Þjóðviljinn - 03.01.1956, Síða 10

Þjóðviljinn - 03.01.1956, Síða 10
2 VefjarhöUurinn hennar Einu sinni var konung- ur, einhversstaðar suður í löndum eða austur í löndum. Við hirð sina hafði hann nafnfrægan söngkennara, sem átti að kenna syni hans söng- fræði og söng. Kennarinn gerði sér allt far um að kenna kóngssyninum sem bezt, en hann var mjög tornæmur á þessa list. Kennarinn bjó þá tii mjög auðlært lag, og sagði síðan lærisveini sinum, að í hvert skipti er hann talaði við sig, skyldi hann syngja orðin með þessu lagi. Eftir þetta töluðust þeir alitaf við á þennan hátt. Eitt sinn er þeir sátu við eld tveir einir, kom eld- ur í dúk þann, sem kennarinn hafði vafið um vefjarhött sinn. Þeg- ar lærisveinninn sá það, tók hann að syngja, og til þess að fá orðin til að falla vel við lagið, yarð hann að vera mjög langorður: „Kennari! Ég hef kom- ið auga á nokkuð — á ég að benda yður á það eða Ví» ÁRAMÓT Framhald af 1. síðu næstu aldamót frá jóla- haldi og nýársfagnaði í ykkar ungdæmi um miðja öldina, má senni- legt teljast, að þið óskið þess að þjóðlegir siðir haldist og að þið reynið að móta fyrstu kynslóð 21. aidarinnar í þeim anda. þegja; — geri ég yður aðvart verður það yður til góðs, — en ef ég þegi, þá fer verr ‘fyrir yður.“ Þannig hélt hann áfram að syngja. Kennarinn svaraði honum á sömu leið og skipaði honum að segja sér hvað hann sæi. Þá svaraði lærisveinn- inn og söng að vanda: — ,,Herra söngkennari! Eldur hefur komizt í höfuðfatið yðar— vefj- arhötturinn yðar brenn- ur!“ • Kennarinn þreif þá óðara vefjarhöttinn og var þá háifur dúkurinn brunninn. „Heimskinginn þinn“, hrópaði hann, „því sagð- ir þú ekki strax: vefjar- hötturinn yðar brennur, •— veiztu ekki, að engin regla er án undantekn- ingar?“ Skáksnilling- urinn ungi Þegar þetta er ritað að kvöldi 29. des. og blaðið er að fara í prentsmiðj- una berast þær fregnir úr útvarpinu, að hinn ágæti skáksnillingur, Friðrik Ólafsson, sem er um tvítugt, hafi unnið sína fyrstu skák á Hast- ingsmótinu í Englandi og gert jafntefli í annarri skák. Þetta er framúr- skarandi góð byrjun, þegar þess er gaett að á móti þessu keppir Friðrik við fræga og heims- þekkta skákmenn. KIBBA, KIBBA Ljóð eftir Sig. Ágústs- son við finnskt lag. Kibba, kibba, komið þid greyin, kibba, kibba græn eru heyin. Kibba, kibba, gemsar og gamalær og golsóttur sauðar- peyinn. Nálgast nú sólin nátt- „ staðinn. nú ertu fjarri, vinurinn. Skilduin við hittast í morgunmund? Mild verður gleðin við endurfund. Har. Leósson þýddi. Rússneskt þjóðlag. Kunn- ugt af söng Sunnukórs- ins á ísafirði með ein- söng Tryggva Tryggva- sonar. Við klukknahljóð er kvölda fer, þá kemur þrá í huga mér. í anda ég iít þá liðnu stund, er lék ég bam á feðragrund, Það klukknahljóð um kvöldin blíð mér kveðju ber frá æskutíð. Jóla- og nýórskveðjur 1 siðasta blaði var gert- ið um nokkur jólakort og teikningar, sem blað- inu okkar höfðu borizt. Það blað var búið til prentunar um miðjan desember. — Með jóla- póstunum bárust svo mörg jólakort hvaðanæva aí landinu. Sumt voru ljómandi falleg prentuð jólakort, en einnig bár- ust nokkrar teikningar og er auðséð að teiknar- arnir hafa lagt alúð við að leggja iist í verkin. Við birtum í dag jólaósk Sesselju á Þjótanda. Hún skrifaði okkur ágætt bréf með hlýjum kveðj- um. Sesselja er okkur vel kunn, við höfum birt sýnishorn af hinni fögru rithendi hennar, og einnig mynd af henni með vin- konu sinni. — Annað jólakort viljum við sérstaklega minnast á. 