Þjóðviljinn - 01.05.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.05.1956, Blaðsíða 7
ÞJÓÐVIUINN — Þriðjudagur 1. maí 1956 — (7 Sigur Alþýdubandalagsins er raun- hæíasti hagsmunasigur alþýdunnar Ávörp frá forustumönnum i verkalýÖshreyfingu Reykjavikur H&nnes Siephensen, for- maður Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar Þegar við söfnumst saraan að þessu sinni til okkar árlega há.tíðafagnaðar, þá býst ég við að margir hvarfli huganum að þeirri stund er við vorum sam- a,n komin fyrir ári síðan. Tveim dögum áður en þau hátíðahöld fóru fram, l@uk sem við vitum öll einni hörð- ustu orustu er verkalýðssam- tökin hafa staðið í, með full- um sigri þeirra, og gaf þetta deginum eftii’minnilegan blæ. í þeim átökum er þá höfðu átt sér stað undanfarnar sex vikur lögðu verkfallsmennirn- ir og margir fleiri nótt með degi, ákveðnir í því að vinna. sigur, allt annað var sett til hliðar unz því marki var náð, em dýrmætust af öllu þessu var samheldnin innan raða ■ þeirra er í þessu stóðu, og átti ekki hvað sízt drýgstan þátt í því að hernaðaráætlun and- stæðinganna varð þeim lítils virði, en hún var einfaldlega sú að koma verkalýðssamtök- unum svo rækilega á kné að þau ættu sér ekki viðreisnar- von að sinni. En andstæðingar verkalýðs- • ins finna jafnan nægar leiðir til þess að gjöra hlut hans nógu rýran, með yfirráðum sínum yfir fjármagni og ríkis- valdi, enda hefur það sjaldan veiíð gjört á ósvífnari og op- inberari hátt en frá því að deilunni lauk og til þessa da.gs, i formi látlausra verðlækk- ana, auk þess sem lagðar hafa. verið verið slíkar byrðar á bak almennings af hálfu Al- þingis að slikt á sér vart hlið- stæðu, og erum við þó ýmsu vön úr þeirri átt. Og svo til að kóróna þetta allt saman tiikynna þessir herrar verka- lýðnum í hefndarskyni fyrir þær kjarabætur er náðust, að von sé á ríflegri álögum ef valdaaðstaða þeirra verður ó- hreytt að kosningum loknum. Þurfum við að vera í nokkr- um vafa. um að haldið verði ■ áfram á þessari óheillabraut ef alþýðan í landinu tekur ekki í . taumana í kosningunum sem fram fara í vor? Þvi fer mjög fiarri, enda hefur mikill fjöldi innan verkalýðssamtakanna þegar gert sér þetta ljóst, enda eru þau reynslunni ríkust af áratuga baráttu. Það hefur því vakið mikinn fögnuð öllum þeim er af heil- um huga hafa viljað samein- ingu verkalýðsins gegn höfuð- andstæðingum sínum, að tek- izt hefur að mynda samtök þau sem mest eru mntöluð í landinu þessa dagana, Alþýðu- bandalagið, er getur, ef vel er á haldið, orðið traustasta. vigi íslenzkrar alþýðu til sóknar og vamar, aukið áhrif hennar innan Alþingis, og þar með hnekkt þeim öflum er mark- víst vinna að því að eyðileggja hvern þann árangur er vinnst til hagsbóta fyrir hinn vinn- andi mann. Það verður barizt á mörg- um vígstöðvum næstu vikur, og ekki sparað að veifa liinum gullnu loforðum ef takast mætti að blekkja verkalýðinn og alla alþýðu til brautar- gengis við þá sem nú hafa völdin, en í þeirri orrahríð verður okkur sérstaklega hollt að minnast þess að eins og við höfum snúið bökum sam- an í vinnudeilum undanfar- inna ára og barizt til þráut- ar fyrir hagsmunamálum okkar, á þann hátt einan eig- um \nð nú að berjast fyrir framgangi Alþýoubandalags- ins í kosningunum og gera þess hlut sem mestan, enda. verðugasta svarið gegn árás- um andstæðinganna. Hannes Stephensen. ■¥■ V ¥ Ingólfur