Þjóðviljinn - 03.05.1956, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.05.1956, Blaðsíða 10
20) _ ÞJÓÐVIWINN — Fmuntúdagur S. maí Í&S6 Arkitekt og verkfræðingur óskast til starfa við skipulag bæ-ja. Laun saTtikvæmt launalögum. Umsóknir ásamt uppiýsingum um nám og fyrri störf sendist fyrir 15. mai til Skipulagsstjóra ríkisins Borgartúní 7. HJUKRUNARKONU vantar í röntgendeild Landspítalans. — Upplýs- ingar gefur yfirhjúkrunarkonan, sími 1778. Skrifstofa ríkisspítalanna Jasskóngurinn í Kambodslu Framhald af 7. síðu lýðsfélögin í því skyni að fá grunnkaupið lækkað. í þessu tilliti er verkalýðshreyfingin orðin þeim sterkari. En þar með er ekki sagt, að atvinnurekendur hafi raun- verulega gefizt upp í tilraun- um sínum til kauplækkana og kjaraskerðinga og að verkalýðshreyfingin sé þeim sterkari í öllu tilliti. Þvert á móti. Við verðum að viður- kenna, að við eigum í höggi við hygginn andstæðing, sem farið hefur inn á nýjar leiðir, til að ná fram vilja sínum, þegar hann hafði komizt að raun um, að gamla aðferðin dugði honum ekki lengur. Hverjar eru þessar nýju leiðir, sem beitt hefur verið til kauplækkana og kjara- skerðinga á síðari árum? Við þekkjum þær einkan- iega úr sögu síðasta áratugs. Þær eru í því fólgnar að færa baráttuna yfir á svið stjórnmálanna, beita fyrir sig Alþingi og ríkisvaldinu fil að framkvæma ráðstafanir, sem eru sama eðlis og jafn- gilda hinum beinu kauplækk- unum áður fyrr. Við þekkjum öll nöfnin á þessum ráðstöfunum: tolla- hækkanir, vísitölubinding, gengislækkun, bátagjaldeyr- ir og svo framvegis. Öll kaupgjaldsbarátta verkalýðs- . hreyfingarihnar hin síðari ár : hefur eingöngu verið háð til þéss að reyna að rétta hlut sinn vegna þessara ráðstaf- , ana. <• Af þessúm sökum hafa reykvískir vérkamenn staðið í verkfallsbaráttu í samtals 3 mánuði síðan vorið 1947. Þó er kauþ þeirra sízt hærra í dag miðað við verðlag en það var þá. Síðustu stórátökum verka- lýðsins í þeásari baráttu lauk fyrir réttu ári síðan með verkfallinu mikla í fyrravor. 1. maí í fyrra, tveim dögum eftir að verkfallinu lauk, fögnuðum við þeim sigri, er þá hafði unnizt. Með 6 vikna verkfalli sem er eitt hið harð- asta í sögu verkalýðshreyf- ingarinnár, hækkaði verkalýð- urinn kaup sitt um 10% lengdi orlofið í þrjár vikur og knúði í gegn lagasetningu um atvinnuleysistryggingar á kostnað atvinnurekenda, ríkis og bæja, auk ýmissa annarra lagfæringa. Fyrir alla verkamenn og verkakonur, sem muna hörm- ungartíma atvinnuleysisár- anna, eru atvinnuleysistrygg- ingarnar sérstaklega veiga- mikið atriði. Unga fólkið í verkalýðs- stéttinni í þessum bæ hefur sem betur fer lítil kynni haft af atvinnuleysi og hörmung- um þess. Færi betur, að það ætti aldrei eftir að kynnast því. En ef til þess kemur, þá á það áreiðanlega eftir að læra að meta gildi atvinnu- leysistrygginganna. Eftirleikur þessa síðasta verkfells er skýrasta og fersk- asta. dæmið um hina nýju har- dágaaðferð til að ræna aftur ávinningum kaupgjaldsbar- áttunnar. 1. maí í fyrra bánim við fram þá kröfu hér á þessum sama stað, að ríkisstjórnin gerði ráðstafanir til að halda verðlaginu í skefjum. En hver hefur raunin orðið? I stað virkra ráðstafana kom vægast sagt algjört að- gerðarleysi. Allir aðilar fengu óhindi’að að hækka verðlagið að þvi er virtist alveg tak- markalaust. í blöðum ríkis- stjómarinnar var haldið uppi látlausum áróðri, sem lyfti undir verðhækkanirnar og beinlínis engdi til þeirra. En við þetta var ekki látið sitja. Á Alþingi því, er nú er nýlokið, voru samþykktar gífurlegri tollaálögur en nokkru sinni hefur áður verið gert: Álögur Iþessar munu nema um 250 miljónum króna á ári og hafa í för með sér stórkostlegar verðhækkanir, sem allur afhienningur hefur fengið að kynnast að undan- förnu. Allar þessar ráðstafanir hafa