Þjóðviljinn - 09.01.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.01.1955, Blaðsíða 7
SE=a- Sunnudagur 9. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 h ¦ . L Þjóðlelkhúsið 1.1 Þeir koipa í hanst eftir Agnar Þórðarson Leikstjóri: Haraldur Björnsson * * * Fyrir fimm öldum háði lítil og fátæk þjóð af íslenzkum stofni helstríð sitt norður í höfum, saga hennar er að mestu hulin myrkri. Hörmu- leg örlög Grænlendinga hinna fornu hafa að vonum orðið mörgum Islendingi hugleikin, en harla fáum að yrkisefni; þó hefur eitt stórskáldanna f jallað um f jörbrot Grænlend- inga í frægri sléttubandarímu, Einar Benediktsson. Djúprar fyrirlitningar á Skrælingjum gætir í Ólafsrímu Einars, það verður helzt ráðið af orðum hans að Islendingar hinir grænlenzku hafi hnigið í val- inn vegna þess að kristnin hafi gert þá of milda, lin- gerða og óvana vígi, þeir hefðu átt að ganga á milli Tools og höfuðs á Skrælingj- um og halda svo löndum og lífi. Ag-nar Þórðarson gengur í öllu í berhögg við skoðun hins mikla skálds, að hans dómi eyddust byggðirnar ís- lenzku vegna þess öðru frem- ur að landslýðnum auðnaðist ekki að skUja og meta hina |>eldökku nágranna sína, Skrælingjana, halda frið við þá, eiga við þá vinsamleg skipti, nema hið nýtilegasta úr frumstæðri en merkilegri menningu þeirra og læra að lifa í hinu óblíða og hrjóstr- uga landi. I sjónleik Agnars er frá því skýrt er kirkja og stórbændur féfletta og kúga alla alþýðu og ala á hjátrú hennar og ótta við fordæðu- skap Skrælingja, höfðingjarn- ir senda hvern leiðangurinn af öðrum í opinn dauðann til manndrápa og rána og fórna þannig hraustustu sonum landsins; þeir gæta þess ekki að afla nægra heyja og ann- ast um bú sín, „láta vopn gilda í stað amboða". Loks verður ungur maður og vask- ur, Kolbeinn að nafni, til þess að rísa gegn öfugþróun þessari og boða frið og sátt við Skrælingja, en hann er tafariaust sakaður um upp- reisn og galdra og tekinn af lífi, stórbændur og kirkja ótt- ast um auð sinn og völd. En höfðingjarnir falla á eigin bragði og ógæfan dynur yfir áður en varir: fjöldi manns deyr úr hungri eftir harðan vetur, aðrir flýja upp í jökla eða á haf út af ótta við Skræl- ingja, sjálfur yfirboðari kirkj- unnar fremur sjálfsmorð, en unnusta Kolbeins gengur hin- um friðsömu Skrælingjum á hönd. Leiknum er lokið — inga hinna fornu, smárrar þrautpíndrar þjóðar. „Þeir koma í haust" er sögulegur harmleikur, en þó öllu fremur táknrænt verk og skírskotar beint til nútímans; söguhetjurnar, barátta þeirra og skoðanir eiga sér auð- þekktar hliðstæður í lífi okk- ar daga. Höfundurinn er ekki myrkur í máli, að áliti hans verður alger friður að ríkja þjóða í miili og gagnkvæmur skilningur og bræðralag, að öðrum kosti er menningin dauðadæmd og öllu mannkyni bráður voði búinn. Þessi meg- inhugsun gengur sem rauður þráður um leikritið allt og er þess mesta prýði, gefur því hita og líf. Bygging leiksins er gerð af sýnilegri kunnáttu, þótt galla megi á finna, enda um frumsmíð að ræða; og þegar þess er minnzt að Þjóð- leikhúsið hefur sýnt mörg ný Ieikrit íslenzk sem heita mega óskapnaður að formi og næsta óljós í hugsun mega bæði hðf- undur og áheyrendur vel una sínum hlut. Frumhugsun eða uppistaða verksins er skáldinu efst í huga, og fer þá sem oftar að persónusköpunin verður að nokkru að sitja á hakanum. Þó eru sumar söguhetjurnar ágæta vel gerðar og bera sál- fræðilegri þekkihgu höfundar- ins gott vitni, eigi sízt Þóra, hin stolta og skapmikla höfð- ingjadóttir, unnusta Kolbeins. Kroppinbakurinn og kirkju- höfðinginn séra Steinþór er lika heilsteyptur, lifandi og sjálfum sér samkvæmur frá upphafi til loka, en ekki ný- stárleg persóna í leikrænum bókmenntum. Minni rækt hef- ur skáldið lagt við umbóta- manninn Kolbein, það er að sumu leyti torvelt að trúa á forustuhæfileika hans og písl- arvætti. Það er mælt um Eirík, hinn auðuga höfðingja, að hann sé maður hleypi- dómalaus og réttsýnn og mildur í aðra röndina, honum er ætlað að vera fulltrúi þeirra sem reyna að sætta og miðla málum er í odda skerst; en hann hugsar í raun og veru aðeins um eigin hag og er algert handbendi séra Stein- þórs er á reynii', og þannig lítilmótlegri og svipminni en efni standa til. Sumar af aukapersónunum eru f urðu- lega lifandi fólk þótt lýst sé með örfáum dráttum. Það er ljósara en frá þurfi að segja að Agnar Þórðarson hefur