Þjóðviljinn - 13.03.1955, Síða 7

Þjóðviljinn - 13.03.1955, Síða 7
Sunnudagur 13. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Sjötíu og níu af stöðinni Indriði G. Þorsteinsson: Sjötíu og níu af stöðinni. — Saffa, 148 blaðsíður. — Iðunnarútgáf- an Reykjavík 1955. Nafnið er upphrópun. Pían kallar í hátalarann: Sjötíu og níu af stöðinni; þá veit númer 79 að röðin er komin að hon- um, harín á að taka farþega þar á staðnum, aka þeim „af stöð- inni“. Þessi köll píunnar eru einskonar viðlag í þessari Reykjavikursögu af bílstjóran- um úr Skagafirði. Hann hefur unnið þetta starf nokkur ár, ek- ur bifreið „árgerð 1940“; það er góður bíll og þó_farinn að láta á sjá, en ICA og önnur undra- lyf handa bílum víst ókomin á markað. Bílstjórinn kemst í tæri við konu sjúks manns í Danmörku, skömmu seinna verður hún ekkja og allt virðist munu leika í lyndi; en þar er þá Kani á fleti fyrir; og þar sem bílstjóranum hefur orðið að festa ást við konuna verður honum nú það eitt fyrir að aka heimleiðis í örvæntingu. Það er mikil bílferð: leiðin löng, bíl- stjórinn drukkinn og barinn — og það „hafði nýlega verið bor- ið ofan í veginn á kafla fyrir neðan Arnarstapa og mun bif- reiðarstjórinn hafa misst vald á bifreiðinni í lausri mölinni“ eins og segir í sögulok eftir útvarpinu. Þar lýkur sögu beggja, manns og bifreiðar. Það er ekki löng saga; fljótt á litið virðist efnið heldur ekki ýkja merkilegt. Höfundur hefur sagt í viðtali að fyrsta skylda skáldsagnahöf- undar sé að segja sögu. Hins- vegar verði ekki komizt hjá að halda einhverju fram. Og þó honum hafi kannski verið mest í mun að rækja „fyrstu skyldu" sína, má lesa Sjötíu og níu af stöðinni með ýmsum hætti. Á köflum má til dæmis lesa hana sem innlegg gegn her í landi; eða hversvegna er þessi ameríski hermaður ekki full- nægur frú Guðríði Faxen? Hversvegna tekur hún bílstjór- ann skagfirzka fram yfir hann á úrslitastundu? Það skyldi þó aldrei vera að því fylgdi í einu íslenzkur sársauki og mannlegur tómleikur að gefast útlendum hernámsmanni? Þess- ar spurningar eru meðal þeirra sem sagan vekur. Hún er einnig mjög skilrík og sannferðug lýs- ing á lífi (einhleypra) leigubíl- stjóra í Reykjavík, stéttar sem ekki hefur komið mjög við sögu í bókum hingað til, en leggur þó til sterkan drátt í svipfar borgarinnar, og er kunnugri bakhlið hennar og nóttum en margan skyldi gruna um ljósan dag. Höfundur hefur sjálfur eitt sinn talizt til þessarar stéttar, og hann lýsir ýmsum þáttum í lífi hennar af valdi. En þessi lýsing er þó ekki tilgangur sögunnar. Annar er mergurinn málsins. Maður les söguna fyrst og fremst sem upphrópun, eins og nafn hennar; og sú áköll- un leggst út einhvernveginn á þessa leið: Taktu, maður, vara á þér. Hún er að því leyti sjálfsævisaga að hún túlkar leiða Indriða G. Þorsteinsson- ar við hinn gjallandi tómleik borgarlífs, við hina uppþorn- uðu gleði Reykjavíkurævin- -9 Indriði G. Þorsteinsson týra; þaðan liggur leiðin aftur heim — til lands og náttúru, blóms og dýrs. Þessi sérstaka sögupersóna hlýtur raunar aðs>- deyja við ásýnd fjallsins er rís yfir byggð hennar, en eftir stendur orðlaus eggjan: hugs- aðu um hvað á eftir fer. í þessum punkti snertast Atóm- stöðin og Sjötíu og níu af stöðinni. Sverrir Kristjánsson sagði í ritdómi um fyrrnefndu söguna: „Þannig liggja allar leiðir þessarar bókar heim til gamla íslands i dalnum. En þetta er ekki flótti skáldsins frá veruleikanum. Það er að- eins leit að nýjum varnar- stöðvum. . .