Þjóðviljinn - 22.01.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.01.1955, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 BLOÐSUNNUDAGURINN 22. JANÚAR 1905 Eldshím hins rússneshu rerhalíjjðs eftir Sverri Kristjánsson ÞAÐ gustaði kalt af Finnska flóanum um liin beinu og breiðu stræti St. Pétursborgar sunnudaginn 22. janúar 1905. Nepjan nísti í gegnum dýra feldi aðalsmanna og auðmanna keisaraborgar- innar, er þeir þeystu um göt- urnar í sleðum sínum, sem ólmir fákar drógu. Og þó var þennan dag einhver annarleg- ur blær yfir hinni stílhreinu köldu borg. Utan úr útjöðrum hennar barst þungt og þreytu- legt fótatak þúsunda manna. íbúar fátækrahverfanna voru komnir á kreik, síðskeggjaðir, klæddir dökkleitum lörfum, sumir í ógörfuðum sauð- skinnsfeldum að hætti rúss- neskra bænda, fæturnir vafðir tuskum. Hópurinn stækkaði, fylkingin lengdist, ísaumaðir kirkjufánar blöktu í kyljunni, margir báru myndir helgra manna og dýrlinga hinnar rétttrúuðu rússnesku kirkju. Frosin foldin dunar undir fót- um þessa fólks. Það gengur hægt og silalega eftir hinum glæstu götum aðals og auðs, en þó er auðsætt, að þetta fólk er ekki að rölta út í blá- inn, það gengur að ákveðnu marki. Förinni er heitið til Vetrarhallarinnar, þar sem al- faðir allra Rússa býr. Hér er hið heilaga, rétttrúaða Rúss- land á sinni pílagrímsgöngu til keisarans, sem í hug- myndaheimi rússneskrar al- þýðu hafði jafnan staðið næst- ur guði að tign. Til hans var jafnan leitað þegar fokið var í flest skjól. Þessir pílagrímar verksmiðju- hverfanna í St. Pétursborg höfðu með sér bænarskrá, sem afhenda skyldi hinum krýnda ' alföður Rússlands. Þeir ávörpuðu hann svofelld- um orðum: ,,Við, verkamenn, íbúar Pét- ursborgar komum til Þín. Við erum aumir og hrakyrtir þræl- ar, aðframkomnir af harð- stjórn og gerræði. Þegar þol- inmæði okkar var að þrotum komin, lögðum við niður vinnu og- báðum húsbændur okkar að gefa okkur aðeins svo mik- ið, að líf okkar yrði ekki ó- bærileg kvöl. En öllu var hafnað, allt er ólöglegt sam- kvæmt skoðun verksmiðjueig- endanna. Við, sem hér erum, margar þúsundir manna, svo og öll rússneska þjóðin, eig- um engin mannréttindi. Fyrir tilstilli embættismanna Þinna erum við orðnir að þrælum“. Þá eru taldar upp nokkrar bænir: uppgjöf pólitískra saka, almenn mannréttindi, lögákveðið lágmarkskaup, af- sal á öllum jörðum í hendur þjóðarinnar, almennur og jafn kosningaréttur. Síðan lýkur ávarpinu með þessum orð- um: „Keisari! Hjálpaðu fólkiÞínu! Brjóttu múrinn milli Þín og fólksins. Skipaðu svo fyrir, að bænir okkar verði heyrðar, og þámuntu gera Rússland giftu- ríkt. Ef þú gerir það ekki, þá deyjum við hér. Við eigum ekki nema um tvo vegi að velja: frelsi og hamingju eða gröfina". Múgurinn sígur áfram inn á torgið fyrir framan Vetrar- höllina. Dýrlingarnir horfa döprum augum á fólkið, sem er hátíðlegt á svipinn og lotn- ingarfullt, líkt og þegar það var til kirkju heima í þorpinu sínu -— „og þá reið af skrugg- an og skotin. .. .