Þjóðviljinn - 21.01.1955, Síða 1

Þjóðviljinn - 21.01.1955, Síða 1
VILIINN Föstudagur 21. janúar 1955 — 20. árgangur — 16. tölublað Ríkisstjórnin vildi eng- um verðlækkunum lofa BaS stjórn A.S.I. um að beita sér fyrir þvi aS kjara- baráttu yrSi frestaS þar til i sumar Ályktun sú sem samþykkt var á ráðstefnu verka- lyðsfélagana í fyrrakvöld og birt var hér í blaðinu í gær var einskonar svar við beiðni frá ríkisstjóminni um að kjarabaráttu verkalýðsfélaganna yrði frestað þar til í sumar — án þess þó að ríkisstjómin byði nokkuð raun- hæft fram á móti Ríkisstjórnin óskaði eftir því í fyrradag að miðstjórn A.S.Í. kæmi á sinn fund og ræddi við sig með tilliti til verklýðsráð- stefnu þeirrar sem boðuð hafði verið um uppsögn samninga. Á fundinum bar ríkisstjórnin fram þau tilmæli að miðstjórn Alþýðu- sambands íslands stuðlaði að því að verkföllum yrði frestað til 1. júní, svo að þau kæmu ekki til framkvæmda á miðri vertíð- inni. Kvaðst ríkisstjórnin þá myndi nota tækifærið til að ræða við ýms fyrirtæki, sem hún til- greindi, um að lækka verðlagið. Þó tók rikisstjómin það marg- sinnis fram að ekki bæri að lita á þessi ummæli sem neitt loforð um að nokkrar lækkanir kæmu til framkvæmda. Miðstjórn Alþýðusambandsins rakti fyrir ríkisstjórninni þá rýrnun á kjörum sem orðið hefði og benti henni á að það væri nú mjög almenn skoðun hjá verka- fólki að ekki yrði lengur hjá þvíf komizt að það tryggði sér veru- legar kjarabætur. Lýsti mið- stjórnin yfir því að hún væri að sjálfsögðu fús til hverskonar við- ræðna við ríkisstjómina um þessi mál, og kvaðst ríkisstjórnin einn- ig vera fús til frekari viðræðna. Tilmæli ríkisstjórnarinnar voru flutt verklýðsráðstefnunni í fyrra- kvöld, og þótti mönnum tilboðið að vonum losaralegt og einskis- nýtt (öllum nema Friðleifi!). Hafi ríkisstjórnin hins vegar einhvern hug á athafnasemi hefur hún 40 sólarhringa til stefnu þar til samningar renna út 1. marz, og á þeim tíma er margt hægt að gera ef vel er unnið. FEokkiiriiiii Meladeild. Fundur í kvöld á venjulegunS stað klukkan 8i30. > Belgíuþing af- greiðir ekki París- arsamningana íyrr en vitað er um end- anlega aígreiðslu Frakka og Þjóðverja Neðri deild belgíska þingsins samþykkti í gær að veita, stjórninni heimild til að full- gilda Parísarsamningana. Jafnframt var tilkynnt, að endanlegri afgreiðslu af Belgíu hálfu yrði frestað þar til fyrir lægi endanleg afstaða Frakka og Þjóðverja, og mun málið ekki lagt fyrir efri deild belg- íska þingsins fyrr en sú af- staða liggur fyrir. Verður öryggisráðið beðið að fjalla um Taivan-átökin? Tvö farskip þegar sföðv- uð vegna verkfallsins Engir samningaíundir voru í gær Tvö skip, Reykjafoss og SkjaldbreiÖ, hafa nú stöðvast vegna verkfalls Sambands matreiðslu- og framreiðslu- manna sem hófst á miðnætti 1 fyrrinótt. Engar viöræður fóru fram milli deiluaöila 1 gær. Deila Sambands matreiðslu- og framreiðslumanna er við Eim- skipafélag íslands, Skipaútgerð ríkisins, Skipadeild S.Í.S., Jökla h.f. og Eimskipafélag Reykjavík- ur. Verkfallið var boðað með sjö daga fyrirvara og hófst á mið- nætti í fyrrinótt. Stóðu þá enn yfir samningafundir með sátta- semjara og lauk þeim ekki fyrr en kl. 6 í gærmorgun, en ekki voru aftur boðaðir fundir í gær. t. d. verið undir 2000 kr. á mán- uði eina fimm mánuði ársins. Kvennarisiefna A.S.I. hefst á morpn Flugfloti Sjangs lierðir árásir á meginlandið Fulltrúar ríkisstjórna Bretlands, Bandaríkjanna og Nýja-Sjálands hafa rætt þaö undanfama daga, hvort þessi ríki eigi að fara þess á leit aö öryggisráð Sameinuðu þjóöanna fjalli um hernaðarátökin milli alþýöustjórnar Kína og stjórnar Sjang Kaíséks á Taívan, sem ógnun viö heimsfriöinn. Frá þessu var opinberlega skýrt í gær, en ekki niðurstöð- um þeirra umræðna. Flugfloti Taívanstjórnarinn- ar, búinn bandarískum flug- vélum, gerði í gær mestu sprengjuárásir sem