ekki aðeins í för með sér kjaraskerðingu fvrir alþýð- una, heldur koma þær einnig hart niður á atvinnuvegum landsmanna, enda þótt yfir- skin þeirra væri aðstoð við þá. I lok verkfallsins í fyrra reiknnðu hagfræðingar ríkis- stjórnarinnar það út, að kaup- hækkunin myndi hafa í för með sér um það hil 10 stiga hækkun á vísitölunni. ■ Séu þessir útreikningar teknir góð- ir og gildir, hefði hið marg- umtalaða jafnvægi átt að vera komið á aftur, þegar vísi- talan var 173 stig. Nú er því spáð, að vísitalan verði á þessu ári komin upp í um 190 stig, þ.e.a.s. tvöfalda þá hækk- un, sem kauphækkunin var talin hafa í för með sér. Þetta eru beinar afleiðingar af ráð- stöfunum Alþingis og ríkis- stjórnar. Það hefur ekki verið farið jdult með af þeim, sem stóðu að hinum gífurlegu tollahækk- unum á Alþingi í vetur, að þær væru aðeins til bráða- birgða, enda hljóta þær að leiða af sér aðrar og stór- kostlegri ráðstafanir, t. d. gengislækkun og kaupbind- ingu, ef sama stefna á að verða ráðandi. Hinsvegar voru slíkar að- gerðir taldar svo óvinsælar, að áður en til þeirra yrði gripið yrði að stofna til nýrra kosn- inga til þess að fá næði til að framkvæma þær eftir kosn- ingar. Fullvíst má telja, að þessar eða álíka ráðstafanir verða framkvæmdar, ef alþýðan sér ekki til þess, að verulegar breytingar verði á skipan Al- þingis éftir þessar kosningar. Öll þróun í hagsmunabarátt- unni á síðari árum og þó ekki hvað sízt eftir verkfallið í fyrra hefur áþreifanlega sýnt alþýðunni og sannað, að ekki er nægjanlegt að heyja þessa baráttu eingöngu á faglega sviðinu. Hún verður einnig að mæta andstæðingnum á þeim vettvangi, sem hann hefur sjálfur haslað henni, það er á sviði stjórnmálabarátt- unnar. Ef nú væri notuð gamia að- ferðin og ráðizt beint að verkalýðshreyfingunni í því skyni að lækka kaupið, þá myndi fólkið í verkalýðsfélög- unum rísa einhuga til varnar og enginn skerast úr leik. Er ekki jafn sjáifságt, 'áð fólkið í verkalýðsfélögunum rísi einnig einhuga til varnar, þegar Alþingi og ríkisvaldið er notað til þess að koma þessumsömu áformum fram? Er ekki sjálfsagt, að það sjái til þess, að skipan Alþingis verði á þann veg eftir næstu kosningar, að það verði ekki notað til að koma fram kaup- lækkunum ? Tteykvísk alþýða! í næsta mánuði hefur þú i hendi þinni að nota kjörseðil- inn til þess að tryggja ár- angra hagsmunabaráttunnar. Kjörorð í þessum anda höf- um við borið í kröfugöngunni í dag. Þau sanna, að verka- lýðshreyfingin lætur sér ekki nægja faglegu baráttuna eina. Hún lætur sig varða hvern- ig iöggjafarsamkoma þjóðar-- • % innar er skipuð og treystir á stéttarþroska meðlima sinna til að veita þeim einum braut- argengií hönd fajrandi kosning- um til Alþingis, sem treysta, má til að vinna trúlega að hagsmunamálum hennar. Látum það sannast í þessum kosningum, að .við Shöfum lært svo mikið af reynslu und- anfarinna ára, að við getum séð við öllum leikbrögðum andstæðinganna. Með því að efna til; kosn- inga í sumar, er alþýðunni gert að leika næsta leik. Öll skilyrði eru til þess, að það verði mátleikur, ef rétt er á haldið. <S>-----------------------:-- Íþróttir Framhald af 9. síðu. Af einstökum leikmönnum tók ég helzt eftir Herði Tulinius og Páli Stefánssyni. Gosi —Ármann 61:31 Eftir dálítið þóf í byrjun náðu Gosar yfirhöndinni og stóðu ieikar í hléi 38:10 þeim í vil. I síðari hálfleik slökuðu þeir á ' klónni og varð hann mun jafnari en sá fyrri, en spenningin skorti sökum yfir- burða Gosa. Lið Gosa var nú allt annað en |á (móti jlKF. Leikmenn voru mjög hreyfanlegir, skipt- ingar góðar og samleikur með ágætum. Vörnin var mjög sterk, einkum í fyrri hálfleik. Körfuköst voru ágæt. Beztur var Ól. Thorlacius, sem vakti athygli með fallegum körfu- köstum utanaf miðjum velli. Hann náði 16 st., en næstir