Þjóðviljinn - 21.01.1955, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.01.1955, Blaðsíða 12
rar rannsékn á hrögguium |||ÓÐIÍI1JIN ibúanna i f rosthörkunum Neyðist þó ti! að samþykkja að „halda áfram(?!) aðstcð til að fyrirbyggja neyðarástand - sem þegar er til staðar Á bæjarstjórnarfundi í gær flutti Þórunn Magnusdóttir eft- irfarandi tillögu: „Bæjarstjórnin íelur bæjarráði að láta í samráði við heilbrigðisnefnd og borgarlækni íara íram at- hugun á öllum herskálaíbúðum, með það íyrir aug- um að ganga úr skugga um hverjar viðgerðir eru nauðsynlegar til að draga úr aíleiðingum vetrar- kuldanna. Enníremur íelur bæjarstjórnin sömu aðilum að ranns'aka hverjir af íbúum herskálanna þurfa á að- stoð að halda til þess að kynding íbúðanna sé í eins góðu lagi og verða má. Heimilar bæjarstjórnin nauð- synlegar greiðslur úr bæjarsjóði til framkvæmda á viðgerðum og til kaupa á eldsneyti til upphitunar, þar sem hjálpar er þörf og íbúarnir óska." Ihaldið vísaði þessari tillögu frá til bæjarráðs, en varð hrætt undir umræðunum og samþykkti tillögu frá borgarstjóra um „að halda áfram(?!) að veita aðstoð til að koma í veg fyrir neyðarástand": Þórunn lýsti aðbúðinni í brögg- unum í frostunum undanfarið. Víðast munu herskálarnir kynt- ir upp með hráolíuofnum, sem hita vel í kringum sig, en bragg- arnir eru flestir einangraðir með texi og þótt funheitt hafi verið í grennd við ofnana sjálfa hafa rúmföt og annað er legið hefur upp að veggjum bragganna fros- ið fast við veggina og víða komið svell á gólfin. Nokkur dæmi Flestir munu hafa reynt að kynda eins mikið og kostur hef- ur verið á — þar til fé þraut til að greiða fyrir olíu, því yfirleitt eru herskálabúar ekki fjáðir menn, en slík kynding, sem þar er þörf, er dýr. Hafa því sumar fjölskyldur neyðzt til að hætta að kynda olíuofnana og reynt að hýrast umhverfis kolaeldavél í eldhúsinu. Víða mun hafa verið gripið til þess ráðs að sameina börn og foreldra í einni hrúgu í einu og sama rúminu. Eitt dæmi gat Þórunn um þar sem kona með 3 börn varð að flýja. á náðir nágrannanna því hún gat ekkert hitað upp braggann fyrr en að tryggingarnar höfðu barnalífeyrinn. greitt út Framfærslu- og Áhaldahúss- mál segir Gunnar Thoroddsen Borgarstjóri kvað viðgerðir á bröggunum heyra undir fram- færslufulltrúa og forstöðumann Áhaldahússins. Hefði svo verið um mörg ár að beiðnir um lag- færingu hefðu verið athugaðar af þeim. Njóti viðkomandi fram- færslustyrks greiði bærinn við- gerð. Annars meti fyrrnefndir menn hvort bærinn eigi nokkuð að greiða fyrir braggaviðgerð, sé það stundum gert og stundum ekki. „Er ekki betur varið. . .?" Borgarstjóri kvað það myndi kosta „stórkostlegar fjárfúlgur" ef gera ætti braggana hlýja í vetrarkuldum og kvað það mik- ið vafamál hvort „fleygja ætti milljónum kr. í bragga sem að falli eru komnir. Er ekki betur varið þeim peningum til annarra ráðstafana í húsnæðismálum?", sagði borgarstjóri. Lagði hann svo til að vísa tillögu Þórunnar frá — til fram- færslunefndar og bæjarráðs. Ekki má — segir íbaldið Af þessum orðum borgarstjór- ans virðist svo komið að hann sjái að ekki verði hjá því komizt Framhald á 3. síðu. Föstudagur 21. janúar 1955 — 20. árgangur — 16. tölublað Kositlnpm í Sjómannafélagi Rvíkur j lýkur sennilega kl. 12 á morgun [ Árni Ólaf sson útvarpsvirki j kaus í Sjómannafélagi Keykjavíkur í gær. Mjög miklar líkur eru fyrir því að kosningum ljúki á morgun kl. 12. Verður kosið í dag frá kl. 10 til 12 og 3 til 6. Þó get- ur verið að kosið verði til kl. 10 í kvöld, en ekki er þó að treysta á það. 1 gærkvöldi var kosningin fyrirvara laust framlengd til kl. 10. Sjómannafélagar ættu þó að lertast við að draga það ekki fram yfir kl. 6 að kjósa. Á morgun myndi þá sennilega kosið frá kl. 10 til 12, ef aðalfundurinn verður haldinn á sunnudaginn, en með það fer stjórn Sjómannafélagsins sem hernaðarleyndar- niál. ¦ Sjómannafélagar, fellið stjórn, hreppstjóra, skósmiða, forstjóra, skífulagningarmeistara, útvarpsvirkja o. fl. Kjósið Iista starfandi sjómanna B-listann. X B-listi. Helgafell gefur i þrjár bækur í til- efni af sextugsafmæti Davl Tvær útgáfur á Svörtum fjöðrum og úr- val í norskri þýðingu / tilefni af sextugsafmœli Davíðs skálds Stefánssonar í dag sendir bókaútgáfan Helgafell frá sér prjár bœkur. Tvær bókanna eru