Þjóðviljinn - 19.09.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.09.1954, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 19. september 1954 Nú er allra siöasta tœkifœrið að &já hinn heimsfrœga dulmagna Frisenette Sýning í Austprbæjar- bíói í kvöld kl. 11.15. Aðgöngumiðar seldir í Austurbæjarbíói eftir kl. 1. ATHUGIÐ: Nýít skemmiiatríði Síyrkið göíugt og gott máleíni. Reykjavíkurdeild AA. Hafnarfjörður Unglingur eða roskinn maður óskast til blaðburðar í Hafnarfirði ÞJðÐVILJINN. sími 7500 Á RITSTJÓRl FRlMANN HELGASON Frétiabréf frá Frimanni Helgasyns Steinhorst 14. sept. ’53. í gær var ekið með okkur um Hamborg og m. a. um þann hlutann sem verst- fór út úr loftárásunum í síðasta stríði. Það sem hrundi, hefur verið fjarlægt og hreinsað, en á stöku st.að .standa húskassar mann- lausir og ■ dimmir yfirlitum, glugga- og hurðalausir. Það er eins og þeir glápi ögnandi og aðvarandi á þann sem framhjá fer. Þeir minna mann á nátt- tröll sem dagað- hafa uppi og manni verður á að hugsá hvort menningin og. lífið dagi ekki uppi 'ef því heldur áfram sem þarna gerðist fyrir 10—15 ár- um. Bifreiðin þýtur framhjá og ekkert þýðir að sökkva sér nið- ur í heimspekilegar hugleiðing- ar, enda ber margt fyrir augu þessara ungu íslendinga sem flestir eru þarna í fyrsta sinni, já, í fyrsta sinni á erlendri grund. Við erum á leið til Lúneborg- ar sem er um 50 km frá Harh- borg. Þar hefur flokkn'urii verið boðið að skoða gamalt ráðhús, eitt það elzta og merkilegasta í Þýzkalandi og eiga Þjóðverjar þó mörg merkileg og söguleg ráðhús. Er elzti hluti þess byggð- ur 1189. Annar hlutinn er byggður 1320 og sá þriðji á 16. öld. Annars er Lúneburg merki- legust og frægust fyrir hinar miklu saltnámur sem þar eru. Lúneburg hefur því alltaf verið rík borg og auðgaðist mjög af saltsölu sinni austur í Rússíá, suð ur á Balkanskaga, vestur til Englands' og /til Norðurlanda. Þess v.egna gátu þeir m. a. byggt fagurt ráðhús. Eru þar mörg fögur listaverk og það merki- lega við þetta allt saman er, að þau eru ailtaf að koma fram. Loft eins salarins hafði alltaf verið svart og var álitið að þetta væri hinri eðlilegi og upphaflegi litur þess, en nú fyrir fáum ár- um komust menn að raun um, að undir þessu svarta lagi er fjöldi listaverka, sem máluð eru á’hina mörgu fletLlpftsins. Hef- ur því verið unnið að því að Ritstjórn brezka bókmennta- ritsins The Times Literary Supplement sneri sér á dögun- um til þrjátíu gagnrýnenda og bókmenntamanna og bað þá um að rita fyrir sig grein um bá bók frá árunum eftir stríð, sem þeir hefðu orðið hrifnast- ir af. Þeim var valið frjálst að öðru leyti en því, að bækurn- ar áttu að hafa komið út á ensku. Allir urðu þeir við þess- um tilmælum og' birtust grein- ar þeirra i 48 blaðsíðna við- auka við bókmenhtaritið. Með- al greinarhöfunda eru margir bekktir rithöfundar og fræði- rnenn, en aðrir minna kunnir, a. m. k. utan Englands. Enda bótt draga megi í efa gildi slíkrar skoðanakönnunar sem mælikvarða á ástand í bók- rnenntum, verður því ekki :ieitað, að hún getur gefið nokkra vísbendingu um hvað pað er sem helzt einkennir það tímabil, sem könnunin nær yf- ir. J . - 'f -l ; ’ V"U. * •' * 'VZ ?';??. ■!': ’ * 5 * * Um BÆKOR og annað * Valið úr brezkum bókum