Þjóðviljinn - 19.01.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.01.1955, Blaðsíða 4
>M!1 4) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 19. janúar 1955 1 s jónn a n n a f é I a ga n n a yjum tilhækkunar á fiskverði Sjóinannafélögin Vcst- mannaeyjum hafa látið pventa kröfur sínar á liend- ui* útgerðarmönnum og g.'3'nargerð fyrir þeim. Fer yiirlýsing þeirra hér á eftir: Ástæðan til þess, að sjómenn hafa sagt upp samningi um fiskverð, er fyrst og fremst sú, að þeir telja að þeim beri sama verð fyrir aflahlut sinn og út- gerðarmaður fær fyrir báts- hlutinn. Til þess að ná þessu marki nú, telja sjómenn að um tvær leiðir sé að velja. í íyrsta lagi: Sjómenn og útgerðarmenn taki sameiginlega upp samn- inga við hraðfrystihúsaéigend- ur hér, um að þeir kaupi afl- ann af bátunum á því verði, sem áætlað er að fyrir fiskinn fáist með öllu bátagjaldeyris- álaginu, enda verði þá báta- gjaldeyririnn að fullu eign fisk- kaupandans. Hlutur sjómanna verði svo reiknaður úr því verði. Þessa leið teljum við f. h. sjómanna, eðlilegasta og hag- kvæmasta báðum aðilum, sjö- mönnum og útgerðarmönnum, og viljum því leggja sérstaka á- herzlu á að slík samningagerð við hraðfrystihúsaeigendur verði reynd til hlítar. í öðru lagi: Ef útgerðarmenn telja ekki fært að gera slíka samninga við fiskkaupendur, eða þeir vilja ekki af einhverjum ástæðum afselja sinn hluta bátagjaldeyr- isfríðindanna, er ekki um aðra leið að velja fyrir hlutasjó- menn en að krefja útgerðar- menn um fulla greiðslu á áætl- uðum gj aldeyrisuppbótum af sínum aflahlut. Ef þá leið verður að fara í þessari samningagerð, er krafa sjómanna sú, að fiskverðið hækki til þeirra úr kr. 1.22 í kr. 1.38 pr. kg. af þorski, og aðrar fisktegundir í hlutfalli við það. Greinargerð: Samninganefnd sjómannafé- laganna telur nauðsynlegt að kynna almenningi í bænum þær kröfur sem hún hefur lagt fram f. h. sjómanna í yfirstandandi samningagerð um fiskverðið og rökstyðja þær með nokkrum orðum, til þess að fyrirbyggja allar missagnir um þær. Eins og ofanskráðar kröfur bera með sér, leggjum við fyrst og fremst áherzlu á, að sjómenn og útgerðarmenn semji sameig- inlega um fiskverðið við fisk- kaupendur. Það er^staðreynd, að rekstur hraðfiystihúsa hér er mjög arð- vænlegur og orkar ekki tvímæl- is að sá rekstur þolir það mikið betur að bíða eftir gjaldeyris- uppbótunum, heldur en ein- stakir útgerðarmenn, og þá sér- staklega þegar þessum gjald- eyriseigendum er mismunað á þann veg að hraðfrystihúsaeig- endur geta fengið lán út á væntanlega bátagjaldeyrisupp- bót sína í bönkunum en útgerð- armenn ekki. Við vitum, að það hefur vissa erfiðleika í för með sér fyrir útgerðarmenn, að þurfa að bíða eftir greiðslum á veru- legum hluta af andvirði aflans, jafnvel svo árum skiptir og vilj- um því nú og ávallt standa við hlið þeirra í þeim aðgerðum, sem árangursríkastar mega teljast til þess að koma þeim verzlunarháttum á heilbrigðan grundvöll, í vissunni um það, að þar fari saraan hagsmunir beggja, sjómanna og útgerðar- manna. Hinsvegar munum við aldrei viðurkenna, að útgerðin eigi að geta rétt hlut sinn gegn óheil- brigðum verzlunarháttum með því að draga sér einhvern hluta af andvirði þess fiskjar, sem sjómenn eiga. Ef útgerðarmenn vilja ekki fara þá leið að semja, ásamt sjómönnum við hraðfrystihúsa- eigendur um fiskverðið, verða hlutasjómenn að krefja útgerð- ina um fullt verð fyrir aflahlut sinn. Sú krafa um verð (1.38) sem hér er sett fram, er gerð að ýt- arlega athuguðu máli og byggist á þeim óvéfengjanlegu upplýs- ingum, sem fyrir hendi eru um fiskverð, víða um land, þar sem fiskkaupendur hafa keypt fisk- inn með öllu bátagjaldeyris- álaginu á s. 1. ári, en þá hefur verðið verið kr. 1.35 til 1.40 pr. kg. af