fimmta og' segir útgefandinn, Ragnar Jóns- sjötta útgáfan á Svörtum fjöðr- um, en það er fyrsta bók Davíðs, kom upphaflega út 1919. Fimmta útgáfan er prentuð í stóru broti og hefur Hafsteinn Guðmundsson teiknað titilblað en Halldór Pét- ursson kápu. Bókin er prentuð í Hólum og mun ætluð vist í bókaskápum. Sjötta útgáfan er hinsvegar vasabókarútgáfa og Atvinnurekendur taka upp ný vinnubrögð sem s'pá góðu Komir f á kauphækkun án samningsuppsagnar Hækkunin nemur kr. 0,64 — 2,69 á klukkus'tund. Verkakvennafélagið Framsókn í Reykjavík og Fram- tíðin í Hafnarfirði gerðu í fyrradag nýja samninga við atvinnurekendur um verulegar hækkanir á grunnkaupi. Urðu grunnkaupshækkanir þessar án samningauppsagn- ar eða vinnustöðvunar og er ánægjulegt að atvinnurek- endur virðast þanníg vera að taka upp ný og betri vinnubrögð í viðskiptum sínum við verkalýðsfélögin. Samkvæmt samningunum er vinna við fiskflökun, uppþvott og köstun á bíl á skreið, upp- henging á skreið á hjalla, hreins- un, blóðhreinsun á fiski til herzlu og uppspyrðing á fiski greidd með fullu karlmannskaupi. Uppskipun á saltfiski og söltun frá vaski er greidd með kr. 7,95 í grunn; hreingerningar með kr. 7,55 í grunn, en öll önnur vinna, þar með talin pökkun er greidd með kr. 7.00 í grunn. Grunn- kaupshækkanir þessar nema frá kl. 0,64 til kr. 2,69 um tímann með vísitölu. son, svo í formála: „Hún er gefin út á sextugsafmæli höfundarins og er til þess eins gerð að ganga frá manni til manns og verða lesendum sínum bókstaflega að bráð." Sú útgáfa er prentuð í Víkingsprenti, og er einnig með kápumynd Halldórs. Þá gefur Helgafell einnig út úrval úr ljóðum Davíðs í norskri þýðingu Ivars Orglands sendi- kennara. Nefnist sú bók Eg sigl- er í haust og skrifar Orgland einnig formála um Davíð og skáldskap hans. 41 ljóð er í bók- inni, hún er 92 síður og prentuð í Víkingsprenti. Mendes-France Mendes-France lætur af störfum utanríkisráðherra Ætlar að einbeita sér að efnahagsmálum Mendés-France hefur látið af emhættí utanríkisráðhcrra, og fengið það í hendur flokks- bróður sínum, Edgar Faure, er Framhald á 11. síðu. Ihaldið veit ekki enn hvernig „raðhúsin" eiga að vera — sem það samþykkti a miðju isnmri 1954 að byggja Þórunn Magnúsdóttir flutti eftirfarandi tillögu á bæjarstjórn- arfundi í gær: „Bæjarsjórnin samþykkir að fela bæjarráði að láta þegar fara fram útboð á dyggingu þeirra 50—80 íbúða í raðhúsum, sem bæjarstjórnin samþykktí á fundi sínum 19. ágúst s.l. að fela borgarstjóra að undirbua." Þórunn flutti stutta fram- söguræðu fyrir tillögunni, þar sem hún lagði áherzlu á að hraða þessu máli, en ákvörðun um þessar byggingar var tekin um mitt sumar í fyrra. Borgarstjóri sagði að síðan bygging var ákveðin hefði ver- ið í athugun hvernig húsin ættn að vera. I fyrsta lagi hvort þau ættu að vera með Framhald á 11. síðu. Bardagar halda áfram í Costa Rica Hlutlaust svæði við N-vesturlandam. Dregið hefur úr bardögum í Costa Rica, en þó var enn bar- izt í gær í norðurhluta lands- ins. Eftirlitsnefnd Ameríkubanda- lagsins birti í gær tilkynningu um að hún hefði lagt til að myndað yrði hlutlaust svæði báðu megin við norðvestur- landamæri CostaRica, til að auðvelda eftirlit. Hafi sú tillaga nú verið lögð fyrir stjórnir beggja ríkjanna, Costa Rica og Nicaragua. Forseti Nicaragua lýsti yfir í gær, að tvær flugvélar frá Costa Rica hefðu flogið inn yfir Nicaragua í gær. Kvað hann eftirlitsnefndina ábyrga fyrir atburðum sem þessum, og þeim afleiðingum, sem þeir kynnu að hafa. --------------.------fr»—_—_^_^-— Stefnuskrá Nehrus rœdd á þingi Kongressflokksins Um 3000 fulltrúar frá öllum héruðum Indlands sitja þing Kongressflokksins í þorpi ná- lægt Madras, og mun þingið standa þrjá daga. Aðalverkefni þess verður að ræða hina nýju stefnuskrá, sem foringi flokksins Nehru hefur lagt fyrir þingið, um að Ind- land skuli stefna í átt til sós- íalistísks þjóðskipulags, í átt til félagslegs og efnahagslegs réttlætis, eins og Nehru hefur komizt að orði. Hefur Nehru lagt áherzlu á að gert sé ráð fyrir að ríkis- rekstur stóriðju og banka og einkarekstur verði um langt skeið hlið við hlið, og sé meg- inatriði að einkareksturinn verði einnig skipulagður þann- ig að hann falli inn í heildar- áæthm þjóðarbúskaparins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.