Þjóðviljinn - 19.09.1954, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 19.09.1954, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 19. september 1954 IIOOVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu —. Sósialistaflokkurinn. Ritstjórar: Kagnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Éjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, tvar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla. augiýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Simi 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöiuverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviijans h.f. -<S> í verkalýðsfélögunum á íslandi eru félagsbundnar 26 þúsundir manna úr hinum ýmsu starfsgreinum vinn- andi fólks: verkamenn, sjómenn, iöna'ðarmenn, verka- konur o.s.frv. Öil mynda svo verkalýðsfélögin heildar- samtökin, Alþýöusamband íslands. Þaö er ekki aðeins fjölmenniö eitt heldur og hin þjóö- félagslega aöstaða verkalýðsstéttarinnar á íslandi, sem gerir hana óhjákvœmilega að sterkasta aflinu meö þjóð- inni — þegar hún þekkir samtakamátt sinn og vitjun- artíma og kann aö beita réttri stjórnlist bæöi á sviöi stéttarmálefna og þjóðfélagsmála almennt. ÞaÖ hefur hins vegar verið ógæfa verkalýösstéttarinn- ar — og um leiö allrar alþýðu á íslandi — aö hún hefur ekki alltaf kunnað að standa saman sem skyldi um hags- muni sína og réttindamál. Stéttarandstæöingnum hefur tekizt að ala á sundrung innan samtakanna og meira aö segja komiö ár sinni þannig fyrir borð aö hann hefur komiö sínum eigin umboðsmönnum alla leiö uppí æöstu stjórn verkalýösh; eyfingarinnar. Hættan sem þessu fylgir er nú fleirum ljós en nokkru sínni fyrr. Samtök eru í sköpun sem hafa þaö að mark- miði aö losa veikalýðshreyfinguna úr klóm íhalds og atvinnurekenda en efla hana til þess forustuhlutverks sem henni ber aö gegna í hagsmunabaráttu og menn- ingarsókn alþýöunnar. Þessi samtök vinstri manna í verkalýðshreyfingunni, sem tekið hafa á sig fastast form í málefnasamningi sóú.alista og alþýöuflokksmanna á Akureyri, ber öllum áhugasömum og góöum verkalýðssinnum aö styðja meö ráð og dáö hvar sem er á landinu. Þau hafa þaö mikil- væga verkefni að vinna aö gera AlþýðusambandiÖ aftur að tæki verkalýösins í hagsmunabaráttunni og verka- lýðshreyfinguna aö sterkasta aflinu í íslenzku þjóöfélagi. Herstöðvar bjóða heim tortímingarhættu Vegna framhaldstilrauna Sigurðar Bjarnasonar, stjórnmála- ritstjóra Morgunblaðsins að skrifta góðverk sín og berjast við jþær röksemdir gegn hernámi íslands er Sigurður Bjarnason ifrá Vigur flutti þjcðinni fyrir níu árum, skal hér enn á þær minnzt. Aðvörun Sigurðar gegn hernámi landsins er m.a. þannig rökstudd. ,,í fyrsta lagi er sú leið hæpin til aukins öryggis. Forystu- menn stórþjóðanna lýsa því nú stöðugt yfir að ef til styrjaldar komi með þeim vopnum sem nú eru til, sé ekkert öryggi til hvar sem er á hnettinum. Isienzka þjóðin sé jafn öryggislaus í landi sínu, ef til styrjaldar kemur, þótt hún liafi Ieigt liluta ,af því undir herbækistöðvar erlends stórveldis“. Þetta var rétt er það var mælt 1945, og í samræmi við að- varanir sósíalista fyrr og síðar. En enda þótt ekkert annað liefði gerzt, en tilkoma vetnissprengjunnar, hefur þessi rök- , sernd Sigurðar Bjarnasonar og sósíalistanna frá 1945 margfald- an þunga nú. Þeir menn sem bezta aðstöðu hafa til að fylgjast með því hve eyðingarmáttur vetnissprengjunnar er orðinn gífurlegur, menn ems og brezki kjarnorkufræðingurinn og nó- beisverðlaunamaðurinn Blackett, lýsa því hiklaust yfir að gegn þeim ægilega tortímingarmætti sé engin vörn hugsanleg. Ef til stríðs kemur milli stórveldanna vofi mest tortímingarhætta yfir þeim stöðvum sem mest eru hlaðnar hernaðarmannvirkjum. Herstöðvar Bandaríkjamanna á íslandi eru þessvegna svo fjarri því að vera til verndar íslendingum, ef til stríðs kemur, að einmitt þær kalla yfir þjóðina hina ægilegustu tortímingarhættu sem nokkru sinni hefur til verið í sögu mannkynsins. Enda hafa