Þjóðviljinn - 07.01.1955, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.01.1955, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. janúar 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Sölubúð Baftækja h.f. að Skólavörðustíg 6 Ný raftækjaverzl- un í Reykjavík Nýlega hefur verið opnuð ný raftækjaverzlun, í glæsilegum húsakynnum, að Skólavörðustíg 6, undir nafninu Raftæki h.f. Þar eru til sölu allar tegundir raftækja, lampaskerma af ýms- um gerðum og margt fleira. Ætlun eiganda er að verzla með raftæki, rafmagnsbúsáhöld, annast raflagnir og skyldan at- vinnurekstur. Framkvæmdastjóri er Kristinn Finnbogason rafvirkjameistari. pk M.s. Dronning Alexandrine Næstu ferðir frá Kaupmanna- höfn verða 18. janúar, 11. fe- brúar og 25. marz. — Frá Reykjavík 25. janúar, 19. fe- brúar og 2. apríl. Skipið kemur við í Færeyjum í báðum leið- um. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Erlendur Pétursson. „I would like to be in the army“ Það eru ekki aðeins sólarlitl- ir dagar núna í skammdeginu hjá V.S.V., heldur og daprir mjög. Veldur þvi einkum að þau ó- væntu tíðindi gerðust fyrir nokkrum dögum að Alþýðubiað- ið skýrði frá því að fjórir ungir Islendingar hefðu tekið sig fram um að láta bandaríska hermenn hlýða settum reglum. Þetta snart V.S.V. í hjartastað, og verður vart ráðið af skrifi hans í Al- þýðublaðinu í gær hvort hrygg- ir hann meir að herraþjóðar- mennirnir urðu að hlýða, eða hitt að Alþýðublaðið skyldi segja frá þessu. Segir hann m. a. að þetta sé „nauðaómerkileg frétt, sem síðar hlýtur að birtast í er- lendum blöðum“ (!!). Já, hvílík hneysa ef það skyldi nú frétt- ast til útlanda að fslendingar séu hættir að láta Bandaríkjamenn troða á íslenzkum lögum og regl- um! Hamingjan góða hjálpi okk- ur! Og V.S.V. heldur áfram: „En auk þessa kemur fram í fréttinni tilhneiging sem við eig- um ekki að venjast og ástæða er til að frábiðja sér í því blaði sem fremst stendur allra blaða um siðferði. . .“ Æjá, dagar hemámsmanna ger- ast nú æ daprari með degi hverj- um. Orðsending írá Andspyronhreyfingunni | FuUtrúar félaga, sem eru innan Andspyrnu- I : hreyfingarinnar, og aðrir peir hernámsandstœð- : : ingar í Reykjavík, sem tekið hafa hjá Andspyrnu- hreyfingunni eða undirrituðum undirskriftalista [ varðandi uppsögn herstöðvasamningsins, eru : beðnir að skila listunum sem allra fyrst. Tekiö j verður á móti undirskriftálistum í Þinghstr. 27 II. hœð, í dag kl. 5—7 síðd., einnig mánud. 10. jan. og [ priðjud. 11. jan. á sama tima. Áríðandi er, að aXLir : skili listum, er peir hafa tekið á móti, enda pótt : undirskriftasöfnun sé ekki lokið. Undirskriftalist- j ar verða jafnframt afhentir á sama tíma áhuga- : : mönnum, sem vilja( taka pátt í nýrri sóknarlotu í : : byrjun ársins. F.h. stjómar Andspyrnuhreyfingarinnar GUNNAR M. MAGNÚSS. [ <■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■•■•■•■■■ Gæzlu og hjálp- arstöð ölvaðra manna Framhald af 12. síðu. er Iagt fyrir bæjarráð, og þar samþykkt að lelta umsagnar lögreglustjóra. Áhugi íhalds- ins fyrir velferð ölvaðra fanga er því enn samur við sig og fyrir mörgum árum, nefnilega enginn. Þess ætti hinsvegar ekki að verða langt að bíða að lög- reglustjóri skilaði umsögn um þetta mál. — Sigurður Guð- geirsson frestaði tillögu sinni til næsta bæjarstjómarfundar, í trausti þess að umsögn lög- reglustjóra lægi fyrir þá. Bátastöðvunin Framhald af 12. síðu. Ríkisstjórnin ber ábyrgðina. Ingi R. Helgason sagði í síð- ari ræðu m.a.: „I tillögunni er skorað á þann aðila málsins sem á að sjá hag þjóðfélagsins borgið, rDdsstjórnina. Hún hef- ur ákveðið breytingu á gild- andi fyrirkomulagi. Heyrzt hefur, eftir aðilum sem ættu að vita það, að ríkisstjórnin hafi ekki tilnefnt viðræðumenn sína við útgerðarmenn fyrr en tveim dögum áður en sam- komulagið gekk úr gildi. Slíkt er vítavert skeytingarleysi. Bíldsstjórninni ber umfram allt að forðast stöðvun at- vinnutækjanna, og hafi stöðv- un orðið ber henni að gera allt til að lejrsa málið. Það væri bæjarstjóm vansæmd að vísa tillögunni frá.