Þjóðviljinn - 12.01.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.01.1955, Blaðsíða 10
 biHitvt-w r Erich Maria REMABQEE: Að elsha ... ...og deyja * ^____________________________j 26. dagur . *y ' t-i - r pi r> -vtí>- - r Hann fann strætisvagninn. „Ferð þú til Werden?“ spurði hann vagnstjórann. „Já.“ „Fer lestin ekki lengra gegnum borgina?“ „Nei.“ „Hvers vegna ekki?“ „Af því að hún fer ekki lengra en þetta.“ Gráber virti vagnstjórann fyrir sér. Hann sá að til- gangslaust mundi að spyrja hann frekar. Hann gæfi honum' engin viðimandi svör. Hann steig upp í vagn- inn. í einu hominu var autt sæti. Það var orðið dimmt ■ úti. Hann gat aðeins greint eitthvað sem virtust vera nýir brautarteinar sem glitti á í rökkrinu. Þeir virtust ■ liggja beint inn í borgina. Lestin var þegar búin að ■ skipta um spor. Gráber þrýsti sér lengra inn í hornið. Ef til vill er þetta aðeins varúðarráðstöfun, hugsaði hann sannfæringarlaust. Strætisvagninn ók af stað. Hann var gamalt skrapa- tól og illgengur. Vélin hóstaði. Allmargir Mercédesbílar óku fram úr honum. í einum þeirra voru liðsforingjarn- ir; í tveim öðrum foringjar úr S.S. Fólkið í strætis- vagninum horfði á þá þjóta framhjá. Það sagði ekki neitt. Enginn mælti orð alla ferðina. Þó hló lítið bam og lék sér milli sætanna. Tveggja ára telpa, ljóshærð, ' með bláa slaufu í hárinu. Gráber sá fyrstu götumar. Þær voru óskemmdar. Hann andvarpaöi af feginleik. Vagninn skrölti áfram í nokkrar mínútur, nam síðan staðar. „Allir út.“ „Hvar erum við?“ spurði Gráber manninn sem næstur sat. „Bramschestrásse." „Förum við ekki lengra?" „Nei.“ Maðurinn fór út. Gráber fylgdi á eftir. „Ég er í leyfi,“ sagði hann. „í fyrsta skipti í tvö ár.“ Hann varð að segja einhverjum þetta. Maðurinn leit á hann. Hann var með nýtt ör á enninu og hann vantaði tvær framtennur. „Hvar áttu heima?“ „Hakenstrasse átján.“ „Er það í gömlu borginni?“ „Á rnörkunum. Út frá Luisenstrasse. Maður sér Katrínarkirkjuna þaðan“. : „Já —“ Maðurinn starði upp í dökkán himinihn. „Jæja — þú ratar.“ „Já, vissulega. Því gleymir maöur ekki.“ „Nei, það má nú segja. Góða ferð.“ "„Þakka fyrir.“ Gráber gekk eftir Bramschestrasse. Hann horfði á húsin. Þau voru heil. Hann horfði á gluggana. Hvergi sást ljós. Varúðarráðstafanir, hugsaði hann. Þótt heimskulegt væri, hafði hann ekki geri ráð fyrir því; hann hafði búizt við að borgin væri uppljómuð. Hann hefði átt að muna það frá síðustu heimsókn. Hann flýtti sér eftir götunni. Hann sá brauðsölubúð, sem ekk- ert brauö var í. í glugganum stóðu nokkur gerviblóm í glervasa. Næst var sælgætisverzlun; sýningarglugginn var fullur af pökkum; en það voru tómar öskjur. Því næst kom söðlasmiður. Gráber mundi eftir verzlun- inni.. Brúnn útstoppaður hestur stóð ævinlega í glugg- anum. Hann leit inn. Hesturinn stóð þama enn og fyrir framan hann gamli svart- og hvítflekkótti hundurinn, alveg eins og áður. Hann nam andartak staðar fyrir framan gluggann, sem var óbreyttur þrátt fyrir allt sem gerzt hafði undanfarin ár; svo gekk hann áfram. Allt í einu fannst honum sem hann væri kominn heim. „Gott kvöld,“ sagði hann við einhvem sem hann þekkti ekki og stóð í dyragætt skammt frá. „Gott kvöld,“ sagði maðurinn eftir stundarkom að baki hans. Gangstéttin bergmálaði undir stígvélum Gráber. Brátt gæti hann losnað við þennan þunga fótabúnað og farið í létta skó. Hann ætlaði að fara í heitt bað og fara í hreina skyrtu. Hann herti gönguna. Það var eins og gatan kæmi til móts við hann, eins og hún væri lif- andi eða rafmögnuð. Og þá fann hann allt í einu reykj- ariyktina. Hann nam staðar. Þetta var ekki úr reykháfi, ekki lykt af skógareldi; þetta var þefur af stórbruna. Hann leit í kringinn sig. Húsin voru