bandarískir stjórnmálamenn ekki verið myrkir í máli um það, að herstöðvar á slíkum stöðum eigi einungis að vera peð, sem fórnað er til varnar heimalandi Bandaríkjanna í stríði. íslendingar geta losnað við bandarískt hernám séu þeir sam- taka. Vilji Bjarni Ben., Eysteinn Jónsson, Ólafur Thors, Her- mann Jónasson, Stefán Jóhann og Haraldur Guðmundsson ekki skiija, að ábyrgðarhluti þeirra gagnvart ísienzku þjóðinni er orðinn ægiþungur nú þegar, verður fólkið að koma vitinu fyrir þessa ábyrgðarmenn bandarísku herstöðvanna á Islandi á þann eina hátt sem þeir skilja, að fella flokka þeirra frá völdum og hefja til valda heiðarlega Islendinga, menn og flokka sem treyst- andi er til að hverfa frá betlistefnu og hernámsstefnu bandarísku flokkanna og miða stárf sitt allt við íslenzkan málstað. Sanngirniskröfur s jómanna njóta LiðÍRn er meiia en mánuður frá því samninganefnd sjó- mannafélaganna sendi togara- eigendum uppkast að nýjum kjarasamningi fyrir togarahá- seta, kyndara og matsveina. Þrátt fyrir þennan rúma tíma er svo að siá að togaraeigend- ur og ríkisstjórnin hafi ekki áttað sig á því að togarasjó- menn hafi gert ákveðnar kröf- ur og séu staðráðnir að knýja fram verulegar kjarabætur. — Hafa þvd sjómamiasamtöktn boðað verkfall en að vísu gefið lengri frest en tilskilið er í vinnulöggjöfinni, svo að enn gæfist rúmur tími til að leysa deiluna án verkfalis. Kröfur sjómanna eru sanngirniskröfur, það er játað af öllum sem til þekkja, og njóta togaramenn fyllsta stuðnings allrar alþýðu í þessari deilu. Þjóðviljinn liefur áður skýrt frá því hverjar eru aðalkröf- ur sjómannanna í samnings- uppkasti því sem sjómannafé- lögin sendu útgerðarmönnunj 10. ágúst, en rétt þykir að rifja þær enn upp. Helztu breyting- arnar sem sjómenn fara fram á frá gildandi samningum eru þessar: ■ — I Mánaðarkaup Mánaðarkaup háseta, lifrar- bræðslumanna, kyndara, að- stoðarmanna við dieselvél, mjöl- vinnslumanna og hraðfrysti- manna kr. 1700.00 á mánuði í stað kr. 1080.00 sem áður var. Netjamenn kr. 1936.00 í stað 1230.00. Bátsmaður og 1. matsveinn kr. 2361.00 í stað kr. 1500.00. Skipverjar skulu hafa frítt fæði eins og áður. Á hverju skipi skulu vera minnst 8 menn með netjamannskaupi í stað 4 manna sem áður var. Aflahlutur á ís- fiskveiðum Þegar veitt er í ís til sölu á erlendum markaði skal greiða skipverjum 17% af heildarsöluverði fisks og hrogna. Aflaverðlaun þessi skiptast jafnt á milli allra skipverja, sem samningar þess- ir taka til, þó aldrei í fleiri en 26 staði. Séu fleiri menn á skipi sem heyra undir þennan samning greiðir útgerðarmað- ur þeim aflaverðlaun til jafns við hina. Hér eru felld niður 20% af söluverðinu vegna útflutnings- gjalda, tolla erlendis og lönd- unar- og sölukostnaðar. Þá er hlutaskiptum fækkað úr 33 í 26 eins og áður- getur. Nú verður fiskur sem aflað hefur verið á ísfiskveiðum eigi fluttur á erlendan markað en er skipað á land í innlendri höfn og greiðist þá sömu afla- verðlaun er skiptast þó ekki í meira en 24 staði í stað 31 sem áður var. Þegar skip fiskar í þeim til- gangi að selja fiskinn innan- lands greiðist aflaverðlaun af verði fisksins með 17% og skiptast í 24 staði. Þá er felld- ur niður löndunarkostnaður. Skipverjum skal reiknað sama verð fyrir fiskinn og út- gerðarmaður fær fyrir hann, þar í innifaldar uppbætur eða styrkir er útgerðin kann að fá, í hvaða formi sem er. Aflaverðlaun á salt- fiskveiðum Á saltfiskveiðum skal greiða hverjum skipverja aflaverð- laun, sem hér segir: Af söltuðum fiski, vegnum upp úr skipi í innlendri höfn, kr. 12.00 af hverri smálest í stað kr. 6.00 samkvæmt eldri samningum. Aflaverðlaun af flöttum og ósöltuðum fiski greiðist á sama hátt og af sait- fiski, þó þannig, að 1250 kg. af flöttum ósöltuðum fiski jafngildir einni smálest af salt- fiski. Aflaverðlaun af saltfiski veiddum utan fslandsmiða skulu vera 20% hærri en að framan segir í eldri samningum voru hver 1000 kg. látin jafngilda 720 kg. af saltfiski og af fiski veiddum utan