Þjóðviljinn - 28.08.1955, Side 4

Þjóðviljinn - 28.08.1955, Side 4
Á) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 28. ágúst 1955 plÓSVIUINN tJtgefandi: ' Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósialistafiokknrinn Góðir gestir Lítil skipti hafa verið með íslendingum og Kínverjum til .þessa, enda er langt á milli. Enn eru það ekki nema fáir Is'endingar sem til Kína hafa íerðazt og enn færri Kínverj- ar sem komið hafa til íslands. Nú síðustu árin hafa tekizt nokkur samskipti milli þessara fjarlægu þjóða, einkum þó fyr- ir forgöngu Kínversk-íslenzka menningarfélagsins, sem stofn- að var fyrir tveimur árum og Alþjóðasamvinnunefndar ís- .lenzkrar æsku. Þess er skemmst að minnast, hve mikla athygli og aðdáun kínverska sýningin í Góðtemplarahúsinu vakti í sumar. Það sýnishom sem þar .gaf að líta af kínverskum list- munum, listiðnaði og vörum, uakti bæði undrun og aðdáun. Er ekki að efa að talsverð verzlunarviðskipti gætu tekizt milli landanna, en þar tefur fyrir eðlilegri þróun sú ein- kennilega afstaða íslenzku rík- isstjórnarinnar að viðurkenna ekki stjórn Alþýðulýðveldisins Kína. ísland hefur hér sérstöðu, er eina Norðurlandaríkjanna sem þannig hefur brugðizt við staðreyndinni um tilvist hins onikla alþýðulýðveldis í J'lsíu. Hin Norðurlöndin, svo og Bret- land og fleiri Evrópuríki, hafa fyrir löngu viðurkennt stjórn Alþýðulýðveldisins og tekið upp eðlilegt stjórnmála- og við- skiptasamband við hið nýja Kína. Meðal þeirra þjóða eru miklir keppinautar Islendinga um markaði fyrir fiskafurðir og er í blöðum þeirra ekki farið með það sem leyndarmál að þeir vænti sér mikils af þeim óhemju mörkuðum, sem opnast við það að Kína tekur upp áætlunarbúskap, iðnvæðist og skapar þegnum sínum sí- .batnandi kjör. Islendingum get- ur hlotizt af því stórtjón, að þrjóskast lengur við að viður- kenna Alþýðulýðveldið Kína. Nú er kominn til íslands fyrsti hópur Kínverja, sem komið hefur í því skyni að heimsækja ísland og kynnast íslenzku þjóðinni, og þá sér- stáklega íslenzkri æsku. Koma þessa æskufólks frá fjarlsegri heimsálfu hefur þegar vakið .mikla athygli, og framkoma þess öll og fyrstu kynni vakið hlýju og vinarhug til þjóðar þeirra. Allt er þetta ungt fólk, en komið frá hinum fjarskyld- ustu störfum, og af fimm þjóð- ernum hinnar stóru þjóðafjöl- skyldu Kína. Þau munu gera sér far um að kynnast Islandi og Islendingum sem mest þann stutta tíma sem hér er dvalið og flytja þann fróðleik til heimalands síns. Formaður sendinefndarinnar, verkamaður- inn Lu Chao frá Peking, hefur lagt á það áherzlu að hér hitt- ust tvær þjóðir, sem ættu sam- an vonina um frið og vináttu milli þjóða. Með sama hugar- fari, með hlýjum vinarhug, heilsa Islendingar hinum góðu gestum, æsku hinnar sögufrægu kínversku þjóðar, sem nú hef- jur „risið á fætur“ og sækir fram til sósíalisma og velmeg- unar, til friðar og framfara. SKAK Ritstj.: Guðmundur Arnlaugsson Þegar Larsen vann Nielsen Hættulegasti keppinautur Frið- riks Ólafssonar á Norðurlanda- mótinu í Ósló verður án efa Daninn Bent Larsen. — Bent Larsen er ungur, aðeins lítið eitt eldri en Friðrik, og er mesta skákmannsefni, sem fram hefur komið í Danmörku um langan