Þjóðviljinn - 15.05.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.05.1956, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 15. maí 1956 21. árgangur — 108. tölublað Vísitaian skammtar íauuþeanm uppbæturnarz Kaupið hækkar um tæp 3%, þó verð iag hafi hækkað langtum meira En einnig þessa liflu uppbóf vtldi Sjálf- sfœBisflokkurinnhafa af launþegum í næsta mánuöi eiga launþegar loks að fá uppbót fyrir verðbólguskriðuna senvá hefur duniö' viku eftir viku og dag eftir dag mánuðum saman. Og uppbót sú sem vísital- an skammtar er 5 stig, eða sem svarar 51 eyris hækkun á tímakaupi Dagsbrúnarmanns. HlutfaJlslega er það 2.6% hækkun — og getur alþýða manna borið þá uppbót sam- an við verðhækkanir þær sem birtast í verzlunum, en þær jflema oftast tugum prósenta. Framfærsluvísitalan er nú talin 181 stig miðað við verð- "iagið 1. maí s.l. og hefur hún aðeins hækkað aim eitt stig frá næsta mánuði á undan. Kaup- gjaldsvísitalan er reiknuð 168 stig, en það jafngildir því að Dagsbrúnarmenn og aðrir sem hafa hliðstæða samninga — en það eru flestir — fá kaup greitt með'vísitölunni 178. Hefur raun- veruleg kaupgjaldsvísitala þann- ig dregizt aftur úr framfærslu- /visitölunni sem nemur þremur 'stigum. Hækkunin á kaupgjalds- vísitöhsnni nú nemur 5 stigum frá þvi hún breyttist seinast, 1. marz s.'J. Hækkar því tíma- FmmhoBslísfi AlþýSubosidci- Eogsins í SuSur-MúEasýsIu ! íyrsta sæti er Lúðvík lósepsson alþm.f annað sæíið skipar Helgi Seljan, kennari. varafulltrúi í miðstj. !>jóðvarnarfIokksins Héraðsnefnd Alþýðubandalagsins í Suður-Múlasýslu hefur ákveðið framboöslista sinn í sýslunni við Alþing- iskosningarnar 24. júní. Skipa listann þessir menn: Lúð- vík Jósepsson, alþingismaður, Neskaupsteð, Helgi Seljan, kennari, Reyðarfirði, Sigurður Blöndal, skógarvörður, Hallormsstað og Asbjörn Karlsson, verkamaður, Djúpa- vogi. Lúðvík Jósepsson alþm., efsti maður listans, er fæddur 16. júni 1914 í Nesi í Norðfirði. Foreldrar Jósep Gestsson sjó- maður og kona hans Þórstína Þorsteinsdóttir. Lúðvík lauk gagnfræðaprófi á Akureýri 1933 og gerðist síðan kennari við gagnfræðaskólann í Neskaup- stað. Hann hóf ungur afskipti af stjórnmálum og verkalýðs- málum og hcfur aHa tíð síðan verið aðalforustumaður sósíal- ista í Neskaupstað. Lúðvík Jósepsson hefur átt sæti á Alþingi frá 1942, ýmist sem landskjörinn þingmaður eða 2. þingmaður Sunn-Mýlinga. Hann hefur lengi átt sæti í_bæj- arstjórn Neskaupstaðar og er forseti hennar. Hann hefur átt manna mestan þátt í hinni glæsi- legu uppbyggingu atvinnulífs- ins í Neskaupstað og var í mörg ár forstjóri togaraútgerðarinn- ar þar. Lúðvik var í samninganefnd atanríkisviðskipta í mörg ár, hefur lengi verið í fjárveitinga- nefnd Alþingis og gegnt fjöl- mörgum öðr-um trúnað'arstörf- 'iim. Hann er gjörkunnugur mál- efnum sjávarútvegsins og vandamálum atvinnulífsins^ og Æiefur látið þau og hagsmuna- mál sjómannastéttarinnar sig miklu skipta á þingi. Sjávarút- vegur íslendinga og sjómanna- stétt landsins á áreiðanlega éng- an skeleggari málsvara á Al- þingi en Lúðvík Jósepsson án þess að á nokkurn annan sé hallað. Helgi Seljan kennari, annar maður listans, er Eskfirðingur en alinn upp á Reyðarfirði. Tók kennaraprófi frá Kennaraskóla Islands 1953. Var kennari við barnaskólann á Fáskrúðsfirði 1954 og 1955 en er nú kennari við barnaskólann á Reyðarfirði. Einn helztí forustumaður þjóð- varnarmanna á Austurlandi og kosinn varamaður í miðstjórn Þjóðvarnarfl. á landsfundi 1955. Helgi hefur nú gengið til samstarfs við Alþýðubandalagið eftir að sýnt var að forsprakkar Þjóðvarnar höfnuðu öllu vinstra samstarfi og gengu í vist hjá íhaldinu með vonlausum klofn- ingsframboðum. Sigurður Blöndal, skógai vörð- ur, þriðji maður listans, er fæddur að Hallormsstað á Hér- aði 1924. Foreldrar Benedikt Blöndal kennari og konp hans Sigrún Blöndal. Tók st'údents- próf frá Menntaskólamim á Ak- ureyri 1945. Stundaði nám í skógrækt í Noregi og lauk skóg- fræðinámi við landbúnaðarhá- skólann í Ási 1952. Hefur hann Framhald á 10. siðu kaup Dagsbrúnarmanna úr kr. 17.77 í kr. 18.28 1. júní n.k. eða um 51 eyri um tímann, að með- töldum veikindapeningum. ÍHALDIÐ VILDI RÆNA UPPBÓTINNI Hvert einasta heimili í land- inu getur reiknað það út af reynslu sinni að þessu uppbót er allt of lítil, hún nemur aðeins hluta af þeim verðhækkunum sem dunið hafa yfir frá því að íhaldið og Framsókn samþykktu skattana miklu i vetur. Veldur því hinn fráleiti grundvöllur vísitölunnar og ýmiskonar makk með verðlag á kartöflum, smjör- talan skuli algerlega bundin me5 enn stórfelldari fölsunum en þó hafa tíðkazt að undan- förnu. Heföi Sjálfstæðisflokkur- inn fengið vilja sínum fram- grengrt hefði kaupia ekkert hækk- að um næstu mánaðamót — og þaim vilja sretur flokkurinn framkvæmt aft loknum kosning- um ef hann fær aðstöðu ril. 