þorski. Að endingu viljum við taka fram, að allar samningsaðgerð- ir sjómanna byggjast á þeim viðurkenndu sannindum, að kaup hlutamannsins sé fyrst og fremst hluti hans af afla báts- ins og því beri honum að fá fullt andvirði þess fiskjar, sem er óumdeilanlega hans eign. Vestmannaeyjum 11. jan. 1955. Samninganefnd Sjómanna- félagsins Jötunn og Vélstjóra- félags Vestmannaeyja. Sigurður Stefánsson. Steingrímur Arnar, Jónas Guðmundsson, Alfreð Einarsson. Vegna ummæla útvarps og blaða tun verkfall hér, skal það tekið fram að sjómannafélögin liafa ekki lýst yfir neinni vinnu- stöðvun, enda gildir samningur- inn um fiskverð til mánaða- móta. <s>- Athugasemd frá Sjúkra- samlagi Reykjavíkur f Alþýðublaðinu þ. 12. þ.m. er svo frá skýrt, að læknar hafi með nýjum samningi við Sjúkrasamlag Reykjavíkur fengið 10% kauphækkun, svo og að þessi kauphækkun sé aðalorsök þess að iðgjöld til samlagsins hafi hækkað. Hér er hallað réttu máli, enda leitaði blaðið ekki upp- lýsinga um þetta hjá samlag- inu. Það er rétt að samkvæmt bráðabirgðasamkomulagi við Læknafélag Reykjavíkur, hækka greiðslur samlagsins til lækna frá s. 1. áramótum um milli 10% og 11%. Með því er ekki sagt að raunveruleg kauphækkun sé svo mikil, enda byggist hækkun greiðsl- anna að talsverðu leyti á aukn- um reksturskostnaði lækna. Til þess að mæta þeirri hækkun, sem læknarnir hafa fengið, hefði hinsvegar verið nóg að hækka iðgjöld sam- lagsins um eina krónu á mán- uði í stað þeirra 3 kr. hækk- unar, sem ákveðin var. Það er því fjarri lagi, að hækkun miMnn Ihaldsmeirihlutanum boðin braggagisting — Ekki ivanþekking, heldur eitthvað verra — Ánægjulegt útvarpsleikrit. Meira aí slíku BRAGGABÚI spyr: „Væri •ekki ráð að koma því til leiðar að íhaldsmeirihlutinn í bæjarstjórn gisti svo sem eina nótt í bragga um þess- ar mundir ? Eg er sannfærð- ur um að braggabúar veittu honum fúslega húsaskjól með því að þrengja að sér á með- an. Eftir sMka nótt væri ekki ólíklegt að hendur meirihlut- ans hreyfðust öðruvísi næst þegar einhver hagsmunamál braggabúa ber á góma í bæj- arstjórn". / í>ETTA er skynsamleg tillaga frá braggabúa, en þó er trú- legt að meirihlutinn myndi alls ekki kæra sig um að jgista nótt í bragga, því að elcki þarf að kenna því um að hann viti ekki hvemig vist- arverur braggamir em, og er það verst af öllu. Ef einni saman vanþekkingu væri um að kenna gæti slík nótt ef til vill breytt afstöðu meirihlut- ans í hagsmunamálum bragga- búa, en þarna er það áreiðan- lega ekki vanþekkingin sem ræður, heldur eitthvað miklu verra. En tillögu braggabúa er hérmeð komið á framfæri. HLUSTANDI skrifar: „Ég sá ekki eftir að vera heima á sunnudagskvöldið og hlusta á útvarpsleikrit Halldórs Stef- ánssonar. Það var hin bezta skemmtun. 1 upphafi hugsaði maður: þetta er ágæt hug- mynd en tekst honum að gera sér mat úr henni, svo að allir megi vel við una? Og það kom á daginn að tilraunin heppnaðist með ágætum vel. Leikritið var fullt af fyndni og skemmtilegheitum og leik- endur stóðu sig með prýði. íslenzkir rithöfundar ættu að gera meira að því að senda útvarpinu leikrit til flutnings, því að venjulegast hafa þau fallið áheyrendum vel í geð, og manni er alltaf ánægja að því að hlusta á íslenzka fram- leiðslu, þegar hún tekst vel. Og ungum rithöfundum ætti útvarpið að vera kærkominn vettvangur, því að það getur náð til allra landsmanna og gegnum það gefst þeim tæki- færi til að- koma framleiðslu sinni fyrir almenningseyru, vel að merkja ef hún finnur náð hjá yfirmönnum stofnun- arinnar. En við hlustendur viljum gjarnan fá meira af slíku og vonandi setjast rit- höfundar okkar við að semja fyrir okkur, langþyrsta eftir góðu efni. — Vinsamlegast. Hlustandi“. læknakostnaðar sé aðalorsök iðg j aldahækkunarinnar. Aðalorsök