eftirstríðsára eftir unga höfunda, allir hinir eru komnir af léttasta skeiði, ef þeir eru þá lifandi enn. Þetta hefði varla getað átt sér sjað á öðru tímabili, en þess ber að gæta, að af þessum þrjátíu ___________ bókum eru aðeins fimm skáld- f "T sögur og jafnmargar Ijóðabæk- rb ur og ungir menn eru líkleg- astir til aí'reka á þeim sviðum f bókmennta. sögu á árunum fyrir stríð, á þarna bók. Evelyn Waugh, Graham Greene, Joyce Cary, Rosamond Lehmann, Elizabeth Bowen eru ekki nefnd á nafn. Það er athyglisvert og reynd- ar furðulegt, að þessir brjátíu gagnrýnendur velja hver sína bókina; engir tveir eru sammála í vali sínu. Rit- stjórnin segir í inngangi, að betta bendi ótvírætt til þess, að ritlistin sé ekki á hnignunar- skeiði, eins og sumir vilji halda fram. Það er a. m. k. uklegt að engin ein bók hafi á bessum tíma skarað fram úr öllum öðrum. Þó er rétt að geta þess að greinarhöfundar voru valdir einmitt með tilliti •_il þess, að fjölbreytni væri ;em mest; meðal þeirra eru bæði sagnaskáld og ljóðskáld, sagnfræðingar, listfræðingar, hagfræðingar, auk bókmennta- rræðinga. Annað er athyglis- "ert, segir ritstjórnin í inn- ganginum: Aðeins tvær bók- anna, sem . valdar voru, eru Jafi ekki ritlistinni hnignað, |: þá er vist að skáldsagna- g gerð stendur ekki með blóma | í Bretlandi um þessar mundir, ií ef taka á mark á þessari skoð- anakönnun. Skáidsögurnar ; fimm, sem hér eru valdar, eru: » The Iíiver Line eftir Charles i Morgan (1949), Animal Farm Orwells (1945), Loving eftir Henry Green (1945), King Jes- i; us eftir Robert Graves (1946) og A Share of the World eftir Hugo Charteris (1953). Síð- asta bókin er fyrsta bók höf- |i undar, og er hann annar hinna ungu manna sem nefndir voru. Af Ijóðabókunum fimm verða vart' fleiri en tvær taldar til bókmennta eftirstríðsáranna: Collected Poems eftir Keith Douglas (1951) og The Pytlion- es eftir Kathleen Raine. Hinar eru nýjar útgáfur af gömlum ljóðum, ljóðasöfn eftir W. H. Auden og Dylan Thomas. (Auden: Collected Shorter Po- ems 1930—1944, Thomas: Collected Poems 1934—1952), sýnisbók velskra ijóða og ný útgáfa af sálmum Wesleys og Watts. Eftirtektarvert er að nær ekkert þeirra brezku sagnaskálda, sem tryggt höfðu sér sæti í enskri bókmennta- SWASTIKA A SHOftV HISTOICi !>: ÚAZt WAR CIUMt S 1,0RD 5H SSEU. OF LIVFRÍ! Af bókum sem komið hafa út í Bretlandi á seinni árum, liafa fáar valciS jafnmikla atliygli og bók Russels iávarðar af Liver- pool um glatpi Þjóðverja í síð- ustu styrjöld, „The Seourge of tlie Swastika“ (Svipa halcakross- ins), sem áður hefur verlð sagt nokkuð frá hér í biaðinu. Mynd- in er af kápu bókarinnar. Ungu skáldin, sem mest hefur borið á eftir stríð (William Sansom og Angus Wilson t. d.) heldur ekki. J^ndurminningar, ævisögur og ferðabækur eru margar. Meðal þeirra endurminninga- safn Osberts Sitwells, The Unquiet Grave eftir Cyril Connally, dagbókarblöð Virgi- níu Woolf (A Writers Diary), gefin út ellefu árum eftir dauða hennar, Two Memoirs eftir J. M. Keynes (.1949), The Fuel of tlie Fire, endurminn- ingar úr stríðinu eftir Douglas Grant, og frásög'n E' M. For- sters af dvöl sinni í Dewas- fylki á Indiandi á árunum áð- ur en hann ritaði A Passage to India. Af' sagnfræðiritum má nefna tvær bækur um