Þjóðviljinn - 23.01.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.01.1955, Blaðsíða 11
Sunnudagur 23. janúar 1955 — ÞJÓÐVTLJINN (U Uppeldisstöð hreppstjórans Framhald af 3. síðu. inn okkar, hann átti allar kröfur á það og reikninga í þúsundum, en hinsvegar gerði hann það af umhyggju fyrir Alþýðuflokknum og assku þessa byggðarlags, að reka húsið áfram á hans nafni svo það liti út sem þessi ágæti flokkur ætti húsið. Það er því í raun og veru Alþýðuflokks- félagið hérna sem veitir okk- ar dýrmætu unglingum þetta eftirsótta uppeldi lífsins, frjálst og óþvingað undir al- máttugri verndarhendi og allt- sjáandi auga hreppstjórans okkar. Heldurðu að það sé nú munur á starfsemi eða hjá flokksnefnunni þinni? Nei, kunningi, um það skulum við ekki tala. ÞAÐ væri ekki úr vegi að minnast á öll þessi blaða- skrif, sem orðið hafa um áramótadansleikinn okkar. — Þar er miklu logið á ýmsa og eins og ég gat um í upphafi er æði villandi frá sagt, Fyrst er þess að geta að dans- leikur þessi er auglýstur í Al- þýðublaðinu þann 30. og 31. desember af Stjórninni. Hvaða stjórn? Nú auðvitað af Al- þýðuflokksfélagsstjórninni, hreppstjórinn okkar lofar henni svo sem að hafa heið- urinn af því að reka húsið, þó allt sé þetta gert á hans kostnað með stórum undir- ballans. Aðgangup var seldur á 50 krónur og var það ekki mikið, því skemmtunin átti að standa til klukkan fjögur um nóttina og það skal mikið til, til að standa undir heilli hljómsveit þótt styttri tími sé. Þarna komu vitanlega ung- lingar hreppsins, sumir fjór- tán, fimmtán ára og eldri og kannski yngri, því hreppstjór- inn okkar var fyrst og fremst að hugsa um að þessi blessuð börn gætu einliversstaðar fengið að skemmta. sér í friði á þessu hátiðiskvöldi. Auð- vitað voru nokkrir eldri ung- lingar þarna, en það voru nú einmitt óróaseggirnir. — Skemmtunin fór í alla staði vel fram. Hreppstjórinn okk- ar sá um það að ekki væri drukkið meira en gestir gátu þolað og enginn dó, en hins vegar var ekki margt um manninn en allir ánægðir, því hér áttu tbörnin okkar að fá að skemmta sér á ábyrgð Al- þýðuflokksins, sem auglýsti skemmtunina, og undir vernd- arvæng hreppstjórans okkar, sem er vörður réttar og laga í okkar ágæta og einstæða hreppi, Kópavogshreppi. JÁ, það var fámennt og þeg- ar klukkan var að verða tvö, sá hreppstjórinn okkar, að þetta yrði allmikill undir- ballans, og hann, sem hefur látið allan sinn aur í þetta félagsheimili Alþýðuflokksins, gat ekki risið undir tveggja tíma kaupi heillar hljómsveit- ar, því þetta fámenni ungling- anna gerði út af við allan tekjuafgang kvöldsins. Hann tilkynnti því þessum hífuðu unglingum að ballið, sem átti að standa til f jögur fyrir fimmtíu kall, væri búið, nema þeir vildu vera svo elskuleg- ir að losa sig við tapið og borga þrjátíu krónur til við- bótar, en þá mættu þeir líka dansa meira, kaupa meiri gos- drykki og drekka meira, hann skyldi vemda þá áfram gegn öllu hnjaski. Sumir ungling- anna voru svo elskulega skyn- samir að verða við þessum hógværu tilmælum hrepp- stjórans okkar, en hvað held- urðu að sumir hafi gert? Ja, það er fáheyrt, þeir neituðu að borga þessar þrjátíu krón- ur, þóttust