Þjóðviljinn - 10.06.1955, Side 1
VILJINN
Föstudagur 10. júni 1955 — 20. árgangur — 128. tölublað
Ráðstjórnin býður forsætlsráðherra
og utanrikisráðh. Frakklands heim
Brezki herinn að fara ■
frá Austurríki
Brottflutningur brezka setu-
liðsins frá Austurríki er haf-
inn. Fyrsta flutningalestin hélt
til Vestur-Þýzkalands 6. júní.
Molotoff sagSur fallasj á, að fjórvelda-
fundurinn hefjist I Genf 18. júíin. k.
Franski forsætisráöherrann, Edgar Faure, skýröi frá þvi
í gær, aö Molotoff, utanríkisráöherra RáÖstjómarríkj-
anna, hefði boöið sér og utamikisráðherra sínum Pinay til
Moskvu. Franska stjómin hefur enn ekki svarað boðinu.
Utanríkisráðherra Ráðstjóm-
am'kjanna, Molotoff, snæddi í
gær hádegisverð með franska
forsætisráðherranum, Edgar
Molotoff
Faure, og utanríkisráðherran-
um Antoine Pinay.
Að loknum hádegisverði bauð
Faure blaðamönnum til fundar
við sig. Þegar á blaðamanna-
fundinn kom, lýsti Faure því,
að Molotoff hefði flutt þeim
Pinay boð ríkisstjórnar Ráð-
stjómarríkjanna um að koma
í heimsókn til Ráðstjórnarríkj-
anna. Faure kvað enn ekki
hafa verið tekna ákvörðun um
r--------------------------h
Hvert var erindi
Ólafs Thors til
London?
Morgrunblþðlið skýrir )Frá
l»ví í gser að Ólafur Thors
forsætisráðherra sé kominn
heim eftir hálfs mánaðar
veru erlendis og hafi hann
dvalið í London. Hefur þ.jóðin
þá loks fengið upplýsingar,
þótt með seinni skipunum sé,
um dvalarstað forsætisráð-
herrans. Hitt er á jafnmikilli
huldu eftir sem áður hvert
var erindi forsætisráðherrans
til útlanda, þess aðeins getið
við brottför hans að hann
færi í opinberum erindagjörð-
um. Er til of mikils mælzt að
ríkisstjórnin eða málgögn
hennar skýri þjóðinni skýrt
og undandráttarlaust frá er-
indi Ólafs Thors til London?
Meðal annarra þjóða þekkist
ekki að tilefnum slíkra ferða-
laga stjórnarformanna sé
haldið Ieyndum fyrlr almenn-
ingi.
boðið. Hins vegar sagði hann,
að ef til þess kæmi færu þær
ráðherrarnir fremur sem ferða-
langar en samningamenn.
Faure sagði ennfremur svo
frá, að Molotoff hefði taiið vel
hugsanlegt að halda fjórvelda-
fundinn í Genf, eins og Vest-
urveldin lögðu til í orðsendingu
sinni, og hæfist hann 18. júli.
Molotoff kom til Parísar í
gærmorgun. Hann er á leið til
San Francisco til að vera við
staddur 10 ára afmæli Samein
uðu þjóðanna. Molotoff er, eins
og kunnugt er einn höfundur
þeirra. Hann hélt af stað með
Queen Elisabeth frá Cherbourg
til New York í gærkvöld.
Sainið uin Dagsbrúnar-
kjör víða um land
Verkalýðsíélögin úti á landi semja nú hvert
aí öðru um þær kauphækkanir og kjarabætur
sem félögin í Reykjavík, Hafnarfirði og Akur-
eyri náðu í verkföllunum. Síðustu dagana hafa
þessi félög fengið viðurkennd Dagsbrúnarkjör
á félagssvæðum sínum: Verkamannafélagið
Hvöt, Hvammstanga, Verkalýðsfélag Austur-
Húnvetninga, Blönduósi, Verkamannafélagið
Fram, Sauðárkróki, Verkamannafélagið Þór,
Selfossi, Verkalýðsfélag Hveragerðis, Verka-
mannafélagið Báran, Eyrabakka.
Eden væntir, að l|órveldafund-
urlnn mcnrki áfangci á friðarleið
Attlee verður áfram leiðtogi Verkaraannaflokksins
Elizabet II. Bretadrottning flutti hásætisræöuna í gær,
er hið nýkjörna brezka þing var formlega sett.
Af hásætisræðunni verður ráöiö aö stefna brezku ríkis-
stjórnarinnar er óbreytt. Látin var í ljós von um aö fyrir-
hugaður fundur æöstu manna Bretlands, Frakklands,
Ráðstjórnarríkjanna og Bandaríkjanna megi draga úr
viðsjám á alþjóðlegum vettvangi.
Þingmenn brezka Verkamannaflokksins æskja, að Att-
lee fari áfram með flokksforystu.
Við setningu hins nýkjöma
þings í gær flutti Elizabet II. að
venju hina svonefndu hásætis-
ræðu, sem er samin undir um-
sjá ríkisstjórnarinnar og mark-
ar stefnu hennar á því þingi,
sem er að hef jast. Engin breyt-
ing var boðuð á stefnu brezku
stjórnarinnar.
