Þjóðviljinn - 19.01.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.01.1955, Blaðsíða 10
-T — iR&r.íí .01 iimttbi'jiivQRK--------- 10)____ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 19. janúar Í965 --------------------------- ( ..-yí- Erich Maria REMARQUE: •ÍÍ íí 'fÍurJM^%pr^ ' ^ Að elsha... ...og deyja <___________________j 82. da(gur Gráber leitáði í ruslinu aö einhverju að skrifa á. Hann fann ekki annað en litmynd af Hitler 1 brotnum ramma. Bakið var hvítt og ekkert prentað á það. Hann reif af henni efri hlutann, fann blýant og hugsaði sig um. Allt í einu vissi hann ekkert hvað hann átti að 1 skrifa. „Óskað eftir fréttum af Páli og Maríu Gráber“, skrifaði hann loks með upphafsstöfum. „Emst hér í leyfi“. „„... „Landráð", sagði vörðurinn lágt fyrir aftan hann. ' „Hvað þá?“ Gráber snerist á hæli. „Landráð. Þú hefur rifið mynd af foringjanum". „Hún var rifin þar sem hún lá í skítnum", hreytti Gráber út úr sér. „Og hættu þessum þvættingi og láttu mig í friði“. Hann fann ekkert sem hann gæti fest skilaboðin upp með. Loks losaði hann tvær af teiknibólunum sem orðsendingin frá móður var fest upp með og festi ■ miðann með þeim. Hann gerði það ekki með glöðu ' geði; þetta var eins og að stela kransi af gröf óþekkts manns. En hann hafði ekkert annað og tvær teikni- • bólur komu að fullu gagni fyrir móðurina. Vörðurinn hafði fylgzt með gerðum hans. „Gott og vel“, sagði hann eins og hann væri að gefa skipun. „Og nú Heil Hitler, dáti. Bannað að syrgja. Sorgar- búningur líka bannaður. Veikir baráttuviljann. Vertu hreykinn yfir að mega færa fómir. Ef þið hefðuð gert skyldu ykkar, þessir ræflar, hefði þetta. aldrei komið » fyrir“. Hann sneri sér snögglega við og stikaði burt á háum.' mögrum fótum. ’ Gráber gleymdi honum þegar í stað. Hann reif lítið snifsi af því sem eftir var af myndinni af Hitler og skrifaði á það heimilisfang sem hann hafði fundið á dyrastafnum. Það var heimilisfang Loosefjölskyldunn- ‘ ar. Það var fólk sem hann þekkti og hann ætlaði að fara þangað síðar og spyrjast fyrir um fjölskyldu sína. Svo reif hann það sem eftir var af myndinni úr ramm- anum, skrifaði aftan á hana sömu skilaboðin og hann hafði skrifað á hinn helminginn og fór aftur að númer ' 18. Þár festi hann blaðið milli tveggja steina, svo að ' það sást greinilega. Þannig voru meiri líkur til að orð- 1 sending hans yrði lesin. Meira gat hann ekki gert í ‘ svipinn. Drykklanga stund stóð hann kyrr fyrir framan hrúguna af steinum og braki, sem ef til vill var gröf 1 og‘ ef til vill ekki. SilkistóUinn 1 skotinu fyrir ofan glóði eins og gimsteinn í sólskininu. Kastaníutré við götuna rétt hjá var enn algerlega óskaddað. Fíngert laufskrúð þess elóði og spörfuglar kvökuðu 1 limi þess meðan þeir byggðu sér hreiður. Hann leit á úrið sitt. Það var kominn tími til að fara á hverfisskrifstofuna. Afgreiðsluborðin í upplýsingaskrifstofunni voru gerð ' úr nýjum fjölum, flausturslega klambrað saman. Þau voru ómáluð og enn af þeim trjákvoðu- og skógarþefur. Öðru megin í salnum hafði loftið fallið niður. Verka-1 1 menn negldu af kappi og festu upp bita. Alls staðar ‘ stóð fólk og beið, þögult og þolinmótt. Einhentur skrif- stofumaður og tvær konur sátu innan við skrifborðið. ' „Nafn?