hafa borgað nóg með fimmtíukallinum og vildu halda áfram að drekka, dansa og dufla bara fyrir ekki neitt. Ja, og svo fóru þessir ung- lingar að brúka munn, hugs- aðu þér, brúka munn við hreppstjórann okkar, þennan mann, sem hefur næstum gert sig gjaldþrota við að haldá uppi þessu eina afdrepi, þar sem unglingarnir okkar geta fengið lögverndun við að læra að þekkja. lífið. Og held- urðu að munnsöfnuðurinn hafi verið þessum ölóðu unglingum nægur, nei ekki aldeilis. Þeir ruku til og brutu borð og rúð- ur, næstum allar rúður húss- ins. Eins og hreppstjórinn okkar væri ekki orðinn nægi- lega undirballans á skemmt- uninni. En hrep'pstjórinn okk- ar er reglulegur hreppstjóri og gætir sinna unglinga með snilld. Hann er réttlátur eins og hans guð er réttlátur. Unglinga, sem rjúka upp í fít- onskrafti út af einum skitn- um þrjátíukalli, agar hann og typtar eins og vor herra typt- ar sín börn. Hann hringdi því í þá ágætu hafnfirzku lög- reglu og lét hana koma og sendi þessa lögreglu með f jóra unglinga í þann hafnfirzka Stein. Hreppstjórinn okkar var sjálfur gæzlumaður þess- arar skemmtunar, svo þú sérð á öllu að Mánudagsblaðið bara skrökvar þegar það seg- ir að gæzlumaðurinn hafi ver- ið settur í Steininn. Rétt eins og hann hafi verið að æsa þessa unglinga upp með þrjá- tíukalli eða svíkja gefin lof- orð. Nei, þú getur nærri. — Hreppstjórinn okkar svaf hjá sinni ágætu konu, eins og hann er vanur að gera eftir erfiðið við uppeldi ungling- anna, enda hefur hans kona oft og tíðum hjálpað honum með því að standa þreytt og úttauguð við afgreiðslu á drykkjarföngum handa ung- lingunum, svo þú getur nærri hvort þau muni ekki sofa vært á meðan hafnfirzk lög- regla handjárnar ölóð ung- menni og lætur þau finna hvernig fer fyrir þeim, sem heldur kjósa Steininn og handjárn innan fjögra veggja fangaklefans heldur en borga einar skitnar 30 krónur. Og þú skalt bara ekkert vera að hneykslast á því þótt unglingar séu handjárnaðir í fangaklefa, því þeir gætu nefnilega tekið upp á því að brjótast út eða hengja sig í buxnastrengnum sínum, en hafnfirzk lögregla hefur meiri vara á sér um slíka hluti en lögreglan hjá þér, kunningi, og handjámin í Hafnarfirði eru alveg hundrað prósent örugg og gera sér víst engan mannamun. Og lögreglan þar er líka árvökul í starfi, eins og hreppstjórinn okkar. Hún lætur ekki sextán ára ung- lingum líðast að brúka kjaft eins og fullorðið fólk. Nei, svoleiðis unglinga setur hún bara í Steininn. Og eins og hreppstjórinn okkar er hún ekki að koma uppum svona sextán ára peyja með því að hringja heim til mæðranna, enda væri það að isvíkja drengina. Hreppstjórinn og sú hafnfirzka lögregla eru nær- gætnin sjálf í starfi sínu gagnvart unglingunum og hlaupa ekki eftir upphrópun- um hræðslugjarnra mæðra. ÖG eitt skál ég segja þér að lokum, vinur minn, svo þú sjáir hve vel sumir kunna að meta hreppstjórann okkar sem unglingaleiðtoga. Nýskip- uð barnaverndarnefnd hefur ekki enn séð neina ástæðu til að fara eftir sögusögnum um okkar ágæta félagsheimili Al- þýðuflokksins og á þó sóknar- presturinn sæti í þeirri nefnd, sá dánumaður og prédikari og stofnandi heldrimannaklúbbs- ins í Kópavogi, nei, sá