aldur. Hann varð skák- meistari Danmerkur í fyrsta sinn í fyrra. en í vor vann hann með meiri yfirburðum en nokkru sinni hefur áður verið gert á skákþingi Dana, síðan landsliðsflokkurinn var stofn- settur. Hann hlaut þar 10 vinn- inga af 11 mögulegurn, annar varð Axel Nielsen með 8x/4, en þriðji Jens Enevoldsen, sem ekki hefur tekið þátt siðustu árin, með 7x/2 vinning. Hér fer á eftir sú skák, sem segja má að réði úrslitum á mótinu, hún er tefld í níundu umferð og með henni jók Bent forskot sitt úr i/2 upp í iy2 vinning. Skýringarnar eru eftir Bent Larsen. (Það skal tekið fram, vegna upphafsins, að Guðmundur Arnlaugsson afhenti Þjóðvilj- anum handrinð að þessum skákþætti áður en hann fór ut- an á skákmótið í Ósló). ★ Axel Nielsen — Bent Larsen þrýsvingi á ai. —— e7-eö' Með þessum leik sprengir svart- ur hvítu rniðpeðin, þau sundr- ast og áður en varir er svo komið, að ekki er unnt að halda þeim og iafnframt völdum á d-iínunni. 24. d4xe5 Bg7xe5 25. Rf4-d3 Be5xb2 26. De2xb2 Dc7-e7 27. e4-e5 Hd8-d7 28. Rd3-b4 Ra6- c5 29. Hdlxd7 De7xd7 30. Hel- e3 Ha8-d8 31. Kgl-g2 Dd7-d2 32. Db2-c3 Rc5-e4 33. Dc3xd2 Re4xd2 34. He3-c3 a7-a5 35. Rb4-c2 Kg8-f8 Svartur skákar i því skjólinu að hvítur getur lítið aðhafzt, c5 mundi kosta peð (Hd5) og við f3 væri svarið a4 með óþægi- legri hótun: Rbl. 36. Rc2-e3 Rd2-e4 37. Hc3-c2 Hd8-d3 38. c4-c5 Hvít lizt ekki á að halda áfram óvirkri vörn með Ha2, en von- ast eftir gagnsókn með Rc4, ef svartur leikur Hxa3. En hann, finnur langt.um sterkari leik. 38. —Hd3-d2! 39. Hc2xd2 Re4x d2. 40. f2-f3. Ekki er betra að ieika a4: 40. a4 Rb3 41. Rc4 Rxc5 42. Rxa5 Ke7, síðan Kd7 og b6 og vinn- ur a-peðið. 40. f4 svarar svart- ur með Ke7, en ekki Rb3, því að sá leikur nægir ekki, ef e- peðið er valdað, sjá 45. leik. Staðan minnir á dæmi þar sem útkoman er peðsvinningur, ef svarti verð u engin reiknings- skekkja á 40. — Kd2-h3 41. Re3-c4 a5-a4 42. Kg2-f2 Rb3xc5 43. Kf2-e3 Kf8-e7 44. Rc4-b6 Ella leikur svartur b 7-b5 og vinnur. Nú snýst þetta við, þannig að svartur vinnur peð- in kóngsmegin! 44. — Re5-d7 45. Rb6xa5 Rd7 | xe5 46. Rat-b2 Ke7-e6 Undirbýr Kd5 með auðsóttum vinningi. en einfaldara var Kd6. Leiki hvítur þá. Ke4 kemur f5 [• 48. Bf4 Kd5 og svartur vinnur. Ég reikn;iði kapphlaupið, sem nú fer fram, mjög nákvæmlega út, og er reyndar stoltur af því, en það var óþörf áreynsla, úr því að hin vinningsleiðin dugar. 47. f3-f4 Re5-g4f Einnig mátti leika Rd7, en vinningsleiðin er þá löng og torsótt. 48. KeS-d4 Rg4xh2 49. Kd4-c5 Rh2-f 1 ,49. -Kd7 50. Kb6 Kc8 51. Rc4 ; væri einungis sóun á tíma. 50. Kc5-b6 Rflxg3 51. Kb6xb7 ^ h7-h5 Nú getur hvítur komið sér upp i drottningu í næsta leik eftir ! svarti, en svartur vinnur þá . með 56. -c5f. Hér brej-tir það engu, þótt svartur reyni að ná peðinu: 52. a4 h4 53. a5 h3 54. Rd3 Re4! 55. a6 h2 56. a7 Rd6t 57. Kb8 (Kc7, Rb5t, eða Kb6, Rc8f, eða loks Ka6, 58. -Dalf) hlD 58. a8D Dh8t og vinnur. Að sama brunni ber, þótt hvítur leiki Rd3 í 53. eða 52. leik. Hann velur þann kost- inn sem bezti r er. 52. Kb7xc6 h5-h4 53. Rb2-dl Rg3-e4 54. Rdl-e3 Re4-c3 55. Kc6-c5 h4-h3 56. Re3-fl Ke6-f5 57. Kc5-d4 KH ;.j p . ; 57. Kb4 getur svartur svarað með 57. -Rd5+ 58. Kc5 Kxf4 59. Kxd5 og peðin vinna. Við 57. Kc4 er Rdl bezta svarið (54. a4 Rb2+), en ekki 57. Kc4 Rbl? 58. a4 Rd2+ 59. Rxd2 h2 60. Rfl! 57. — Ro3-a4 58. Kd4-e3 Kf5- g4 59. f4-f5 g6-g5 60. f5-f6 Ra4 -c3 61. Ke3-f2 Kg4-f4 62. Kf2- gl g5-g4 63. Kgl-h2 Kf4-f3 64. Rfl-g3 ABCDBFGH gp M TJfc m. ÉH Nú er óhætt að sleppa a-peðinu. 