Þjóðviljinn - 24.05.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.05.1956, Blaðsíða 1
IÓÐVILIIKN Fimmtudagur 24. maí 1956 — 21. árgangur — 114. tölublað Sjálfboðaliðar 1 Stuðningsmenn AlþýðubaniS lagsins í Keybjavík ena hvattir til að koma í skrif- stofu Alþýðubandalagsin$ Tjarnargötu 20 til viniHi. Sbrifstofan er opin kl. 10-13. f.h., 1-7 og 8-10 e.h. Nábúar Keilavíkurílugvallar kref jast að hmum „bjánalegu og hættulep loftfimlei um" herslns verði tafarlaust hætt „Stofna lífi og öryggi borgaranna í hættu, spilla vinnufrifti í skólum og sjúkrahúsimi" Oft hefur legið' nærri að stórslys hlytist af æfingaflugi bandarískra þrýstiloftsflugvéla yfir Keflavík og Njarðvík. Síðast á þessu vori skreið bandarísk þrýstiloftsflugvél rétt ofan við húsþökin í Njarðvík áður en hún steyptist í flæð- armálið. Hin almenna krafa íbúanna í grennd við Keflavíkur- flugvöll, að þessum ástæðulausu æfingum yfir byggðinni verði þegar hætt er nú borin fram í Faxa, sem gefinn er ÚtíKeflavík. Allt frá komu bandaríska hersins hefur þrotlaust f lug her- flugvéla yfir Keflavík og Njarð- vík verið íbúunum mikill frið- spillir og stöðug hætta stafað af þessu flugi. Hafa íbúar þessara staða átt erfitt með að skilja hver nauðsyn væri að beina mestallri flugumferð yfir þessa tvo bæi. Segir svo um þetta í nýútkomnum Faxa: „Vel má vera, að imdir viss- um veðurskilyrðum verði ekki hjá því komizt, að stefna sé tekin yfir bæinn, hvort heldur um f lugtak er að ræða eða f Iug- vélar eru að koma til landsins. En slíks er áreiðanlega ekki alltaf þörf, eftir því sem kunn- ugir henna, — að maður nú ekki tali um þá furðulegu ósvífni að láta þrýstiloftsflugvélum og Þrír stjémmálafundir Alþýðukanda- lagsins í 9g og a morgun Alþýöubandalagið efnir í kvöld til almenns stjómmála- fundar í Grundarfirði. Veröur fundurinn haldinn í sam- komuhúsinu í Grafarnesi og hefst M. 9 síðdegis. Á fundinum mæta Einar 01- geirsson alþingismaður og Guð- mundur J. Guðmundsson, fram- bjóðandi Alþýðubandalagsins í Snæfellsnessýslu. Flytja þeir framsöguræður um stjórnmálin og kosningarnar en síðan verða frjálsar umræðu'r. VESTMANNAEYJAR I kvÖld verður einnig opinber kjósendaíundur haldinn í Vest- mannaeyjum. Fundurinn verður í Alþýðuhúsinu og hefst kl. 8.30 síðdegis. Framsögumenn verða Hannibal Valdimarsson alþingismaður og Karl Guðjóns- son alþingismaður, frambjóð- andi Alþýðubandalagsins í Vest mannaeyjum. Að loknum fram- söguræðunum verða frjálsar umræður. Munu Vestmannaey- Framhald á 3. síðu. öðram farkostum loftsins hald ast uppi að hringsöla yfir bæn- um í einhverskonar æfingar- flugi, sem vissulega stofnar lífi °g öryggi borgaranna í hættu, spillir vinnufriði í skólum og sjúkrahúsinu, — og enda þótt ekki hljótist slys af, þá hlýtur þessi f eikna hávaði að vera bein- línis lífshættulegiwr fárveiku fólki, sem dvelur þar. Þegar maður hugsar um þessi mál með tilUti til þeirrar kyrrðar, sem tal ið er nauðsynlegt að ríki um- hverfis sjúkrahús, þá er næsta eðlilegt að mörgiun finnist, að þetta tilgangslausa sportflug vélanna yfir bænum, sé siðlaus óhæfa, og með hliðsjón af þeirri staðreynd, að 3 flugvélar hafa farizt hér í næsta nágrenni nú á tiltölulega rojög skömmum tíma, ætti ekki að vera ótíma- bært, að eittlivað sé ýtt við þessum ósóma, því sannarlega var það guðs mildi en ekki mannanna forsjá, sem réð því, að vélarnar lentu í sjónum en ekki á íbúðarhúsum eða stofn- unum bæjarins. Vegna þessara Framhald á 12. síðu. Scháf f er á að erfa ríkið « Staðfest hefur verið í Bonn að vesturþýzka ríkisstjórnin verði endurskipulögð á næst- unni. Bliicher mun láta af emb- ætti aðstoðarforsætisráðherra, en flokkur hans, Frjálsi demó- krátaflokkurinn, klofnaði í vor pg mikill meirihJuti fór i stjórn- arandstöðu. Nýi aðstoðarforsæt- isráðherrann verður