komu Sig. Gíslason og Guðm. Árnason með 12 stig. Lið Ármanns náði sér ekki eins vel á strik og í síðasta leik, en síðari hálfleikur var þó nokkuð góður. Stighæstir voru Gunnar Jónsson og Ás- geir Guðmundsson með 9 stig hvor. Mótinu verður haldið áfram í kvöld kl. 8 að Hálogalandi og leika þá I meistaraflokki Gosi — ÍBA, ÍFK — Ármann og ÍR — Gosi. GG Framhald. af 6. síðu. stæðishreyfingunni í Viet Nam gegn Frökkum, ef Frakkar veittu þeim ekki sjálfstæði af frjálsum vilja. Siðan hélt hann heim, en þegar Frakkar voru tregir til að taka kröfur hans alvarlega fór hann aftur úr landi og í þetta skipti til ná- grannarikisins Thailands. Kvaðst hann fara í útlegð og ar afsöluðu sér yfirráðum yf- ir Kambodsíu. Það varð um leið og friður var saminn í Viet Nam. Sihanouk hélt heim og vildi nú engu sinna öðru en stjórnmálum. Hann afsalaði sér konungdómi í hendur föður sín- um Suramarit og stofnaði stjórnmálaflokk, sem nefnist Sósíalistiskt samfélag alþýðu. í fyrstu þingkosningunum í sögu Kambodsíu, sem fóru fram í fyrra, feréaðist Sihanouk um landið þvert og endiíangt og hélt kosningafundi. Fylgismenn hans unnu öll þingsætin og þegar þingið kom saman í höf- uðborginni Pnom Penh var Sihanouk einróma kjörinn for- sætisráðherra fyrstu þingræðis- stjórnar Kambodsíu. Sihanouk ákvað að taka utan- ríkismálin í sínar hendur, en skoðanir hans höfðu breytzt síðan í Bandaríkjaförinni. Nú aðhylltist hann stefnu Nehrus, að ríkin í Suður-Asíu eigi að kosta kapps að vera hlutlaus í stórveldaátökum og ástunda góða sambúð við öll ríki. Op- inber heimsókn til Filippseyja varð til þess að augu Sihanouks opnuðust fyrir því hvert Dull- es stefndi. Magsaysay, forseti Fiiippseyja og eftirlætisgoð Bandaríkjastjórnar, settist að Sihanouk og hugðist sópa hon- um og ríki hans inn í Suðaust- ur-Asíu bandalagið. Kambods- íumaðurinn brást reiður við þesar aðfarir. Eftir heimkom- una sendi hann Bandaríkjun- um og Filippseyjum hverja hnútuna af annarri og hélt í opinbera heimsókn til Kína. Kínverska stjómin lýsti yfir að hún liefði velþóknun á hlut- leysisstefnu Sihahouks í Kamb- odsíu og hann skýrði frá því að engu erlendu ríki yrðu veitt- ai’ herstöðvar í landinu. Oandarikjamenn brugðu við ” hart og títt og hugðust sýna þessum óráðþægna unga manni í tvo heimana. Stjómir fylgí- ríkja þeirra, Thailands og suð- allt í einu að þær áttu land.a- mæradeilur óútkljáðar við Kambodsíu og lokuðu Ianda- mærunum, en mestöll utanrík- isverzlun Kambodsíumanna er við þessi tvö nágrannaríki. Jafnframt var hafin áróðurs- herferð gegn Sihanouk í banda- rískum blöðum, og bandaríski sendiherrann í Pnom Penh, McLintock að nafni, hafði op- inberlega í hótunum að Kamb- odsíu skyldi nú kennt, hvað það kostaði að bjóða Banda- ríkjunum byrginn. Sihanouk meyrnaði ekki að heldur. Hann hélt útvarpsræðu til þjöðar- innar, þar sem hann fór hörð- um orðum um framkomu Bandaríkjamanna og tilkynnti að hann segði af sér embætti forsætisráðherra til þess að þurfa ekki að umgangast slíka dóna. Khim Tith, einn af fyig- ismönnum Sihanouks, tók við forsætisráðherraembættinu, en sjálfur hóf hann fundahöld til þess að skýra löndum- sínum frá því að Bandaríkin væru að reyna að gleypa land þeirra. Hann kailaði saman þing í fiokki sínum. Því lauk í síðustu viku, eftir að gerðar höfðu verið samþykktir um að Kamb- odsía skuli taka upp stjóm- málasamband við Sovétríkin. og Pólland og þiggja efnahags- aðstoð frá þeim og Kína jafn- vel þótt það verði til þess að Bandaríkjastjóm kippi ,að sér hendinni. Sihanouk ráðger- ir nú að verða fulltrúi Kamb- odsíu á næsta þingi SÞ og segja þar Bandaríkjastjóm fá- eln orð í fullri meiningu f áheyrn alls heimsins. M.T.Ó; ekki snúa aftur fyrr en Frakk- urhluta Viet Nanr, uppgöívuðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.