Siguiðsson, varaformaður Iðju, fé- lags verksmiðiufólks. Þeir sem rýna í þróunar- sögu síðustu ára í íslenzkum þjóðmálum, rekast fljótt á það hversu fánýtar og fálm- kenndar aðgerðir ríkisvaldsins hafa verið í efnahags- og at- vinnumálum þjóðarinnar, og hversu leitazt hefur verið við að leysa. allan vanda á kostn- að alþýðunnar. Innanríkismál- in hafa snúizt fyrst og fremst um of hátt kaup verkafólks, og þjóðhagslegu þörfina á að knésetja það. Alþýðan hefur reynt að haldá í horfinu með fórnfrekum vinnudeilum, og knúið fram nokkrar kjara- bætur í hvert skipti, en þeir ávinningar hafa reynzt skammvinnir, því jafnhliða hafa dunið yfir stórfelldar hækkanir á öllum nauðsynja- vörum og ekki hvað sízt skattahækkanir. Síðastliðið vor, í stærsta verkfalli sem hér hefur verið háð, náði verkafólk 11% kauphækkun en strax á eftir dundi yfir stórfelld verðhækk- un, sem nam allt að 70—80% á sumum vörutegundum, framkvæmd með þegjandi samþykki ríkisvaldsins, og það kom á eftir með 250 millj. kr. skattahækkun. Þannig er þá þróunin og hún sýnir svo ekki verður um villzt að fag- lega baráttan er ekki einhlít. Ef þeir ávinningar sem nást í kaupdeilum eiga að lialdast verður verkafólk að búa þannig um hnútana að áhrifa* vald þess nái líka til alþingi? og ríkisstjórnar, að það sé bannig tryggt að kaupmáttur launanna sé ekki skertur í sér- hagsmunaskyni fyrir auðsafn- ara og gróðaklíkur. Það getur ekki orðið nema á einn veg, þann að alþýðan standi jafn þétt saman er hún gengur til kosninga, eins og þegar hún stendur í verkfalli. En nú höfum við sárbeiska reynslu af því að ekki er hægt að treysta stjórnarflokk- unum til að vinna málefn- um alþýðunnar gagn. Og hægri armur Alþýðuflokksins í faðmi Framsóknar er ekki líklegur til stórra athafna; þó báðir segiöt vera allt fyr- ir alþýðuna, gátu þeir þó ekki sameinazt ásamt sósíalistum f grundvelli stefnuyfirlýsing ar Alþýðut ambandsins. Þó voru báðir sau.þykkir stefnu* yfirlýsingunni málefnalega, heilindin eru nú ekki meiri hjá þeim. Þá er ekki nema ein leið fyrir hendi, sú að ljá Alþýðu- bandalaginu fylgi, og það ar engin nauðung. Hvað skyldi vera í meira samræmi við þörf fólksins en það að eiga sitt eigið bandalag á þingi, banda- lag sem hægt er að treysta til þjóðhagslegra úrbóta vandamálanna. Enginn getur gengið þess dulinn að berum við ekki gæfu til að nota þetta tækifæri þá er vá fyrir dyr- um. Slíkt tækifæri hefur ekki verið lagt upp í hendur al- þýðunnar áður, hér er póli- tískur skoðanamunur látinn víkja fyrir sameiningarþörf alþýðunnar, hér er sýnd við- leitni til þess að reisa heil- brigðan þjóðfélagslegan grund- völl fyrir starfsglaða alþýðu, skapa henni skilyrði til að njóta ávaxta vinnu sinnar. Ég lít svo á að hér sé það eina gert sem réttast sé og svo mun um marga fleiri, og ég trúi því að alþýðan sé það þroskuð að hún skilji sinn vitj- unartíma, og geri Alþýðu- bandalagið sterkt og voldugt í kosningum sem fara í hönd, og þá er vel. Ingólfur Sigurðsson. ★ *** ★ Snorri Jónsson, formað- ur Félags járniðnaðar- manna. Fyrsta maí minnast verka- lýðssamtökin um allan heim baráttu sinnar fyrir hag al- þýðustéttanna og fyrir friði, frelsi og bræðralagi allra þjóða._____________________ Fleiri ávörp eru birt á 16. og 17. sí&u blaðsins V-___________________________J Við, sem skipum íslenzk verkalýðssamtök, minnumst sérstaklega þeirrar baráttu sem samtök okkar hafa