“ Þau vilja láta bátana liggja. Nafnakall var við atkvæða- greiðslu: Þessir fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins saiúþykktu' að vísa tillögunni frá: x Björgvin Frederiksen, Gunnar Thoroddsen, Gdr Hallgrímsson, Gróa Pétursdóttir, Sigurður Sigurðsson, Sveinbjöm Hannesson, Þorbjöm Jóhannesson, Auður Auðuns. Tillaga Guðmundar Vigfússonar: Hluti of tryggingaógóðanum verði endurgreiddur Á bæjarstjórnarfundi í gær flutti Guðmundur Vigfússon eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórnin samþykkir að veita fasteignaeigendum sem „bónus“ þann liluta væntanlegs tekjuafgangs brunatrygging- anna á þessu ári sem fer fram úr 1 millj. kr.“ Bærinn tók brunatryggingar húsa i Reykjavík r eigin hend- ur 9 mánuði á s.l. ári og verð- ur það fyrirkomulag áfram. Var ágóði bæjarins af trygg- ingunum 1 millj. 700 þús. kr., en það stafar þó fyrst og fremst af því að brunatjón varð aðeins tæp 600 þús. á s.l. ári eða 590 þús. 560 kr. Síðasti bæjarráðsfundur sam þykkti að hafa iðgjöld og fyrir- komulag óbreytt á þessu ári. Þórður Björnsson flutti 3 til- lögur í þessu máli á bæjar- stjómarfundinum í gær. Voru þær um að spyrja Fasteignaeig- endafélag Reykjavíkur um hvaða fyrirkomulag það vildi hafa á þessum málum, 2. hvað það vildi gera við ágóðann og í þriðja og siðasta lagi að helm- ingur ágóðans af brunatrygg- ingunum yrði afhentur hús- eigendum en hinn helmingur- inn notaður til brunavarna. Fékk engin þessara tillagna nema 1 atkvæði. Þórður boðar sósíalisma! Þórður spáði þessum úrslit- um fyrirfram, kvað vinstri flokkana sjá í framkvæmd brunatrygginganna „sósíalism- ann“! En hvernig væri að bær- inn kæmi á meiri sósíalisma? sagði hann. Hvernig væri að bærinn tæki að sér alla sölu á sementi í bænum (ræðumaður brosti til Geirs Hallgrímsson- ar). Hvernig væri að hann kæmi upp allsherjarvélsmiðju fyrir bæinn? (nú leit hann til Björgvins Frederiksen), eða hvernig væri að hann tæki að sér alla kjötsölu í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli? (og Þórður brosti næstum ljúf- mannlega til Þorbjörns í Borg). Þá væri tilganginum náð. Guðmundur Vigfússon kvað með tilliti til liðins árs hægt að færa rök fyrir því að lækka nokkuð iðgjöldin, en ágóðinn hefði þó stafað af mjög litlu brunatjóni, og ekki víst að svo yrði áfram. Hinsvegar mót- mælti hann að Fasteignaeig- endafélagið væri nokkur aðili í málinu. Það væri ekki sam- tök húseigenda almennt, held- ur aðeins þeirra stærstu. Kvaðst hann telja rétt, að nú þegar væri húseigendum heitið nokkrum arði, ef ágóði næsta árs yrði sæmilegur. Yi’ði t. d. millj. kr. ágóði næsta ár ætti bærinn nær 3 millj. kr. í ágóða til að mæta vænt- anlegum brunatjónum, og væri því rétt að greiða húseigend- um í arð það sem yrði fram yfir 1. millj. kr. í ágóða. Með' því væri tilganginum með því að bærinn tæki sjálfur tryggingarnar náð, þeim til- gangi að auka brunavarnir og lækka iðgjöld trjgginganna. Gunnar: Ekld hægt! Borgarstjóri flutti frávísun- artillögu, rökstudda með því að ekki væri hægt að ráð- stafa væntanlegum tekjum í upphafi árs. Ingi R. Helgason kvaðst ekki skilja slíka röksæmdafærslu. Ef farið væri samkvæmt henni væri ekki liægt að semja neina fjárhagsáætlun fyrir hann þ\í hún væri öll byggð á því að ráðstafa væntanlegum tekjum ársins! íhaldið vísaði síðan tillögu Guðmundar frá með sínum S atkvæðum. Gegn því greiddu fulltrúar hinna flokkanna, 6, atkvæði, en Magnús Ástmars- son gat ekki greitt atkvæði gegn stóra íhaldinu og safc hjá! Danslagakeppni S.K.T. Vegna fjölda tilmæla hefur S.K.T. ákveðið að fresturinn tii að senda nótnahandrit til dans- lagakeppninnar skuli fram- lengdur um 5 daga, eða til laugardagsins 15. þessa mán- aðar að kvöldi. Utanáskrift keppninnar er pósthólf 501, Reykjavík. ■ * m : Kennsla hefst í kvöld sam- : 5 5 • • : kvæmt stundaskrá. ■ ■ fi • | Skólastjórinn.: ■ s i 1 ■ * ■ • s • ■ • ■ ■ j Þrír nemendur Stýrimanna- ; skólans óska eftir fæði ■ • ■ • ■ » j sem næst skólanum. Svar : j óskast sent sem fyrst j j til afgreiðslu Þjóðviljans, : merkt: „Nemendur“. Þjóðviljann vantar ungling til að bera blaðíð til kaupenda á Gtimslaðaholti HðÐVIIIINN, sími7500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.