'Það'er frá Kristjáni Benediktssyni í Víðigerði í Borgarfirði. Kristján hefur ailtaf haft iifandi áhuga fyrir blaðinu okk- ar. Nú hefur hann lagt alúð við að búa til sér- kennilegt og fallegt jóla- kort og senda Óskastund- inni. Kortið er gert úr venjulegum teiknipappír, tvöfalt eða brotið sem bókarkort. Það er með gullbryddaðan kant og skorið í lauf þar sem það er opnað, en milli lauf- anna standa stafirnir J-Ó-L. — En frammynd kortsins er búin til úr þurrkuðum blómum, en slaufa úr gylltum og rauðum borða límd neðst yfir stilk blómsins. Þetta er mjög haglega gert, en því miður er ekki gott að gera myndamót af svona verkum, sýo að gagni komi, því að það sem j máli skiptir, litir og Ef maður er hærður neðarlega á hálsinum verður hann auðmaður. Ef maður kemur á bæ meðan verið er að borða er sá hinn sami ekki feig- ur. myndin sjálf, nýtur sín ekki. Við sendum þér kærar þakkir og nýárs- óskir, Kristján. „Mínar beztu jóla- og nýársóskir á þetta kort að færa þér, Óskastund mín. Og með þakldæti fyrir allar gleðistundir sem þú hefur fært mér og fleir- um hér. Fyrlrgefðu hvað kortið er Ijótt. — Kveðja. Sesselja.,, 10) — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 3. janúar 1956 ÆTTHRNÖFN Framhald af 7. síðu. málspjöll en verða mundi ef þeim fjölgaði. Að íslenzkunni og íslenzkri menningu í heild steðjar nú mikil hætta. í landinu dvelj- ast þúsundir útlendinga, sem hafa skapað sér ríki í ríkinu -í skjóli inniendra valdhafa. Þúsundir íslendinga þurfa að hafa daglega samskipti við þetta útlenda lið, samskipti, sem öll fara fram á máli hinna útlendu, efíir reglum, sem þeir setja og eru niðurlægjandi fyrir ísienzku þjóðina. í land- inu er eipnig vaxin upp nýrík, •voldug en óþjóðholl auðmanna- stétt, sem á auð sínn og völd að miklu leyti undir tengslum við eilend máttarvöld. AUs- konar eftiröpun, prjál og ,,snobb“ er nú með meira móti. Og áður hefur verið drepið á þá asahláku, sem verið hef- ur i þjóðlífinu siðustu ára- tugina. Það gæti því orðið mjög ör- lagaríkt, að losa einmitt nú um þær hömlur sem settar hafa verið gegn upptöku ættar- nafna. Gegnir furðu, að góðir fræðimenn, sem þó ekki verða vændir um óþjóðhollustu né lítilsvirðingu á tungu og mehn- ingu þjóðarinnar, skuli koma fram með tillögur um slíkt. Við megum 'vera þakklát þeim mönnum, sem 1925 stóðu að lagasetningu gegn ættar- nöfnum. Þar var hlaðin stífla, sem að vísu hefur ekki haldið alveg, með því líka, að aldrei hefur neinn hreyft hönd til að framfylgja lögunum, en hún hefur tvímælalaust verið til ómetanlegs gagns í hinu mikla róti, sem orðið hefur á undan- fömum áratugum. Ef sú stífla yrði nú rifin, er hætt við að þess yrði ekki langt að bíða, að málið yrði alveg óviðráðan- légt, þótt menn kynnu þá að vilja stinga við fótum. Menn vilja gera lítið úr laga- fyrinnælum í þessu sambandi, en það skulum við gera okkur Ijóst, að ef lögunum væri nú breytt og upptaka ættárnafna leyfð, þá væri það slík opin- ber stefnuyfirlýsing um breýttá afstöðu hinna ráðandi manna, að það hlyti óhjákvæmilega að hafa áhrif á almennings- álitið. Og eftir því, sem ættar- nöfnum fjölgar og þau verða sjálfsagðari á vörum fólksins, eftir því eykst hættan á því, að þau sigri og útrými alveg hinni fomu nafnvenju. Á síðustu árum hefur út- lendum mönnum, sem hlotið hafa borgararétt, verið gert skylt að taka upp íslenzk nöfn. Hefur tilgangurinn áugljóslega verið sá, að koma í veg fyrir fjölgun útléndra naína ís- lenzkra ríkisborgara. Búast má við, að á næstu áratugum verði mikil og vaxandi ásókn útlend- inga að fá að setjast hér að. Ef íslendingum verður nú leyft að taka upp ættarnöfn, að vísu kannski íslenzk að