Þjóðviljinn - 21.01.1955, Síða 5

Þjóðviljinn - 21.01.1955, Síða 5
Föstudagur 21. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Japönskum elskendum bjargað & ...„íssa ef tir 33 stunda vist í eldgíg Ætluðu að svipta sig lííi en hittu ekki í hraunleðjuna Japanskir lögregluþjónar björguðu um síðustu helgi elskendum, sem hafzt höfðu við í 33 stundir í kraumandi eldgíg. 2250 km bílvegur yfir „þak heimsins“ ! í Um púsundir ára hafa jakuxalestir borið allan pungaflutning til og frá Tibet, háfjallalandinu í Mið-Asíu. Lestaferðin frá borgum Kína til Lhasa, höfuðborgar Tíbet, tók marga mánuði. Nú er orð- in gagnger breyting á Nýtt gerviefni sem lofar góðu í Vestur-Þýzkalandi hefur verið framleitt nýtt gerviefni, sem sagt er að muni valda bylt- ingu í vefnaðariðnaðinum. Efni þetta heitir terylene og er búið til úr olíu. Terylene er létt sem fiður og blettast ekki. Dúkur úr þessu efni var til sýnis á tízkusýningu í vefnað- arbænum Krefeld, sem haldin var fyrir nokkrum dögum, og framleiðsla þess í stórum stíl er þegar hafin. Haldið er fram, að auðvelt sé að þvo jafnvel rauðvíns- og blekbletti úr efn- inu með köldu vatni. Karlmenn þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af brotinu í buxunum, því það held- ur sér algerlega, enda þótt þær séu þvegnar. Efnið er sagt hafa ýmsa aðra kosti. samgöngumálum Tíbet- búa. Sumarið 1951 tóku kínverskir vegaverkfrœð- ingar og vegagerðarmenn að leggja 2250 kílómetra langan bílveg frá Kína til^ Lhasa yfir Sikang-Tíbet hásléttuna, sem nefnd hef- ur verið „þak heimsins“. Unnið var frá báðum veg- arendum og 27. nóvember í vetur mættust vegagerð- a.rhóparnir og fyrsta bíla- lestin gat ekið til Lhasa með matvæli, lyf og vélar sem Tíbetbúa vanhagar um. Vegurinn liggur í 4000 metra hæð yfir sjávarmál um 10 fjallgarða þar sem snió leysir aldrei at hæstu tindum. Brúa varð gín- a.ndi árgliúfur og á löng- um kaíla varð að sm-engia f'iirir veginum í hengifluai. Á löngnm köilum er vea- arotœðið gróðurlaus evði- mnrk. Á annarri mvndinni siást vegagerðarmennirnir hanga eins og fluaur ut.an í snarbröttum klettum tU þess að koma par fvrir^ sprengiefni. Hin myrvdin er af fyrstu bílalestinni er fór veginn, þar sem hún bugðast niður sneiðinga á leið til Lhasa. Fölsuðu vegg- múlverk Réttarhöld standa nú yfir í Lúbeck í Vestur-Þýzkalandi yfir tveim listamönnum, sem eru á- kærðir fyrir að hafa falsað lista- verk. Krafizt hefur verið, að hvor þeirra verði dæmdur í 2 ára og 6 mánaða fangelsisvist fyrir svik og fölsun. Listamennirnir, Lothar Malskat og Dietrich Fey, voru eftir stríð- ið ráðnir til að gera við veggmál- verk í hinni 700 ára gömlu Maríukirkju í Lúbeck, sem varð fyrir skemmdum í stríðinu. Nú eru þeir sakaðir um að hafa sjálf- ir málað 21 stóra dýrlingamynd í kór kirkjunnar, sem þeir lýstu yfir að væru myndir frá miðöld- um, sem þeir hefðu fundið undir Framhald á 8. síðu Gígur þessi, sem nefndur er Sjálfsmorðsgígurinn, er í fjall- nu Mihara á smáeynni O- shima 80 km frá Tokyo. Elskendurnir ætluðu að fylgj- læmi margra annarra og svipta sig lífi með því að fleygja sér i vellandi hraunleðjuna á gíg- óotninum. Stökkið mistókst þó, þvi að 5nös sem stóð út úr gígbarm- num varð fyrir þeim í fallinu