Þjóðviljinn - 04.11.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.11.1954, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 4. nóvember 1954 Kyn þáttaofsókn i r í USA Framhald af 9. síðu. ; konu sem vann hjá foreldr- um hans. Sá atburður brennd- ist svo fast í vitund hans, að síðar, er hann varð blaðamað- ur, tók hann að berjast gegn Ku Klux Klan hvar sem hann fékk því við komið. *f Atlanta- komst hann í ná- 1 in kynni við allt kerfi þessara kynlegu kuflmanna. Hið barna lega dálæti þeirra- á dular- fullum, leynilegum inngangs- ! orðum, hið kynlega atferli - þeirra, hin ruddalega og fá- víslega röksemdafærsla þeirra, ■ gæti allt saman verið frá- leitt og hlægilegt, ef það væri ekki jafnframt dauð- : hættulegt. Kennedy gat oft : ekki að sér gert að brosa að t þeirri kennd sem greip hann á fundunum — sem þeir sátu þarna minntu þeir hann á smádrengi á þeim aldri þegar þeir eru gagnteknir af ástríðu til að stofna leynileg banda- ' lög með flóknum fyrirmælum. En hann brosti aldrei lengi — þetta voru ekki smádreng- ir, heldur stórir og ruddalegir, valdafíknir eða andlega sjúkir karlmenn, sem höfðu skamm- byssur og barefli í vasanum og riffla í bílunum fyrir utan, og ofbeldisverkin voru engir hugarórar heldur verk sem þeir voru staðráðnir í að framkvæma. Og þeir skiptu tugum þúsunda um landið allt — náðu inn í embættismanna- kerfið, ríkislögregluna og leyniþjónustuna; þar sátu trúnaðarmenn þeirra — ekki sízt eftir að þeir höfðu einn- ig tekið „baráttuna gegn kommúnismanum" upp á arma sína. ^ Studdu Eisenhower. Kennedy tókst að verða riddari, áður en hann fór að bera vitni fyrir rétti og kom ; þannig upp um sig. Ridd- ararnir eru hinn harði kjarni 1 í skipulagi fasistanna —■ þeir ? eiga að vera til taks að fara ’ af stað með nokkra mínútna fyrirvara til að taka þátt í aftöku, sprengjuárás eða of- beldisverkum. Þegar kosning- ar standa yfir á þessi innsti hringur sérstaklega að gæta þess að beita áhrifum sínum á réttum stöðum og koma í veg fyrir að svertingjar greiði atkvæði. I síðustu kosningum höfðu riddararnir mikið að gera til þess að tryggja kosn- ingu Eisenhowers. Kennedy skýrir frá því að hann hafi heyrt þul útvarps- ins lesa upp skeyti eitt kvöld- ið: S. I. nótt skaut WilJis Mc- Call lögreglustjóri frá Lake County tvo negrafanga, þeg- ar þeir reyndu að strjúka, er þelr voru fluttir til hæsta- réttar til nýrra réttarhalda. Annar negranna, Samuel Shep- herd, lézt þegar í stað, en hinn, Walter Lee Irvin, ligg- ur fyrir dauðanum á sjúkra- húsi í Eustis. Svertingjarnir voru báðir ákærðir fyrir nauðgun, en sannanir voru svo gloppóttar, að hæstiréttur hafði krafizt þess að málið yrði tekið upp aftur. Mynd pessi er teJcin í svertingjaofsóknunum í Maryland fyrir nokkrum vikum, þegar samtökin til hagsbóta hvít- um mónnum œstu til árása gegn svertingjaóörnum í skól- unum. Kennedy fór þegar til Eust- is. Það voru komnir fleiri blaðamenn ti! bæjarins, og hótelstýran fagnaði þessum mikla gestr.gangi og sagði. við Kennedy að hún vildi óska að fleiri svertingjar yrðu drepn- ir þar í bæ — aldrei áður hefði hótelið hýst jafn marga myndarlegn, unga menn! I sýndarréttarhöldunum gegn lögreglustjóranum var þessi heiðursmaður sýknaður umsvifalaust. Enda þótt allt benti til þess, að hann hefði dregið svertingjana út úr bíln- um og skotið þá niður með köldu blóði til þess að koma í veg fyrir að hæstiréttur sýknaði ]:á, tókst lögreglu- stjóranum að tryggja fráleit- ar