Þjóðviljinn - 01.05.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.05.1956, Blaðsíða 6
 fi) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 1. maí 1956 —i-— PIÓÐVILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur cdpýðu — Sósíalistaflokkurinn Alþýðusamtökin á sigurbraut 4 hátíðisdegi verkalýðsins, 1. -T®- maí, verða áleitnar spurn- Mgarnar um markmið verka- Jýðshreyfingarinnar og leiðira- st að markinu. Enginn sem fylgzt hefur með vexti verka- ,'lýðssamtakanna mun láta sér 'til hugar koma að þau ætli •ér lítinn hlut í íslenzku þjóð- tfélagi. Enda fer það ekki milli :tnála, markmið verkalýðshreyf- itngarinnar eru alþýðuvöld, völd tii að útrýma arðráni og fá- tækt, völd til að skapa á íslandi þjóðfélag frjálsra manna og hamingjusamra, þjóöfélag jafnréttis og bræðra- Jags. ÍJyrir þrettán árum spurði tímarit Alþýðusambandsins nokkra verkalýðsleiðtoga þess- arar spurningar: Hver telur þú höfuðskilyrðin fyrir þróun og vexti íslenzkra verkalýðssam- taka?“ Einn þeirra, hinn aldurhnigni brautryðjandi sjómannasamtak- anna yngri Jón Bach, svaraði: „Að baráttan verði ekki ein- skorðuð um of við togstreit- una um kaup og kjör, en .meginþuhginn lagður I stað þess á stjórnmálabaráttuna, þannig að sköpuð verði skil yrði til úrslitaáhrifa á löggjöf- ina, til hagsbóta fyrir verka- iýðinn. Stjórnmálin álít ég lóg- ■ann, hitt er reykur í saman- burði við þau“. Iþessu svari felst djúp reynsla og viturleg hugsun um sókn alþýðusamtökanna. Hví skyldi aldrei gleymt að /erkalýðsfélögin eru ekki öll alþýðusamtökin, heldur einn- ig sá verkalýðsflokkur sem íyrr eða síðar sprettur upp úr þeim af brýnni nauðsyn. Hvar sem verkalýðshreyfing hefur náð að þróast með eðli- legum og heilbrigðum hætti haía sprottið upp úr hagsmuna- félögum verkamanna stjórn- málafiokkar, er flutt hafa bar- áttu verkalýðshreyfingarinnar inn á nýtt og víðara svið. Og 'uín það mun tæpast deilt, að án þess að alþýðan berjist einnig á stjómmálasviðinu, nái hún ekki markmiði sínu. lll'eðan verkalýðsfélögin eru ungur og veikur félags- skapur béinist barátta andstæð- inganna að því að berja þau niður. Saga flestra verkalýðs- félaga hefst á margra ár.a bar- áttu um sjálfa tilveru félags- ins. Neitað er að viðurkenna það sem samningsaðila, for- ystumenn þess eru ofsóttir, beittir atvinnukúgun og hvers- konar ofbeldi. Blöð andstæðing- anna rægjá hverja viðleitni hinna ungu samtaka til bættra kjara og aukinna réttinda, til- vera þeirra skýrð með starfi „launaðra æsingamanna“ sem af skuggalegum hvötum reyni að grafa undan þjóðfélaginu. IT’ftir því sem verkalýðssam- tökin eflast breyta andstæð- ingarnir líka um bardagaað- ferð. Þá beinist viðleitni þeirra einnig að því að takmarka sem mest starfsemi félaganna með lagaboðum, og að undirróðri innan samtakanna svo verka- lýðsfélögin verði sem „hættu- minnst“ auðburgeisum og ofsa- gróðamönnum, Hér á landi varð áberandi breyting á á- róðri Sjálfstæðisflokksins í garð verkalýðssamtakanna eft- ir að foringjar . flokksins fóru að taka þýzka nazista til fyr- irmyndar. Þá tóku auðburgeis- ar Sjálfstæðisflokksins að skipuleggja undirróðursstarf- semina í verkalýðsfélögunum í stórum stíl, reyndu jafnvel að efna sjálfir til „hátíðahalda" 1. maí, enda þótt árangurinn yrði háðulegri en svo, að fært þætti að halda áfram. ÍTm skeið tókst Sjálfstæðis- flokknum að ná ískyggilega sterkum áhrifum á stjóm heild- arsamtaka verkalýðsfélaganna, vegna þess að flokkur sem naut allrnikils fylgis sem verka- lýðsflokkur gerði bandalag við hann innan alþýðusamtakanna. Að sjálfsögðu lamaði það á- stand héildarsamtökin en vakti loks þá sterku róítæku öidu, sem lyfti til valda í Alþýðu- sambandinu einingarsljðminni J954. Sú róttæka samfylking vann hin miklu verkfailsátök nú fyrir réttu ári, og efldist þá að mun. Og hún hefur risið enn hærra með því frumkvaéði sem stjórn Alþýðusambandsins liefur tekið í því skyni að knýja fram vinstri stjóm og vinstri stjórnarstefnu í landinu, í beinu framhaldi af einróma samþykktum Alþýðusambands- þings, með stofnun og baráttu Alþýðubandalagsins. 