Þjóðviljinn - 09.01.1955, Page 3

Þjóðviljinn - 09.01.1955, Page 3
Sunnudagur 9. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Trá aígreiðslu fjárhagsáætlunarinnar: Ihaldið fjandskapast enn við hraðfrystihússmálið Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar bæjarins kom íhaldið í veg fyrir að samþykkt yrði tillaga sósíalista um undir- búning að byggingu stórvirks hraðfrystihúss. Er þetta í fjórða skiptið sem íhaldsmeirihlutinn fellir tillögu frá sósíalistum í hraðfrystihússmálinu. Þá felldi íhaldið einnig breyt- ingartillögu frá sósíalistum við fjárhagsáætlunina þar sem gert var ráð fyrir 3,2 millj. kr. fram- lagi í Framkvæmdasjóð, er nota mætti til byrjunarframkvæmda við byggingu hraðfrystihússins. I framsöguræðu sinni sýndi Guðmundur Vigfússon fram á nauðsyn þess að bærinn hefði forgöngu um eflingu atvinnulífs- ins og þá ekki sízt sjávarútvegs og fiskiðnaðar. Taldi hann enga ofrausn að ætla uppbyggingu at- vinnulífsins í bænum röskar 3 milljónir kr. þegar afgreidd væri fjárhagsáætlun upp á 120 millj. Hitt gegndi meiri furðu að engin slík fjárveiting til undirstöðuat- vinnuvegs bæjarbúa skyldi finn- ast í frumvarpi meirihlutans og sýndi takmarkaðan skilning á því vandamáli að sjá öllum Reykvík- ingum fyrir arðbærri og gagn- legri atvinnu í stað þess að hrekja mörg hundruð bæjarbúa suður á Keflavíkurflugvöll. Jafnframt lagði Guðmundur á- herzlu á að hér væri fyrst og fremst um stefnuyfirlýsingu að ræða en þetta framlag gæti þó orðið góður stuðningur við byrj- unarframkvæmdir. Hitt væri ljóst að leita yrði jafnframt eftir lánum til byggingar hraðfrysti- , hússins. Eins og fyrr segir felldi íhaldið tillöguna um undirbúning frysti- hússbyggingarinnar. Allir full- trúar andstöðuflokkanna greiddu henni atkvæði. íhaldið felldi einnig framlagið til fram- kvæmdasjóðsins. Fimm bæjar- fulltrúar greiddu því atkvæði en Þjóðvarnarmaðurinn og annar A1 þýðuflokksmaðurinn sátu hjá! Alþýðublaðið flytur rógsgrein til að spilla atvinnu pólitísks andstæðings Svaxgiein til Alþýðubl. frá Gunnari M. Magnúss Það var grein í Alþýðublaðinu í morgun með þriggja dálka fyrirsögninni: '„Rekur Gunnar M. Magnúss hasarblaðabúð?“, og virðist svo sem nokkurn reka hafi þar með borið upp á fjörur blaðsins. Greinin er þess eðlis, að ég tel rétt að svara henni strax, það er svo margt ósatt í henni, of auðsætt, að hún er skrifuð til þess að reyna að gera mér skaða, þótt svo sé látið líta út sem blaðið hafi verið viðþolslaust af menningaráhuga. Alþýðublaðið segir: „Meðan umræðurnar um hasarblöð og önnur sorprit stóðu sem hæst á Alþingi á dögunum, beindist athygli Bústaðahverfisbúa að bókaverzlun hverfisins, en í henni hafa um skeið verið seld amerísk hasarblöð. „Menningarpostuli" að verki. Flestir íbúar hverfisins kann- ast við afgreiðslumann verzlun- arinnar. Er hann allþekktur hér í bæ undir nafninu Gunnar M. Magnúss, enda hefur hann um langt skeið haldið uppi skeleggri „menningarbaráttu“ og þó eink- um barizt gegn hinum „siðspill- andi bandarísku áhrifum“, og 'þá líklega þar á meðal sölu bandariskra hasarblaða hér á landi.