miðalda- sögu eftir sama höfundinn, Steven Runciman: A History of tlie Crusades (1952) og The Medieval Manicliee (1947) og eina um samtímasögu: The Last Days of Hitler (1947) eft- ir Trevor-Roper. Það sést af þessari upptalningu, að grein- arhöfundar hafa einskorðað sig við enskar bókmenntir, enda þótt þeim virðist ekki hafa ver- ið gefin nein fyrirmæli um það. Ekki er hæg't að segja, hvernig valið hefði orðið, ef þeir hefðu seilzt út fyrir land- steina Bretlands og' t. d. valið úr öllum þeim bókum, sem ritaðar hafa verið á enska tungu eftir strið, þó telja megi líklegt, að það hefði ekki breytt miklu. The Times Liter- ary Supplement boðaði á föstu- daginn í fyrri viku, að næsta hefti ritsins myndi fylgja 100 blaðsíðna viðauki um ame- rískar nútímabókmenntir, og verður þá ef til vill hægt" að fá að vita um álit brezkra bók- menntamanna á því, hvað þeim þykir hafa yerið bezt gert fyrir vestan á síðustu ávum. ás. fjariægja þetta svarta lag ^g gefur það húsinu nýtt gildi. Enn- fremur fannst í_ byggingu þess- ari fyrir fáum árum borð eitt mikið sem prýtt var skjaldar- merkjum þjóðhöfðingja og þ. á. m. frá Norðurlöndum, og er það bprð talið -vera frá 1320. Þegar fulltrúi borgarstjórnarinnar skýrði frá þessu bætti hann við brosandi: „Og það ‘ er margt ó- fundið enn“. Stærsti salurinn í húsi þessu er 32 m langur og í sinni upp- rúnalegu mynd. Þykir það bj'gg- ingarfræðilegt afrek að menn þeirra tíma^ skyldu geta ^ gert þetta. í s'al þessum eru oft haldnir hljómleikar og er þá kveikt á 360 kertum en -rafjnagn er ekki í salnum. Veggir salarins og loft eru skreytt myndum af hertogum og getur að líta 150 slíka. Borgarstjórn þeirra tíma varð að sitja fundi þótt kalt væri, og hinir síðu kuflar nægðu ekki til að halda hi't’á á borgar- stjórninni. Var þá herhergið undir.. fund^rsalnum ; tekið ' og það notað til kyndingar, en miðstöðvar voru ekki tií eða hitaveita. Þá var tekið það ráð, og þótti góð nýjung, að við stól hvers stjórnarmanns var borað gat og gat. sá er á stólnum sat tekið lokið frá og látið hitann streyma upp undir hinn skósíða kufl sinn! Hér hefur. aðeins verið vikið að fáu einu í þessu merkilega húsi, en þegar það verður 1000 ára, verður þess afmælis minnzt, sagði þýzki leiðsögu- maðurinn að lokum. Því má raunar bæta hér við að í glerkassa sáum við eitthvað hangandi sem gat verið kjöt- kyns og það kom á daginn að þetta var partur úr svínslæri, en hvers vegna? Á sínum tíma þegar enginn vissi af saltauð- æfum Lúneborgar var það svín sem á yfirnáttúrlegan hátt benti á að salt mundi þarna í jörðu falið. Til heiðurs þessu svíni, og eilífrar minningar, er þetta svínakjötsstykki látið vera þarna til sýnis öldnum og óbornum. Unglingaheimili Knattspyrnu- sambands Hamborgar Frá Lúneburg er haldið sem leið liggur um gróðursælar lendur þar sem skiptast á skóg- ar og akrar, og til Steinhorst sem er kyrrlátt þorp og dvalizt þar á unglingaheimili Knatt- spyrnusambands Hamborgar. Þar eru þá staddir um 25 dreng- ir í viku tíma á námskeiði hjá mjög snjöllum þjálfara, manni sem leikið hefur 20 sinnum í landsliði Þjóðverja og heitir Hans Rohde. Undu piltarnir sér vel þarna og. stunduðu námskeiðið af miklum áhuga, en slík nám- Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.