íslandsmiða voru aukaaflaverðlaunin 15%, en eru eftir samningsuppkast- inu hækkuð um 5% upp í 20%. Af andvirði óflatts fisks 0.6% af brúttósöluverði til hvers manns í stað 0.5%. Þá er löndunarkostnaðurinn felldur niður. Nú landar skip úr einni veiðiferð meira magni af fiski en samsvarar 10 smál. meðal- sólarhringsveiði af flöttum og söltuðum fiski, og skal þá greiða hverjum einstökum skipverja aukaaflaverðlaun kr. 3.00 af hverri smálest sem er umfram 10 smálesta meðalsól- arhringsveiði. Farf aflamagnið yfir 15 smálesta meðalsólar- hringsveiði skal greiða kr. 6.00 af hverri smálest af því sem fram yfir er. Þegar reiknuð eru aukaverð- laun af fiski teljast 1250 kg. af flöttum og ósöltuðum fiski jafngilda einni smálest af salt- fiski og 1000 kg. af slægðum og óhausuðum fiski jafngilda 525 kg. af saltfiski upp úr skipi. Þegar reiknuð er út meðal- sólarhringsveiði skal reikna veiðiferð frá því að vörpu er kastað og þar til veiðum er hætt. Þegar veitt er utan íslands- miða skal reikna veiðiferðina frá því að kastað er vörpu á þeim miðum og þar til lagt er af stað heim. Samkvæmt eldri samningun- um skyldi veiðiferðin teljast standa yfir frá því skipið lét úr höfn í veiðiferðina og þar til það lét úr höfn í næstu veiðiferð, þó þannig að ekki mátti reikna nema tvo sólar- hringa til affermingar. Þegar skip siglir með salt- fisk til sölu erlendis skal greiða skipverjum 19% af heildarsölu- verði fisksins, er skiptist jafnt milli þeirra skipverja er samn- ingur þessi tekur til, þó aldrei í fleiri staði en 31 í stað 38 samkvæmt núgildandi samning- um. Nú eru fleiri menn á skipi er heyra undir þenrtan samn- ing og greiðir þá útgerðarmað- ur þeim, sem umfram eru, aflaverðlaun til jafns við hina. Af andvirði - hrogna skulu skipverjar fá 30% er skiptast á sama hátt. Áðúr 19%. Á ís- landsmiðum skal skipværjum ekki skylt að umstafla fiski. Um hlut í andvirði fiskimjöls Á skipum þar sem unnið' er fiskimjöl skulu skipverjum greidd aflaverðiaun af hverri smálest af mjöli þannig: Á ísfisk- og karfaveiðum til löndunar innanlands kr. 20.00 i stað 11.25 sem var ~ áður. Á saltfiskveiðum kr. 10.00, áður kr. 5.00. Aflaverðlaun af hraðfrystum fiski hækki um heiming frá því sem nú er. Aflaverðlaun á karfaveiðum Þegar karfi er veiddur eða annar fiskur með botnvörpu til lýsis- og mjölvinnslu, skal greiða hverjum skipverja kr. 4.50 af hverri smál. veginni upp úr skipi. Eftir eldri samning- um voru hverjum skipverja greidd aflaverðlaun af smálest- kr. 2.25. Um aflaverðlaun af lýsi Á íiskveiðum skal greiða hverjum einstökum skipverja, sem samningur þessi tekur til, kr. 40.00 af smálest lýsis no. 1 og 2 og kr. 30 af lakara lýsi og lýsi sem fæst við mjöl- vinnslu. Lýsið skal á hverjum stað þar sem því er landað, metið upp úr skipi, en sé það ekki gert reiknast kr. 40.00 af hverri smálest af öllu lýsinu. Aðalbreytingarnar frá eldri samningum eru þær, að allt lýsi skal nú reiknað á sama verði hvort sem skipið veiðir í salt eða ís og lýsi sem ekki nær því að verða 1. eða 2. flokks hækkar úr kr. 10.00 upp í kr. 30.00. Þá eru það og ný ákvæði að lýsið skal.metið þar sem því er landað upp úr skip- inu. Áður var lýsið aðeins met- ið í Reykjavík. Um siglingar, sigl- ingaleyfi, fæðispen- inga og fleira Fæðispeningar hækka úr kr. 15.00 í kr. 18.00 á dag auk verðlagsuppbótar. Nú er ákveðið að skip skuli að söluferð lokinni hefja veið- ar á erlendum miðum og er þá ekki skylt að veita siglinga- leyfi áður en sigling til út- landa hefst. Sé þetta ákveðið, skai skyit að koma í heima- höfn áður en í söluferð er far- ið og veita skipverjum sólar- hrings hafnarfrí. Samkvæmt núgiidandi samningum er ekki skylt að koma í höfn þó skipið skuli fara á veiðar erlendis að söluferð lokinni. Sé unnið lengur en 8 klst, á sólarhring í millilandasigling- um skal sú vinna reiknuð sem yfirvinna og greiðast með kr. 15.90 á klst. í stað kr. 12.00, auk verðlagsuppbótar. Framhald á 11. síðu. <

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.