Þjóðviljinn - 25.05.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.05.1956, Blaðsíða 6
|5) — ÞSÖbvmsmNm Fö^dagur¦m'ir*íMf:5M&: gSIÓÐVlUlNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósialistaflokkurinn Að sýiia trúna í verki Hað utanríkisráðherrans hef- ur ekki enn gefið neina I skýringu á því hver sé ástæð- ! an til þess að ríkisstjórnin ' hefur svikizt um að fram- ' kvæma skýlaus fyrirmæli al- | þingis um hernámssamning- inn. Þjóðviljinn spurðist fyrir um það fyrir nokkrum dögum | hvort hér væri um að ræða ' leynisamning íhalds og Fram- ! sóknar um að gera ekkert í imálinu fyrr en eftir kosningar ' •— í von um að þá væri hægt ! að hunza samþykkt alþingis. Tíminn hefur ekhí svarað einu 1 orði, og er sú þögn raunar ' ærið svar í sjálfu sér. I Tlalfvelgja og tvískinnungur * * Framsóknar í málinu hefur gert íhaldinu auðveldara fyrir ! að stunda hinn þjóðhættulega i landráðaáróður sinn. Sjálf- ' stæðisflokkurinn segir sem kunnugt er að það séu er- lendir herforingjar sem eigi að skera úr um hversu lengi Is- ; land sé hernumið. Sjálfstæðis- ! flokkurinn segir í öðru lagi að Islendingar eigi að selja ' landsréttindi sín og sjálfsfor- ræði fyrir dollara. Þetta er svo ósvífinn og siðlaus mál- I staður að jafnvel Sjálfstæðis- flokkurinn hefði ekki þorað að hampa honum ef ekki hefði komið til heimóttarskapur og tvöfeldni Kristins utanríkis- ráðherra og flokksbræðra hans. llandaríska hermálaráðuneyt- " ið hefur einnig hagnýtt sér hálfvelgju Framsóknar til þess að reyna að aðstoða í- haldið. Það lýsti yfir því að það myndi ,,í bili" (!) hætta við allar nýjar framkvæmdir — og Tíminn lýsti yfir undr- un og áhyggjum! A llt hefur þetta nú orðið til *¦• þess að Tímirin hefur neyðzt til að skipta um tón, og röksemdir sósíalista og annarra hernámsandstæðinga birtast nú á síðum Tímans ¦ þær sömu röksemdir sem hafa verið úthrópaðar árum saman, Er það vissulega góðra gjalda vert, en þó ber umfram allt að sýna trúna í verki. Og fyrsta skrefið í þá átt er að Kristinn utanríkisráðherra framkvæmi fyrirmæli alþingis og sendi Bandaríkjastjórn og ráði Norðuratlanzhafsbanda Iagsins tilkynningu um endur skoðun hernámssamningsins. Yið styðjum Augljós inisbeiting &að he"ur verið mikil aðferð ,,lýðræðismanna" á Vestur- ! löndum á undanförnum árum ! að reyna að falsa kosninga- ! íög. Einkanlega hefur þetta I verið reynt í Frakklandi, Ital- ! íu, Vestur-Þýzkalandi og Grikklandi; og tilgangurinn ; hefur æfinlega verið sá að i Teyna að ganga á hlut hinnar I xóttæku verkalýðshreyfingar. ! En þessar tilraunir hafa ekki í gefizt vel, þær hafa orðið ! mjög óvinsælar hjá almenn- I ingi og áður en varði hafa I þær komið upphafsmönnunum I í koU. I f I ITlutirnir eru oft lengi að I "berast til íslands, og svo ! er um þetta. Um sömu mund- ! ir og Vesturevrópuþjóðir eru ! að gefast upp á kosningabrell- I um, skjóta þær upp kollinum ! hér. Starfsaðferðir Hræðslu- ' bandalagsins eru slík tilraun ! til kosningafölsunar, og hinn i yíirlýsti tilgangur forsvars- ! manna þess er að fá meira en I helming þingmanna út á þriðj- ! ung kjósenda. Hugsunin í i fölsuninni er þessi: Framsókn ! heíur alltaf fengið langtum I fleiri þingmenn en hún á rétt .