“ Eg vildi segja eitthvað svipað um þá síðar- nefndu, Sagan er að vísu jafn- fjarri sveitarómantísku og allri annarri rómantisku; en hún á það sammerkt drjúgum hluta íslenzks skáldskapar í sögu og ljóði síðustu árin, að þar lifir náttúran að baki — hún hefur verið hald og traust ótalinna skálda okkar að .und- anförnu, og er það ekki raun- sæi út af fyrir sig ef heimur- inn er að öðru leyti sem hála gler? „Það var vont að finna uppgjörið og hrunið innan í sér og undanhaldið að hafa ekki reynt að losna úr sífelldri og dauðamerktri endurtekningu áranna í borginni, og vera mað- ur og ekki stýrisvél í þessum gamla bíl. Hafa í staðinn gras undir fótum og ekki malbikið og vélina og kalt járnið. . .“ hugsar bílstjórinn á síðustu heimleið sinni. Eg vildi sízt falla í freistni oftúlkunar á þessari sögu og vissulega skort- ir hana mikið á fjölvísi Atóm- stöðvarinnar. Þó skal gerð ein athugasemd enn: í Atómstöð- inni eru eyðileikurinn og lífs- uppgjöfin að nokkru stéttbund- in fyrirbæri, bundin félagsleg- um rökum. í Sjötíu og níu af stöðinni ristir sverð tómleik- ans mannshjartað um þvert, það örlar varla á þjóðfélag að baki hans. Það er enganveginn óskáldleg túlkun, en hún verð- ur þó staðlausari og umfram allt verða horf persónanna myrkari, óárennilegra um að litast. Ugla í Atómstöðinni stendur síðast með blóm í fangi. í sjötíu og níu af stöð- inni deyr aðalpersónan óum- flýjanlegum dauða. Sagan verð- ur harmsaga. Fyrstu tveir kaflar sögunnar virðast ýtarlegri en þörf er á, sömuleiðis þátturinn um hels- ingjaveiðarnar. Að öðru leyti er engin snurða á söguþræðin- um. Henni fleygir fram, hratt og þó án ásteytingar; viðburðir eru ekki tilbúnir heldur koma þeir af sjálfu sér; manni sýn- ist enginn vandi að segja svona einfalda sögu: það er eins og að sjá slípaðan flöt og muna ekki höndina né hamarinn sem börðu hrjúfan steininn. Mann- lýsingar eru skýrar, þó þær séu ekki margorðar; og það er raunar ánægjulegast alls við þessa sögu að höfundur vinnur dýrmæti úr hverri persónu sinni. Hann hefur samúð með þeim öllum, hann fer um þær mann- úðlegum höndum. Jafnvel Guð- ríður Faxen, sem syndlausir menn munu kasta að steinum langt fram eftir sögunni, rís í lokin. Hún er breysk, eins og við segjum á kristnu máli; en hún glatar ekki mannlegum kjarna sínum. Hún er óham- ingjusöm, en viðskilnaður höf- undar við hana vitnar í einu um bjartsýni hans á mannlegt eðli og samúð hans með við- leitni 'manneskjunnar í brjósti okkar — hve örðugt sem hún kann að eiga uppdráttar. Af- staða höfundar til mannsins er hin giftuvænlegasta sem verða má; ég viðurkenni að hún kom mér nokkuð á óvænt. Stíllinn er ósjálfstæður — stældur Hemingway. Ýmsir hafa lært sitthvað í stíl af þeim meistara; margir þeirra hafa auðgazt af honum án þess að glata sjálfstæði sínu. Ind- riði gengur í þessari sögu undir stílok hans, og krefst lítils fyrir sjálfs sín hönd. Margar setningar eru sem þýðing á Hemingway: „Það voru nokkrar stundir og þá hann kominn allur, fullskapaður og gjör- samlega allur. . .“, „Og þá hún öll í fangi mínu, komandi fast upp að mér“, o. s. frv. Mörg einstök atriði sögunnar sýnast falleg og nýstárleg, en maður spyr stundum: er þetta ósvikin upplifun, sönn tilfinning, eða er þetta bara still? Þegar bíl- stjórinn er eitt sinn staddur í Tíðaskarði á leið ofan úr Borg- arfirði, og sér borgarljósin skína við öll í einni andrá, verður honum um leið hugsað til konunnar sem hann ann — það er svona: „Hún kom ásamt ljósunum og það var mjög sterkt og mjög hlýtt að finna hana þannig án aðdraganda". Mér fannst þetta einkar fallegt er ég las það fyrst, en síðan hef ég spurt framangreindrar spurningar. Er það ekki fremur að stíllinn útheimti þessar snöggu fyrirvaralausu skynj- anir en að þær grundvallist á nærfærni höfundar um raun- verulegt