Þjóðviljinn - 06.01.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.01.1955, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Frakklandi býðst nú tækifæri sem því mun ekki bjóðast aftur K/ð skulum koma fram Wð vesturþýzka ráSamenn af fullri kurteisi, en þiggjum ekki vináttu þeirra Ræðu þeirrar, sem hinn aldni stjómmálaskörungur, Edouard Herriot, heiðursforseti franska þingsins, flutti í umræðunum um Parísarsamningana, mun lengi minnzt. Rödd hans skalf af geöshræringu þegar hann flutti þessá ræ'öu, sem hófst á orðunum: „Ég get ekki greitt þeim samningum sem fyrir okkur hafa verið lagðir atkvæði mitt“. Saarvandamálið er enn óleyst. En þó skiptir mestu máli, að með Parísarsamningunum mun Herriot hélt áfram: -— Þessir samningar svipta okkur þeirri hagkvæmu aðstöðu sem við höfum öðlazt með öðr- um aðþjóðasamningum svo sem Potsdamsamningnum. Og ég veit ekki að hve miklu leyti Berlínarákvæðin fá staðizt verði þeir samþykktir. I nágrannalandi okkar, Þýzka- landi, eru uppi tvö öfl, sem standa algerlega á öndverðum meiði. Annars vegár þeir sem vilja endurreisa hið gamla her- skáa, vígólma, einræðissinnaða Þýzkaland, þeir sem bítast um yfirboðarastöðurnar í þýzka hernum. Ég er því samþykkur að við lcomum fram við þá af fullri kurteisi. En ég hugsa mig tvisvar um þegar þess er krafizt, að við þiggjum vináttu a ísnum Moskvaútvarpið tók upp þá nýjung í veðurfréttum sínum skömmu fyrir áramót að segja frá veðrinu á rekísnum í ís- hafinu, þar sem tveir sovézkir leiðangrar hafa nú dvalizt í sex mánuði við vísindalegar athug- anir. Fyrsta daginn var sagt frá því að frostið hefði verið 31 og 24 stig. þeirra. Mér veitist ekki auðvelt að gleyma okkar horfnu bræðr- um, sem hafa falið okkur að varðveita minningu sína. Hins vegar er annað Þýzka- land, sem reynir að losa sig úr viðjunum, að ganga braut frelsisins. 1 þeim flokki eru æskan, verkalýðsfélögin, sósíal- demokratamir. Einnig mótmæl- endakirkjumar. Lærið af sögu Frakklands Og enn mætli Herriot: — Sem fransknr maður, sem lýðveldissinni á ég erfitt með að sætta mig við, finnst mér það fráleitt, að Frakkland komi hinu afturhaldssama Þýzka- landi til aðstoðar gegn því Þýzkalandi, sem reynir að losa sig úr viðjunum og í rauninni læra af hinni sögulegu reynslu Frakklands. í þessu felst mikil söguleg staðreynd, sem er mér mikið á- hyggjuefni og gerir mér ókleift að samþykkja þá samninga, sem renna stoðum undir mesta afturhald Þýzkalands. Ég kemst ekki hjá því að lýsa því yfir. Herriot vék síðan að nokkr- um öðmm atriðum í samning- unum sem hann væri mótfall- inn og gæti ekki sætt sig við. t*ms Edovard. Herriot hefjast takmarkalaust vígbún- aðarkapphlaup, sem mun leggja þungar byrðar á frönsku þjóð- ina. Og að lokum er þess að gæta, að í Parísarsamningun- um er aðeins talað um „eftir- lit“ með hervæðingu Vestur- Þýzkalands, þeir tryggja á eng- an hátt slíkt eftirlit. Gestapo og stormsveitir endurvaktar Herriot lýsti út frá eigin reynslu, hvernig ókleift myndi verða að hafa nokkurt eftirlit með hervæðingu Vestur-Þýzka- lands, þegar búið er að leyfa hana á annað borð. Þá lýsti hann sig mótfallinn því að Par- ísarsamningarnir veita Vestur- Þýzkalandi heimild til að koma á fót ótakmörkuðum lögreglu- Nú geta menn hvað úr hverju farið að eiga von á að fá framtalseyðublöð frá Skattstofunni og pá er ekki úr vegi aö birta pessa skopteikningu sem litla ábendingu um pað að skattheimtumenn hafa œvinlega og alls staðar verið óvinsœlir. Hún birtist upphaflega í blaði einu í Vínarborg um 1870. Teiknarinn bendir stjórnarvöldunum á nýja fjáröflunarleið, sem hann telwr líklega til árang- urs, eftir að allt annað hefur verið reynt. Það er að skattleggja aldur kvenna, pannig að „pær sem greiði kvennaskattinn fái fœðingarvottorð sem sýni að pœr séu 16 ára gamlar“. Frá því var skýrt í Búda- pest á aðfangadag, að Banda- ríkjamaðurinn Noel Field og kona hans Herta, sem nýlega voru látin laus úr ungversku fangelsi,. hefðu beðið um griða- stað sem pólitísltir flóttamenn og ’ hefði ungverska stjórnin orðið við þeirri ósk. Mánuði áður hafði ungverska stjórnin tilkynnt, að Noel Field, sem eitt sinn var starfsmaður bandaríska utanríkisráðuneyt- isins, og kona hans hefðu ver- ið látin laus og þeim