'i? Hvítasunnu- ferðÆFR ÆFR efnir til ferðalags nm; hvítasunnuna, eins og und- anfarin ár. Lagt verður af stað í ferðina 'kl. 4 á Iaugar- dag, ekið að Skógarfossi undir Eyjaf jöllum og tjaldað þar um nóttina. Næsta dag verður ekið til Víkur í Mýr- dal og Dyrhólaey skoðuð. Um kvöldið verður aftur komið í tjaldstað, og á ann- an í hvítasunnu ekið héim- leiðis um Fljótshlíð. Fylkingin Ieggiir til tjald, en þátttakendur hafi með sér nesti og svefnpoka. Væntanlegir hétttabendwr gefi sig hið fyrsta Iram i skrifstofu ÆFR í Tjarnar- götu 20, opin kl. 4—7 dag- lega, sími 7513. Fuodir Alþýðubandalagsins á Isafirði og í Bolungavík Alþýðubandalagið heldur í kvöld almennan .stjórnmála- fund í Alþýðuhúsinu á ísafirði. Framsöguræður á fundin- um flytja Hannibal Valdimarsson alþingismaður, Karl Guðjónsson alþingismaður og Guðgeir Jónsson, formaöur íiki og öðrum" vörutegundum Bókbindarafélags íslands, frambjóðandi Alþýðubandalags- sem hafa mikii áhrif á vísitöi- ins á ísafirði við Alþingiskosningarnar í sumar. Fundur- una. En þótt uppbótin sé svona léleg telur Sjálfstæðisflokkurinn að með henni sé allt of vel gert við launþega. Hann hefur sem kunnugt er flutt uni það tillögur í ríkisstjórninni að vísi- inn hefst kl. 8.30. Á morgun, miðvikudag, verð- ur fundur á vegum Alþýðu- bandalagsins í Bolungavík. Þar flytja þeir Hannibal Valdimars- son og Karl Guðjónsson einnig framsöguræður. Fundurinri hefst kl. 8.30. Sovétríkin aívopn Mönnum undir vopnum verSur fœkkaS urrj 1200.000 fyrir 1. maí nœsfa ár j rn Tilkynat var í Mosvka í gær að sovétstjórnin heíði ákveðið að fækka í heraíla Sovétríkjanna um 1.200.000 mannsfyrirl.maí 1957. Fréttamönnum í Moskva var afhent tilkynning um þetta í gær. 63 herdeildir leystar upp Þar segir að fækkunin feli það í sér að 63 herdeildir verði leystar upp. Af þeim eru þrjár sem tilheyra flughernum. Floti . Sovétríkjanna mun taka 375 herskip úr notkun og þeim verður lagt. Herliði Sovétríkjanna í Þýzka- landi verður fækkað um 30.000 manns. Fækkað nm 640.000 í fyrra I tilkynriingu sovétstjórnar- innar er tekið fram að fækk- unin um 1.200.000 manns í hernum sé í viðbót við fækk- unina í fyrra, en þá var mönn- um undir vopnum í Sovétrík'j- unum fækkað um • 640.000 manns. Fyrir þá fækkun var gizk- að á í vestrænum blöðum að her- afli Sovétríkjanna myndi vera um ihálf fimmta milljón manna. Hafi sú tala verið nærri lagi ætti heraflinn að komast niður í rúmlega 2.600.000 eftir fækk- unina. Friðarhorfur vænkast Sovétstjórnin segist sjá sér fært að fækka í hernum vegna þess að undanfarið hefur dreg- ið verulega úr viðsjám í heim- inum. Hún kveðst fús að ræða frekari afvopnun ef önnur ríki og þá einkum vestrænu stór- veldin vilji fækka í herjum sín- um að sama skapi. Sovétstjórn- in kveðst vona að fækkuniiS sem hún hefur ákveðið verðJ fyrsta skrefið til umfangsmik- illar. afvopnunar, hún voni aS allar rikisstjórnir sem efla vilja friðinn fari að dæmi Sovétríkj- anna. Einhliða afvonpun í tilkynningu sovétstjórnar«i innar er því heitið að mönnuni sem leystir verða úr herþjón- ustu skuli tryggð atvihna semi næst heimilum þeirra. Eftir fund ráðamanna Sovét- ríkjanna og Bretlands um dag- inn kom sá kvittur upp í Lond- on að Búlganín og Krústjofí Framhald á 11. síðtl SÖSIftLISTAFÉLAG REYKIAVÍKUE Félagsfundur verður haldinn i kvöld kl. 8.30 í Þórscafé (gengið inn frá Hlemmtorgi). Rætt verður um AlpingisTcosningarnar 24. júní 1956 'MÆTIÐ VEL OG STUNDVÍSLEGA! Hverf framlag i kosningasjóSinn eykur sigurmöguleika AlþýBubandalagsiná

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.