Þjóðviljinn - 03.05.1956, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.05.1956, Blaðsíða 3
.-tt—rr— Fimmtudagoir 3. maí 1956 — ÞJÓÐVTLJINN — <$ Almennur stjórnmálcrfundur á Húsavík n.k. sunnudag Almennan stjómmálafund heHdux Alþýðiibandalagið á Húsavík sunnudaginn 6. maí. Fundurinn hefst. kl 8.30 e.h. Frummælendur Hannibai Valdimarss. alþm. og Þorsteinn Jónatansson varaformaöi ur Verkamannafélags Aknrei/rarkaupstaðar. Munu þeir 'ræða um stofnun og mai'kmiö Alþýðubandalagsins. AÖ sjálfsögöu eru allir alþing-iskjósendur velkomnir á fundinn. Eru Húsvikingar og Þingeyingai’ hvattir til að fjölmenna og taka. þátt í umræðunum. Félagsheiniili prentara Áminning til landhelgisþjófanna gömlu, landhelgissvikaranna nýju. l.maí minnzt um land allt var opnað í fyrradag Það er fyrsta fétagsheimili einstaks verkalýðsfélags hér á landi í fyrradag, 1. maí, afhenti formaöur fasteignanefndas." HÍP, Guðbjörn Guðmundsson, stjórn HÍP félagsheimili að Hverfisgötu 21. Formaður félagsins, Magnús Ástmarsson, tók viö því fyrir hönd stjórnarinnar og lýsti því yfir um leið aö félagsheimili Hins íslenzka prentarafélags værí, Akureyri Verkalýðsfélögin á Akureyri héldu útífund og fóru kröfu- göngu J. niaí, og hefur aldrei slíkt fjölmeuni verið á 1. maí hátíðaliöldum á Akureyri sem nú. Útifundurinn við Verkalýðs- húsið hófst um kl. 2. Ræður fluttu Guðrún Guðvarðardóttir, formaður Fulltrúaráðs vei’ka- lýðsfélágamia á Akureyri, Bragi Sigurjónsson ritstj. og Björn Jónsson formaður Verkamanna- félags Akureyrarkaupstaðar. Að loknum útifundinum var farið í kröfugöngu um Skipa- götu, Hafnarstræti, Brekkugötu, Gránufélagsgötu * og Norður- götu. Barnaskemmtun hófst í Al- þýðuhúsinu kl. 3.30. Um kvöld- ið var samkoma í Glerárþorpi. Kristján I.arsen flutti ræðu, Guunlaugur Björnsson las upp, síðan var kvikmyndasýning og að lokum dans. Dansleikur var ennfremur í Alþýðuhúsinu. Ræðurnar á útifundinum fengu hinar beztu undirtektir, Námsstyrkur við háskólanníZiirich Háákólinn í Zúrich býður ís- lenzkum stúdent námsstyrk næsta skólaár (október til júlí), 2800 svissneska franka og eft- irgjöf kennslugjalda. Háskóli íslands tekur við umsóknum um styrkinn, og er umsóknar- frestur til maíloka. Skrifstofa háskólans veitir nánari vitn- eskju um styrkinn. Prófessor Eugen Dieth, sem hingað kom sumarið 1954 í boði Háskóla Islands, hefur komið því til vegar, að háskól- inn í Zurich veitir árlega styrk einum stúdent frá Svíþjóð, Is- landi, Noregi eða Danmörku. I vetur hlaut sænskur stúdent styrkinn, og nú er röðin kom- in að íslenzkum stúdent. Má veita stýrkinh hvort heldur er konu eða karli, og ekkert er áskilið um námsgrein. uema ræða Braga Sigurjónsson- ar, enda vakti hún hina mestu furðu. Var ræða hans rógburð- ur um vinstri menn í verkalýðs- hreyfingunni og að hinu leytinu klaufalegur áróður fvrir hræðslubandalagið. M.a. sagði hann að verkalýðurinn ynni ekki kjarabætur með útifund- um, vcrkföllum og kröfugöng- um, heldur væru það mennirnir á þak við skrifborðin, lögfræð- ingar og hagfræðingar sem leystu þau mál á Alþingi!!! Vildu hræðslubandalagsmenn nú mikið til vinna að Bragi hefði ekki flutt ræðu þessa! Ihisavík VerkaSýðsfélögin á Húsavík héldu daginn hátíðlegan með samkomu nm kvöldið í sam- komuhúsinu og var hún vel sótt. Einar Olgeirsson alþm. flutti ræðu, Jóhanri Konráðsson söng einsöng, Helgi Hálfdanarson las kvæði. Að lokum var dans- að. Selfoss Verkalýðsfélögin á Selfossi höfðu samkomu í Selfossbíói 1. maí. Ásgeir Blöndal Magnússon flutti ræðu, Jón Sigurbjömsson söng við undirleik Fritz Weiss- happel, Karl Guðmundsson leik- ari las kvæði eftir Snorra Hjartar og flutti ennfi-emur leikþætti. Var samkoma þessi hin ánægjulegasta. Stykkishólmur Verkalýðsfélag Stykkishólms liélt 1. maí hátíðlegan með sam- komu um kvöldið. Kl. 3 um daginn lék Lúðra- sveit Stykkishólms úti fyrir bæjarbúa, lék hún ættjarðar- lög og