Þjóðviljinn - 30.01.1955, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.01.1955, Blaðsíða 3
Sunnudagur 30. janúar 1955 — ÞJÖÐVILJINN — (3 Ný skymasterflugvel Loftleiða Framhald af 12. siðu. teknar upp_ vegna þess að reynsl- an á undanförnum árum hefur sýnt, að allveruleg eftirspurn hefur verið eftir ferðum til Mið- og Suður-Evrópu. Taldi félagið rétt að hefja ferðir til Luxem- burg, þvi að þaðan eru mjög góð ferðasambönd við hinar ýmsu stórborgir Mið- og Suður- Evrópu, t. d. er aðeins fjögra tíma ferð með járnbraut eða langferðavagni til Parísar og tveggja tíma ferð til Frankfurt í Þýzkalandi. Aukið starfslið Eins og áætlun Loftleiða ber með sér verður um talsverða aukningu á starfsemi félagsins á komandi sumri að ræða, í þjón- •ustu félagsins eru nú starfandi um 110 manns, þar af 6 flug- áhafnir, en á næsta sumri áætl- ar félagið að hafa 10 flugáhafn- ir. Þar sem íslenzkir flugmenn með þá reynslu sem nauðsynleg er til að fljúga skymaster-flug- vélum eru ekki nægilega margir í svipinn, er gert ráð fyrir að ráða verði nokkra erlenda flug- liða, auk þeirra íslenzku flug- manna, sem þjálfaðir verða hjá félaginu. Allir flugliðar Loft- leiða eru þjálfaðir í Ameríku og gahga undir sömu próf og flug- Musica sacra í kvöld kl. 8 hefjast 2. tón- leikar FÍO á þessum vetri í Kristskirkju (Landakotskirkju). Dr. Victor Urbancic leikur á org- el Svítu eftir Hándel, sem upp- runalega er samin fyrir slag- hörpu, en dr. Urbancic hefur út- sett hana fyrir orgel, Ennfrem- ur leikur hann Chaconne eftir þýzka tónskáldið Höller, sem er í fremstu röð lifandi kirkjutón- skálda, þýzkra, og er þetta stór- brotið orgelverk. — Gaman verð- ur að heyra í hinu nýja orgeli kirkjunnar. Það er með þrem tónborðum og fótspili. 36 raddir eri( í því, 2170 pípur. Það var byggt 1950 af Frobeníusi í Dan- mörk en hefur aldrei heyrzt ut- an guðsþjónustu hingað til. — Haraldur Hannesson mun syngja gömul kaþólsk íslenzk sálmalög frá 15. og 16. öld, en Ingvar Jónasson leikur kirkjusónötu fyrir fiðlu eftir austurríska tón- skáldið Biber frá 1621, sem dr. Urbancic hefur búið orgelundir- Jeik við. — Þess ber að geta að kirkjan er nú upphituð með hita- veitu og má því búast við því að tónlistarunnendur uni sér vel. — Aðgangur 'er ókeypis að þessum sem öðrum tónleikum í flokknum „Musica sacra“, sem Fél. ísl. organleikara gengst fyrir. liðar annarra flugfélaga vestan hafs. Veiðihús og vötn fyrir erlenda ferðamenn Sívaxandi fyrirspurnir berast frá erlendum ferðamönnum, sem áhuga hafa fyrir að heimsækja ísland. Reyna skrifstofur Loft- leiða í New York, San Franc- isco, Kaupmannahöfn og Ham- borg, svo og umboðsmenn ann- arstaðar, að greiða fyrir þessu fólki eftir því sem hægt er, en skortur á gistihúsum á íslandi er hér verstur þrándur í götu. Félagið hefur í huga að gera tilraun til að taka á leigu veiði- hús og veiðivötn í sumar og leigja síðan erlendum ferða- mönnum. Er stjórn félagsins sannfærð um að auka megi gjaldeyristekjur af ferðamönn- um hér á landi verulega, ef möguleikar væru til að taka sómasamlega á móti