Schaffer fjármálaráðherra úr kaþólska flokknum í Bajern. Er talið að skipun hans í embættið sé stað- festing á að hann eigi að taka við af Adenauer forsætisráð- herra, sem kominn er á níræðis- aldur. líppksn í Hræðslubandalaginu Fullkomin upplausn er nú í liði Hræðslubandalagsins í R- vík. Prófkjörið í Framsókn hefur valdið mjög djúpstæðum ágreiningi í Jieim flokki og vinstri inenn hans þverneitað að styðja Kannveigu og lista hennar. Og ekki er fyrirgang- urinn minni innan Alþýðu- flokksins. Soffía Ingvarsdótt- ir, sem verið hefur varaþing- maður Alþýðuflokksins íBvík, þverneitaði að taka sætí á list- anum, eftir að henni var stjakað burt úr varamaims- sæti og Rannveig sett í staðinn, og munu Alþýðuf lokkskonur al mennt mjög fráhverfar listan- um. Garðar Jónsson, formað- ur Sjómamuifélags Reykja- víkur, tók ekki heldur í mál að vera á listanum eftir að Jóni Sigurðssyni var sparkað úr f jórða sæti, en fulltrúi sjó- mannafélagsins befur skipað það um langt árabil. Aímælisgjöí til Þjóðviljans tvítugs: 1000 nýir áskrifendur fyrir 31. október 350 áskrifendur íyrir 24. júní Að nokkrum mánuöum lið'num er ÞjóovUvnn *tuttugu ára. Afmœlisdagurinn er 31. október 1956. í tuttugu ár hefur blaðið verið rödd íslenzkrar al- pýðu, málsvari hennar, vopn hennar til sóknar. í daglegri baráttu alþýðunnar um tuttugu ára skeid gegn ofurvaldi auðvalds og afturhalds, innlends og erlends, hefur Þjóðviljinn eflzt og styrkzt. Alpvó- an sjálf hefur eflt Uann, lagt fram hvað eftir annad stórfé af litlum efnum hvers og eins og margskonar starf til þess að bla&ið mœtti lifa, stœkka og batna. Miðstjórn Sósíalistaflokksins hefur sampykkt að heita á alla flokksmenn, alla áekrifendur og vildar- menn Þjóðviljans að leggjast á eitt og aíla Þjóðviljanum eitt þúsund nýrra á- skrifenda fyrir tvítugsafmæli blaðsins. Lesendur bla&sins hafa oft sœmt Þjóðviljann peirri einkunn: Blaðið verður hverjum sem kynnist pví ómissandi, daglegur 'kœrkominn gestur. Þvi er auðvelt að afla Þjóðviljanum áskrifenda, ef allir vinir hans leggjast á eitt um pað kynningarstarf. Öflun 1000 nýrra áskrifenda er mikilvœgt starf, bæði nú í kosningabaráttunniog eins að henni lok- inni. Askrifendasöfnunin stendur frá deginum í dag, 24. maí, til 31. október. En gert ex ráð fyrir a& vinna aðalstarfið í tveimur sóknarköflum: Afla 350 áskrifenda fram að kosningum ^ 24. júní, og ljúka því sem eftir verður með sóknarkafla fram að afmælisdegin- um. Hvert félag flokksins mun taka að sér hluta af pessu verkefni. Góð verðlaun verða veitt einstak- lingum, og frá peim skýrt nœstu daga. Fylgizt daglega með afmælissókninni í blaðinu. Látið Þjóðviljann finna, einu sirini 'enn, hvern hugþið berið til hans, flokksmenn, á- skrifendur, allir vildarmenn hans og vinir. Afmælisneíndin. Kjarnorkuflugvél, kjarnorkuvagnar 09 kjarnorkuskip í Sovétríkjunum í Sovétríkjunum eru nú öll skilyrði fyrir hendi til að smíði kjarnorkuknúinnar flugvélar geti hafizt. Slavski, íormaður orkunéfnd- ar Svétríkjanna, skýrði frá þessu í blaðinu Isvestia í Moskva í gær. Hann segir að Öllum fræðilegum undirbúningi undir smíði kjarnorkuknúinnar flugvélar sé lokið. Sovézkir vísindamenn hafa einnig getað sýnt fram á, að ekkert er því til fyrirstoðu að smíða vagua og skip knúin kjarnorkuhreyflum, segir Slav- ski. Kjölur hefur þegar verið lagður að kjarnorkuknúnum ís- brjót. Afi kjarnorkuhreyfilsins í honum verður 44.000 hestöfl og skipið á að geta siglt með 18 sjómílna hraða á klukku- stund. Kjarnorkurafstodvar Þá skýrir Slavski frá því að ákveðið hafi verið að reisa í Sovétríkjunum fimm kjarnorku- rafstöðvar á næstu fimm árum. Hver um sig á að .framleiða hálfa milljón kílóvatta. Ein lítil kjarnorkurafstöð tók til starfa í Sovétríkjunum í fyrra. \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.