sálarlíf persóna sinna? Þegar höfundur hefur eitt sinn náð valdi á ákveðnum stil. hvort sem hann hefur numið hann af öðrum eða samið sér hann sjálfur, fer stíllinn að skrifa fyrir hann, ef svo má að orði kveða; og því sérkenni- legri sem stíll er því auðveld- ara er að stæla hann. Sumt af því sem kallað er stílsnilld nú á dögum er ekki annað en blekk- ing og bellibrögð, sem seinni tími mun hæglega sjá í gegn- um. En það er mál sem ekki verður rætt í skyndiskrifuðum ritdómi. þ>ó Indriði Þorsteinsson skrifi sögu sína í stíl annars manns, er hún vitni þess að hann kann að segja sögu, að hann kann að lýsa mönnum, að hann hefur samúð með fólki — en ekkert af þessu verður numið. Og það eru byrjuð að sækja að honum vandamál. Eg legg saman kost- ina, dreg frá gallana, og útkom- an er þessi: „Bandíttinn úr Norðurgötunni“ hefur skrifað hugtæka bók. B. B. SKÁK Ritstjórh Guðmundur Arnlaugsson Skákþing Sovétrikjanna Hinn 11. febrúar síðastliðinn hófst lokaþátturinn í 22. skák- þingi Sovétríkjanna. Þar eigast 20 taflmeistarar við og á mót- inu að ljúka 15. þ. m. Að lok- inni 14. umferð var Smisloff hæstur með 9Vz vinning, en eftir 11 umferðir var staða þriggja efstu manna þessi: Smisloff 8 v., Spasskí 71-2, Gell- er 7. Keppendur eru tuttugu í úr- slitunum. Að þessu sinni er samkeppnin líklega harðari en nokkru sinni fyrr, því að níu þessara manna eru stórmeistar- ar: Averbak, Botvinnik, Flohr, Geller, Keres, Kotoff, Petrosjan, Smisloff og Tajmanoff; tíu eru meistarar: Antosjin, Borisenko, Furman, Ilivitskí, Kan, Kortnoj, Lisitsín, Mikenas, Simagin og Spasskí, en einn er meistara- efni: Serbakoff. En á undan þessari úrslita- keppni er gengin hörð barátta, þrjú öflug mót í Erevan, Gorkí og Leníngrad. Þar voru samtals 63 keppendur, en af þeim komst ekki nema fjórðungur áfram, hinir hlutu að falla og meðal þeirra voru fimm stórmeistarar: Boleslafskí, Bondarefskí, Lili- enthal, Ragosin og Tolúsj. í Leníngrad var röð 6 efstu manna þessi: Tajmanoff, Serba- koff, Kan, Spasskí, Lisitsín og Ragosín. (Tolúsj varð 14. í röð- inni!). í Gorkí voru 6 éfstu menn: Geller, Borisenko, Fúrman, Si- magín, Mikenas og Boleslafskí (Bondarefski varð 12); í Erevan voru .6 éfstu menn: Antosjín, Kotoff, IUvitskí, Kortnoj, Flohr, Basíkoff (Lili- enthal varð 12.). Frá 22. skákþingi Sovétríkjanna undanrásir. Nimzoindversk vörn. Serbakoff — Levit 1 d2—d4 Rg8—f6 2. c2—c4 e7—e6 3. Rbl—c3 Bf8—b4 4. e2—e3 c7—c5 5. a2—a3 Bb4xc3ý 6. b2xc3 Rb8—c6 7. Bfl—d3 b7—b6 8. Rgl—f3 0—0? Hér voru síðustu forvöð að leika d5. Svartur ætlar að kom- ast hjá þvi, en það er of hættulegt, eins og oftar hefur komið. í ljós 9. e3—e4! Rf6—e8 Biskupsfórnin á h7 vofði nú þegar yfir (10. e5 Re8 11. Bxh7ý Kxh7 12. Rg5ý og vinn- ur).. h6 dugar ekki vegna e5 og síðar g2—g4—g5. 10. e4—e5 f7—f5 11. d4—d5 Rc6—a5 12. Bcl—g5 Dd8—c7 13. d5—d6 Dc7—c6 14. Bg5—e7 Hf8—f7 Nýtt skákdæmi eftir Svein Halldórsson ii ÍÉli ifÉI íÉn ABCDEFGH Hvítur á nú yfirburðastöðu og ABC DEFGH Hvítur á að máta í 3. leik. Lausn á 2. síðu. neytir hennar rösklega. 15. Rf3—g5! Dc6xg2 16. Ddl—h5 g7—g6 17. Dh5—h6 Dg2xhlý 18. Kel—e2 Dhl—g2 Ekki Dxal vegna 19. Rxf7 Rg7 (Kxf7, Dxh7ý, Rg7, Bf6) 20. Rg5 Db2ý 21. Kfl (en ekki Kf3, Bb7ý, Kg3, Rh5j) Dclj' 22. Kg2 Bb7t 23. Kh3 og vinnur. 19. Rg5xf7 Re8—g7 Eða Dg4t 20. f3 Dg2t 21. Kel Dglt 22. Bfl Rg7 23. Rg5 De3ý 24. Kdl og svartur verður að láta drottninguna. 20. h2—h3! Betra en 20. Rg5 Dg4t og 21. — Dh5. Hvítur vinnur nú með 21. Bf6, ef svartur drepur ridd- arann. 20. --- f5—f4 21. Rf7—g5 f4—f3ý 22. Ke2—el Dg2—glý 23. Bd3—fl svartur gafst upp.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.