glöggt auga fyrir dramatískum átökum og því sem vel má fara á sviði, pg óþarft að benda á einstök at- riði hugstæð og minnisverð, þau eru mörg í leiknum. Fjör- lítil samtöl og atvik eru á stöku stað, einkum þá er tveir ræðast við, og stafa af því einu að orðsvörin eru ekki nógu mergjuð, veita ekki næga innsýn í ska'íhöfn mæl- endanna og hugarstríð. Þriðji þáttur leiksins er einna sízt- ur að mínum dómi, uppreist- artilraun leiguliðanna sann- færir mig ekki né fyrri hluti réttarhaldanna, en þar rífast ákærandi og ákærði um lands- ins gagn og nauðsynjar eins og frambjóðendur á þing- málafundi. Það er sár harmsaga og stórbrotin sem sögð er í þess- Haraldur Björnsson og Herdís Þorvaldsdóttir, sem Steinpór prestur og Þóra. Herdís Þorvaldsdóttir og Helgi Skúlason í hlutverkum lokið lífi o'g stríði Græniend- sínum í leikriti AgnarsiÞórðarsonar, Þeir koma í haust. um leik og höfundinum vart láandi þótt honum stökkvi ekki bros eða hafi ekki fyndni á reiðum höndum; feigð og dauði svífa yfir vötnunum. En - -gnar hefur sýnt að hann býr yfir góðri kímnigáfu, og vafalaus gróði myndi það harmleik þessum ef gaman- sðmum atvikum og grátbros- legum persónum væri inn í hann fléttað á stöku stað, en skoplegt fólk hefur alltaf og alstaðar verið til og getur á sinn hátt brugðið skýru Ijósi yfir hin flóknustu vandamál. „Þeir koma í haust" er fyrsta leikrit Agnars Þórðar- sonar og gallar þess eðlilegir og auðskildir, en kostirnir bæði fleiri og stærri. Það er áhrifamikið og hugtækt verk þrátt fyrir allt og ¦ þrungið sannfæringarkrafti og hjarta- hlýju, unnið af listrænni kost- gæfni, skilningi og þekkingu og ber mjög af frumsmíðum íslenzkra leikskálda á síðari árum. Þjóðleikhúsið hefur gert leikritið vel úr garði. Sýning- in ber vott um árvekni og ná- kvæmni leikstjórans, Haralds Björnssonar, föst í sniðum og hefðbundin eins og efni standa til, og áherzla lögð á hin dramatísku átök í leiknum. Haraldur fer um leið með eitt hinna mestu hlutverka, krypplinginn og varmennið séra Steinþór, en hræðileg líkamslýti hafa eitrað sál hans og líf allt frá bernsku. Ætla mætti að óreyndu að leikur Haralds minnti eigi lítið á Klenow prófessor í „Þeim sterkasta", svo eðlis- skyldir og líkir eru þeir Stein- þór og áþekk saga beggja; en því fer fjarri. Séra Stein- þór er í öllu sjálfstæður ein- staklingur í meðförum Har- alds og leikurinn heilsteypt- ur sem bezt má verða, áhrifa- mikill en mjög látlaus og hóf- samur. — Varmenni af gerð Klenows eða Steinþórs hafa orðið eins konar sérgrein Har- alds Björnssonar; og er það ekki íslenzkri leiklist ærinn skaði að hann skuli aldrei hafa átt þess kost að leika Rikarð konung þriðja? Viðskipti Steinþórs presta og Þóru, hinnar unga og fögru höfðingjadóttur, eru veigamikill þáttur í leiknum. Herdís Þorvaldsdóttir leikur Þóru og vinnur ótvíræðan sig- ur. Það sópar að vísu ekki verulega að henni í hinum fyrri þáttum, en leikurinn er jafnan fágaður og traustur; og verulega átakanleg og til- þrifamikil er tíilkun hennar í lokin, þá er Þóra er nýstigin upp úr þungri legu, sýnilega hálfsturluð en þó með réttu ráði er á reynir, hún taiar í tómum líkingum og gátum og kemur loks fram langþráðum hefndum. I leik Herdísar birt- ist öll lyndiseinkunn og saga hinnar hart leiknu stúlku, hún er þóttafull kona og gífuð, orðhvöss, ástríðumikil, ti.'fmn- inganæm og ráðrík, og lætur ekki hlut sinn fyrir neinum. Helgi Skúlason er kornu"<g- ur leikari sem vakið h^fur eftirtekt í örsmáum hlutverk- um, og fær nú mikið við- fnngsefni í hendur í fyrta sinn, hann er hetjan Kolbé'ntr, talsmaður höfundarins s.nlfs. Leikur Helga er eftirminni- legur og verður allrar athygli, hanu gerir Ko^beinn að víg- reifum æsingamanni, orðhvöt- um, fljóthuga og nokkuð ó- styrkum á taugum, og verfiur að ætla að sú túlkun só í sam- ræmi við skUning höfundar og le'kstjóra; en aðra. leið h<^ði mátt fara að mlnum dcni. Gerfi Helga er ágætt, og m-íl- sníall er hann og auur hínn knn'esíasti þótt framsögiin sé ekki alltaf nógu hnitmið- uð og öru^s;, og hrevfin^ar hans ekki alltaf viðfeldnnr; en svo mikið lætur hinn ungi leikari að sér kveða á* á- nægia er á að horfa, þrótt og dirfsku skort;r hann sízt af öllu. Það er óhætt að spá Helga Siú'asvni góðrar fram- tíðar á sviðinu. Sýnu minna kveður að Jóni Aðils í gervi Eiríks bónda, en Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.