“. Allt í einu stendur lífvörður keisarans með spenntar byss- ur fyrir fiaman Vetrarhöllina. Lúður gellur hátt, skotin dynja á mannþyrpingunni, menn hníga unnvörpum niður á mjalldrifið torgið, vein hinna særðu blandast formælingum og bölbænum þeirra, sem lifa, eftir stutta stund hefur mann- fjöldinn tvístrazt, en haft á brott með sér fallna og særða. Hallartorgið er autt og hvítt — og rautt. En á fönnina hefur sagan skrifað dauðadóm hins rússneska keisaraveldis, þótt honum yrði ekki fullnægt fyrr en rúmum áratug síðar. Uppskera Blóðsunnudagsins var eitt þúsund fallnir og um tvö þúsund særðir. Og á þess- um sunnudegi hófst hin fyrsta rússneska bylting. Og nú gekk hún fram á sjón- arsviðið, yngsta stéttin í sögu Rússlands — verkalýðsstétt- in, frumburður rússneskrar stóriðju. Fljótt á litið var þessi unga stétt með yfir- bragði allrar annarrar rúss- neskrar alþýðu: lúsug, guð- hrædd, illa læs og skrifandi, keisaraholl og löghlýðin. En þó var þessi stétt ein vaxin því hlutverki að leysa vanda- mál rússnesku þjóðfélagsbylt- ingarinnar. I eldskím sinni á torginu við Vetrarhöllina beið hún að vísu mikið manntjón. En lífsblekkingar hennar lágu þar einnig særðar ólífissári. Rússneska keisarastjórnin hafði um nokkurt skeið gert sér ljósa grein fyrir þjóðfé- lagslegu mikilvægi verkalýðs- stéttarinnar. Lögregluyfirvöld keisarastjórnarinnar höfðu um aldamótin fundið upp á því snjallræði að stofna lög- leg verkamannasamtök, er nutu verndar keisaralögregl- unnar. Með þessu ætlaði keis- arastjórnin að slá tvær flug- ur í einu höggi: svæla sósíal- ista og byltingarmenn út úr verklýðshreyfingunni og beita henni gegn borgarastéttinni og pólitískum kröfum hennar. Slíkar bardagaaðferðir voru algengar í einræðisríkjum fyrr og síðar, Napóleon ni. reyndi þær á Frakklandi á 19. öld og Bismarck í Þýzkalandi nokkrum árum síðar. Á 20. öld hefur fasisminn leikið" þennan sama leik í stórbrotn- ari stíl. Hann hét Subatoff, yfirmaður hinnar keisaralegu leynilögreglu í Moskvu, er kom á laggirnar lögreglu- vernduðum verkalýðsfélögum árið 1901. En hann fór flatt á þessu, því að þótt náttúra verkalýðsfélaganna væri lam- in með lurk lögreglunnar, leit- aði stéttareðli þeirra út um síðir. Verkalýðsfélög Subat- Framhald á 11. síðu. Þessi bylting hafði átt sér langan aðdraganda. — Allar stéttir Rússlands höfðu borið við að þessum bálkesti: Stenka Razin og Púgatsjeff höfðu á 18. öld reist heri gegn keis- ara og aðli og reynt að hrinda oki bændaánauðarinnar; ung- ir aðalbornir hugsjónamenn, dekabristarnir, höfðu stofnað til stjórnarbyltingar 1825 og leitaztvið að gróðursetja vest- rænar lýðræðishugmyndir í hinni svörtu mold Rússlands. Borgaralegir menntamenn og stúdentar höfðu á síðustu ára- tugum 19. aldar gengið út á meðal alþýðunnar og reynt að bregða upp ljósi í náttmyrkri rússneskra sveita, og þegar þeir örvæntu um árangurinn, reyndu þeir að vekja þjóðina með því að vega háembættis- menn Rússlands unz þeir lögðu sjálfan krónhjörtinn að velli, Alexander