gerðar hafa verið mánuðum saman á meginland Kína, einkum hafnarborgir. Hlýnandi veður á Bretlandseyjum Hlýnandi veður er nú um all- ar Bretlandseyjar, en víða í Norður-Skotlandi og á skozku eyjunum eru enn almenn vand- ræði vegna snjóþyngsla. Koptar og aðrar flugvélar flugu í gær yfir staði, sem einangrazt hafa vegna snjó- þyngslanna og vörpuðu niður matvælum til iþeirra. Hefur borizt fjöldi hjálparbeiðna frá afskekktum stöðum um mat- væli, vegna þess að samgöngur hafa teppzt með öllu. Einnig réðust flugvélar Sjangs á flutningaskip víða undan Kínaströndum, og var tilkynnt í útvarpi frá Taívan að sex flutningaskipum hafi verið sökkt skammt frá Tasj- eneyjum. í útvarpi frá Peking segir að í loftárásum þessum hafi 4 flugvélar árásarmanna verið skotnar niður og fjórar lask- azt. Bretastjórn mótmælir. Árásimar hafa þegar kallað fram mótmæli af hálfu brezku stjómarinnar. Meðal skipa þeirra, sem flug- vélar Sjangs sökktu í árásinni var 1700 tonna brezkt flutn- ingaskip á höfninni í Svatov. Mannbjörg varð, en skipið eyði- lagðist. Var tilkynnt í gær að brezka stjórnin hefði mótmælt opin- berlega þessari árás, við stjórn Sjangs Kaíséks. Gáfust strax upp. Taívanútvarpið hélt þvi fram í gær að enn væri barizt á ey þeirri í Tasjeneyjaklasanum, sem alþýðuherinn tók fyrir nokkmm dögum. Pekingútvarpið skýrir hins- vegar svo frá, að setulið Sjang Kaíséks hafi gefizt þar strax upp á fyrsta degi. Dagsbrúnarkaup er nú kr. 14,69 um tímann. Ef greitt væri samkvæmt vísitölunni 161 ætti það að vera'kr. 14,88. Ef kaup væri hinsvegar greitt samkvæmt gömlu vísitölunni — eins og gert var þar til fyrsta stjórnin, sem Alþýðuflokkurinn myndaði, batt kaupið um ára- Samband matreiðslu- og fram- reiðslumanna gerir kröfur um hækkað kaup, styttan vinnutíma úr 9 stundum í 8 og að nauðsyn- legur eftirvinnutími sé greiddur. Þá fara framreiðslumenn einnig fram á lágmarks-kauptryggingu, en hana hafa þeir ekki haft — og hefur kaup þeirra á Gullfossi mótin 1947—48 — ætti Dags- brúnarmaður að fá kr. 19,56 um tímann eins og áður segir. Mismunurinn er kr. 4,87 um timann — en það samsvarar kr. 11.688 miðað við 8> stunda vinnudag 300 daga á ári. Gef- ur þessi mismunur góða hug- mynd um það hversu geysilega Kvennaráðstefna sú, sem mið- stjórn Alþýðusambands íslands hefur boðað til, hefst í Edduhúsinu. kl. 4 á morgun og stendur einnig á sunnudag. Til ráðstefnunnar er boðað samkvæmt ákvörðun seinasta Al- þýðusambandsþings. Verður þar rætt um kaupgjalds- og kjaramál kvenna innan sambandsins. kjör verkafólks hafa verið rýrð síðan á dögum nýsköpunar- stjórnarinnar og hversu óhjá- kvæmileg er þörfin á verulegum kjarabótum. Undanfarið hafa hagfræðing- ar ríkisstjórnarinnar boðað þá kenningu að ekki væri hægt að bæta kjörin; jafnvel þótt kaupið hækkaði myndi annað hækka að sama skapi og kjörin héldust þannig óbreytt. Var svo að skilja sem hér væri um eitthvert hag- fræðilögmál að ræða. Vilja nú ekki þeir sömu hagfræðingar taka að sér að skýra hvernig ríkisstjórnin hefur farið nð því að skerða kjörin frá því sem var á nýsköpunarárunum og hvaða forsendur eru fyrir því að kjörin geti ekki verið jafngóð nú og þá? Framfærsluvísitalan 161 stig Rúmar 11.000 kr. vantar á að Dagsbrúnarmaður haldi hliðstæðu árskaupi og á nýsköpunarárunum Kauplagsnefnd hefur reiknaö út vísitölu framfærslu- kostnaðar miðaö við verölag um s.I. mánaðamót og fékk útkomuna 161 stig — og er þá kaupgjaldsvísitala Dags- brúnarmanna tveimur stigum lægri en verölagsvísitala. Kaup á hinsvegar ekki aö breytast fyrr en 1. marz, og þá veröur aö sjálfsögöu búiö aö lækka vísitöluna á nýjan leik ef aö vanda lætur. Gamla vísitalan, sem sem var í gildi fyrir gengis- lækkun, er nú komin upp í 635 stig — og ef kaup væri greitt samkvæmt henni ættu Dagsbrúnarmenn aö frá kr. 19,56 um tímann.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.