Þjóðviljinn - 16.01.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.01.1955, Blaðsíða 6
1 i y vH J \,«f ‘1í;.Lr/;v3f .01' 6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 16. janúar 1655 llJÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýííu — Sósíaiistaflokkurinn. Rltatjórar: Magnús Kjartansson, SigurÓur Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Ejarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, GuB- rnundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustlg 19. — Simi 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöíuverð 1 kr. eintakið. Prentsmlðja Þjóðviljans h.f. : Frosthörktirnar og fólkið í herskálunum Aldrei verður það átakanlegra og ljósara en þegar langvar- ] aiudi frost og harðindi ganga yfir hve óforsvaranlegt það er : af stjómarvöldum ríkis og bæjar að láta ár eftir ár líða svo að j ekki séu gerðar skipulegar og raunhæfar ráðstafanir til að j byggja mannsæmandi íbúðir fyrir þær þúsundir manna sem j hafast við í herskálunum. Það var í sjálfu sér mikil skammsýni að ábyrgir aðilar skyldu j nolckumtíma láta sér koma til hugar að vísa húsnæðislausu j ■ fólki, og þá fyrst og fremst barnafjölskyldum, á herskálana j sem íbúðarhúsnæði. Þessar bráðhbirgðabyggingar brezku og, j smerísku hermannanna sem dvöldu hér á stríðsárunum voru á: j engan hátt við það miðaðar að frágangi eða gerð að verða árum j og jafnvel áratugum saman íbúðarhúsnæði fyrir íslenzkar .f jöl- j skyldur og sízt af öllu fyrir veilt fólk, börn og gamalmenni, ■ j eins og raunin hefur orðið'í fjölmörgum tilfellum. Hitt er þó enn verra og sýnir furðulegt skilningsleysi valdhaf-1 : | a anna að komið skuli á annan áratug síðan herskálarnir voru j teknir til íbúðar og að ibúum þeirra hefur sífellt farið fjölgandi j á þessum árum. Orsakanna er að leita í byggingabanninu sem j komið var á af flokkum marsjallstefnunnar, og síðan skörð j , a voru brotin í bannmúrinn.í algjöru skeytingarleysi og athafna- j Jeysi stjórnarvaldanna, bæði ríkisstjómar og bæjai-stjómar- j meirihluta Reykjavíkur. Allar tillöghr um raunhæfar ráðstaf- j ■ onir til útrýmingar herskálanna hafa verið felldar ár eftir ár j ' af þingliði stjórnarflokkanna og íhaldsmeirihlutanum í bæjar- j . etjórn. FJini votturinn um aðgerðir, þótt í alltof smáum stíl sé, er j bygging þeirra raðhúsa sem nú er yfirstandandi. En sá hængur, j er á þeim framkvæmdum að alltof seint er í þær ráðist og íbúð-; j arar svo.fáar að það mun taka ár ef ekki áratugi að útrýma • herskálaíbúðunum með þeim hraða sem fyrirhugaður er í bygg- j ingu þessara íbúða. Hér er brýn þörf á algjörri stefnubreytingu. Stjórnarvöld ■ ríkis og bæjar verða að hefjast sameiginlega handa um út- j rýmingu herskálanna með miklu stærra átaki en fvrirhugað er j rni í byggingu íbúða yfir þær ca. þrjár þúsundir manna, sem nú : eru neyddar til að búa í þessum köldu og þægindasnauðu vist- j arverum. En eins og sakir standa verður mönnum næst að hugsa til ■ þess aðbúnaðar sem fólkið í herskálunum býr við nú í vetrar- j hörkunum, þegar það á fullt í fangi með að halda íbúðunum j svo hlýjum, þótt kynt sé dag og nótt, að líft sé innan dyra ■ ■ Heilsa barnanna, gamalmennanna og þess fólks sem lasburða er, • er í augljósum voða. Herskálamir eru ekki íbúðarhæfir undir j venjulegum tíðarfarskringumstæðum, hvað þá þegar langvarandi j írostkafli gengur yfir eins og nú. Þá eru þessar ,,íbúðir“ hreinn ■ ■ voði fyrir líf og heilsu fólksins sem þangað hefur verið vísað j af bæjaryfirvöldunum. j í herskálunum býr fjöldi fólks, sem hefur óvissar og rýrar j a tekjur, ekkjur og einstæðar mæður með börn, heilsuveilt fólk ■ ig gamalmenni sem fáa eiga að. Þetta fólk hefur takmarkaða j í'járhagslega möguleika til að kaupa nægilegt eldsneyti í lang- j varandi kuldakafla þegar aldrei má slaka á kyndingunni og.næg- ■ " ir þó varla til þótt eldsneyti sé hvergi sparað. íbúar herskálanna eru þangað komnir fyrir aðgerðir stjórn- j arvaldanna og eiga því fullan rétt á allri þeirri hjálp, sem sam- j félagið getur látið í té. Það er því skylda bæjarins £ið fylgjast ■ vel með ástandinu á heimilum