Þjóðviljinn - 23.01.1955, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.01.1955, Blaðsíða 8
 g) _ ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 23. janúar 1955 ÍÞRÓTTIR ftlTSTJÓRl FRtMANN HELGASON Vesturbær varni hverfakeppn- ina bæði í karla^ og kvennafl. Urslitaleikir hverfakeppninn-' það gefa þeir aldrei eftir og ar fóru fram s.l. fimmtudag og j leiknum lýkur með 7 marka sigraði Vesturbær bæði í karla- mun sem er mikið miðað vi𠦦¦¦¦¦¦¦«¦¦••*¦•¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦•*¦«¦ og kvennakeppninni. Allir leikir kvöldsins vóru skemmtilegir og oft tvísýnir, og sigur Hlíða yfir Langholti, Vogum og iBústaðahverfi kom e.t.v. mest á óvart. Kvennakeppnin: Austurbær — Vesturbær 8:11 Fyrsti leikur kvöldsins vár í kvennaflokknum. Lauk fyrri hálfleik með sigri Austurbæj- ar 4:3. Strax í byrjun siðari hálfleiks mátti sjá áð mikið kapp vár í stúlkunum og undra mörg vítaköst r.--kvehnakepþni að vera. Vestufbær í jafnar á 3. mínútu en Austurbæjar- stúlkurnar virðast ekki ætla að gefa neitt eftir og á 5. mínútu standa leikar 6:4 fyrir þær og á 10. mínútu er enn tveggja marka munur 7:5. Var ekki laust við að Hannes bóndi Sigurðsson (bóndi fyrir báðum liðum) væri farinn að ókyrrast, og hvetja konur sínar en nú bregður svo við að á síðustu 5 mín. gera Vesturbæjarstúlk- urnar 6 mörk en Austurbæjar- Stúlkurnar aðeins eitt. Var merkilegt hve vörn þeirra opn- aðist og sennilega hefur það verið þreytan sem dró úr þeim, (eða vonleysi útaf „bónda"leys- inu því hann var ekki við- staddur þetta kvöld!). Gunnar Níelsen byrjar wel Vesturbær — Austurbær 30:27 Fyrri karlaleikur kvöldsins yar milli Austur- og Vesturbæj- ar og endaði hann með aðeins 3 marka mun eftir því sem tilkynningataflan sagði. Allur leikurinn var tvísýnn og allt gat skeð með úrslitin. Þó virt- ist manni Vesturbær hafa meira öryggi og þeir voru lagn- ari að finna smugur. Það var þó aðallega einn maður sem fann mark Austurbæjar öðr- um fremur en það var Karl Jóhannsson sem skoraði 14 mörk í leiknum; af fyrstu mörkunum 7 setti hann 6. Karl var því háskaleg leyniskytta fyrir Austurbæ eða leynivopn Vesturbæinga! Sá sem flest mörkin gerði í liði Austurbæjar var Pétur Antonsson sem skor- aði 8 cn næstur kom Snorri Ólafsson með 7. Eins og fyrr segir var leikurinn jafn á 5. mínútu (2:2), á 10. mín. (4:4), 12. mín. (5:5) á 15. mín. (8:8), á 23. (11:11). 1 fyrri hálfleik voru liðin jöfn en í síðari hálf- leik hn.fði Vesturbær alltaf yfir- höndiia og var aldrei verulega í hættu. Langholt, Vogar, Bústaða- hverfi — Hlíðar 26:33 Eftir fyrri leikjum þessara liða þótti líklegt að Langhylt- ingar myndu sigra en Hlíðarn- ar tóku nú upp léttari leik en áður. Þó var það ekki fyrr en síðast í fyrri hálfleik sem þeir lcomast yfir í mörkum 'en eftir leiki þessara liða í Hverfa- keppninni. En Hlíðamenn náðu nú bezta leik sínum, en L-aiig- hyltingar sínum lakasta. Sá hreyfanleiki sem einkenndi liðið fyrst var ekki fyrir hendi þetta kvöld. Það sem einkenndi leiki þessa voru hin mörgu mörk og skotin sem reynd voru í tíma og ó- tíma. Leikirnir báru þess vott að fólkið er ekki í fullri æf- ingu hvorki hvað knattmeðferð snertir eða úthald. Varnarleik- urinn er, opinn og gefur tæki- færi áð skora eða reyna að skora með ónákvæmum skot- um. Undantekningar eru auð- vitað frá þessu. Annars virð- ist manni hándknattleikurinn ekki eins ólöglega leikinn eins og hann var á tímabili en það þýðir aftur skemmtilegri íþrótt. Dómararnir eru líka að fá meiri myndugleik og festu þótt mikið vanti að samræmi sé milli dómara, en það stendur til bóta með hinu nýja dómara- félagi sem stofna á bráðlega innan H.K.R.R. Leikir þessir voru of langir. Ráðið má vara sig á að gera ekki áhorfendur leiða með því að sitja á bekkjunum í 3—3% tíma í senn, enda er fólkið tæp- ast í þjálfun fyrir 2x30 