Þjóðviljinn - 09.01.1955, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.01.1955, Blaðsíða 8
B) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 9.. janúar 1955 A ímóttir MTSTJÓRl FRÍMANN HELGASON Er átbraðslustarfsemi íþróttaima vanrækt? Það hefur alltaf þótt líklegt ÍHl árangurs, að tala fyrir þeim tnálefnum sem menn hafa á- fcuga á og vilja að nái hugum" Og hjarta fólksins. Öll málefni Æ)g hugsjónir, hversu góðar og fcjáifsagðar sem þær eru, má &ldrei gefa eftir eða hætta að Hala fyrir né benda á nýjar leið- |r, ný viðhorf, því að ekkert J&tendur í stað, allt er breyting- |im undirorpið. Þetta 'er því fiauðsynlegra sem skiptari eru fckoðanir manna. Iþróttahreyf- |ngin er hér engin undantekn- Sng. Við sem tekið höfum ást- ífóstri við hana, álítum hana bolia og sjálfsagða. Svo eru Enargir sem telja hana yfirborðs- kennda, skaðlega, einstrengings- lega og einhæfa, og telja því fé (betur varið í annað sem til Ibennar rennur. Víð þennan hóp t>arf íþróttahreyfingin að vera í stöðugu andófi og fyrst og íre.nst sanna með starfi sínu að kenning hennar sé rétt. Svo er tiinn gífurlega stóri hópur sem lætur sig íþróttir einu gilda, VcJ! naumast af þeim. í flestum iilíeilum mun það svo að ef J>eim detta íþróttir í hug, þá miðast það við harðþjálfaða Iteppnismenn sem komast í iremstu röð. Fyrir þeirri til- tiugsun gefst fjöldinn upp og Sætur þessa keppni eiga sig og þar með félagsstarfið Ef til vill Vaeru þeir með ef sá andi hefði innleiðst að „vera með" án tillits ifcil þess hvort þeir hefðu mögu- Jeika til verðlauna eða vera í fcezta liði í sveitaíþróttum. Þótt við höldum því fram að sþróttirnar séu fyrir alla, þá er f>að rangt." Þær eru í dag fyrir tiltölulega fáa útvalda. Ef þær Væru fyrir alla hefðum við tnargfalt fleiri keppendur í hverri einustu keppni og þá um leið fcnargfalt fleiri í starfi. Það staf- 0r af því að leikformið og keppn- fn er ekki rétt upp byggt, það ér byggt upp fyrir fáa en ekki SJyrir fjöldann. Það er byggt fyrir íúrvalsmenn en ekki fyrir fjölda Enanna sem vilja líka leika sér i keppni, á þetta hefur oft verið bent hér á íþróttasíðunni. Á- ¦ stæðan er e. t. v. sú að þetta hefur ekki verið rétt túlkað af forustumönnum íþróttahreyfing- arinnar sleitulaust ár eftir ár. Siðastliðin 10—15 ár hefur íþróttahreyfingin líka átt í höggi við breyttar lífsvenjur unga fólksins og þá fyrst og fremst skemmtanalífið. En það á e. t. v. rót sina að rekja til aukins f.iár- magns sem fólkið hefur haft handa milli. Ungir irienn fá að því er virðist hressilegri útrás fyrir orku sína í frístundum við skemmtanir og glas en í leik með áhöld eða knetti. Okkar skoðún er að sú útrás, sem orka þeirra fær við iðkun íþrótta, sé karl- mannlegri, skemmtilegri ' og mannlegri en að leita til skemmtanalífsins og því sem þar er að fá. Enginn talar um að afneita hóflegum skemmtunum, en sameina þarf hvort tveggja svo að enginn bíði tjón. Þetta er hlutverk íþróttahreyf- ingarinnar, að fara í krafti ágæt- is síns inn á skemmtistaðina og án þess að unga fólkið viti um leiða bað inn í íþróttahúsin. Þau voru hálf t. d. hér í Reykja- vík í hitteðfyrra samkvæmt skýrslu ÍBR. Það þarf að leiða það út á leikvellina, þeim fjölg- ar svo að þeir þola mikla fjölg- un iðkenda. Hvað hefur íþróttaforustan svo gert til þess að svo geti orðið? Er þar átt við stjórn ÍSÍ (fram- kvæmdastjórn og sambandsráð) og sérsambönd. Hvernig hefur hið dásamlega útbreiðslutæki, útvarpið, verið notað á undan- förnum árum? Hvernig hafa dagblöð og tímarit verið notuð til stuðnings þessu máli? Hvað hefur verið gert fyrir atbeíria íþróttaforustunnar