Alþýðublaðið - 09.09.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.09.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Kaupfélögin. QY*m ^28 LaUSaVeg 22 A' ÖJLJLUL Q;I • 1026 Gamla bankanum. c.w.s. Mjólkurbúðingur. Kggjaduft. Gerduft, Þvottabláma. Blásápa. Sápuspænir. Suðuduft. Blæsóda. ésetið þess, að stafirnir C. W. S. séu á þessum vörum. Þ*ð er trygging fyrir gæðum þeirra. Libbys-mjólkin er komin aftur. stór dós i,io. Hreiti, það bezti sem hér fæst, kostar i,oo kr. kíióið. Kartðflur komnar aftnr, ódýrari en áður. Sekkur 23,00. Lmuknr, nýr og smár, á 1 00 kg. eins og flestar húsfreyjur kjósa. HjBBOstur í kíló stykkjum, kost ar 2,00 kr. kiióið. Kafflbætir okkar er enn jafnódýr og áður, 2,20 kg. Sæt mjólk, ágæt tegund, kostar aðeins 1,10 dósin. Staugas&pan bládröfnótta ryður sér til rúms, engu síður en Sun- lightsápan. Rjól, B. B. Veiðið ekki hækkað. Brent og malað kaffi. Súkkulaði, margar tegundir. Kakaó. Te (sérlega gott). Strausykur. Molasykur. Kandfssykur. Rúgmjöl. Haframjöl. Sagó. Handsápur. Biautsápa. Sóda. Margar aðrar n&uðsjnjaTÖrw, sem eru allar með lægsta búðar- verði. i 11 , ■ Til þess að bæta kiör Alþýoumenn! y^, ÞurAð þér að: vera samtaka um kaupkröfu yðar, kjóaa yðar elgin menn til trúnaðarstarfa, verzla í y 5 a v eigin b úðu m. Svaa Turgeniew: Æskuminningar. hann varð aðeins að hafast eitthvað að til þess að reka á brott þessar hngsanir sem voru sífelt að kvelja hann. Meðan hann var að blaða í brcfunum. svona af handahófi, rak hann augun í eitt, sem var brotið utan um þurkað blóm og lítinn upplitaðan borða — en þann ypti aðeins öxlum, leit í áttina til ofnsins, kastaði svo Jbréfinu til hliðar eins og hann hefði í hyggju að brenna alt þetta rusl. Hann hélt áfram að skoða í skúffurnar. Alt i einu rak hann augun í litla, áttstrenda öskju, ósköp fornfálega, og opnaði hana raeð mestu hægð. í öskjuni lá lítill grenikross. Undir og ofan á var gulnuð baðmull. Hann horfði dálitla stund. hissa á þenna kross -<r og rak svo upp lágt hljóð. . . . í andliti hans komu fram drættir, sem lýstu bæði meðaumkrun og gleði. Svipur- inn var eins og á manni, sem hittir alveg óvænt vin, sem honum hefir einu sinni þótt mjög vsent um, en nú fyrir löngu er gleymdur. Hann stóð á fætur, — gekk aftur að ofninum, settist á stól og huldi andlitið í höndum sér. . . . „Hvers vegna 1 dag?. . . . Hvers vegna einmitt í dag? — hugsaði nanm — og það var alveg eins og einhveijar gamlar minningar væru að rifjast upp fyrir honum — eitthvað löngu liðið. — Þetta var líka svo. En fyrst verður að segja hrað hann hét, hvers son Jiann var og hvert ættarnafn hans var. Hann hét Dmitri Pavlovitsch Sanin Og minningarnar sem hann var að rifja upp voru þessar: I. Það var sumarið 1840. Sanin var rétt tuttugn og tveggja ára og var staddur í Frankfurt. En hann var nýkominn frá Ítalíu og ætlaði heim til Rússlands. Hann átti ekki miklar eignir; en sjálfstæður maður var hann þó og átti hér um bil enga nákomna ættingja. Eftir mann sem, var honum mjög lftið skyldur, hafði hann erft nokkur þúsund rúblur. Og þær hafði hann ákveðið að nota til þess að ferðast til útlanda, áður en hann gengi 1 þjónustu ríkisins — í hans augum var eina leiðin til þess að geta lifað óháðu og örnggu llfi sú, að takast á hendur eithvað starf fyrir hið opinbera. Sanin hafði heldur ekki látið sitja-yið ferðaáætlunina eina og svo nákvæmur hafði hann verið á ferðalaginu, að nú, þegar hann var kominn til Frankfurt átti hann eftir rétt þá fjáruppphæð, sem hann þurfti til þess að geta komist til Pétursborgar. Árið 1840 voru járnbrautir mjög óvíða og ferðamenn- irnir urðu að fara með póstvögnunum. Sanin hafði beðið um far með aukavagni. En hann átti ekki að fara fyr en klukkan ellefu um kvöldið. Langur tími var enn til stefnu. Veðrið var til allrar hamingju mjög gott og Sanin notaði þvf tækifærið og gekk um borgina, er hann hafði borðað miðdegisverð 1 „Hvíta svaninum," sem þá var mjög irægt veitingahús. — Fyrst fór hann að skoða „Ariadne" Danneckers, en fanst fremur lftið til koma, svo fór hann þangað sem hús Goethes var — af ritum nans háfði hann nú samt ekki lesið annað en „Werther" 1 franskri þýðingu — og seinast reikaði hann fram og aftur á bökkum Main- fljótsins og reyndi á þann hátt að eyða tfmanum eins og venjulegt er um ferðamenn. Loks klukkan sex um kvöldið kom haun þreyttur og rykugur inn 1 eina minstu götuna í borginni. Þessi gata varð honum þó minnis- stæð. . . . Á einu húsinu rak hann augun í spjald og á 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.