Þjóðviljinn - 23.01.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.01.1955, Blaðsíða 1
ÞIÓÐVILII Sunnudagur 23. janúar 1955 — 20. árgangur — 17. tölublað Þjóðvarnarilokkurinn snýst gegn því að verkafólk fái nokkra kanphækkun Fyrir nokkrum vikum greiddu þingmenn flokksins atkvœ&i meS grunnkaups- hœkkun til opinberra starfsmanna í síðasta blaði Frjálsrar þjóðar lýsir Þjóðvamar- ílokkurinn yfir því aðftann sé því algerlega andvíg- ur að verkafólk fái nokkra kauphækkun. Það myndi skapa „glundroða og efnahagslegt öngþveiti" og verða tilefni til gengislækkunar. Þess í stað eigi að „lækka dýrtíðina". Málgagn Þjóðvarnarflokksins ber þannig fram nákvæmlega sömu „röksemdirnar" og blöð stjórnarflokkanna og beitir sama orðbragðinu. Þetta er þeim mun athyglisverðara sem þingmenn Þjóðvarnarflokks- ins greiddu atkvæði með grunnkaupshækkunum opin- berra starfsmanna á þingi fyrir jólin og þar með með því að hæstlaunuðu starfs- mennirnir fengju hæstar uppbætur. Þeir fylgdu einn- ig athugasemdalaust tillögu sósíalista um að uppbæturn- ar til láglaunaðra starfs- manna yrðu mun hærri. Þeir minntust ekki á það einu orði að af því myndi skapast „glundroði og efna- hagslegt öngþveiti". Þeir héldu ekki eina einustu ræðu um það að þessi grunn- kaupshækkun myndi vera tilefui gengislækkunar. Og þeir ympruðu ekki einu sinni á því að í stað þess að hækka grunnkaup opinberra starfsmanna væri rétt að lækka dýrtíðina. Styöja enn grunnkaups- hœkkanir. Svo að annað dæmi sé nefnt hafa barnakennarar undanfar- ið borið fram kröfur um sjálf- sagðar og óhjákvæmilegar Flokkurmn Deildarfundir verða í öllum deildum annaðkvöld klukkan 8.30 e.h. á venjulegum stöðum. kjarabætur. Þeir hafa talað um 4000 kr. kaup á mánuði sem algert lágmark fyrir sig og fært að því full rök. Þessar yf- irlýsingar barnakennara hafa verið birtar í Frjálsri þjóð og blaðið hefur lýst fullum stuðn- ingi við þær — án þess að minnast á glundroða, efna- hagslegt öngþveiti, gengislækk- un eða að rétt væri að dýrtíðin yrði lækkuð í staðinn. Aðeins ekki peir lœgst- launuðu. Eu um leið og hinir lag- lauuuðu verkamenn Dags- brúnar bera fram kröfur um hækkað kaup snúast f orustu- menn Þjóðvarnarflokksins öndverðir og beita sér gegn þvi með kjafti og klóm — og hirða hráar áróðursgrein- ar upp úr stjórnarblöðun- um. Afstaða þeirra virðist þannig vera sú að sjálfsagt sé að allar stéttir þjóðfé- lagsins fái kauphækkun, allt upp í hæstlaunuðu starfs- menn hins opinbera, — nema verkafólkið sem býr við rýrust kjör allra stétta þjóðfélagsins. Hvaða glundroða myndi pað va\lda? Og Frjáls þjóð er svo ósvíf- in í andstöðu sinni við réttindi verkafólks að blaðið tekur und- ir þann áróður stjórnarblað- anna að kauphækkun þeirra lægstlaunuðu myndi leiða til Framhald á 3. síðu. Bandaríkjastjórn staðráðin að flytja her Sjangs frá Tasjen Stefnir her- og flugvélaskipum til Formósusunds Það er nú ljóst, að Bandaríkjastjórn er staðráðin í að flytja burt herlið Formósustjórnarinnar frá eyjum við strönd meginlands Kína. Knowland, leiðtogi repúblik- ana í öldungadeild iBandaríkja- Híkisstjórn íslands víll semjct við Svía Hefui tilkynnt að hún sé fús að ræða um nýjan loftfeiðasamning Ríkisstjórn íslands hefur tilkynnt sænsku stjórninni að hún sé fús að hefja viðræður um nýjan loftferðasamn- ing milli landanna. Oslóarútvarpið skýrði frá þessu í gærkvöld, en Þjóðvilj- anum hafði þá ekki borizt nein fréttatilkynning frá ríkisstjórn- inni um þetta. Sænska stjórnin sagði upp loftferðasamningnum, sem ver- ið hefur í gildi milli íslands og Svíþjóðar undanfarin ár, nú um áramótin. Ekki hefur verið tal- inn neinn vafi á því, að upp- sögnin sé runnin undan rif jum sænsk-norsk-danska flugfélags- Algert verkfall í Ruhrhéraði í gær Verkfall námuverkamanna og stáliðnaðarmanna Ruhrhéraði síðasta sólarhring var algert. Fréttamenn segja, að nærri því hver éinasti verkamaður sem verkfallsboðunin náði til, hafi lagt niður vinnu, aðeins örfáir menn, sem annast