óskemmd. Þökin voru ekki brunnin. Himininn að baki þeim var dimmblár og við- áttumikill. Hann gekk áfram. Gatan endaði í litlu torgi með blómabeðum. Brunalyktin varð sterkari. Það var eins og ■ Auglýsmg ■ /. ■ j • Samkvæmt kröfu borgarstjórans í Reykjavík [ f.h. bæjarsjóðs og að undangengnum úrskurði j verða lögtök látin fgra fram fyrir ógreiddum brunabótaiðgjöldum, sem féllu í gjalddaga á ár- j inu 1954, að átta dögum liðnum frá birtingu j þessarar auglýsingar. ■ Borgarfógetinn í Reykjavík, 10. jan. 1955 \ Kr. Kristjánsson | Félag ísl. hljóðffæraleikara FRAMHALDSFUNDUR verður haldinn 1 V.R., Vonarstræti 4, 3. hæð, í dag kl. 1.30 síðdegis. ■ ■ Stjómin ■ ■ ■ «■••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■•■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■< ••*■■■■■■■■■■«■•■■■■■■■■■■■■■■■•■•■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■ a ■ ■ Stofa eða rámgott herbergi ■ j með sérinngangi óskast til leigu strax. Til mála j gætu komið 2 lítil herbergi. Upplýsingar í síma 7373. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■•■■■»■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■ ,,Barnaföt" handa fuílorSnu Buxur og sokkar í einu lagi hafa þekkst handa bömum í 'fjötda mörg ár. En nú er gert ráð fyrir að fullorðnar konur hafi þörf fyrir klæðnað af þessu tagi, sem enn hefur ekki hlotið íslenzkt nafn. Þessi nýi búningur er gerð- ur úr krepnælon og sameinar styrkleika, hlýju og þægindi. Voru flíkur þessar fram- leiddar handa ballettdansmeyj- um, en kostir þeirra gerðu það að yerkum að talið var líklegt að allar konur hefðu not fyrir þetta sem vetrarbún- ing. Þessar flíkur munu vera ný- komnar á markaðinn hér heima. Verðið mun vera um það bil 175 krónur, en ef til vill á það eftir að lækka. Teeggið er ekki sem verst Tedrykkjumenn halda þvi fram að ekki komi rétt bragð af teinu ef það sé búið til með teeggi, en fyrir einhleyp- inga er teeggið samt sem áð- ur þægilég lausn. Það er mik- ilsvert að fá egg úr máími sem ekki gefur bragð. Því mið- ur eru margir framleiðendur kærulausir í þessu tilliti og það hafa verið á boðstólum eggsiur sem andstyggilegt bragð er af. Ef ekkert óbragð kemur af málminum þarf mað- ur að muna að stinga egginu með laufunum í niður í sjóð- Glens og gaman Ekkert er eins gott og kát- ína. Eg elska alla sem syngjæ við verk sitt. Yður hlýtur þá að þykja. mjög vænt um moskítóflugur. =SS5= Læknirinn: Maðurinn yðar er aftur lakari í dag — fer hann ’kannski ékki nákvæmlega eft- ir matarseðlinum sem ég gaf honum. * Frúin: Nei, hann er ófáan- legur til þess. Hann segir að hann kæri sig ekkert um að svelta sig í hel til þess eins að lifa fáeinum árum lengur en ella. =5S5=bi Þér segist elska friðinn, og þó hentuð þér steini í höfuðið á manninum. Hann var líka friðsamur eftir það. Brúðguminn: Jæja: vina mín, nú þegar við erum gift, skul- um við tala nánar um okkar mál: hvort viltu heldur vera forseti eða varaforseti á heim- ilinu ? Brúðurinn: Hvorugt, ljúfling- urinn minn. En ég skal taka að mér gjaldkerastarfið. =ssas=> Tengdamóðir (við tengdason að garðyrkjustörfum): Og vertu nú varkár, og passaðu þig að skera ekki veslings ormana í sundur. Mundu að þeir hugsa og finna til ekki síður en þú. andi vatn andartak áður en það er sett niður í bollann og vatni hellt á það þar. Gamlir sokkar á sói- tjöldin Sóltjöld vilja safna í sig ryki og það er leiðinlegt og hvim- leitt verk að þurrka þau. En reynið að taka gamla, marg- þvegna ullarsokka, stingið höndunum í þá og strjúkið þeim yfir tjöldin. Það er miklu hægara en að nota afþurrkun- arklút. En sokkarnir þurfa að vera alveg hreinir og uliar- sokkar eru allra beztir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.