vérkalýðssöngva. Stjórn- andi hennar er Víkingur Jó- hannsson. Lúðrasveitin lék einn- ig í upphafi samkomunnar um kvöldið. Guðmundur J. Guð- mundsson starfsmaður Dags- brúnar hélt ræðu, stúlkur úr Reykjavík: Hulda Emilsd. og Sigríður Guðmundsd. skemmtu með söng. Þá var spux-ninga- þáttur. Ástbjartur Sæmundsson flutti ræðu og Bjöfn Þorgeirs- son söng einsöng við undirleik Víkings Jóhannssonar. Að lok- um var dansað. — Húsið var troðfullt og samkoman hin ánægjulegasta. Siglufjörður 1. maí hátíðahöldin á Siglu- firði hófust með skemmtifundi í Alþýðuhusinu að kvöldi 30. apríl. Imðrasveit Siglufjarðar lék þar undir stjórn Mána Sigur- jónssonar. Ávörp fluttu Kristín Guðmundsdóttir frá Brynju og Gunnar Jóhánnsson .formaður Þróttar. Eiríkur J. B. Eiríks- son prentari las upp. Að lokum var dansað fram á nótt. 1. maí söfnuðust menn snman við skrifstofu verkalýðsfélag- anna. Einar Albertsson flutti þar ávarp og um kl. 2 hófst kröfuganga undir fánum verka- lýðsfelaganna, íslenzkum og rauðum fánum. Voru kröfu- spjöld og borðar borin í göng- unni. Farið var um nokkar götur og staðnæmzt á Ráðhús- torginu. Hófst þar útifundur, fundarstjóri var Einar Alberts- son. Ræður fluttu Ásta Ölafs- dóttir formaður Brynju, Jó- hann B. Möller og Þóroddur Guðmundsson. Kl. 3 hófst kvik- myndasýning. 1. maí-nefndin gaf út ávarp og seld voru merki dagsins allan daginn. Bæði kröfugangan og úti-, fundurinn voru fjölmennari en verið hefur á Siglufirði mörg undanfarin ár. ísafjörður Hátíðahöldin 1. maí á Isa- firði hófust með fundi í Alþýðu- húsinu kl. 4. Fundarstjóri var Pétur Pét- ursson varaformáður Baldurs. Framhald á 9. 5u. tekiö til staxfa. Athöfn þessi fór fram fyrir hádegi í félagsheimilinu, sem er tvær stórar stofur á miðhæð hússins Hverfisgötu 21, auk eldhúss og snyrtiklefa. Hafa stofurnar þegar verið búnar vönduðum húsgögnum. Við- stödd var stjóm HlP, fasteigna- nefnd, stjórn Kvenfélagsins Eddu og formenn starfsmanna- félaga í ýmsum prentsmiðjum. Afhenti formaður Starfsmanna- félags Þjóðviljans félagsheim ilinu vandað tafl að gjöf við þetta tækifæri. Síðdegis í fyrradag var sv® prenturum í bænum boðið tiS kaffidrvkkju í féla.gsheimilinur og önnuðust konur í kvenféla r- inu Eddu veitingar. Hugmyndin um félagsheimiii prentara hefur verið á döfiniú allt frá 1941, er HlP keýptá húseignina Hverfisgötu 21. Er þetta fyrsta félagsheimili verk- lýðsfélags hér á landi. Aðal- starfsemi þess mun hefjast með haustinu, og verður væntanlegs sagt frá því síðar. t “'v HositínAiisjóðariiiR Söfnunargögn fyrir kosníngasjóð Alþýðubandalagsins eru nú tilbúin og verða afhent á skrifstofu Alþýðubanda- lagsins Hafnarstræti 8 og skrifstofu Sósíalistafélagsins Tjamargötu 20. Alþýðubandalaginu hafa mi þegar borizt nokkur góð frandög sem sýna hversu eínlæglega fólk fagnar hinnm nýju kosningasamtökum aiþýðunnar. „Ég hefi aldrei borgað í kosningasjóð jafn ánægður og nú“, sagði verkamaður er leit inn á skrifstofuna og Iagði kr. 500, — á borðið. „Við höfmn verið að borga á einn og annan hátt £ kosningasjóði andstæðinganna allt kjörtímabilið, fé sem við höfiun aflað en síðan verið af okkur tekið er nú notað í kosningimum geg*n okkur. Það má því ekki minna vera en víð munum eftir okkar eigin kosniugasjóði þegar jafn mikið er í húfi og nú“, sagði anna.r um leið og hann færði kosningasjóðnum myndarlega upphæð. Alþýðu- handalagið þakkar öll hin góðu framlög er borizt hafa og ttni Ieið heitir það á allt sitt stuðningsfólk að niuna kosningasjóðinn. Margt þarf að gera í sambandi við kosningaundirbún- inginn og allt kostar mikið fé. Við þurlum því mikla peninga og sérstaklega koma sér vel þau framlög sem geta komið fljótt. — Monið að hvert framlag^ í kosn- ingasjóðinn eykur sigurmöguleika A LÞVÐUB AND A- LAGSINS. Fjáisöfnunarstjómiii. i. Skrifstofa Alþýðubandalagsins er í Sími 6563 Hafnarstrœti 8 Simi 80832

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.