á sjálfum fé- lagsheimilunum sem vissulega er vettvangur? Hafa umburðarbréf með hug- vekjum um eðli og uppbyggingu íþróttahreyfingarinnar og til- gangi verið tíður póstur til for- ustumanna félaga, ráða og hér- aðsstjórna? Og hvað hefur verið gert til þess að taka á móti þeim fjölda sem sækir til íþróttahreyfingar- innar á unga aldri, að því er snertir leiðsögn og kennslu? Flestir munu, er þeir rann- saka gang þessara mála og framkvæmdir, viðurkenna að fremur lítið hefur verið fyrir þessi atriði gert í beinum aðgerð- um. Er nauðsynlegt að ekki sé eftir gefið í þessum atriðum en það hefur verið gert og því tími (il kominn að bæta úr og vinna íþróttunum meira fylgi en áður hefur verið gert. Verður reynt að draga þessi atriði nánar fram og sýna fram á að iítið hefur verið gert og þá um leið að benda á leiðir sem að gagni mættu koma. (Framhald). Þeir koma í haust Innanfélagsmót UMF Snæfells í Stykkishólmi Á innanfélagsmóti U.M.F. Snæfells í Stykkishólmi 29. des. s.l. náðist eftirfarandi árangur: Hástökk án atr.: Jón Pétursson 1.47 m Sig. Helgason 1.42 — Langstökk án atr..' Jón Pétursson 3.01 m Sig. Helgason 2.94 — Þrístökk án atr.: Jón Pétursson 9.07 m Sig. Helgason 8.37 Árangur Jóns í hástökkinu mun vera nýtt ísl. drengja- og unglingamet. Keppendur voru 6. 2 markwerðir EINS og menn muna fór rússneska knattspyrnuliðið Spartak til Englands á sl. hausti og keppti þar nokkra leiki, ma. við Arsenal á High- bury-leikvanginum í London. Myndirnar voru teknar á æf- ingu liðanna fyrir leikinn, sú til vinstri er af Mikael Pirajeff, markverði Spartak, en hin myndin er af Jack Kelsey, markverði Arsenal. Framhald af 7. síðu. þar er höfundinum um að kenna, ekki leikaranum. Þó að leikur Jóns virðist helzti daufgerður er hann hlutverk- inu trúr þegar á allt er litið, í meðförum hans er Eiríkur gervilegur maður, ríkur og valdamikill végna ættar og erfða, sérdrægur, hóglátur og í engu stórmenni. Arnbjörgu gömlu fóstru Þóru leikur Arn- dís Björnsdóttir og lýsir djúpri trúrækni hennar og móðurlegri umhyggju með miklum ágætum. Öðrum per- sónum bregður aðeins fyrir: Gestur Pálsson er aldurhníg- inn og virðulegur bóndi, Bald- vin Halldórsson kapellán og ber mjög skemmtilegt gervi, Bessi Bjarnason skoplega heimskur böðull og þjónn á biskupssetrinu, Klemenz Jóns- son hinn aumkvunarverði fé- lagi Kolbeins, Róbert Arn- finnsson gervilegur og lang- soltinn leiguliði, Hildur Kal- man umkomulaus og felmtr- uð vinnukona og Þorgrímur Einarsson gamall klerkur. Lárus Ingólfsson hefur gert búninga og leiktjöld, en vinn- ur tæplega nýja sigra að þessu sinni. Búningar hans eru smekklegir og fjölbreyttir að vanda og hver maður klædd- ur við sitt hæfi, og eflaust mjög í anda hinna löngu liðnu tíma. Skáli Eiríks bónda og hin hrörlega biskupsstofa eru gerð af vandvirkni og falla vel að efni leiksins. Um úti- sviðið í öðrum þætti gegnir ekki sama máli, því er ætlað * að birta hrikalega fegurð Grænlands á heiðum vordegi, en gerir það ekki; og stór- grýtið úr „Landinu gleymda" hefði að ósekju mátt missa sig- Gestir á frumsýningu hlýddu á leikinn með óskiptri athygli, og klöppuðu leikurum og leik- stjóra óspart lof í lófa, og að síðustu var höfundurinn kall- aður fram hvað eftir annað. Agnar Þórðarson hefur sýnt að hann er efnilegt leikskáld, við væntum þess að hann efli og þroski gáfur sínar og ekki líði á löngu áður en við sjáum nýtt leikrit frá hans hendi. Á. Hj, Útbreiðið Þjóðviljann Gleraugfiaverzlynin er flutt úr Lækjargötu 8 í Hafnarstræti 18 (beint á móti Helga Magnússyni & Co.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.