Þjóðviljinn - 19.09.1954, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 19.09.1954, Qupperneq 7
-Sunnudagur 10. september 1954 — ÞJÖÐVILJINN — (7 HALLDÓR á Ásbjarnar- stöðum er löngu þjóft- kunnur maður. Áratug- um saman hafa biöð og tíma- rit landsins flutt lesendum kvæði hans, margvísleg að efni, stór og smá, auk þess sem út hefur kornið eftir hann ljóðabókin Uppsprettur, 1925. Á Ásbjarnarstöðum í Rorgar- firði er hann fæddur 19. sept. 1874, þar lifði hann æsku sína, þar óx hann til mann- dóms og þroska, þar eyddi hann kröftum sínum, langa slitsama bóndamannsævi og þangað sækir nú elli hann heim. Við, sem búið höfum í næsta nágrenni við hann, það sem af er ævi okkar, erum þessu öllu kunnug, sem og því að hann hefur lifað lífi sínu öðruvísi en almennt ger- ist — utan þess sem aðrir sjá og heyra. — Við vitum og að hann hefur ekki gert víðreist um dagana til skoð- nnar á undrum veraldar, fremur en við grannarnir. En bann hefur sjálfur sagt: I*ó spölkorn sé yfir fjöll að fara á förull hugurinn vængi nóga og jafnvel úti á yzta hjara -er aldred vonlaust um græna skóga ---- — það er margvíslegt hvernig maðurinn lifir lífi sínu, utan þess sem aðrir sjá og heyra. Þó er ekki svo að skilja að hann hafi í viðkynningunni borið sér á herðum skikkju stoltsins vegna sinnar íþrótt- ar, þeim til angurs og hneykslunar sem voru búnir henni lítt eða ekki og þegar hann kveður: I*ó moldugur sproti í ætt minnl s.umstaðar sé -er sagt aS liann kunni því illa að falla á kné, en þrái sem vönduðust vébönd um allan sinn rétt Eitt af góðskáldum Islands, Halldór bóndi Helgason á Ás- bjarnarfetöðum í Stafholtstung- um, er áttatíu ára í dag. Þjóðviljinn óskar honum til hamingju með afmælisdaginn og tekur sér bessaleyfi að birta greinarkafla um hann eftir Guð- mund skáld Böðvarsson og eitt af kvæðum Halldórs, hvort tveggja úr bók hansr „Stolnar stundir“, sem kom út fyrir fjór- um árum. og vilji ekki láta negla sig upp á tré; því uppruni lians var stórbrotin jarðbundin stétt sem storkaði kóngum — og tók sér það harla létt. þá er auðskilið að þar mælir hann fyrir munn bóndans en ekki skáldsins, enda sannast mála að liófsemi Halldórs gagnvart öðrum, fyrir sjálfs sín hönd, sem sltálds, hefur ekki mátt meiri vera. Áð sjálf- sögðu hefur umhverfi hans og atvinnubræftur metið hann meira fyrir vikið, afstaðan til skálds í íslenzkri sveit er nú einu sinni þannig. — En samt sem áður: hefði Halldór ekki vitað um verðleika sína hið innra með sjálfum sér, þá hefði hann aldrei lagt slíka rækt, sem raun ber vitni, við þann þátt ævistarfsins sem lengst mun firra hann gleymsku. Og sá sem les með meiru en augum einum kvæði hans: Gömul kona á Haildór Helgason förum, getur sjálfur séð hversu mikils virði hann telur að sér hafi verið ástundun hinnar fornu, goðbornu list- ar, jafnvel þó að snældan yrði aldrei full — að hans dómi. Það væri eftlilegt að ímynda sér að órannsökuðu máli að íslenzkt sveitaskáld fætt á þriðja ársfjórðungi síðastlið- innar aldar hefði að nokkru kveTið Ijóð sín í anda Stein- gríms eða Matthíasar. Svo hefur þó ekki orðið um Hall- dór Helgason, og athyglisvert er það, svo mjög sem þessi tvö höfuðskáld voru dáð og elskuð af þjóft sinni, að þau , skuli ekki hafa sett sterkari svip sinna höfundareinkenna á ung skáld sinnar kynslóðar og þeirrar næstu en raun er á. Það virðist mjög fjarri því að Halldór hafi orðið fyrir varanlegum áhrifum af þeim, aftur á móti má stundum finna að Guðmundur á Sandi og Stephan G. hafa ekki með öllu látið hann ósnortinn, og má þó segja að ekki séu meiri brögð að en þess 'rétt verði vart. Það mætti ennfremur drepa á það í sambandi