1 lþýðan hefur lært af við- brögðum afturhaldsins við verkfalissigrum undanfarinna ára. Gegn sigrum þeim sem alþýðusamtökin unnu vegna samstöðu alþýðumanna úr öll- um flokkum, hefur Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsókn beitt meirihlutavaldi sínu á Alþingi og ríkisstjórn til að ræna af alþýðu því sem rænt varð af árangri sigranna. Því er það, að alþýðan snýr sér nú ein- dregnara en nokkru sinni fyrr að þvi verkeíni, að hrekja and- stæðing sinn úr því virki, sem hann misnotar svo gróflega gegn alþýðunni, en það er: meirihlutavald á Aiþingi. ví taka nú verkamenn úr öllum flokkum saman hönd- um í því skyni að vinna stór- sigur í kosningunum með kjörseðilsvopninu 24. júní í sumar. í dag á hátíðisdegi verkamanna, er fleiri alþýðu- mönnum en nokkrusinni áður Ijóst, hver sannindi liggja í orðum brautryðjandans: „Stjómmálin álít ég logann, hitt er reykur í samanburði við þau“. r Ragnar Ofafsson fimmtugyr Á morgun, 2. maí, er Ragnar Ólafsson lögfræðingur fimm- tugur. Þegar ég hugsa til stjórn- málaþróunar hans og baráttu nú, kemur mér í hug það, sem Þorsteinn Erlingsson sagði, er hann hafði lýst félagshyggju og órofa samheldni verkamanna í félagsskap sínum og segir síð- an: „Slíka menn óttast æðri stéttir og stjórnarvöld ríkjanna. Þvi að þeir vinna í lið mcð sér alla mestu og réttlátustu menn þjóðanna og þeir munu erfa ríkið og vö](lin.“ Ragnar Ólafsson er einmitt einn slíkra manna, sem sósíal- istísk verkalýðshreyfing íslands hefur unnið í iið með sér — og það á þeim tímum. er bar- áttan var. tvísýnust og hörð- ust, og alltaf hefur reynzt henni því traustari og betri sem meir hefur reynt á. Þegar þjóðstjómarmyrkriö grúfði sig yfir landið 1939 og ofsóknirnar hófust gegn rót- tækninni í menningarmálum ís- lands, var Ragnar Ólafsson einn þeirra, er gengu fram fyrir skjöldu og tekur sæti í stjórn Máls og menningar, til að heyja þá hríð, er hörðust hefur verið í menningarbaráttu síðustu ára- tuga. Þegar gerðardómslögin dundu yfir í ársbyrjun 1942 og verka- lýðurinn svaraði með skæru- hernaðinum, — þegar verka- menn urðu að berjast í banni laganna og upptaka félagssjóða og fangelsun félagsstjórna lá við, ef út af var brugðið, —■ þá var Ragnar Ólafsson Dags- brúnarstjórn góðu ráðunautur. Og þannig hefur hann reynzt íslenzkri verkalýðshreyfingu alla tíð. í baráttu hennar við ofsóknir og stéttardóma, hefur hún sótt til hans traust og ráð. Um árabil var Ragnar fulltrúi Alþýðusambands íslands í fé- lagsdómi, en annars títt og löngum sækjandi og verjandi fyrir verkalýðsins hönd. Og þegar mest skarst í odda milli auðvalds og alþýðu, út af 30. marz, þá var Ragnar hinn trausti verjandi fjölda þeirra, er landráðayfirvöldin þá á- kærðu. Það hefur verið íslenzkri verkalýðshreyfingu dýrmætt að eiga svo traustan og örugg- an lögspeking, er aldrei hikaði við að berjast fyrir málstað hennar og beita raunsæi sínu og ráðsnilld í hennar þágu. En það er ekki eina sviðið, þar sem alþýðan hefur fengið að njóta starfskrafta hans. Frá upphafi vega var Ragnar Ólafs- son starfandi í þjónustu sam- vinnuhreyfingarinnar, fyrst einkum SÍS og síðan Kron og þegar okkar ágæta leiðtoga, Sigfúsar Sigurhjartarsonar, missti við, tók Ragnar að sér hið vandasama verk stjórnar- formennskunnar í Kron. Þegar Sósíalistaflokkurinn hófst handa um stofnun Minn- ingarsjóðs Sigfúsar Sigurhjart- arsonar, tók Ragnar að sér að vera formaður hans. Hvert það trúnaðarstarf, er vandasamt var, vissum við ætíð í góðum -höndum, er hann tók það að sér. Gilti þá einu hvort það voru þau, sem hér eru nefnd, eða fulltrúastörf fyrir flokkinn í landskjörstjóm eða annarsstaðar. Verkalýðshreyfing, samvinnu- hreyfing og menningarhreyfing alþýðunnar á íslandi og flokk- ur' hans, Sósialistaflokkurinn, eiga honum þakkir að gjalda fyrir allt hans örugga og ágæta starf. Megi íslenzk alþýða njóta staðfestu hans og drengskapar, lögspeki háns og réttlætis- kenndar sem lengst. Ágætum vini, einum þeim traustasta, er ég hef eignazt, sendi ég innilegustu hamingju- óskir á þessuni degi. Sósíalistaflokkurinn, sem æ- tíð hefur talið hann meðal sinna beztu manna, óskar hon- um allra heilla og sjálfum sér þess að mega njóta .starfskráfía hans sem lengst. Einar Olgeirssen. VERZLUNIN ER 1 DAG 3 ja E A I TILEFKI DAGSSNS gefum við 20 % af öllum SEffl SELDA8 VEBÐA t DAG MARKAÐ Laugavegi 100

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.