vitnaleiðslur, sem dómarinn féllst svo skilyrðislaust á að allt hlýtur að hafa verið á- kveðið fyrirfram. Lögreglu- stjóranum var óskað til ham- ingju með -ýknuniua, og eng- in í bænum þorði að vekja at- hygli á þv? nð negrarnir höfðu verið hlekkjaðir saman og höfðu þannig ekki haft minnsta möguleika til að reyna að flýja aukinheldur meir. — Auk þess höfðu þeir ástæðu til að búast við góð- um árangri af rannsókn hæstaréttar. Hverju máli skintir liturinn? Þetta var í Mims, smábæ fyr- ir norðan Miami í Flórída. Mrs. Moore slapp lemstruð, en hún andaðist skömmu síðar. Hún vildi ekki lifa lengur, sagði hún vinum sínum og ættmennum. Kennedy þekkti Moore frá 1950, en þá ferðaðist Kenne- dy um ríkið sem óháður frambjóðandi til þess að mæla fyrir vináttu kynþátta og þjóða. Moore var þá formað- ur í kjósendafélagi framfara- sinna og hafði stutt Kenne- dy. Ert þú ekki hræddur um að við verðum kallaðir rauð- liðar, spurði einn félaga hans. — Það er svo lengi búið að segja að við séum svartir, að ég sé ekki að við þurfum að hafa áhyggjur af því þótt nú verði farið að ráðast á okkur fyrir að vera öðruvísi á Iitinn, svaraði svertinginn. Ég er viss um, segir Kenne- dy, að þetta svar var ástæðan til þess að Harry T. Moore var myrtur. ^ Sprengjurnar sam- eina okkur. Lögreglufulltrúinn á staðn- um reyndi að draga úr reiði fólks með því að lýsa yfir því að lögreglan hefði í fórum sínum vitneskju um málið. Á fundi í Jacksonville nokkrum dögum síðar var honum svar- að með þessari athugasemd: Illiðstætt sprengjuárásum þeim í suðurríkjunum sem fylgt hafn í kjölfar þess að hæstiréttur hefur íirskurðað að blökkumenn og hvítir skuli hafa sama rétt til skólagöngu er morðið á svertingjanum Harry T. Moore. Kennedy seg- ir frá því cð á aðfangadags- kvö’d fvrir tveimur árum lögðu ofbeldismenn úr Klan- inum sprengju undir hús Moore-fjölskyldunnar, og í sprengingunni lét Harry lífið. — Vitneskju? Það er næg vitneskja í Flórída. Ef hvítur maður og kona hefðu verið myrt með dýnamíti, er enginn efi á því að lögreglan hefði þegar næsta dag verið búin að varpa hundruðum svert- ingja í fangelsi — hundruð- um þeirra sem fyrst hefði náðst til! Og kvennaleiðtoginn Edith Simpkins frá South Carolina sagði við Kennedy um morðið á Moore: # ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI: FRlMANN HELGASON Nýju getraunahappdrætti j • hleypt af stokkunum Hæsti virniingiis getar namið aOt að 115-000 króna íslenzkar getraunir eru um þessar mundir aö stofna til happdrættis, sem á að ljúka 18. desember n.k. Munu íþrótta- og ungmennafélög landsins annast sölu happ- drættismiöanna, ásamt umboðsmönnum ísl. getrauna, og er nú þessa dagana unniö aö útsendingu miöanna. Fyrirkomulag þessa happdrætt- is er hið sama og var á get- raunahappdrætti því, er íslenzk- ar getraunir efndu til á s. 1. | vori, þar sem fylltir voru út á | happdrættismiða allir þeir úr- í slitamöguleikar, er fyrir geta komið í 12 leikjum. Þó vetður sú breyting á nú, að á miðunum verða 9 raða kerfi í stað 12 raða kerfa í vor og miðarnir verða alls 59049. Vinningar verða einn- ig fleiri nú, 201 í stað 168. Fyrsti vinningur verður með 12 rétt- um lausnum og getur orðið allt að 115 þús. kr.; 20 vinningar verða með 11 réttum og geíur hver þeirra orðið 5300 kr.; loks verða 180 vinningar með 10 rétt- um og getur hver orðið um það bil 350 kr. Vinningafjárhæðin fer eftir sölu miðanna, fjárhæðin verður þeim mun hærri sem fleiri miðar seljast. Þó verður hæsti vinningur a. m. k. 50 þús. krónur. Verð hvers happdrættis- miða verður 10 krónur. Með samþykki menntamála- ráðuneytisins hefur verið ákveð- ið að úthluta af tekjum happ- drættisins til félaga þeirra, er selja miðana. Verður úthlutun- inni hagað þannig, að hvert fé- lag fær strax í sinn hlut 25% af andvirði þeirra miða, er þau selja, en öðrum ágóða verður út- hlutað síðar. 