mín. leiki. Til þess að fá meiri stíg- andi í svona stutta keppni væri betra að raða ekki öllum leikj- unum fyrirfram. Draga um tvo fyrstu leiki og síðan leiki sá sem tapar við þann sem vinn- ur. Keppni þessi er skemmtileg og þægileg tilbreyting frá því venjulega. Illa gengur að fá áhorfendur ofan af því að hætta að reykja meðan á keppni stendur þrátt Framhald á 11. síðu Bob Richards stökk 4.66 m. á stöng Fyrsta keppni þeirra Norð- urlandabúanna sem vestur fóru til keppni í Bandarikjunum Gvnnar Nielsen byrjaði vel, þar sem Gunnar Nielsen frá Danmörku vann míluhlaupið. Aðalkeppinautur hans var bezti hlaupari Bandaríkjanna, Freddy Dwyer, og var almennt gert ráð fyrir að Freddy ynni auðveldlega og leit lengi svo út en á síðasta hringnum kom Gunnar öllum á óvart með gifurlegum enda- spretti og þeim árangri að hann kom 1 m á undan í mark á tímanum 4.07.9. í stangarstökkskeppninni voru meðal þátttakenda þeir Ragnar Lundberg frá Svíþjóð og Eeles Landström frá Finn- landi og urðu þeir jafnir, stukku 4.27 og fengu þriðjá sæti. Sigurvegari varð Bob Richards og stökk 4.66 og virðist hann ekki far- inn að láta á sjá eða slá slöku við æfingar. Annar varð Bandaríkjamaðurinn Don Laz og stökk hann 4.42. Etiopía sendir lið til 0L1956 Lítið hefur verið í blöðum eða fréttum um afrek íþrótta- manna í Etiópíu en nú koma fréttir um að þeir ætli í þess- um mánuði að heyja fyrsta landsleik sinn og á hann að fara fram í Addis Abeba. Ætla þeir að keppa við Egypta. Margir munu velta því fyrir sér og spyrja hvort þegnar Haile Selassi kunni að leika knattspyrnu. Um nýárið reyndu þeir sig við úrval úr egypzka hernum og unnu 1:0. Vekur þessi árangur töluverða athygli þar. sem í liði Egypta voru 6 leikmenn úr landsliði þeirra. Eftir þetta hafa þeir ekki aðeins samið um alvöru landsleik við Egypta heldur líka ákveðið að senda lið á næstu Olympíuleiki. 1 Etiópíu starfar nú austur- rískur þjálfari frá Vín. Á hann að vinna að því m.a. að skipu- leggja knattspyrnu í öllum skólum landsins. Æskan á að vinna í anda flokksleikja — samstarfsins. Hafdjúpa- Framhald áf 7. síðu. ar voru á „Vítíasi" á fimm ár- um, urðu hinar árangursríkustu. Mikill hluti af Beringshafi og nálægum höfum hafa verið rannsökuð. Jarðfræðingar hafa fengið í hendurmikilvæg gögn til að ákvarða mishæðír hafs- botnsins og jarðsögu hans. Það hefur náðst í bergtegundir af botninum, sem aldrei hafa fyrr náðst. Og árangurinn er mikil- ýægur, hann eykur miklu við þekkinguna á djúpum hafsins °g byggingu jarðlaganna. J Núera skatta- iramtals- eyðublöðin • B © ©g kam- talsfrestuz stuttur við skctK r^mtöi INGI R. HELGAS0N, lögfrœðingur, Skólavörðustíg 45, sími 82207. Þorrablót Eyfirðingafélagsins veröur haldið laugardaginn 29. jan. í Sjálfstæöis- húsinu og hefst kl. 6.30. Áskriftarlisti liggur frammi í HafliSabúö, Njáls- götu 1, á morgun og þriöjudag. Aögöngumiðar seldir á miövikudag og fimmtu- dag. Skemtinefndin IITSALA Eítir eru á útsölunni: Nokkrir frakkar á 280.00 — 400.00 Nokkrir jakkar á 100.00 — 500.00 Unglingaíöt á 12 ára frá 100.00 — 600.00 Nokkur fatasett úr tweedefnum á 280,00—400,00 (Aðeins stærð 40). Nokkur sett úr vönduðum alullarefnum á niðursettu verði, 750.00 — 850.00. 11 imcx Laugavegi 20. Kvöldvaka með hókmenntakynningu — upplestri úr verkum Þórbergs Þórðarsonar verður í TJARNARKAFFI í kvöld og hefst kl. 9 DAGSKRÁ: 1. Björn Þorsteinsson, sagnfr.: Fáein orð i um. Þórberg Þórð- arson, -¦*- i 2. Þóroergur Þórðar- son les upp úr ó- prentaöri bók sinni 3. Upplestur úr verk- um Þórbergs Þórð- arsonar. Flytjend- ur: Karl Guð- mundsson leikari, Óskar Ingimarsson leikari, Einar Kilj- an Laxness stud mag. 4. Stiginn dans. Aðgöngumiðar kosta 30 kr. og verða seldir í skrif- stofu ÆFR, Þórsgötu 1 kl. 2 til 7 í dag og við inn- ganginn. LANDNEMINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.