stofni, en hlítandi erlendum beygingar- reglum, þá verður tæpast hægt að krefjast nafnbreytinga af útlendingum. Má því búast við, að hin erlendu ættarnöfn yrðu í vaxandi mæli vandamál, sem erfitt yrði að fást við, Þá er eitt atriði varðandi ættarnafnasið, sem vert er at- hugunar. En það er viðhorf kvenþjóðarinnar. í frumvarp- inu er það að vísu ekki gert skylt, að kona taki við gift- ingu upp ættarnafn manns síns, en sú verður raunin und- antekningarlítið, þar sem( ættarnafnasiður er ríkjandi. Kvenréttindahreyfing hefur mjög efízf á síðustu áratugum og er það vel, því að þar er um að ræða einn lið barátt- unnar fyrir almennum mann- réttindum. Konur vilja með réttu telja sig jafngilda einstak- linga og við karlmenn. En hvað finnst íslenzkum konum um það, ef nú á að fara að festa hér í sessi nafnvenju, sem er upprunnin á þeim öldum þeg- ar undirokun konunnar var sem algerust, þegar það var talið sjálfsagt að hún væri aðeins eign karlmannsins? Særir það ekkert hinn heil- brigða metnað konunnar, að hún eigi nú að hætta að vera dóttur föður síns, tengsl hennar við ætt hennar skuli útmáð, en hún í staðinn verða sonur tengdaföður síns? Eða er hin kvenlega hégómagirnd þrátt fyrir allt svo rík, að hún vilji heldur heita einhver frú Pét- ursson eða frú Pálsson eða frú Blindskers, frú Kvígfer, Reyð- I fer, Spóstar, Heiðbæs eða Á- bæs? En fimm hin síðasttöldu nöfn voru meðal þeirra, sem ættarnafnanefndin gamla taldi „allfögur og hagkvæm“. Eins og áður e.r sagt, er hin forna íslenzka nafnvenja upp- runnin frá þeim tima, þegar jafnrétti ríkti meðal einstak- linga hvers ættbálks, þegar höfðinginn var aðeins „fremst- ur meðal jafningja“. Hún hæf- ir því vel jafnréttis- og lýð- ræðishugsjón nútímans. Ættar- nafnasiðurinn er aftur á móti til kominn á tímum aðalsins, sem þurfti á sýnilegu tákni leyti en hefur hingað til verið talinn látinn árið 1593, áður en ýmis leikrit Shakespeares voru skrifuð. Nú hefur náungi þessi komið fram með þá kenningu að Mar- lowe hafi ekki dáið heldur hafi Sir Thomas Walsingham, vernd- ari hans, haldið hann á laun og komið því í kring að leikrit sem hann skrifaði meðan hann fór huldu höfði hafi verið eign- að halda til að aðgreina sig frá alþýðunni. Það væri hryggilegt hlut- skipti, sem við veldum okkur, ef við ætluðum nú, á tímum vaxandi mannréttinda og sókn- ar til æ fullkomnara lýðræðis, að fara að apa eftir gömlum aðli, sem orðinn er hlægilegur í augum nútímamanna. Þá höf- um við um of stært okkur af íslenzkri menningu, ef við ekki megum vernda hana gegn upp- vakningu fánýts tildurs aðals- mannanna, sem legið hafa und- ir grænni torfu í margar ald- ir. ÁA. að leikritunum sem Shake- speare hafa verið eignuð. Nú he?ur hann fengið leyfi til að opna kistu Walsinghams og leita þar að handritunum. Framh á 10 síðu næstu daga, verður sendur til þjálfunarbúða sem bandaríski. herinn hefur komið upp í V- Þýzkalandi og til- þjálfunar í herbúðum í Bandaríkjunum. 400 ára gröf opnuð til að rýja Shakespeare heiðri Enska þjóðkirkjan hefur leyft að 400 ára gömul gröf verði opnuð til að reyna aö sanna að William Shakespeare sé ekki höfundur leikritanna sem við hann eru kennd. Bandarískur rithöfundur hef- ur fengið þá flugu í höfuðið að það sé ekki Shakespaere sem samið hafi leikritin heldur annað skáld, Christopher Mar- lowe, sem uppi var um svipað uð William Shakespeare. Walsingham er grafinn S Chichester nærri London. Bandaríkjamaðurinn telur það víst að hann hafi tekið með sér í gröfina handrit Marlowes

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.