“ spurði konan til hægri. Hún var breiðleit, , með flatt andlit og var með rauða silkislaufu í hárinu. „Gráber. Páll og María Gráber. Skrifari á skattstof- " unni. Hakenstrasse átján“. „Ha?“ Konan bar höndina upp að eyranu. „Gráber“, endurtók hann hærra vegna hávaðans. „Páll og María Gráber. Skrifari á skattstofunni". Konan blaðaði í skýrslunum. „Gráber, Gráber —“ ' hún renndi fingrinum niður síðuna. „Gráber, já — ; hvað var fornafnið?“ „Páll og María“. „Hvað?“ „Páll og María!“ Gráber varð allt í einu bálreiður. Honum fannst það óþolandi ofaná allt annað að veröa að hrópa upp um eymd sína. „Nei. Þessi heitir Ernst Gráber". „Ég heiti sjálfur Emst Gráber. Enginn annar í fjöl-1 skyldunni ber það nafn“. „Jæja, þér eruð að minnsta kosti ekki þessi. Það eru ekki fleiri hér sem heita Gráber“. Konan leit upp og brosti. „Ef yður sýnist getið þér komið aftur eftir nokkra daga.,Það eru enn ókomnar skýrslur. Næsti“. Gráber stóð kyrr. „Hvar get ég spurzt fyrir annars staðar?“ Konan slétti úr rauða silkiboröanum í hárinu. „Á manntalsskrifstofunni. Næsti“. Einhver danglaði í bakið á Gráber. Fyrir aftan hann stóð lítil gömul kona með hendur eins og klær. Hann vék til hliðar. Stundarkorn stóð hann á báðum áttum fyrir framan borðið. Hann gat ekki áttað sig á því að þetta væri allt og sumt. Það hafði gerzt svo fljótt. Missir hans: var svo mikill. Einhenti skrifstofumaðurinn tók eftir ; honum og laut yfir til hans. „Vertu feginn að ættingj- j ar þínir eru ekki á þessum lista“, sagði hann. „Hvers vegna?“ „Þetta eru listar yfir látna og hættulega særða. Með-1 an við höfum ekki fengið skýrslur um þá er þeirra að-! eins saknað“. „Og þeir sem saknað er? Hvar eru listamir yfir þá?“ ; Skrifstofumaöurinn leit á hann með umburðarlyndu áugnaráði manns sem verður að fjalla um eymd ókunn- i ugra átta stundir á dag án þess að geta veitt hjálp. j „Vertu sanngjam, maður“, sagði hann loks. „Þein-a er bara saknað. Hvaða þýðingu hafa þá listar? Þeir koma að engu haldi. Ef menn vissu hvað komið hefði. fyrir í fólkið, væri þess ekki lengur saknað. Er ekki svo?“ Gráber starði á hann. Skrifstofumaðurinn virtist j hreykinn af rökvísi sinni. En skynsemi og rökvísi eru ; litlar sárabætur. Og hverju átti að svara manni sem j hafði misst handlegginn? „Það er nokkuð til í því“, j sagði Gráber og gekk burt. 1 i Hann spurði til vegar aö manntalsskrifstofunni Hún j var í álmu af ráðhúsinu og lyktaði enn af reyk og sýr- j um. Eftir langa bið kom hann að máli við taugaveiklað-: an kvenmann með nefklemmugleraugu. „Ég veit ekki; neitt“, tautaði hún. „Maður botnar ekki lengur neitt í | Gleiis og gaman Eiginkonan: Ég hef verið að leita að manninum mínum síðustu tvo. tímana, en ekki fundið hann ennþá — hvar - skyldi hann vera? Sú ógefna: Það kalla ég ekki mikið; ég hef verið að leita að manninum mínum síðustu tuttugu árin, og ekki fundið hann enn. =55S5=» Yfirlögregluþjónninn: Eruð þið búnir að handsama inn- brotsþjófinn ? Lögregluþjónninn: Nei, en hann er orðinn svo smeykur að hann þorir ekki að láta á sér kræla þegar við erum í námunda. a=SSF=a Húsbóndinnr Og þetta hérna éir