Þjóðviljinn - 16.01.1955, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.01.1955, Blaðsíða 8
8)’ •— ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 16. janúar 1955 A ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI. FRÍMANN HELGASON - ■■■■ - ' — ~T ■ Hverfakeppnin heldur áfram í kvöld Á fimmtudaginn hófst hverfa- keppni Reykjavíkur, og kepptu fyrst kvennaflokkar úthverfa og Austurbæjar og fóru leikar svo að Austurbær vann 14:11. Þó úthverfin gerðu fyrsta markið þá voruy Austurbæjarstúlkurn- ar sterkari og skotharðari, enda stóðu leikar svo um tíma að Austurbæjarstúlkurnar höfðu 3:2 yfir. En úthverfin hertu sig og minnkuðu bilið en þ^ð var aldrei nóg til að ógna Austurbæ. Ekki virtust stúlkurnar í fullri þjálfun, sendingar ekki öruggar. Næsti leikur var milli Langholts- Voga og Bústaðahverfa og Aust- urb’æjar og lauk honum með 35:25, sigri fyrir L.V.B.Var leikur þeirra líflegastur og jafnharð- astur þetta kvöld. Þeir áttu lika ágæta skotmenn. Manni virtust einstaklingar Austurbæjar ekki lakari en þeir féllu ekki eins Úls'ála Útsala Á morgun byrjar útsala og stendur 1 5 daga. — Flestar vörur .verzlunarinnar verða seldar með miklum afslætti, svo sem smábarnafatnaður á mjög lágn verði, ullargarn á 5,00 hespan, áður 8,00; gardínuefni 27,70 m, áður 42,50; gardínuefni 18,50 ni, áður 29,80; gardínuefni 10,00 m, áður 22,50; svart ullarflauel 69,00 m, áður 87,50; sirs á 5,00 m o.m.fi. GERIÐ SVO VEL OG LÍTIÐ INN HRÍSLAN, Bergstaðastræti 33. Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík heldur fund mánudaginn 17. janúar kl. 8.30 í Sjálfstæðishúsinu. TIL SKEMMTUNAR: Kvennakór syngur. — Upplestur, Benedikt Árna- son leikari. — Kvikmynd. — Dansað til kl. 1. Fjölmennið. STJÓRNIN. Menningartengsl íslands og Ráðstjórnarríkja Fundur og kvikmyndasýning í Stjörnubíói í dag klukkan 2.30 Dr. Guðni Jónsson; Ferðaþætiir írá Sovétríkjunum Frumsýnd rússnesk kvikmynd frá ferðalagi íslenzku menntamannanefndarinnar um Sovétríkin síðastliðið sumar — Islenzkar skýringar við myndina — Þorvaldur Þórarinsson segir frá þingi fransk-sovézka menn- ingarfélagsins í París. FRÉTTAMYND Stjóm MIB saman í leiknum, sérstaklega ekki í sókn. Síðasti leikurinn var svo milli Vesturbæjar og Hlíða, Túna og Teiga. Vann Vesturbær eftir all- jafnan leik á köflum og tvísýnan en Vesturbæingar áttu lokasprett- inn. í hálfleik stóðu leikar 13:37 fj'rir Vesturbæ, en í byrjun síðari hálfleiks gera H.T.T. menn 6 mörk í röð og jafna. Síðari hluta leiksins höfðu Vesturbæingar svo forustuna og leiknum lýkur með 6 marka mun. Leikurinn byrjaði í meiri hraða en liðin réðu við svo skipulag naut sín ekki en þeir róuðust er á leið. Eftir þessa fyrstu tvo leiki finnst manni að höfuðorustan muni standa milli L.V.B. og Vestur- bæjar í karlaflokkunum, en í handknattleik getur margt skeð. Því miður varð að fresta leikj- um á föstudag vegna truflunar á hitakerfi Háiogalandshússins. Verði húsið komið í lag í í kvöld er ætlunin að leikir föstu- dagsins fari fram í kvöld. ■ iiiuiMiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiaimiiiiiiiniiM S óld æ g ur Framhald af 7. síðu. því miður er ekki útilokað að vegna erfiðleíka með farkost verði að takmarka eitthvað tölu þátttakenda. Sem betur fer er þetta ennþá aðeins möguleiki, og við munum gera allt til að ryðja honum úr vegi. Sennilega verður farið með skipi héðan til Gdynia; er það nær sex daga ferð. Svo er verið að athuga möguleika á því að fá flugvélar til baka, en það svífur allt í lausu Jofti enn sem komið er. Þátttökugjald verður endanlega ákveðið þessa dagana. Mun það að öllum líkindum verða rösk- lega 4000 krónur. • Að dansa og syngja Hvernig verður þátttöku okk- ar í sjálfu mótinu hagað? Sennilega með svipuðum hætti og í Búkarest: við send- um kór og dansflokk og komum upp sýningu, o. s. frv. En góð- ur tími er enn til stefnu, og er ekki ólíklegt að einhverjar góð- ar hugmyndir um framlag okk- ar til dagskrárinnar komi fram. Áhugi er allmikill fyrir þátt- töku í íþróttum. Hefur til dæm- is lið frá knattspyrnufélaginu Þrótti þegar tilkynnt þátttöku sína. — Vil ég þá í þessu sam- bandi minna menn á að til- kynna þátttöku sína hið bráð- asta, ekki sízt með' tilliti til hugsanlegra erfiðleika á útveg- un farkosts, eins og að var vik- ið. Fyrst um sinn tekur Eiður Bergmann, afgreiðslumaður Þjóðviljans, Skólavörðustig 19, við þátttökutilkynningum. — Þau koma frá öllum álfum og flestum löndum: hvít, svört, gul, brún, til hinnar miklu veizlu vináttunnar — syngja saman, dansa saman, hlusta saman, tala saman, dveljast saman. Það verða sóldægur. B. B. Tilboð óskast í JEPPABIFREIÐAR, er verða til sýnis hjá Ara- stöðinni við Háteigsveg þriðjudaginn 18. þ.m. frá kl. 10 til 3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri sama dag kl. 4. Sala setuliðseigjia ríkisins. Innlánsdeild tekur á móti sparifé til ávöxtunar Innlánsvextir eru háir ItUGSMENN, stuðlið að efliagu féUgsins með því að ávaxta fé yðar I eigin fyrirtæki. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis Skrifstofa Skólavörðnstíg 12. Afgreiðslutími alla virka daga frá kl. 9—12 og 13—17, nema laugardaga kl. 9 f.h. — kl. 12. ÆFB ÆFR Nýársfagnaður í Skátaheimilinu í kvöld sunnudaginn 16. febrúar, klukkan 8.30. Dagskrá: 1) Frásögn frá Austurþýzkalandi: Bjarni Benediktsson 2) Erindi: Hendrík Ottóson. 3) Kirkjugangan í Osló; Jóhannes Jónsson. 4) Karl Guðmundsson leikari skemmtir. 5) öskubuskur syngja. DANS — GK-tríóið leikur Félagar geta sótt aðgöngumiða fyrir sig og gesti sína á skrifstofu ÆFR í dag klukkan 2—7. V Skemmtinefndln.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.