{ á vegna rangláts kjördæma- I skipulags. Nú á flokkurinn j.að halda þingmannatölu sinni með langtum minna atkvæða^ magni en nokkru sinni fyrr, en um 5000 atkvæðum á að ráðstafa til Alþýðuflokksins og fá uppbótarsæti út á þau í þokkabót! ^kað þarf ekki að eyða orð- * um að því hversu ó- skemmtilegur hugsanagangur býr á bak við slíka brellu og hversu heilagt forsvars- mönnum Hræðslubandalagsins er lýðræði það sem þeir hafa einatt á vörum. Hitt er einnig augljóst að þetta fyrirkomu lag er skýlaust brot á anda og tilgangi kosningalaganna. Ákvæðin um uppbótarsæti voru til þess sett að tryggja sem mest réttlæti í skiptingu þingmanna — en nú er reynt að nota það ákvæði til þess að tryggja sem mest órétt- læti. Samkvæmt anda kosn- ingalaganna bæri Hræðslu- bandalaginu auðvitað að bera fram einn landslista og fá svo uppbótarsæti til jöfnunar við aðra flokka eftir atkvæða- magni bandalagsins í heild. Þannig væri anda kosninga- laganna fullnægt og þannig væri einnig tryggt að þing- menn skiptust sem réttast eft- ir atkvæðamagni flokkanna, en það er eitt meginatriði lýð- ræðislegrar kosnirigaloggjafár. •r^*\r^\*s#s/\#s*\r^#\#\r^#\r**^#'#v#\# Straumurinn liggur til vinstri, ekki sí'st meðal œskunnar. Alþýðubandalagið er mikið fyrirheit allri alþýðu um að íhaldsöflunum í þjóðfélaginu verði skákað til hliðar, en það er í einu brýn nauðsyn og einlœg ósk hins vinnandi manns. Æskulýðssíðan hefur átt arstutt viðtöl við fimm unga menn, og fara svör þeirra hér á eftir. Þeir brutu fjöreggið Jósep Helga- son hefur verið af- greiðslumað- ur á B.P. benzínstöð hér í bænum. Hann á heima inn við Breið- holtsveg, A- götu 8. Ættaður vestan af Fjörðum. Kom í bæinn '49. Gekk þegar í F.U.J. og nokkru seinna í Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. — Er ennþá í báðum þessum félögum. Og við spyrjum: — Hversvegna styður þú fremur Alþýðubandalagið en Hræðslubandalagið ? — Undanfarnar vikur hef ég með sársauka horft upp á gamla flokkinn okkar liðast í sundur milli þeirra tveggja afla er tekizt hafa á í honum. Auðvitað hef ég sem laun- þegi viljað sigur þeirra for- ustumanna er vildu setja hag vinnandi stétta ofar öðru. En þeir voru reknir. Eftir sitja þeir sem ráku. En hvað gerist þá? Ganga þeir ekki til sam- starfs við forstokkaða íhalds- skarfa Framsóknar, sem mér vitandi hafa aldrei sent verka- mann á þing eða raunar full- trúa annarra launþega og gera það ekki í framtíðinni. Mér finnst eins og fjöreggið hafi brotnað. Þess vegna ætla ég að kjósa Alþýðubandalagið. FurSulegt hlutverk Lúther Jóns- son prent- nemi á heima í Samtúni 26. Hann spilar á tenórhorn í Lúðrasveit verkalýðsins. Hefur verið til skamms tíma í Félagi ungra þjóðvarnarmanna. Hvernig lízt honum á Al- þýðubandalagið ? — Það er heldur ömurlegt að horfa upp á þennan gamla flokk sinn undanfarnar vikur, orðinn eitt sauðþægasta í- haldsvopnið gegn draumi okk- ar vinstri manna að eignast öflugt bandalag gegn íhalds- öflunum. En það gera þeir með sundr- ungarstarfsemi sinni þessa dagana. Þessir gömlu félagar mínir hafa þó deilt á ósjálf- stæða hlýðnisafstöðu Sjálf- stæðisflokksins gegri Amerík- önum í sjálfstæðismálum þjóð- arinnar v Get ekki betur séð en þeir spili sömu furðulegu rulluna í stéttabaráttunni. ¦ Mér