mynd af langafa mínhm. Gesturinn, furðu lostinn: Ég er svo hissa: hann sýnist ekkert eldri en þér sjálfur. Eruð þið enn ákveðin að selja húsið ykkar? Nei, við hættum við það þeg- ar við lásum söluauglýsinguna okkar í blöðunum. Það var ekki hægt að ráða annað af henni en þetta væri einmitt staðurinn sem við höfum allt- af verið að leita að. Gesturinn: Þjónn, það er nú liðinn hálfur annar tími síðan ég pantaði turtildúfusúpuna. Þjónninn: Já, þér vitið nú hvernig turtildúfur eru. Hárgreiðslur handa telpum Hárgreiðslur barnanna fara líka eftir tízkunhi, og stutta hárið sem hefur verið í tízku meðal fullorðna fólksins um árabil fer einmitt telpum mjög vel. Það eru hárgreiðslur full- orðna fólksins sem hafa sett svip sinn á hárgreiðslur barn- anna og í dag getur það kom- ið fyrir að þrítug kona og tíu ára táta hafi sömu hárgreiðsl- una. Þegar hárgreiðsla er valin handa telpu, er sjálfsagt að hafa telpuna með í ráðum. Það er ekki alltaf sem telpan er hrifin af því sem móðurinni þykir fallegt. Telpur með tík- arspena geta litið skemmtilega út, en oftast nær eru telpurn- ar leiðar á fléttunum, og hvers vegna eiga þær þá að hafa fléttur? Sama er að segja um hugmyndir sumra telpna um að þær séu á móti ennistoppi eða skiptingu í miðjunni. Þá er sjálfsagt að forðast það sem baminu þykir ljótt. Einnig þarf að taka tillit til þess, hvort barnið er með slétt hár eða hrokkið eða hinn gullna meðalveg sem kallað er liðað hár. Bamahárgreiðsla þarf að vera auðveld í meðförum. Við höfum valið nokkrar al- gengar bamahárgreiðslur, sem sýna (hvaða greiðslur henta hinum ýmsu gerðum af hári. ( Slétta passíuhárið sem rúllað er inn að aftan og er stutt- klippt I hliðunum er ágætt handa telpum með dálítið liðað hár. Hárið má vera skipt í hliðinni eða í miðjunni, en flest börn kjósa heldur hlið- arskiptingu. Handa telpum með lifandi hár sem hættir við að standa í allar áttir er prýði- legt að nota band um hárið og flestum telpum finnst á- nægjulegt að hafa slaufur um hárið. Litla slétthærða stúlkan get- ur haft toppgreiðsluna. Hárið er alls ekki skipt og aðalatrið- ið er að hárið sé rétt klippt. Sé svo er auðvelt að halda henni í horfinu. Stutta, hrokkna hárgreiðslan er í rauninni sama greiðslan að öðm leyti en því að þar er hárið hrokkið, og greiðslan er jafn auðveld viðureignar og jafnfalleg. Og klippingin skiptir ekki eins miklu máli því að krullurnar leyna þeim ágöllum sem kumia að vera á henni. Loks kemur greiðsla sem út- heimtir aðeins liði í hárinu. Greiðslan fer bezt á bömum með grófgert hár en fer ljós- hærðum og dökkhærðum telp- um jafn vel. ÞaS sem hengt er i eyrun! Það em varla nokkur tak- mörk fyrir því lengur hvað hægt er að hengja í eyrun á sér. Á myndinni er sýndur stór eyrnalokkur, sem saman- stendur af tveim víravirkikúl- um úr silfri, og neðri kúlan er ein sú allra stærsta sinnar tegundar. En margir simililokk- ar em alveg eins stórir og eru enn meira áberandi. Takið eftir hárgreiðslu stúlkunnar. Sítt, ljóst hár er kembt aft.ur, tekið saman í hnakkanum og liggur niður á bak. Og þessi hárgreiðsla fer eins vel við nýtízku hatta og stutta hárið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.