háð á undanförnum árum fyrir bættum kjörum okkar, minn- umst hvernig sífellt hafa, af hendi ráðamanna þjóðfélags- ins verið gerðar ráðstafanir til að taka aftur með laga- setningum og milliliðagróða þær kjarabætur, sem náðst hafa hverju sinni. Þrátt fyrir mikinn stvrk og mikla eindrægni vei’kalýðsfé- laganna í kaupgjaldsbaráttu undanfarinna ára, hefur ekki tekizt að halda'þeim kaup- mætti launa sem launþegar al- mennt bjuggu við hér á landi í byrjun árs 1947, þó að þjóð- artekjurnar hafi vaxið veru- lega síðan. 1 hvert skipti sem samtök- in hafa. getað hækkað kaup meðlima sinna, hafa. verið gerðar ráðstafanir af Alþingi og ríkisstjórn til að minnka kaupmátt launanna og er í því sambandi skemmst að minn- ast þeirra 250 milljóna króna álaga er núverandi stjórnar- flokkar létu Alþingi sam- þykkja í marz s.l. Það er nú orðin knýjandi nauðsyn að þeim fulltrúum fjölgi verulega á Alþingi ís- lendinga, sem treystandi er til að gæta hagsmuna alþýðunn- ar, ef takast á að komast hjá jafn fórnfrekri verkfallsbar- áttu og samtökin hafa orðið að heyja undanfarin ár fyrir mannsæmandi kjörum fólks- ins. Þess vegna heita verkalýðs- samtökin í dag á alla meðlimi sína „að veita þeim einum brautargengi í alþingiskosn- ingunum í sumar, sem treysta má til að vinna trúlega að hagsmunamálum alþýðu til sjávar og sveita.“ — Þessum ávarpsorðum verlcalýðssam- takanna svarar alþýða manna á beztan hátt með því að fylkja sér um Alþýðubanda- lagið. Snorri Jónsson. ¥ V ¥ Halldéra GuSmundsdótt- ir, íormaður Nótar, fé- lags netagerðarfólks. Á fjögurra ára fresti á ís- lenzk alþýða þess kost að velja fulltrúa sína til alþing- is, sem skulu ráða þar ráðum hennar og með valdi til að ráða kjörum hennar næsta kjörtímabil — fastir í sessi í fjögur ár undir venjulegum kringumstæðum. Þá er vandi að velja rétt, það þarf glögga athugun til þess að velja þá fulltrúa sem þekkingu og reynslu hafa af kjarabaráttu hins vinnandi fólks — en úr þess hópi tala ég. — Enginn skyldi atkvæði greiða án öruggrar sannfær- ingar og skilnings um það vald sem því fylgir. I verkalýðsstétt ætti enginn að vera í vafa á þess.u vori. Síðasta kjörtímabil hefur ver- ið það lærdómsríkt. Mér er óskiljanlegt að nokkur meðal alþýðumanna — að ég ekki tiltaki beina þáttakendur í verkalýðsstétt — gangi þess lengur dulinn að starfssvið okkar og vettvangur er al- þingi og ríkisstjórn — fyrst og fremst. — Vinnudeilurnar 1952 og aftur 1955 ættu að hafa leitt menn í fullan sann- leika um hversu fráleitt það er að þurfa að umgangast og semja við sína háttvirtu ríkis- stjórn eins og andstæðing — svartasta íhald eða atvinnu- rekendur með óskertu valdi til að „skammta okkur frelsi og skammta okkur brauð“. Alþýðubandalagið gefur miklar vonir og bjartar um að þar sé fundin leiðin sem fara ber með réttlátt þjóðfé- lag að marki, sem verður því aðeins tryggt að hver og einn kjósandi finni sig ábyrg- an fyrir þ.ví og beinan þátt- takanda í stjórn þess og rekstri. Mín ósk er að þessi 1. maí megi leiða þá í fullan sann- leika, sem til þessa kynnu að hafa verið tómlátir um að at- huga það. Halidóra Guðnnmdsdóttir. ¥ V ¥ Sigurður Guðgeirsson. prentari. Reynsla síðustu ára sannar þá nauðsjm, sem verkalýðnum og öllum launþegum er á því, að í komandi alþingiskosning- um verði skapaður þingmeiri- hluti sem taki fullt tillit til Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.