ágúst — Eskifirði þriðjudag 31. ágúst — Seyðisfirði miðvikudag og fimmtudag 1. og 2. sept. — Eiðum föstudag 3 s.ept. — Vopna- firði laugardag 4. sépt. — Þórs- höfn mánudag 6. og Raufarhöfn þriðjudag 7. sept. (Frá Þjóðleikhúsinu) Er slökkviliðið kom á staðinn kl. tæplega 7 var hlaðan alelda og þak hennar fallið, og einnig hafði eldurinn læstst í fjósþak- ið og heytum. Slökkvistarfið tafðist nokkuð Átta bátar áttu að leggja upp síld á söltunarstöð Óskars Halldórssonar h.f. hér, og hafði það fyrirtæki haft á leigu sölt- unarhús, sem höfnin átti. En í vor komu fulltrúar íhaldsins í hafnarnefnd málum þannig fyrir að Óskari Halldórssyni h.f. var sagt upp söltunarhús- næðinu, en einum gæðingi íhaldsins á staðnum leigt það til söltunar. Sá hefur enn ekki hafið neinn undirbúning að söltun og stendur húsið ónotað, en verkafólk Óskars Halldórs- sonar h.f. verður fyrir bragðið að salta úti á túni við mjög slæmar aðstæður. Atvinna er hér nóg, sem stendur. Verið er að vinna við hafnargerð og nokkuð við lagn- ingu rafmagnslínu frá Laxár- virkjun til Skagastrandar. Heyskapur hefur gengið sæmilega, en kuldatíð var í júlí og fyrri hluta ágústmán- aðar. Bæjarráð hafði fjallað um þetta stórmál á fundi sínum 23. júlí, og var þar lagt fram bréf Slysavarnafélags íslands, dag- sett 16. júlí, þar sem sótt er um leyfi fyrir sporhundi. I fund- argerð bæjarráðs sem kom til afgreiðslu á bæjarstjórnarfundi í fyrradag var afgreiðslu bæjar- ráðs lýst með þessum orðum: Bæjarráð vill ekki veita um- beðið leyfi. En þá reis borgarstjóri upp. Taldi hann þörf að mál þetta | hlyti nánari athugun. Las hann jupp úr bréfi Slysavamafélags- ins, þar sem því er lýst með fögrum orðum að félagið eigi kost á þýzkum verðlaunahundi, I með sérstökum meðmælum frá jlögreglunni í Hamborg. Einnig ‘ ætti félagið kost á afburða sér- vegna vatnsskorts, en slökkvi- liðinu tókst þó að ráða niður- lögum eldsins um kl. 11. Hlöðu- þakið var þá alveg brunnið,. þakið af fjósinu og yfirbygg- ing á súrheýstumi bruiinin að: miklu leyti. I hlöðunni voru um 600 hest- ar af heyi og brann verulegur hluti þess eða skemmdist af vatni. Hiti hafði verið í hey- inu og höfðu geilar verið grafn- ar í það fyrir nokkru en fylltar aftur af nýju heyi. Tvö svín brunnu inni en slökkviliðinu tókst að bjarga. allmörgum grísum. Bóndinn, sem fyrir þessu tjóni varð ,heitir Snæbjörn Sig- urðsson. Var hann staddur í Reykjavík, er þessa atburði bar að höndum. Aðulfundur i Bifreiðastjóraíélagsms Neista Nýlega fór fram aðalfundnr f Bif reiðast jóraf éla ginu „N eisti“„ sem er stéttarfélag sendibifreiða- stjóra. Auk venjulegra aðalfundar- starfa voru til umræðu ýms á- hugamál félagsins, meðal annars bifreiðainnflutningur o. fl. I stjórn voru kosnir: Vilhjálm- ur Pálsson, form. og meðstjórn- endur, Pétur Björnsson, Jóhann Sigurðsson, Guðm. Þórarinsson og Konráð Adólfsson. fræðingi í gæzlu sporhunda þar sem væri frú ein þýzk hér í bænum. Höfðu orð Gunnars borgarstjóra þau álirif að mál- inu var frestað og vísað að nýju til bæjarráðs. Veiða ufsa rið Grímset§ Akureyri í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Askur kom í morgun til Krossaness með 500 mál af ufsa og Súlan kom í fyrradag með rúm 1300 mál og lagði upp í Dagverðareyri. Ufsinn veiddist aðallega við Grímsey. Skipin fóru aftur á veiðar. Fyrsta síldin á Skagaströnd Skagaströnd í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Frigg og Aðalbjörg komu hingað með fyrstu síldina á sumrinu slíðastliðinn miðvikudag. Salta verður úti vegna ráðsmennsku fulltrúa íhaldsins í hafnarnefnd. Bæjaryfirvöldin berjast um þýzkan verðlaunasporhund! Flugbjörgunarsveitin hefur fengið sporhund. Auðvitað þarf þá Slysavarnafélag íslands að fá sporhund. Og nú er barizt um þetta mikla mál í bæjarráði, í bæjarstjórn og bak við tjöldin meðal valdamanna Reykjavíkurbæjar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.