64. — Rc3-e4 65. Rg3-f5 Kf3-f2 65. -g3+ nægir einnig til vinn- ings. 66. a3-a4 Re4-g5 67. a4-aö Rg5 -f3+ 68. Kh2-hl g4-g3 69. Rf5 xg3 Kf2xg3 70. a5-a6 Rf3-g5 74. a6-a7 Rg5-e4 og hvítur gafst upp. 1. Rgl-f3 Rg8-f6 2. b2-b3 d7-d6 3. d2-d4 g7-g6 4. Bcl-b2 Bf8-g7 5. Rbl-d2 Bc8-f5 Frá skákfræðilegu sjónarmiði verður að telja 5. -Rbd7 eðlileg- asta framhald og er ætlun svarts þá 6. e4 e5 7. dxe5 Rg4. En sá sem teflir til vinnings hlýtur að hafna þessari leið, því að framhaldið gæti orðið 8. Rxc4 Rgxe5 9. Rfxé5 Rxe5 10. Rxe5 Bxe5 11. Bxe5 dxe5 12. Dxd8+ Kxd8 og jafnteflið vofir yfir. Með 5. -Bf5 sýnir svartur því, að hann óskar eft- ir þungu og flóknu tafli. 6. Rf3-h4 Bf5-d7 7. g2-g3 Valdar riddarann og rýmir fyr- ir biskupnum. 7. e4 var einnig ágætur leikur, því að þá leiðir 7. -e5 8. dxe5 Rxe4 (réttara er Rg4) 9. Rxe4 Dxh4 10. Rf6+ til betra tafls fyrir hvít. 7. — Bd7-c6 8. Bfl-g2 Bc6xg2 9. Rh4xg2 d6-d5 Rökrétt afleiðing biskupakaup- anna. 10. 0-0 0-0 11. c2-c4 Rb8-a6 12. Rg2-f4 c7-e6 13. Hfl-el d5xc4 14. Rd2xc4 Eg var satt að segja dálitiS smeykur við bxc4, en þá getur svartur sótt á miðpeðin með Re8! og c5, svo að leikur hvíts verður ekki gagnrýndur. Nú verður svartur líka að beina sínum skotum að d4 — og bíða svo færis! 14. — Rf6-d5 15. Rf4-d3 Rd5- b6 16. e2-e3 Dd8-d5 17. Ddl-c2 Hf8-d8 18. Hal-dl Ha8-c8 19. e3-e4 Dd5-e6 En í öllum bænum ekki 19. -Dd7 20. Rc5! 20. Rd3-f4 De6-d7 21. Dc2-e2 Dd7-c7 22. a2-a3? Þarna kemur færið, sem svart- ur beið eftir. Nú kemur í ljós, að hin ,,þrönga“ staða svarts býr yfir alls kyns sókn- arfærum. 22. — Rb6xc4 23.b3xc4 Eftir þennan leik er ekki ó- sennilegt að skákin sé töpuð. En hefði hvítur leikið 23. Dxc4 hefði hann ekki þurft að óttast svo mjög, því að c5 getur hann svarað með e5. Þess vegna hefði svaitur sennilega leikið 23. e6 og síðan tvöfaldað hrók- aha á d-líuunni með öflugum Þessar myndir eru frá landsleik íslendinga og Bandaríkjamanna í knattspyrnu s.I. fimmtudagskvöld. Sýnir stærri myndin bandariska markvörðinn ganga inn í markið til að hirða knöttinn úr netinu eftir að Gunnar Guðmannsson (nr. 10) hafði skorað sigurmarkið í seinni hálfleik. Á hinni myndinni má sjá fagnandi áhorfendur bera tvo íslenzku leikmannanna (Hreiðar Ársælsson og Einar Hall- dórsson) á gullstóli út af vellinum að landsleiknu m loknum. — Bandarísku knattspyrnumennirnir keppa í annað sinn í dag kl. 4.30, að þessu sinni vlð Akurnesinga. Lið Akurnesinga verður þannig skipað: Hiimar Hálfdánarson, Ólafur Vilhjálmsson, Sveinn Benediktsson, Sveinn Teitsson, Kristinn Gunnlaugsson, Guðjón Finnbogason, Halldór S1 gurbjörsson, Rikarður Jónsson, Þórður Þórðarson, Jón Leósson og Þórður Jónsson. Bandariska liðið verður eitthvað breytt frá landsleiknum, Ljósm.: BjarnL Bjamieifssonþ, Frá landsleiknum við Bandaríkin

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.