í utanríkisstefnu sinni munu
Breta fyrst og fremst setja á-
fram traust sitt á samtök Sam-
einuðu þjóðanna, Atlanzhafs-
j bandalagið og samvinnu Vestur-
Evrópuríkjanna, segir í ræð-
unni.
Brezka stjórnin gerir sér von-
ir um, að fyrirhugaður fundur
æðstu manna Bretlands, Frakk-
lands, Ráðstjórnarríkjanna og
Bandaríkjanna í sumar muni
bæta samkomulag stórveldanna
og skapa aðstöðu til þess að
jafna ýmis deilumál.
Þá bindur brezka stjómin
vonir við viðræður stórveldanna
um afvopnun. í Austur-Asíu
miðar brezka ríkisstjómin að
því, að ná samkomulagi um
lausn deilunnar um Taivan og
stuðla að myndun örvggisbanda
lags á þeim slóðum.
Engin stórvægileg ný löggjöf
var boðuð. Höfuðviðfangsefni
stjórnarinnar í innanlandsmál-
um verður lausn húsnæðisvanda-
málsins.
Leiðtogi Verkamannaflokks-
ins, Clement Attlee, kvaddi sér
hljóðs að máli drottningar
loknu. Vakti hann máls á því,
að arður brezkra fyrirtækja hafi
vaxið á árinu, en verðlag hald-
ist nokkurn veginn stöðugt.
Laun hefðu hins vegar hækkað
lítið sem ekki. Það væri þess
vegna ekki við því að búast, að
vinnufriður héldist í landinu,
nema verkamenn fengju aukna
hlutdeild í vaxandi framleiðslu
sinni.
Eden forsætisráðherra tók til
máls í neðri málstofu þingsins
Framhald á 5. síðu
Kosningas: í Isgentínu
Tilkynnt var í Buenos Aires í
gær, að efnt verði til kosninga.
í landinu í nóvember n.k. til
stjórnlagaþings, Hlutverk stjórn-
lagaþingsins verður að semja
nýja stjórnarskrá, þar sem geng-
ið verður formlega frá skilnaði
rikis og kirkju.
Ennslysvið
*
höfnina
Um klukkan 6 síðdegis í gær
þegar flutningaskipið Svane-
sund var að leggjast að hafn-
arbakkanum vildi það slys til
að vírar er skipið dró sig að
landi á lyftu upp járnstöngum
á hafnarbakkanum og slösuðu
þær tvo menn er þarna voru
nærstaddir. Annar þeirra, Pét-
ur Jakobsson frá Grindavík,
marðist, en hinn maðurinn,
Björn Olsen, Melstöðum við
Kleppsveg, fótbrotnaði, brotn-
aði sperrileggurinn á öðrum
fæti hans. Gert var að meiðsl-
um mannanna i Landspítalan-
um, en síðan voru þeir fluttir
heim til sín.
ðsamið við sjó
nienn
Enn var ósamið \ið sjómenn,
síðast þegar Þjóðviljinn frétti í
gærkvöldi, en sáttafundur hafði
þá staðið óslitið síðan kl. 9 í
fyrrakvöld.
Steingrímur Steinþórsson félagsmálaráðherra
fer hamförum gegn Kópavogsbuum
Mönnum er biíið hafa í Kópavogi allt að 15 ár sagt upp
leigusamningum og hreppsbúum neitað uin lóðir —
á sama tíma og Hannes og Gauti úthluta til flokksgæðinga í Reykja-
vík og lögfræðingur SÍS selur fyrir einstaklinga lönd ríkisihs!
Árásum ríkisvaldsins á Kópavogsbúa linnir ekki. Stein-
arímur Steinþórsson félagsmálaráðherra hefur nú byrjaö
uppsagnir á erfðaleigulöndum manna er haft hafa erfða-
leigulönd í allt að 15 ár, byggt á þeim og rœktað þau. Rök-
semdirnar fyrir uppsögnunum eru tilhœfulaus ósannindi.
— Á sama tíma og 40—50 Kópavogsbúar bíða eftir að fá
lóöir eru Hannes og Gauti að úthluta lóðum til flokksgœð-
inga í Reykjavík.
Ríkið á allt.land í Kópavogi
og heyra lóðamálin undir Stein-
grím Steinþórsson félagsmála-
ráðherra. Fram á s.l. ár fór allt
með eðlilegum hætti þannig að
lóða- og bygginganefndir Kópa-
vogshrepps ráðstöfuðu landinu
í samvinnu við félagsmálaráðu-
neytið.
• Fyrsta árásin
Fyrsta árás ríkisstjórnarinn-
ar á Kópavogsbúa var sú, er
Hannes Jónsson „félagsfræðing-
ur“ hernámsdeildar Framsókn-
arflokksins var settur yfir lóða-
málin í Kópavogi. Othlutaði
hann þá lóðum um holt og hæð-
ir og einkum á óskipulögðu
landi, án nokkurs samráðs við
bygginganefnd og hreppsnefnd.
í fyrrahaust gafst hann upp,
Framhald á 3. síðu.