“ Því næst koma dylgjur um mig og bókaverzlunina, sem ég hirði ekki um að svara á þessum vettvangi. Bóksalafélag íslands samþykkti s.l. haust að veita mér bóksala- réttindi í Bústaðahverfi og ná- grenni. Opnaði ég bóka- og rit- fangaverzlunina í nóv. s.l. Ég hef fengið bækur útgefenda inn- an Bóksalafélagsins og frá mörg- um öðrum útgefendum, einnig hef ég selt dönsk og þýzk blöð. En til þessa dags hefur ekki verið selt í verzluninni eitt ein- asta amerískt hasarblað, svo sem Alþýðublaðið sakfellir mig fyrir. Ég skora því á Alþýðublaðið að mæta með sögumann sinn eða þann, sem segist hafa keypt amerísk hasarblöð í bókaverzlun minni, þriðjudaginn 12. jan. n.k. kl. 5—6 síðdegis, með þau blöð sem hann segist hafa keypt hjá mér, og sanna að svo hafi verið. Hins vegar hef ég selt þýzk myndablöð, sem fást í flestum bókaverzlunum bæjarins, það eru myndasögur, sem viðurkenndar hafa verið af þýzka kennslumála- ráðuneytinu, svo sem Ugluspegill og Tarzan, samskonar og blöðin birta hér daglega. Ég hef ekki haft í bókabúðinni ,Sök‘, ,Afbrot‘ og ,Lögreglumál‘, en hinsvegar vikublöðin og mörg tímarit og blöð, m. a. hafði ég Alþýðublaðið til sölu fyrsta hálf- an mánuðinn, en seldi þann tíma aðeins 2—3 blöð alls, — enginn vildi kaupa Alþýðublaðið, þó að ég auglýsti það með því að hengja það á snúru út í glugga. En sökum þess, að Alþýðublað- ið er gripið slíkum mennnigará- huga í sambandi við min störf, er ekki fráleitt að minnast á menningarfyrirtæki Alþýðu- flokksins, M. F. A. — Menningar og fræðslusamband alþýðu, sem rekur myndablaðasölu í Alþýðu- húsinu. Ég hef það fyrir satt, að það hafi ekki fengið bóksölu- réttindi hjá Bóksalafélaginu, en það selur hins vegar „hasarblöð“, „Afbrot“, „Sök“, „LögreglumáT' o. fl. Það mætti því spyrja: Hversvegna beindist ekki athygl- in að menningarfyrirtæki Al- þýðuflokksins, M. F. A., þegar rætt var um hasarblöðin og sorp- ritin? Ég hef eignazt marga við- Framhald á 4. síðu. Hvar eru vísurnar? Þótt ég stingi niður penna, til þess að geta hér bókar, sem ég las núna um jólin, þá get ég því miður ekki sagt, eins og karlinn sem sagðist hafa vit á flestu, heldur geri ég það mér til hugarhægðar, en hvorkþ mér til lofs né frægðar. Þessi bók er nefnilega: Einn á ferð — og oftast ríð- andi, eftir Sigurð frá Brún. Eg hló stundum upp úr lestr- inum og hef ég alltaf talið það góðs vita —, en þó er ég ekki ánægður. — En það getur nú verið af því að ég er enginn hestamaður. Sigurður skrifar sérkennileg- an stíl og varla verður það sagt með sanni, að mörg séu þar orð útlend að ætt. Það leynir sér heldur ekki að mað- urinn er hestamaður, meira en að nafni. Allt efni bókarinnar er að heita má um hesta. Og út af fyrir sig er ekkert nema gott um það að segja, og sér- staklega þegar vel og frumlega er frá sagt. En mér dettur í hug karlinn, sem var að tala við prestinn sinn, og gegndi fram í þegar húsfreyjan var að bjóða prestinum meira kaffi: „Öllum má nú ofbjóða". Sigurður hefði átt að hafa það í huga, að hér býður hann til borðs fleirum en Abraham, ísak og Jakob. Að borði hans dragast ýmsar kenjakindur og vandræðagripir, sem ekki gera sig ánægða með tómt hrossa- kjöt, þótt vel sé framreitt og gott með öðru góðu. Og sér- staklega þegar þeir vita að hann á fleira gott til í búrinu. Og það hreinasta sælgæti, sem að þeirra dómi hefði „krydd- að“ allt matborðið, því löngum hefur það þótt eiga vel saman og jafnvel óaðskiljanlegt, vís- an, hesturinn og pelinn. Þarna finnst mér Sigurði hafa orðið á í messunni, þessi þrenning hefur fylgt mörgum AtLT FYRIR KjÖTVERZLAMÍR þórSu, KTcitiiOn GrcttiJJÓtu 3, J.ff. 60360. manninum og þjóðinni um ald- ir og þess vegna óaðskiljanleg- ir hlutir jafnt í lífi og bók- menntum. Og einhvers staðar stendur, að það sem guð hefur samtengt, má maðurinn ekki sundur skilja. Þótt ég þekki Sigurð lítið, þá veit ég svo mikið um hann, að hann er ekki síður vísna- maður en hestamaður og kann ógrynni af vísum sem vel gátu átt við efni bókarinnar. Og ó- trúlegt er það, ef hann hefur aldrei gert vísu á öllu þessu ferðalagi, sem hann lýsir í bókinni. Og grunur minn er sá, að fleiri sakni þess en ég, að Sig- urði skyldi verða það á, þegar hann gaf út bók, að láta vanta af sér annan helminginn. Svipall. Ánægjiilcgur jóla- trésfagnaður Borgarnesi. Frá fréttaritara Þjóðviljans Um langt árabil, og nú síð- ast á þrettándanum, hefur Kven- félag Borgamess haft jólatrés- fagnað fyrir börn og aðstand- endur þeirra. Var þetta hin ánægjulegasta skemmtun með söng, hljóðfæra- leik og viðeigandi jólasveinum, Þar voru fram bornar miklar og góðar veitingar fyrir f jölda fólks. Skemmtunin stóð 5 klst., en þá voru yngstu borgararnir fluttir heim eftir mikið starf, tilhlökk- un og gleðistundir. Fram að þessu hefur jólatrés- fagnaðurinn verið haldinn í sam- komuhúsinu, sem að ýmsu verð- ur að teljast ónothæft, miðað við það, að fullkomin húsakynni e*ru til á staðnum. Við undirbúning á byggingu hins fullkomna barnaskóla Borgarnesi, en leikfimissalur hans er 9x18 metrar, voru rædd við fræðslumálastjóra ýmis not slíkrar byggingar. Lagði fræðslu málastjóri áherzlu á að skólinn og leikfimissalurinn yrði notaður fyrir samkomur barnanna, slík væri gert í nágr'annalöndunum — Verður að vænta þess að skólanefnd bæti úr 5 ára van rækslu og bjóði jólatrésfagnað æskunnar í nýju húsakynnin næsta ári. Orðsendmg írá Andspyrauhreyíingunni Fulltrúar félaga, sem eru innan Andspyrnu- hreyfingarinnar, og a'ðrir peir hernámsandstæð- ingar í Reykjavík, sem tekið hafa hjá Andspyrmi- hreyfingunni eða undirrituðum undirskriftalista varðandi uppsögn herstöðvasamningsins, eru beðnir að skila listunum sem allra fyrst. Telcið verður á móti undirskriftalistum í Þingholts- stræti 27. II. hæð á morgun, mánudag, 10. jan. og þriðjud. 11. jan. á sama tíma. Áríöandi er, að allir skili listum, er peir hafa tekið á móti, enda pótt undirskriftasöfnun sé ekki lokið. Undirskriftalist- ar verða jafnframt afhentir á sama tíma áhuga- mJönnum, sem vilja taka pátt í nýrri sóknarlotu í byrjun ársins. F.h. stjómar Andspyrnuhreyfingarinnar GUNNAR M. MAGNÚSS. Ef þér hafið hug á að eignast miða í VÖRUHAPP- drhh s A I B s er enn tækifæri til að kaupa. DREGIÐ Á MORGUN 7000 vinningar að f járhæð Ki: 2.800.000,00 Hæsti vinningur í hverjum flokki er 50 til 150 þús. kr Skattfrjálsir vinningar. Verð endurnýjunarmiða er 10 krónur. Arsmiði 120 krónur. Umhoðin í Reykjavík og Hafnaifiiði vexða opin til kl. 22 í dag (sunnudag) og til há- degis á moigun (mánu daginn).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.