við áhrif eins höfundar á annan að það er hverjum höfundi til tekna að hafa verift öðrum til fyrirmyndar, og þarf þó ekki að vera þiggjandanum til minnkunar, en fari svo að al- þjóð manna kjósi sér he!dur verk lærisveinsins en meistar- ans, tileinki sér það betur og unni því meir, þá er það verk lærisveinsins sem lifa skal og verður meistarinn að lilíta því. Svo miskunnarlaust er lögmál allrar þróunar. Þó að Halldór hafi af mörg- um verið fyrst og fremst tal- inn skáld síns héraðs, (og það hefur hann líka verið í þess orðs beztu merkingu) þá má með réttu segja að þetta „hérað“ hans hafi raunveru- lega verið honum sem skáldi aðeins staður til að standa á. Fyrir utan þaft að hafa lagt honum í hendur f jölmörg yrk- isefni, þá stóð hann og föst- um rótum ættar sinnar og stéttar djúpt í jarðvegi þeea þegar um hann blésu þefi^ svipvindar umheimsins sem- orkuðu á hug hans. Ungaí stefnur í list og þjóðfélags- málum fóru ekki utangarðs við hjarta hans. Samúð sína óskipta hefur hann allt fram á þennan dag gefið hverju því máli sem honum þótti betur fara og til heilla horfa, jafn- vel þó það stangaðist við álit þeirra „þjóðræknu“ mátt- arstólpa sem ekki þola að viðruð sé undirdýnan í flet- inu. Rokkurinn bíöur við rekkjustokkinn rökkur-dökkur á lit, hvorki í snúru, hjóli né trissu heyrir dyn eða pyt, — bak við leiksvið líðandi stundar liggur þegjandi slit. Snœldan er hálf af hárfínum prœði úr hvítri sauðarull — œtlast var til að einhverntíma yröi liún snúðafull, voðin úr præðinum vönduð og snyrtuð virt sem myntað gull. Gömid kona með kemdar liærur koddanum mókir á, miklum og djúpum minjarúnum mörkuð er hennar brá; leynist par ofin í línuskilin lífsins fámála prá. Um það, hve hafi hripazt pœr rúnir, heyrist pó ekki spurt, ekki fremur en um væri að rœða úthagans skrœlnuðu jurt. Hitt er á vitorði heimamanna: liún er að tygja sig burt. Auðsén má vera á ýmsum kenjum ákveðin feigðarspá; kötturinn forðast að koma í rúmið konunni gömlu hjá. Talað er um að tímabœrt mundi að taka rokkinn frá. Gömul kona á förum Fram yfir stokkinn fölleitar hendur fálma í hnokkatré: „Látið pið rokkinn — rokkinn vera, rjúfið ei gömul vé, snœldan er ófyllt eins og þið sjáið; œtli mér gefist ei lilé? Ligg ég um stund sem aldanna ambátt ein — á fremstu pröm — drúpi höfði við drykklangan bikar, dreggin er nokkuð röm . . . Krosstrén brugðust — í kjörviði grœnum kom fram brotalöm. Dagar sem liðu með prældóm og þreytu, peir eru gengnir fjær, viðkvœma sárið — sárið hið innra — svíður, um leið og pað grcer: ást sem var gefin einum — í meinum — óminnis jafnvœgi nœr. Rokkurinn? við höfum vakað saman vinnudœgur löng, flotið samhliða að einum ósi oft á klakaspöng, hlustað í gegn um hríðarveður hvort á annars söng. Hann hefur verið mér einni í elli eins konar barnagull. Kannske ég fari fram á stokkinn, föndri við mjúka ull, hjólinu snúi og snyrti práðinn svo snældan verði full. Áður þarf ég aðeins að blunda, ef það takast má. Þetta er gömul pjáning hjartans — pruma sem líður hjá. Látið pið rokkinn við rúmstokkinn vera; rólegar hvílist ég pá“. Helfróin breiðir blœvæng sinn yfir brjóst, sem er ellimótt, hendur, sem hreyfing um hnokka- brögðin hefur unaður pótt, hjarta, sem hefur eldkveikjuefnið aöeins í launkofa sótt. Dauðinn bíður við dyraþrepið, dregur sig par í hlé: skotrar spyrjandi augum yfir iðjukonunnar vé, — athugar livort að' ævipráður orðinn að blápræði sé. Myrkrin hjaðna, er morgunskýin mjallhvít sem vinnuull bera á milli sín bjarma sólar sem bráðið lýsigull. — Rokkurinn bíður eftir sem áður. — Aldrei varð snœldan full.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.