hennar má óhik- að telja þá hækkun, sem orð- ið hefur á lyfjakostnaði. Árið 1953 varð lyfjakostnaður sam- lagsins tæpar 8 milljónir króna en árið 1954 hefur hann, samkvæmt bráðabirgðayfirliti, orðið kr. 4.254.000.00. Hefur lyfjakostnaður því hækkað um ca. 1.275.000.00 kr. á einu ári eða um tæpl. 43%. — Þessi gífurlega hækkun lyfjakostn- aðarins stafar ekki nema að litlu leyti af verðhækkun á lyfjum. Nokkuð af henni er vegna rýmkunar á reglum um lyfjagreiðslur samlaga, sem gekk í gildi fyrst á árinu 1954, en aðalorsökin er stóraukin notkun ýmissa dýrra lyfja, eins og auremycins og skyldra lyfja. Má geta þess hér að margir læknar telja notkun þessara lyfja svo úr hófi fram, að stórlega varhugavert sé. Fleiri eru orsakir iðgjalda- hækkunarinnar og múnar þar mest um hækkun daggjalda á sjúkrahúsum. Hefur daggjald á Landspítalanum hækkað úr kr. 70.00 í kr. 75.00. En nægir þá þessi 3 kr. ið- gjaldahækkun til að tryggja hallalausan rekstur samlagsins? Það verður að teljast mjög hæpið. Á þessu ári tekur til starfa sjúkradeild í heilsu- verndarstöðinni nýju, með rúml. 50 sjúkrarúmum. Er á- ætlað að greiðslur samlagsins fyrir legur samlagssjúklinga þar verði allt að 1 milljón kr. á ári, miðað við núverandi verðlag. Þegar deildin tekur til starfa, verður því óhjá- kvæmilegt að endurskoða fjár- hagsáætlun samlagsins, enda munu þá og liggja fyrir niður- stöðutölur um afkomuna á ár- inu 1954. Vegna ummæla í þá átt að iðgjöld til samlagsins séu orð- in allt of há skal bent á eftir- farandi staðreyndir: Þegar samlagið tók til starfa voru iðgjöldin kr. 4.00 á mán- uði en eru kr. 30.00. Þau hafa því 714 faldazt. Þá var Dags- brúnarkaup kr. 1.36 á tímann en er kr. 14.69. Tímakaupið hefur því næstum 11 faldazt. Þá var daggjald á Landspítal- anum kr. 6.00, en er nú kr. 75.00 á legudag. Daggjöld hafa því 12% fald- azt. — í þessu sambandi þarf að taka fram að réttindi sam- lagsmanna skertust með lyfja- . reglunum 1951 um ca. 7% eða um rúman 1/J5 hluta, en nokk- uð af þeirri skerðingu hefur síðan verið fellt niður. í sambandi við framanritað er rétt að leiðrétta missögn um annað atriði, sem fyrir skömmu var rætt um í Morg- unblaðinu. í sambandi við frá- sögn af kærumálum á hendur kaupmönnum, út af sölu á Sanasol og hvítlaukspillum, er þess getið, „samkvæmt upp- lýsingum frá sjúkrasamlaginu" að það „taki engan þátt í greiðslu á fjörefnalyfseðlum“. Þetta er algerlega rangt. Samlagið greiðir að hálfu flest fjörefnin, en greiðir hinsvegar ekki ýmsar samsetningar fjör- efna, eins og t. d. Sanasol. Þá er loks rétt að leiðrétta þau ummæli Þjóðviljans hinn 31. f. m. að „stjórnarflokk- arnir þverskallist við því að hækka framlag ríkisins, þó að kostnaður samlagsins vaxi“. — Hið rétta er að framlög ríkis- og bæjarsjóðs hafa undanfarið hækkað í réttu hlutfalli við hækkun iðgjalda. Hefði svo ekki verið, hefðu iðgjöldin nú síðast orðið að hækka um 5 krónur, þ. e. í 32 kr. í stað 30 króna. STEF tvöfaldar höfundarlauii með samningum við Ríkisútvarpið f gær undirrituðu formaður STEFs og útvarpsstjórl nýjan samning miili STEFs og Kíkis- útvarpsins. Eftir hinum nýja samningi fær STEF sömu hundr- aðstölu afnotagjalda og 'sam- kvæmt fyrri samningi, en vegna hækkunar afnotagjalda verða greiðslur til STEFs fyrir flutn- ingsrétt mun hærri en áður. Þá greiddi Ríkisútvarpið STEFi einn- ig ákveðna upphæð fyrir upp- tökuréttindi íslenzkra verka til síðustu áramóta. Leiða samningar þessir til þess, að hægt verður nú þegar að tvöfalda höfunda- laun þau, er STEF greiddi ís- lenzkum rétthöfum fyrir áramót. Að samningi þessum unnu, auk útvarpsstjóra og formanns STEFs, lögfræðingarnir Jóhann- es Elíasson og Sigurður Reynir Pétursson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.