þeim. Nýr sölustjóri í Kaupmiannahöfn Félagið hefur nýlega ráðið í þjónustu sína nýjan sölustjóra í Kaupmannahöfn. Heitir hann j H. Davids Thomsen og er einn af þekktustu og reyndustu mönnum þar ‘ í borg í þessu J • starfi, en áður var hann yfir- maður söludeildar SAS í Höfn. J. H. Petersen, sem að undan- förnu hefur veitt skrifstofu fé- lagsins í Kaupmannahöfn for- stöðu, mun gegna því starfi áfram. Matsalur á Reykja- víkurflugvelli í ágústmánuði s. 1. lét Loft- leiðir smíða og tók í notkun nýjan matsal skammt frá stjórn-j turninum á Reykjavíkurflugvelli j fyrir þá farþega, er fljúga með flugvélum félagsins milli Evrópu og Ameríku. Rúmar salur þessi allt að 100 manns. Bryti er þar Elíps ■ Dagfmnsson. Deilan við S. A. S. í sambandi við hina marg- umræddu deilu við S. A. S., skandinavíska flugfélagið um fargjöld Loftleiða h. f. lagði Kristján Guðlaugsson formaður Loftleiða sérstaka áherzlu á, að deilan væri nú ekki lengur í höndum hinna tveggja fyrr- greindu félaga heldur utanríkis- ráðuneyta íslands og Svíþjóðar. Þess vegna hefði Loftleiðir í rauninni ekkert að segja í þessu máli annað en félagiö myndi standa á rétti sínum, það hefði fullt leyfi íslenzkra og banda- rískra stjórnarvalda til að hafa lægri fargjöld á leiðinni ísland- Ameríka en önnur félög, þ. á. m. S. A. S. Húsgagnaholstr- arar endurkjúsa stjórn Sveinafélag húsgagnabóistrara hélt aðalfund 25. þ. m. Stjórnin var öll endurkjörin. Stjórnin er þannig skipuð: Þorsteinn Þórðarson formaður, Karl Jónsson ritari, Poul Jac- obsen gjaldkeri. Hallbiörg Biarnadóttir heldar skemmtun í áust- urbæj&rbíói á þriðjudag Hallbjörg Bjarnason er stödd hér á landi um þessar mundir, eins og kunnugt er; og efnir hún til sjálfstæðrar skemmt- unar í. Austurbæjarbíói á þriðju dagskvöldið kl. 11:30. Flytur hún sama prógramm og í Ny- gade-ieikhúsinu í Kaupmanna- höfn, er hún leigði það í fyrra. Er hér aðallega um að ræða Hallbjörg Bjarnadóttir. söng, þar í eru innifaldar stæl- ingar á öðrum söngvurum. — Vegna fjölmargra áskorana er henni hafa borizt að undan- fömu mun hún að lokum syngja nokkur „gömlu lögin“ sín, er menn minnast frá þeim dögum er hún fyrst hóf að syngja. Systir Hallbjargar, Steinunn Bjamadóttir, mun einnig syngja nokkur lög; og „hrað- teiknarinn" mun teikna myndir af nokkrum áheyrenda. Fimm manna hljómsveit leikur á skemmtuninni. Hallbjörg er samningsbundin við útvarpið í Kaupmannahöfn, og mun syngja fyrir það inn á plötur í næsta mánuði. Annars hefur hún upp á síðkastið ver- ið á söngferðalagi um Noreg, Sviþjóð og Þýzkaland. Félag bifvélavirkja endurkýs stjóni sísa og segir upp samningum Félag bifvélavirkja hélt aðalfund sinn í fyrrakvöld. Stjórnin var endurkjörin einróma. Jafnframt var rætt um uppsögn samninga og samþykkt uppsögn. Stjórn Félags bifvélavirkja er þannig skipuð: Formaður Valdi- mar Leonhardsson, varaformað- ur Lárus Guðmundsson, ritari Sigurgestur Guðjónsson, gjald- keri Karl Árnason, aðstoðar- gjaldkeri Finnbogi Eyjólfsson. — Árni Jóhannesson gjaldkeri styrktarsjóðs var einnig endur- Stúkur halda kvöldvökur