herskálabúanna og gæta þess að i j veita alla þá aðstoð sem þörf er á. Enga fjölskyldu eða ein- j stakling í herskálaíbúð má skorta kol eða olíu til upphitunar j vegna þess að peningana vanti. Þessa ber bæjaryfirvöldunum : að gæta og hlaupa undir bagga þar sem nauðsyn ber til. Ibúar herskálanna ættu að minnast þess að þeir eiga allan j fjðferðUegan rétt á aðstoð undir kringumstæðum eins og þeim ■ sem nú eru. Það er engin ölmusa að taka við aðstoð tU að halda j lifi í sér og sínum þegar samfélagið dæmir menn til þeirrar út- j legðar sem flest í þvi að vísa á herskálana sem mannabústaði. ■ Fjárhagsaðstoð og önnur hjálp undir slíkum kringumstæðum : er aðeins lítil yfirbót fyrir þær misgerðir gagnvart fólkinu sem j 5 því felst að neyða það til að hafast við í húsnæði sem er j heiHuspillandi og óforsvaranlegt í alla staði. •„ Lengi lifi stóri sammngurinn Fyrir skömmu voru tveir íslendingar, nlmlega tvítug- ír, Ingvar Diðrik Júníusson og Haukur Sigurjónsson, dæmdir af Hæstarétti í þriggja 0g fjögurra mán- aða fangelsi. Þeir höfðu um skeið gegnt mjög mikilvæg- um störfum í þágu varnar- liðsins og þar með vest- rænnar menningar og frels- is, lagt sig í framkróka til þess að sinna þeim sem bezt og náð mjög viðtæk- um árangri. Bækistöð sína höfðu þeir í litlu herbergi við Leifsgötu, en þangað buðu þeir veradurum sem þeir leituðu uppi á strætum og gatnamótum eða í menn- ingarstöðvum þeim sem ráðamenn bæjarins láta kaupsýslumönnum eftir að starfrækja. I herberginu biðu þeirra íslenzkar stúlk- ur, 16—21 árs að aldri, og gátu hermennirnir valið úr, en að samningum loknum fengu æskumennirnir greiðslu fyrir meðalgöngu sína í peningum, áfengi og tóbaki. Stóð starfsemi þessi með miklum blóma mánuð- um saman, þar til nágrann- ar kærðu það ónæði sem af henni hlauzt og lögreglan komst að þeirri niðurstöðu að ungmennin hefðu brotið þá grein hegningarlaga sem bannar að menn geri sér lauslæti annarra að féþúfu. □ Sama daginn og fréttist um dóm Hæstaréttar í ináli þessu Var efnt til mikillar hátíðár í aðalstöðvum varn- arliðsins á Keflavíkurflug- velli. Voru þar mættir æðstu menn þjóðarinnar inn- lendir og erlendir, utaarík- isráðherra, sendiherra Banda ríkjanna, virðulcgir embætt- ismenn, yfirhershöfðingi varnarliðsins, verktakar og verkfræðingar, og auk þess var blaðamönnum boðið svo að landslýðurinn fengi sem gleggstar fréttir af öllu saman. Ráðamennirnir voru með mjög hýrri há, eftir- væntingarfullir og g'aðir, því tilefni mannfagnaðarins var það að náðst hafði mjög „mikilvægur árangur af bættri skipan varaarmál- anna“ eins og blað varnar- málaráðherrans komst að orði. Og blaðið hnykkti enn frekar á; þetta var „sögu- legur atburður," þannig að þess má vænta að 10. jan- úar 1955 verði minnzt um ókomin ár og um hann verði fjallað í kennslubókum og íslandssögum. Þennan dag var sem sé setzt við borð og í fyrsta skipti undirrit- aður verksamningur milli ís- lenzkra atvinnurekenda og hemámsliðsins án milli- göngu erlendra aðalverk- taka. n Þessi sögulegi. atburður átti sér að sjálfsögðu lang- an aðdraganda, árangr- inum var n.áð eftir þraut- seiga og markvissa baiáttu. Eins og menn minnast höfðu verndararnir í fyrstu heldur illan bifur á þeim vernduðu og treystu þeim einna helzt til að sópa gólf. En brátt kom að því að ís- lenzkum hugsjónamönnum fannst hlutur þjóðar sinnar of smár í þessu samstarfi; þeir settu sér það mark að vinna íslendinga í álit hjá Bandaríkjamönnum, sanna að ekkert það starf væri til sem íslendingar væru ekki fúsir til að vinna. Helzti forvígismaður þessarar stefnu' er Kristinn Guð- mundsson utanríkisráðherra, og í valdatíð hans hefur þróunin orðið mjög ör. Is- lendingar hafa verið þjálfað- ir til hvers kyns þjónustu- starfa í þágu hins erlenda liðs, valdir hópar hafa ver- ið sendir til Bandaríkjanna til að fullnuma sig og þeir hafa fengið þann vitnisburð að þeir væru bæði námfúsir og viljugir.' Og loks var markinu náð á mánudaginn var, íslenzkir aðalverktak- ar skrifuðu milliliðalaust undir stóra samninginn við hemámsliðið, en það táknar að gróðinn rennur alluh til innborinna athafnamanna — 