H., keisara allra Rússa, árið 1881. En allt kom fyrir ekki: keisara- dómurinn sat sem fastast í krafti hins ruddalegasta valds og varð ekki bifað. Stephan G. Stephansson: Pttunborg Gert um varnarlausa verkamenn, skotna niður álelðis með ávarp til Zarsins I. I>að stóð eins og skotspónn með berskjölduð brjóst gegn byssunum spenntum, er atlagan hófst. I»að brást ekki dyggö fyrir brottflóttans grið, það bænhejTslulausa, það einstæða lið — þeir kappar frá Hungraðrahreysi, þær hetjur frá Réttindaleysi! Og svo reið af skruggan og skotin, sem skóg lýstur eldlng. Svo breyttust þau mögn í hræreyk og helkyrrðar þögn. Svo lyftist sá lognmökkur ögn, sem línblæja af líkbörum flotin. Svo glórði í þau hundrað, sem höfðu þar velzt — svo hvinu við óp þess af sársauka kvelst — og andartaks þögnin var þrotin. Þar stóð uppi £ hertygjum lífvörður lands hjá leifum af fylking ins vopnlausa mamis, við líkköst og lifandi brotin. Svo blasti við blæðandl hrönnin, £ unnvörpum ungur og rosklnn og ellinnar vanmegn og þroskinn, og fallinn lá bróðir um bi-óður og bamið við faðm slnnar móður. — Hún roðnaði rússneska fömún; Þar bænræknin böðuð £ tárum lá blóðrisa, dáin úr sárum. Það friðartákn, frelsimarlindin, sem fólkinu vfsaði á réttlætis dyr, stóð flekkað þess blóði — sem fyrr — þau krossmark og keisaramyndin. II. Afreks elnvalalið, Rússlands útvöldu! Þlð hvilizt verkalok við £ framtiðarsigrinum sælir! Hvert samvizkuinnræti sanngimi trútt, hver sjáandi hugur, hvert mannshjarta prútt, alit einróma máli ykkar mælir. Og lofstfrinn sá, t sem að lýðhetjur fá, hlotnast ykkur ei á þvi guðspjalli, er trúgjama tælir. Hann hangir svo langt uppl i aðfara öld, að aldrei mun ná til að bletta. þann skjöld sú óvizka, er óskilið hællr. Eim getur víst skynleysið skaðað og flengt og skotið um f jölmenni og einstakling hengt. En sannindi hopa ei að heldur. — Senn verður þér, kirkja og keisaravald, þín kúgun að glötun og tíundagjald og heitur þinn helvítlseldur. Því hið stmfellda lið er hið sterkasta lið, er hugsjónir hlaupa undir vigur gegn heimsku, sem lífsvonir brælir og yr. — Hver hirðir, hvor hníga skal fyrr? Sönn hetja mn málsefnið spj’r, en síður um sigur. Og sökum þess hrin ykkur heiðurinn á, sem hnígandi vöktuð upp menningarþrá þungsvæfu þjóð ykkar hjá, sem báruð til hamingju að hníga við svörð og helga með blóði jafnfordæmda jörð og höfuðból harðstjórnar andans og hjátrúar fjandans. Því sú kemur öld — hún er aðgætnum vís, þó ártalið finnist ei, hvenær hún rís — að mamuit og góðvild á guðrækni manns, að göfugeiks framför er eilífðin hans, að frelsarinn eini er lif hans og lið, sem lagt er án toUheimtu þjóðheiUir við, og alheimur andlega bandið og ættjörðln heUaga landið. Þá vitjar hann moldanna, hún eða hann! Sá heimur spyr engan mn lcyn, bara mann! Jaíntign verður tjaldbúð og stofan! Við likreitinn, þar sem þið ligglð í ró, hann leysir af fótmn sér volkaða skó, við torfdysin tekur hann ofan. 1905

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.