Þingstúka Reykjavíkur og góð- templarastúkurnar hér í bænum efna t'il fjölbreyttra útbreiðslu- funda um bindindismál, með kvöldvökusniði, n. k. mánudags-, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Kvöldvökurn- ar verða í Góðtemplarahúsinu og hefjast kl. 8.30 stundvíslega öll kvöldin. Á kvöldvökum þessum fara fram ýms skemmtiatriði, svo sem hljómleikar, upplestrar, gamanvísnasöngur og eftir- hermur, leikþættir, einsöngur og kórsöngur; ennfremur verða flutt erindi um bindindismál. Sömu aðilar hafa undanfarin ár gengizt fyrir svipuðum kvöld- um: Hafa þau jafnan verið vel sótt, enda allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Skautamót í dag I dag kl. 2:30 e.h. hefst skautamót hér á Tjörninni í Reykjavík. — Þátttakendur í keppninni eru úr KR, Þrótti og Skautafélagi Reykjavíkur og í þeim hópi er Kristján Árna- son, kunnur skautamaður. Keppendur og starfsmenn þurfa að vera mættir kl. 2 e.h. Fundur gegn hersetunni Samvinnunefnd andstæðinga hersetu á Islandi efna til um- ræðufundar í Breiðfirðingabúð næstkomandi fimmtudag. Fund- urinn hefst kl. 9, og eru frum- mælendur þrir, þeir Ingimar Sigurðsson, Haraldur Jóhanns- son og Hallberg Hallmundsson. Að loknum ræðum þeirra hefj- ast almennar umræður. Nánar verður greint frá fund- inum eftir helgina. kjörinn einróma. Var samþykkt með öllum at- kvæðum gegn 1 að segja upp samningum félagsins. Fundurinn var fjölmennur. Samkotnulagi náð I Hveragerði Samningaumráiður fóru franí í fjmradag milli fulltrúa Verka- lýðsfélags Hveragerðis og full- trúa Meitils h. f. um kjör verka- manna í Þorlákshöfn, en verka- lýðsfélagið hafði sagt þeim samningum upp. Samlcomulag náðist um ýmsar breytingar til bóta á samningn- um og halda báðir aðilar fundi um það samkomulag í dag. Er líklegt að það verði samþykkt. Forseti Alþýðusambandsins, Hannibal Valdimarsson, tók þátt í samningum þessum með full- trúum verkalýðsfélagsins. Húsgagnasmiðir endurkjósa stjórn sína Sveinafélag liú sga gn asmiða hélt aðalfund 26. þ. m. Stjórnin var öll endurkjörin. Stjórnin er þannig skipuð: Bolli Ólafsson formaður, Krist— inn Guðmundsson varaformaður— Guðmundur Samúelsson ritari^ Ólafur Guðmundsson féhirðir^ Jóhann Erlendsson varaféhirðirv Varastjórn: Aðalsteinn Helgason(| og Bjarni Einarsson. Aðalfundur Þérs Starfsmannafélagið Þór hélty aðaifúnd sinn s. 1. föstudag. I stjórn voru kosnir: Formaður Björn Pálsson (flug-«. maður), varaformaður Viktor- Þorvaldsson, ritari Gunnar Þor—. steinsson, gjaldkeri Albert Jó-««, hannesson, meðstjórnandi Ari Jósefsson. Varamenn: Ásbjöm Guðmundsson og Helgi Einars— son. Samþykkt var að segja upf*^ samningum, og renna þeir út l^, marz næstkomandi. Sósíalisfofélag Reykjavíkur Félagsfundur * 'T verður þriðjudaginn 1. íebrúar n.k. klukkan 8.30 e.h. að Þórscafé (gengið inn írá Hlemmtorgi). DAGSKRá: 1. Einar Olgeirsson: Þjóðartekjurnar og arðrán einokunarauðvaldsins, (ræða). 2. Bjöm Bjarnason: Verkalýðsmál (fram söguræða). Tekið er á móti nýjum meðlimum á fundinum. Stjómin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.