50% til Framsóknar- flokksins og 50% til Sjálf- stæðisflokksins. Þannig upp- skera menn að lokum laun erfiðis síns, og það er ekki að undra þótt Morgun- blaðið segi þannig frá: „Gústaf E. Pálsson kvað ís- lenzka verkfræðinga stolta af þeirri viðurkenningu, sem þeir í dag hefðu hlotið með því að þeir skrifuðu í fyrsta sinn undir samning um framkvæmdir án milliliðs." Og er nokkur tilfinning jafn ánægju’eg og hið sanna stolt fyrir hönd stéttar sinnar og þjóðar. □ Á myndum þeim sem birt- ar voru frá athöfninni sjást stoltir menn, en hreyknast- ur og brosmildastur þeirra allra er þó Muccio, sendi- herra Bandaríkjanna. Muccio þessi hiaut sem kunnugt er heimsfrægð fyrir þátt sinn i Kóreustyrjöldinni, og að sögn bandarískra blaða var hann einmitt sendur hingað til íslands vegna þeirra á- gætu afreka. Hér hefur hann þegar komizt að raun um að íslenzkir ráðamemi era ekki síður liprir og blíðir í sam- starfi en vinimir í Suður- kóreu. Og auðvitað er hann feginn því að þeir inn- bornu gegni sem flestum þjónustustörfum í þágu her- námsliðsins af trúmennsku og hollustu, og þeim er ekki of gott að fá hæfilega umb- un í staðinn. Það eitt skort- ir á í samanburði við Suð- urkóreu að hér er enginn innlendur her til þess að deyja fyrir frelsið og lýð- ræðið og menninguna, en það stendur auðvitað til bóta. Og á meðan er sjálf- sagt að gleðjast yfir því sem áunnizt hefur. Og hinir stoltu verkfræðingar sýndu sendiherranum fyrri fram- kvæmdir á vellinum, þar á • ■■■aar ■■■■■■■■•■■■■•■ ,■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■: meðal stærsta hús á Islandi, ■ en það er 570 metrar á ■ lengd og 12.500 fermetrar ■ að flatarmáli. Stálið í húsið • vóg 3.200 tonn og kostaði 10 j milljónir króna, en ein sam- i an hnoðin í grindina vógu j 40 tonn. Morgunblaðið skýr- j ir svo frá í frétt sinni að : allir íbúar Reykjavíkur geti : rúmazt í liúsinu í senn, en : flýtir sér þó að taka fram ■ að því sé ekki ætlað að af- ; nema húsnæðis8kortinn í j einu vetfangi, heldur eigi j það að hýsa sex árásarflug- ■ vélar af stærstu gerð. Og ■ auðvitað eru árásarflugvél- • ar mikilvægari fyrir vest- j ræna menningu en nokkrir j innbornir húsnæðisleysingj- j ar, og þeir menn mega vera j sælir og stoltir sem selja : framtak sitt og þekkingu j til slíkra verka —• auk þess : sem þeir fá það vel borgað. .□ j Þannig var hinn sögulegi j atburður mjög svo ánægju- j legur og eftirminnilegur. En j þó var eitt sem á skorti; ■ það hafði láðst að bjóða j heiðursgestunum. Þarna j hefðu átt að yera fremstir j í flokki hinir framtaksömu j æskumenn, Ingvar Diðrik j Júníusson og Haukur Sig- : urjónsson, ásamt aðstoðar- : stúlkum sínum, 16—21 árs : að aldri. Þeir eru fyrstu að- : alverktakar á Islandi, gerðu : á undan öllum öðrum samn- inga við hernámsliðið án milligöngu erlendra aðal- ■ verktaka, seldu því þekk- « ingu sína og framtak. Og ■ ekki er annars getið en að ■ þeir hafi leyst störf sín af höndum af sömu lipurð og j samvizkusemi og hinir sem j eru að byggja stóra húáið j á Keflavíkurflugvelli. Starf- j semi þeirra í litla herberg- j inu við Leifsgötu varð her- £ námsliðinu sönnun þess að ; Islendingar eru fúsir til hvers kyns þjónustu, og ein- ■ mitt þess vegna var stóri j samningurinn undirritaður á j mánudaginn var. Það er j vægast sagt hneyksli að ■ þessir dugmiklu forustu- j menn skuli dæmdir í fang- j elsi á sama tíma og hinir j sem fylgja fordæmi þeirra á j öðrum sviðum eru auglýstir j og vegsamaðir í blöðum. j Það er einber hræsni að j vitna til þess að bannað sé j með lögum að gera sér laus- j læti annarra að féþúfu; hví j skyldi það vera saknæmara : en að hagnast með hlið- ; stæðu móti á hernámi þjóð- £ ar sinnar? Þetta ranglæti j skyggir svo mjög á hinn j sögulega atburð á mánudag- j inn var að ekki verður við j unað. Og takist ekki að fá j æskumennina náðaða, er j þess þó að vænta að hinir j löggiltu Islenzku aðalverk- j takar biði þeirra úti fyrir j fangelsisdyrum í fyllingu j tímans með blómvendi og £ önnur tákn hollustu og 5 virðingar og bjóði þá j velkomna í sinn hóp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.