góði kristsklerkur hleypur ekki eftir liverju sem er, og það þótt standi í lögum að barna- verndarnefnd skuli hafa eft- irlit með skemmtunum.. Og sjálfur sýslumaðurinn okkar, hann Guðmundur I. Guð- mundsson, sér ekkert athuga- vert við hreppstjórann okkar, enda eru þeir flokksbræður og af sama sauðahúsi og get- urðu þá nærri að ekki mundi sá dándismaður láta liggja í láginni ef siðspilling ungling- anna væri lögvernduð i Kópa- vogi eins og bezt gerist í Ameríku. Og síðast en ekki sízt, hefurðu séð þá hlið við hlið, dómsmálaráðherrann okkar og hreppstjórann okk- ar, hefurðu séð hve andlit og umfang er steypt í sama mót manngæzku og réttvísi, þarna sérðu bara ef þú berð sjálf- an yfirmann dómsmálanna saman við þjóninn, sem yrkir þá grýttu jörð hér hjá okk- ur, þeir eru bara alveg eins. Og það veiztu, þó þú vitir ekki neitt, að dómsmálaráð- herrann líður ekki afglapa í starfi, slíkum mönnum hendir hann á svipstundu inn í gróð- urhús gleymskunnar. Sem sagt, barnaverndarnefnd, Guð- mundur í. Guðmundsson og Bjarni Benediktsson, standa heiðursvörð um hreppstjór- ann okkar og styðja hann í sínu vafsturssama uppeldis- starfi, og þetta eru aðilar, sem ekki fara í háaloft út af einum þrjátíu peningum. Vertu ævinlega blessaður. Þú skrifar mér vonandi til bráð- lega en ég tek þér vara fyrir því, að ég tek ekki neinum slcætingi um Alþýðuflokksfé- lag Kópavogshrepps eða hreppstjórann okkar. Blessaður. Kópavogsbúi. M.s. Dronrting Alexandríne fer til Færeyja og Kaupmanna- hafnar þriðjudaginn 25. janúar. Tilkynningar um flutning ósk- ast sem fyrst. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Erlendur Pétursson. m inn incýCLrápfol Snjébuxur Skíðabnxur á börn og fullorðna og all- af aðrar tegundir af síðbux- um úr vönduðum og góðum ullarefnum. ÁLAFOSS, Þingholtsstræti 2. Iþróttir Framhald af 8. síðu. fyrir beiðnir og skráð bönn og sama er að segja um ærslin í strákum ef hlé verður, þrátt fyrir það að verðir banni það. Er sýnilegt að húsið verður að grípa til róttækra ráðstafana. Það verður að fjarlægja þetta fólk með fullkominni alvöru og útiloka það frá því um ákveð- inn tíma. Það er ergilegt að sjá hve áhorfendur eru tillits- lausir við fólkið sem er að skemmta því og það er komið til að horfa á. Það eitrar fyrir því loftið með reykingum, það gerir sér leik að því að bera óhreinindi á gólfið, sem keppt er á, og það leyfir sér meðan á leik stendur að hlaupa yfir gólfið með alsnjóuga fætur og stappa um leið af sér svo snjór- inn myndar polla sem eru beint hættulegir keppendum. Þeir sem leigja húsið verða að gera meira til að. hindra að þetta geti gengið leik eftir leik, viku eftir viku og mánuð eftir mán- uð. Þetta er ómenning sem ekki er samboðin skemmtilegri í- þrótt. ... NIÐURSUÐU VÖRUR Innlánsdeild tekur á móti sparifé til ávöxtunar Innlánsvextir eru háir FÉLAGSMENN, stuðlið að eflingu félagsins með því að ávaxta fé yðar í eigin fyrirtæki. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis SkrifsSofa Skóiavörðustíg 12. Afgreiðslutími alla virka daga frá kl.' 9—12 og 13—17, nema laugardaga kl. 9 f.h. — kl. 12. * ★ * KHAKi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.