finnst stofnun Alþýðu- bandalagsins stórkostlegasta tækifæri fólksins á seinni ár- um, og mun styðja það. Þeir bitu höfoðið af skömminiii Friðrik Brynjólfsson trésmiður á heima á Framnesvegi 46. Æsfcu- stöðvar vest- ur í Dýra- firði. Lærði iðn sína á Patreksfirði, en hefur átt heima í Reykjavík síðan '49. Hefur til skamms tíma verið í Alþýðuflokksfélagi Reykjavík- ur og er núna félagi í Mál- fundafélagi jafnaðarmanna. Hversvegna styður hann Al- þýðubandalagið ? — Með brottvikningu Al- freðs Gíslasonar úr Alþýðu- flokknum og síðar Hannibals Valdimarssonar fyrirgerðu forráðamenn flokksins . því traustí, sem kjósendur hans báru til þeirra. Til þess að bíta höfuðið af skömminni gekk svo hægri klíkan i kosningabandalag við gömlu madömuna og vék þannig algjörlega frá hinni upprunalegu stefnu flokksins: að styrkja og styðja málstað Alþýðusambands íslands. Ég álít að efla beri samtök allra vinstrisinnaðra manna gegn báðum íhaldsöflunum. — Það er að vinna að almenn- ingsheill. Sú MimiHlr- andi eih Kristján Jó- hannsson á heima Rauð- arárstíg 3. Hann á sæti í trúnaðar- ráði Dags- brúnar. Ek- ur vörubíl hjá Eimskip niðri við höfn. — Þeir sem tóku þátt í verkfallinu mikla síðastliðið vor og komu kannski nótt eftir nótt á verk- fallsvörð, tóku eftir þessum trausta og hárðgerða félaga, er þreyttist aldrei að hvetja okkur til dáða með fordæmi sínu. Hvernig skyldi hljóðið vera í honum núna? — Sjaldan hafa verkamenn skynjað betur en undanfarnar vikur, hvernig hagsmunir þeirra eru bornir fyrir borð af svokölluðum ráðamönnum þjóðfélagsins. Það líður ekki sá dagur, að kaupmáttur laiina . okkar skerðist ekki í verðhækkunar- æði stjórnarflokkanna. Þó finnst mér verkamenn aldrei hafa átt eins stórkostlegt tækifæri í stjórnmálum og þeim hefur boðizt nú með stofnun Alþýðubandalagsins. Það er sú blómstrandi eik er sprettur úr hinu mikla verk- falli síðastliðið vor. FðlsksnciBia íhaldsins Jón Böðvars- son, stud. mag.,á heima í Grjótagötu 9. Hann er ritari Taflfé- lags Reykja- víkur og K.R.-ingur. Hann hefur unnið ötult starf í Félagi rót- tækra stúdenta. Sat einn vet- ur í Stúdentaráði og þekkir manna bezt vinstra samstarf í verki á þeim vettvangi. Við spyrjum: — Hvernig lízt þér á kosn- ingahorf urnar ? — Vel. Þeim fjölgar með hverjum degi, sem skilja, að kosningarnar í júní verða beinn þáttur í kjarabaráttu launastéttanna og gera sér ennfremur ljóst, að stofnun Alþýðubandalagsins er rök- rétt afleiðing hins mikla verk- falls síðastliðið vor. Gleðileg- ast finnst mér, að þessi kosn- ingasamtök sósíalista og Al- þýðuflokksmanna eru að slá úr höndum íhaldsins þá fals- kenningu, að vinstri öflin geti ekki unnið saman. Reynsla mín í stúdentaráði hefur sannfært mig um, að enginn grundvallarmunur er á þjóðmálaskoðun sósíalista, vinstri Alþýðuflokksmanna, Þjóðvarnarmanna og vinstri Framsóknarmanna. Þegar leysa þarf aðkallandi við- fangsefni kemur í ljós, að skoðanamunurinn .er meirí £ orði en á borði. Féiagsheimilí ÆFR Félagsheimili Æ.F.R. í Tjarn- argötu 20 er opið á hverju kvöldi frá kl. 8-11.30 nema laugardaga og sunnudaga, þá er það opið frá kl. 2-11.30. Félagsheimilið er opið öllum sósíalistum og gestum þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.