viðhald í nám- unum og gæta þess að þær fyllist ekki af vatni, mættu til vinnu og var það með samþykki verkfalls- leiðtoga. Ekki kom til neinna árekstra og allt fór friðsamlega fram. Adenauer minntist á verkfallið í ræðu sem hann f lutti í gær og fordæmdi það, enda þótt hann segðist ekki geta tekið undir þau ummæli, sem voru tilefni þess: að verkalýðshreyfingin hefði knú- ið fram vinnulöggjöfina frá því 1951 með ofbeldi og þvingunar- aðferðum. Ummæli þessi eru höfð eftir einum af leiðtogum vinnu- veitenda í Ruhrhéraði. ins SAS, sem óttast mjög sam- keppni Islendinga á flugleið- inni frá Norðurlöndum til Norður-Ameríku. þings, ræddi í gær við Eisen- hower forseta í Hvíta húsinu. Eftir fund þeirra var tilkynnt, að Eisenhower myndi á morgun leggja fyrir þingið tillögur um hvernig framkvæma bæri stefnu Bandaríkjanna varðandi varnir Formósu og fara þess á leit að þingið veitti honum heimild til ákveðinna aðgerða. Sá einn skilningur er lagður í þessa tilkynningu, að þingið verði beðið um að samþykkja að herlið Sjangs á eyjum við strönd Kína verði flutt á brott. Knowland sagði eftir fund þeirra Eisenhowers, að yfir- gnæfandi meirihluti þingsins myndi veita stjórninni heimild Framhald á 5. síðu Dagsbrúnaríund-! urumsamnings- uppsögn á f immtu dagskvöld Verkamannafélagið Dags- brún heldur fund n.k. fimmtu- dag, 27. þ. m. í Iðnó. Á þessum fundi verður tek- in ákvörðun um uppsögn samninga félagsins við at— vinnurekendur Dagsbrúnarmenn ættu að f jölmenna sem allra mest á þennan félagsfund. Verkamenn þurf a að sýna einhug og styrk- leika þegar í upphafi, með því er lagður grundvöllur að ár- angursríkum sigri þegar tíl baráttunnar kemur fyrir þeint kjarabótum sem verkalýðs- stéttin þarf nú að knýja iram. i Dagsbrúnarmenn! Ráðstafið ekki fimmtudagskvöldinu tit annars en að sækja félags- fundinn! Fjölmennið í Iðnó og vinnið að því að fundurina verði sem f jölsóttastur. Kvennaráðstefna hófst í gær Verkakvennaráðstefna Al- þýðusambandsins var sett í Eddu- húsinu í gær kl. 2. Forseti ráð- stefnunnar var kosin Herdís Ól- afsdóttir frá Akranesi, en ritari Halldóra Guðmundsdóttir Reykjavík. Mættir voru til þings 14 full- trúar, og er það nokkru færra en gert hafði verið ráð fyrir, og mun ófærð valda. Fleiri fulltrúar munu væntanlegir í dag. Forseti Alþýðusambandsins, Hannibal Valdimarsson, setti ráðstefnuna og flutti framsögu- ræðu um þau verkefni sem hún mun fjalla um. Eftir það hófust umræður. Fundinum í gær lauk með því að kosin var níu manna nefnd er undirbúi ályktanir fyrir fundinn sem hefst kl. 2 í dag. Starfsmenn Vegageriarinnar í alla fyrrliiott að hjálpa bílum af Hellisheiii KrýsuvlkurleiSin fœr - Hvalf}ar8arlei8- in lokuo en unniS oð opnun hennar i gœr Vegir út úr bœnum voru nær undantekningarlaust ó- fœrir eða lítt fœrir í gœrmorgun.. Hellisheiðin var farin í fyrradag og voru starfsmenn Vegagerðarinnar að hjálpa bílum niður af heiðinni til beggja hliða í alla fyrri nótt til kl. 7 í gœrmorgun. Suðurnesjavegurinn varð einnig ófœr, aðallega á Vatns- leysuströndinni. Um tíma munu 50—100 bílar hafa ver- ið fastir par. Vegagerðin sendi menn og vélar pangað og munu flestir hafa verið komnir leiðar sinnar kl. 3—4 í fyrrinótt. Innanbæjar f fyrrakvöld töfðust strætis- vagnarnir á leiðum sínum og komust jafnvel ekki á endastöðv- ar á sumum leiðunum. f gær- morgun áttu þeir einnig í erfið- leikum. Hellisheiðin. Hellisheiðin var farin i fyrra- dag og reyndi Vegagerðin að halda leiðinni opinni og voru starfsmenn hennar sem fyrr seg- ir að hjálpa bílum niður af heið- inni til kl. 7 í gærmorgun. í gær var að sjálfsögðu ekki reynt að fara Hellisheiðina. Krýsuvíkurleiðin. Sendir voru menn og vélar f rá Sósíalistafélag Hafnaifj.: Umræður um bæjarmál Sósíalistafélag Hafnarfjarðar efnir til umræðufundar um bæj- armál annað kvöld. Fundurinn verður að Strandgötu 41, og hefst kl. 9. Þess er vænzt að sem flestir félagar mæti á fundinum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.