ig þau stöðvuðust í vikur- írúgu nokkurn spöl frá hraun- eðjunni. Sjö sjálfboðaliðar úr lög- •egluliðinu bundu sig saman >g klifruðu niður snarbrattan g 100 metra háan gígbarm- m til þess að bjarga elskend- mum. Aðeins tvisvar áður lief- ur verið farið niður á botn gíg þessum. I bæði skiptin voru leiðangursmenn vandlega útbúnir með gasgrímur fyrir andliti og í hlífðarfötum. í annað skiptið létu menn sig þar að auki síga niður í stál- búri. Lögregluþjónarnir gáfu sér ekki tíma til að bíða eftir slík- um útbúnaði, heldur höfðu hraðan á að sinna neyðaróp- um elskendanna, þeir létu sér nægja að vefja handklæðum um höfuð sér til að verja vit sín fyrir mestu brennisteins- svælunni, sem leggur upp úr gígnum. Undir forystu rannsóknarlög- regluþjónsins Tomosaburo Sus- uki fundu þeir Satoru Takaj- angi og unnustu hans, frammi- stöðustúlkuna Setsumi Endo, liggjandi á gígbotninum. Karl- maðurinn var lerkaður en að mestu óskaddaður. Konan var öklabrotin. og blóði drifin. Þau voru dregin upp úr gígn- um í vað. Tveim dögum áður hafði Sasuki lögregluþjónn séð elsk- endurna á vakki í grennd við gíginn og tekið þau tali, því að hann grunaði að þau ætluðu að fyrirfara sér. Elskendumir báðu hann að láta sig af skiptalaus. Nokkru síðar var sírnað frá veitingaskála í fjallshlíðinni, að angistaróp heyrðust upp úr gígnum. Var þá brugðið við og björgunarleiðangur undirbúinn. Takaiangi sagði að hannværi berklaveikur og hefði þeim unn- ustu hans komið saman um að ráða sig af dögum þar sem þau álitu að hann væri ólækn- andi. Eftir hrapið niður gíg- banninn tókst þeim að skreið- ast yfir í hinn gígbarminn, þar sem meiri líkur voru til að þeirra yrði vart. Allar sjálfsmorðshugsanir voru fokn- ar út í veður og vind, sjáifs- bjargarhvötin varð öllum þjáningum yfirsterkari. 1 €(o«ooo leyni- krár I Helgfsi Klofningur er kominn upp í þingflokltum þeim sem styðja rikisstjórnina í Belgíu og er á- stæðan tillaga um breytta á- fengislöggjöf. Sex þingmenn úr frjálslynda flokknum bera nefnilega fram frumvarp um að aflétta hömlum sem verið hafa á áfengisneyzlu í landinu síðan í lok heimsstyrjaldarinn- ar fyrri. Ýmsir af þingmönn- um sósíaldemókrata, er standa að ríkisstjórn með frjálslynd- um, hafa snúizt gegn frum- varpinu. Nú er ekki leyft að neyta. áfengis í Belgíu á öðrum stöð- um en í heimahúsum eða í lok- uðum klúbbum. Flutningsmcnn segja, að þessar hömlur séu ekkert annað orðnar en hræsn- in tóm, vegna þess að þeim sé ekki framfylgt. Bera þeir fyrir sig skýrslur um að í Belgíu. séu 100.000 ólögleg veitinga- hús, sem látið sé heita að séu klúbbar en selji í raun og veru áfengi hverjum sem hafa vilji. Þar læri æskan „fjárhættuspil, eiturlyf janautn og svalllifnað“. I stað þessa vilja flutningsmenn leyfa opinberar vínveitingar þar sem komið verði við eftirliti. Hpkmarkonur ger? verkfall Hjúkrunarkonur í sjúkrahús- um finnska ríkisins hafa lýst yf- ir verkfalli til að knýja fram kaupkröfur. Af 1350 hjúkrunar- konum á þessum sjúkrahúsum hafa meira en 1000 lagt niður vinnu og hefur sumsstaðar orðið að hætta að taka á móti sjúk- lingum. Verkfallið nær ekki til sjúkrahúsa bæjarfélaga né einka- sjúkrahúsa.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.