114 þús. kr. ágóði sl. vor Eins og áður var sagt, efndu ísl. getraunir til samskonar happdrættis á sl. vori. 134 í- þrótta- og ungmennafélög víðs- vegar um land tóku að sér sölu miðanna, ásamt umboðsmönnum fsl. getrauna og seldust rúmlega 17 þús. miðar, eða um 39% þeirra miða ér út voru gefnir. Árangur varð misjafn hjá hinum einstöku félögum, sum unnu mjög vel að sölunni, t. d. íþróttabandalag Hafnarfjarðar og sum Reykja- víkurfélaganna, einnig ýms smærri félög úti á landi. Hjá öðrum var salan minni og hjá einstaka mjög lítil. Vinningar voru þá alls 168 að upphæð kr. 99563.00. Hæsti vinn- ingurinn féll til happdrættisins, — Þeir halda að hægt só að sundra okkur með sprengj- um, en þeir eru í staðinn að sameina okkur. Og víst er þessi ályktun rétt. Það er hægt að mis- þyrma einstökum svertingjum og myrða þá, en jafnframt tengjast allir hinir æ sterkari varnarsamtökum. Og þetta er raunar lögmál sem mun móta alla baráttu Bandaríkjamanna sjálfra fyrir lýðræði og frelsi. þar eð vinningsnúmerið seldist ekki. Við uppgjör kom í ljós, að miði þessi var meðal þeirra miða er fóru til íþróttabandalags Akraness en seldist þar ekki og var á meðal þeirra miða, er end- ursendir voru. Má segja, að þar með hafi hagnaðurinn af happ- ’drættinu því nær tvöfaldazt, en alls varð hann rúmlega 114 þús. krónur. —o— Er íþróttafulltrúi ríkisins og forsvarsmenn íslenzkra getrauna skýrðu fréttamönnum frá hinu nýja happdrætti í gær, tóku þeir fram að starfsemi Getraun- anna hefði til þessa gengið mjög illa hér á landi og enginn ágóði orðið af henni en hinsvegar all- verulegt árlegt tap. Kváðust þeir þó vona að íslenzkar getraunir ættu eftir að verða viðlíka vin- sælar meðal almennings hér á landi og annarstaðar á Norður- löndum, þannig að þær gætu þjónað hlutverki því, sem þeim er ætlað: að afla fjár til íslenzkr- ar íþróttahreyfingar og starfs hennar. Blekking Morgun- blaðsins Framhald af 4. síðu. þetta er aðeins eitt af þeim sýndarmálum, sem þeir eru svo vanir að flytja, og eiga að vera sykurdúsa ætluð óánægðum kjósendum til friðunar um stundarsakir, eins og svo oft hefur komið fyrir áður. Sósíalistaflokkurinn mun fylgjast vel með þessu máli, og ekki láta stjórnarflokkana komast upp með að svíkja það þegjandi og hljóðalaust. Erlend tíðindi Framhald af 6. síðu skeleggur forsvarsmaður kyn- þáttakúgunar og svertingjaof- sókna. Svipaða sögu er að segja frá Delaware, þar sem hvítir foreldrar og skólanemendur hröktu svertingjabörn úr skól- um um daginn með óspektum og ofbeldishótunum. Þeir fram- bjóðendur, sem lýstu yfir and- stöðu við að fólk af báðum kyn- þáttum sæki sömu skóla, hlutu þar kosningu. Og í Georgia var samþykkt með miklum meiri- hluta stjórnarskrárbreyting, sem gerir fylkisstjórninni fært að leggja frekar niður alla op- inbera skóla en framkvæma þann úrskurð Hæstaréttar Bandaríkjanna, að það sé brot á mannréttindaákvæðum banda- rísku stjórnarskrárinnar að draga nemendur í opinberum skólum í dilka eftir kynþáttum. M. T. Ó.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.