Þjóðviljinn - 22.01.1955, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 22.01.1955, Qupperneq 1
Flokkurinn Deildarfundir verða í öIluiHt deildum n. k. mánudag kí. 8.30 e. h. á venjulegum stöá- um. Formenn deildanna eru beðnir að maeta á fundi á Þórsg. 1 kl. 5 e. h. í dag. STJÓRNIN Stjórn einingarmanna varð sjálfkjorin í Dagsbrún Yaxandi einingarvilji verkamanna hindraði aítnrhaldið í að stilla 1 Með þessu hafa verkamenn sýnt hve staSráSnir />e/V eru i að standa saman og sigra í komandi stéttarátökum Kjarnorkumálanefnd Banda- ríkjanna tilkynnti í gær, að í næsta mánuði myndu verða gerðar tilraunir með kjarnorku- vopn í Nevadaeyðimörkinni. Tryggvi Emilsson varaformaður Vilhjálmur Þorsteinsson gjaldkeri Ragnar Gunnarsson meðstjórnandi Síðdegis í gær var útrunninn framboðsfrestur í Dagsbrún og hafði þá að- eins komið fram einn listi, A-listi, listi uppstillinganefndar og trúnaðarráðs Dagsbrúnar. Stjórn einingarmanna í Dagsbrún varð því s'jálfk]örin. Svo sterkur er einingarvilji Dagsbrúnarmanna nú, að í fyrsta sinni á 10 árum gafst afturhaldið algerlega upp á að stilla. Allar tilraunir afturhaldsins nú brotnuðu á einingarvilja verkamanna. Þessi eining Dagsbrúnarmanna er ekki aðeins mikill og gifturíkur sigur fyrir Dagsbrúnarmenn s'jálfa heldur jafnframt fyrir einingaröflin hvarvetna á landinu. Verkamenn haía aldrei verið staðráðnaðri en nú í því að standa einhuga vörð um félag sitt og vinna sigur í væntanlegum stéttaátökum. Tillaga uppstillingarnefnd- ■ ar og trúnaðarráðs var að stjórnin yrði óbreytt og er hún því nú skipuð sömu mönnum og áður þannig: Hannes M. Stephensen for- maður, Tryggvi Emilsson varafor- maður, Eðvarð Sigurðsson ritari, Vilhjálmur Þorsteinsson, gjaldkeri, Guðmundur J. Guðmundsson fjármálaritari, Ragnar Gunnarsson og Sveinn Óskar Sveinsson meðstjórnendur. Það sýnir glöggt einingar- vilja verkamanna nú að í trún- aðarráði eru nokkrir menn sem á undanfömum árum hafa ver- ið á listum andstæðinga Dags- brúnarstjórnarinnar. Einingarstjóm Dagsbrúnar- manna var fyrst kjörin 1942 með 1073 atkv. gegn 719. Næstu tvö ár var stjóm ein- ingarmanna sjálfkjörin, eða þar til Alþýðuflokkurinn hindr- aði að það samstarf verka- manna er verið hafði héldist og stillti upp í Dagsbrún. Ætið síðan, eða í 10 ár samfleytt, hefur afturhaldið stillt upt> í Dagsbrún, ýmist sem Alþýðu- flokkur eða Ihaldið, eða hvor- tveggja saman, en alltaf beðið verðskuldaðan ósigur. Stjóm einingarmanna hefur ætíð verið endurkjörin og í fyrra fékk hún hæstu atkvæða- tölu sína: 1331 atkv. en aftur- haldið sameinað aðeins 692 atkv Allar þessar tilraunir aftur- haldsins, með aðstoð alls þess blaðakosts hafa reynzt árang- urslausar, orðið að lúta i lægra haldi fyrir einingarvilja Dags- brúnarmanna. Og nú reyndist því ókleift að bera fram lista í Dagsbrún. Þetta er hinn herfilegasti Hannes M. Stephensen formaður. ósigur fyrir afturhaldið — er grundvallast á þvi hve eining- arvilji Dagsbrúnarmanna hef- ur vaxið að undanförnu og er orðinn svo öflugur að þeir gátu ekki stillt í Dagsbrún. Uppstill- Stjórn félagsins var sjálfkjör- in og óbreytt frá fyrra ári. Hún er þannig skipuð: Formaður: Sigurður Stefáns- son, varaformaður: Sigurfinnur Einarsson, ritari: Ögmundur Sig- urðsson, gjaldkeri: Þórður Sveinsson, varagjaldkeri: Jónas Guðmundsson. ing afturhaldsins í Dagsbrún nú hefði þýtt háðulegri ósigur fyrir það en nokkru sinni fyrr. Enginn efi er á því að eining- arstjórnin hefði komið sterkari út úr kosningu nú en nokkru sinni. Þessi úrslit í Dagsbrún nú sýna live einbeittur vilji verka- manna er til einingar um stétt- arinál sín. í þeim birtist hinn fasti ásetningur verkamanna að bæta kjör sín aliverulega nú. Dagsbrúnarmenn eru nú að búa sig undir væntanleg átök og það, að einingarstjórnin er sjálfkjörin einmitt nú er glöggt merki þess að verkamenn láta ekki sundrast í komandi átök- um. Eining Dagsbrúnarmanna er ekki aðeins, sigur Dagsbrúnar, heldur styrkir hún verkalýðs- hreyfinguna hvarvetna um land og er hvöt og fordæmi verkamönnum hvar í flokki sem Varastjórn: Ólafur Bjarnason, Símon Bárðarson, Grétar Skafta- son. Trúnaðarmannaráð félagsins hefur nú samþykkt að boða vinnustöðvun á bátaflotanum frá 1. febrúar, hafi ekki náðst samn- ingar um kaup og kjör og fisk- verð fyrir þann tíma. Stjórn Jötuns íYestmanna- eyjum sjálfkjörín Vinnustöðvun boðuð frá 1. februar, hafi samningar ekki tekizt áður Vestmannaeyjum í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans Sjómannafélagið Jötunn hélt aðalfund sinn í gærkvöldi. Fund- urinn var mjög fjölmennur, og ríkti algjör eining uin baráttu- mál félagsins. þeir standa, að standa samein- aðir á stéttarlegum grundvellí um hagsmunamál sín. Eðvarð Sigurðsson ritari Guðmundur J. Guðmundsson fjármálaritari Sveinn Óskar Ólafsson meðstjórnandi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.