gefnar upp allar sakir. Þau höfðu þá setið fimm ár í fangelsi, eða síðan þau vom handtekin í Praha árið 1949. Bróðir Noels, Hermahn, hvarf þrem mánuð- um síðar í Varsjá þar sem hann hafði reynt að hafa upp á bróður sínum. Hann var einn- ig látinn laus fyrir nokkru 0g dvelst nú í Sviss. sveitum og minnti á, að vestur- þýzk blöð hefðu sagt að jafn- marga hershöfðingja myndi þurfa til að stjórna þeim og hernum. — Ef þetta er rétt, hélt Herriot áfram, munu Parísar- samningarnir hafa endurreist Gestapo og stormsveitirnar. Það ríður á að lögð sé áherzla á hvílíka voðalega hættu þetta hefur í för með sér. Við eigum um tvær stefnur að velja. Þá sem miðar að af- vopnun og þegar hefur náð verulegum árangri meðal Sam- einuðu þjóðanna. líina sem leið- ir til þess vígbúnaðarkapp- hlaups sem verður afleiðing Parísarsamninganna. Hvora eigum við að taka? Svarið er auðfundið; Þegar þið hafið hervætt Þýzkaland að nýju, ætiið þið þá að reyna að afvopna það aftur? Með liverra hjálp? Þið vitið vel, að það getið þið ekki. Ef Frakkland sleppir þessu tækifæri, sleppir það sögulegu tækifæri, sem því mun ekki bjóðast aftur. Kosið í pJiupan eftir mánuð i Ríkisstjórn Japans ákvað I gær að rjúfa þing seint í þess- um mánuði og efna til nýrra kosninga í lok febrúar. Þegar Hatojama tók við stjórnar- taumunum af Josida gerðu sós- íaldemókratafl. það að skil- yrði fyrir stuðningi við stjórn- armyndun hans að nýjar þing- kosningar færu fram fyrir marzlok. Vonast þeir til að vinna verulega á vegna vax- andi óánægju yfir stjórnar- stefnu borgaraflokkanna. Arlseiix kveðst sVi®smésktir Jacobo Arbenz, sem rekinn var frá völdum í Guatemala í sumar, kom í gær til Sviss ásamt fjöl- skyldu sinni. Gerði hann þegar í stað kröfu til að fá svissneskfi vegabréf, þar sem faðir hans var Svisslendingur. Samkvæmt sviss- neskum lögum getur rikisborg- araréttur gengið að erfðum frá föður til sonar. Adenauer 79 ára Konrad Adenauer, forsætisráð- herra Vestur-Þýzkalands, varð 79 ára gamall í gær. Orð fer af að honum hafi hrakað síðustu mánuði. Sendiráðsritari Frakka í Vín fær griðland í Tékkoslóvakíu Hafði starfað að njósnum í þágu Bandaríkjamanna í sex ár > Erlendir og innlendir blaðamenn í Praha voru fyrif nokkrum dögum kynntir fyrir franskri konu, Anita Mor- et, sem leitaö’ hefur hælis 1 Tékkóslóvakíu sem pólitískuí flóttgímaöur. Nokkrar vikur eru liðnar síð- an kona þessi kom til Tékkó- slóvakíu frá Vínarborg, þar sem hún hafði um margra ára skeið unnið hjá frönsku sendi- sveitinni, nú síðast sem fyrsti sendiráðsritari. Njósnastarfsemi Frú Moret er ekkja aðalræð- ismanns Frakka í Austurríki og hefur starfað þar í þjón- ustu sendiráðsins í sex ár. Hún skýrði frá því, að starf hennar sem og flestra annarra starfs- manna sendiráðsins hefði æ meir verið fólgið í njósnum og undirróðri, sem beint var gegn tékkneska alþýðulýðveldinu. Eftir því sem á leið, sagði hún, varð franska sendiráðið æ háðara Bandaríkjamönnum og tók þátt í undirbúningi þeirra að stríði við alþýðuríkin. Hún skýrði einnig frá því, að hún hefði á stríðsárunum tekið þátt í andspyrnuhreyfingunni gegn þýzka hernámsliðinu í Frakk- landi og hlaut mikla sæmd fyr- ir unnin afrek. Endurhervæðingin Meðan hún starfaði í sendi- ráðinu í Vínarborg hafði hún m!a. það verkefni að yfirheyra flóttamenn frá Tékkoslóvakíu og láta Bandaríkjamönnum í té þær upplýsingar sem hún fékk hjá þeim. Hún sagði, að sér hefði smám saman orðið ljóst„ að þetta starf hennar var £ fullu ósamræmi við baráttut hennar á stríðsárunum, og fyr- irætlanimar um að endurher-- væða Vestur-Þýzkaland hefðu}. riðið baggamuninn. írá Nairobi I n ■ Á jóladag barst svohljóð- jj andi frétt frá Nairobi: Lögreglan segir, að 15 rná ! má menn hafi verið drepnir l undanfarinn sólarhring. Á ii mörgum enskum heimilum s hefur vantað verkafólk, af ! þvi að lögreglan hefur hand- ■ tekið f jölda Idkújúmauna vegna þess að skotið var á Evrópumann kl. 1 í nótt. I flestum skæruhéruðum hefur öryggisliðið þó gétað i haldið jólahátíð. Yfir Nair- obi flýgur í dag ein af leit- arflugvélum lögreglunnar. Jólasálmum er útvarpað yfir alla borgina um magnara- kerfi. »•■«■»■■■■■■■■■■■■■■■»■•»•■■■■■■■•■■■■■■■■■■*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.