Þjóðviljinn - 25.05.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.05.1956, Blaðsíða 7
 ;" Áki Jákóbsson ritar nýlega grein í „Neista" og Alþýðu- blaðið, til þess að reyna að af- saka þann verknað 'sinhl".' að svíkja verkalýðshrayfinguna, en ganga til þjónustu við Ey- stein Jónsson og Hræðslu- bandalagið, er sú fylking und- irbýr nú gengislækkunar- og kaupbindingarherferð á hendur alþýðu. Grein hans er i sam- ræmi við verknaðinn, er ver.ia skal: ósannindi og rangfærslur. Tvennt er það einkum, sem Aki Jakobsson segir hafa vald- ið þvi' að hann fór úr Sósíal- istaflokknum og gekk í Hræðslubandalagið: Hið fyrra að hann hafi ver- ið ósamþykkur stefnu Sósíal- istaflokksins i þjóðmálum. Hið síðara að hann hafi ver- ið ofsóttur af vondum mönn- um, einkum Einari og Brynj- óífi er bolað hafi sér alstaðar út. Við skulum nú athuga þess- ar staðhæfingar, fyrst hina fyrri um að hann hafi talið stefnu flokksins „einkennast af óraunsæi og skrumi, sem kom fram í því að bera fram van- hugsaðar kröfur". Stefna Sósíalistaflokksins hefur frá því hann fór úr rík- isstjórn einkum einkennzt af tvennu: 1) baráttunni fyrir að endurheimta það sjálfstæði landsins, er skert var með Keflavíkursamningnum, inn- göngunni í Atlanzhafsbanda- lagið og hernáminu, og — 2) baráttunni fyrir því að við- halda lífskjörum almennings og bæta þau, ef þess væri nokkur kostur. Þessi stefna hefur verið mörkuð flokksþing eftir flokks- þing, einróma af fuhtrúum sósíalistafélaganna, og alltaf hert á að reyna að skapa sem víðtækasta einingu um hana við aðra flokka og menn úr þeim. — Áki Jakobsson hef- ur aldrei, hvorki í miðstjórn. né á flokksþingum né á öðrum. opinberum vettvangi flokksins, borið fram neina tillögu um neinar breytingar á þessari stefnu, aidrei flutt tillögu um breytingu á stjórnmálaályktun- um flokksþinga né um annars- kqnar framkvæmd þeiirra í stjórn flokksins. Allt sem hann segir um að hann hafi viljað hafa stefnu flokksins „jákvaeð- ari og frjálslyndari" er hreinn uppspuhi manns, sem veit ekki hverju hann á að skrökva, til þess að verja verknað, sem hann fremur af hvötum, sem ékki þola dagsins ljós. Aki Jakobsson segir að Sósíalistaflokkurinn hafi ekki viljað taka „þátt í lausn vandamála þjóðfélagsins" — én það hafi Áki viljað. Hvað býr hér undir? Sósíalistaflokkurinn hefur á undanförnum árum eins og fyrr verið reiðubúinn til þess að taka þátt í því að stjórna landinu með öðrum ef tryggt væri að stjórnað væri með sjálfstæði þjóðarinnar og heill almennings fyrir augum. Sósí- alistaflokkurinn hefur hinsveg- ar ekki viljað taka þátt í því að láta hernema landið né fella gengið né binda kaupið. Og það er vitanlegt að hið ame- ríska hervald, sem ráðið hef- ur stjórnarstefnunni siðan 1947, hefur bannað þeim flokk- um, sem það hafði áhrif á, samstarf við Sósíalistaflokkinn um rikisstjóm,' einmitt vegna' þeirrar afstöðu okkar að vera gegn -hernámsstefjnu þess. Og <það efc þetta bann og sú niður- dreps- og afturhaldsstefna, sem því var samfara, sem hefur valdið því að Sósialistaflokk- urinn hefur verið utan ríkis- stjórnar í 9 ár og því verið rekin afturhaldsstefna af hálfu ríkisstjórnanna, er að völdum hafa setið. Nú segir Áki Jakobsson að Sósialistaflokkurinn hefði átt að hjálpa til við „lausn vanda- málanna". Átti flokkurinn að vera með gengislækkuninni eða öðrum slíkum ráðstöfun- um — eða jafnvel sætta sig og flokkurinn sjálfsagður til að setja hann í það. Svo hefjast afskipti ame- ríska auðvaldsins af islenzk- um málum og kalt stríð vold- ugra aðila gegn flokknum og alþýðu íslands. Eftir það, sem gerðist 1949 mun ýmsum hafa þótt sýnt að nokkur bið yrði á því að Sósíalistaflokkurinn ætti menn í ríkisstjórn að nýju nema hann brygðist í baráttu- málum þjóðarinnar. Og þegar svo er komið virð- ist áhugi Áka Jakobssonar fyr- ir málefnum flokksins fara að minnka. Hann situr í fram- kvæmdanefnd flokksins 1949 til 1951, en af 83 fundum, sém íramboð, en Aki neitaði, þótt hann væri þá enn-i, miðstjórn flokksins. Svo virtist hann undrast að hann væri ekki kosinn í miðstjórn aftur haust- ið 1953. Það er rétt að sumir voru orðnir tortryggnir gagnvart honum, en enginn þó svo að menn héldu að hann ætti eft- ir að svíkja verkalýðshreyf- inguna. — Nú hefur Áki sjálf- ur sannað með verknaði shir um að hánn átti meiri tor^ tryggni skilið en nokkur maður sýndi honum nokkurntima. Viðbjóðsleg er tiiraun Áka Jakobssonar til þess að reyna að skýla sér, afhjúpuðum eins Einar Olgeirsson: Áki Jnkobsson 00 fióswli&tmflokkmimi við hernámið? Eða átti að hætta við að bera fram þær kröfur, sem knúðar voru fram í verk- föllum undanfarinna ára? ¦— Áki Jakobsson hefur aldrei borið fram neinar tillögur um neitt í þessum málum. En þetta, sem hann nú ber fyrir sig, virðist benda til þess að hann hafi öll hin síðustu ár langað til þess að flokkurinn slægi undan í hernámsmálinu og hagsmunamálum verkalýðs- ins, til þess að verða hæfur í ríkisstjórn afturhaldsins, en aldrei haft hreinskilni í sér til þess að leggja það til eða taka . upp baráttu fyrir slíkri upp- gjöf í þjóðfrelsisbaráttu íslend- inga og stéttabaráttu al- þýðunnar. Enda treystir Áki Jakobsson sér ekki til að nefna eitt éin- asta mál, er stjórnmálastefnuna varðar, sem hann hafi gert ágreining um. Um eina málið, sem hann nefnir, forsetakjör- ið, er það að segjá a* þar greiddi hann sjálfur atkvæði með þeirri ákvörðun, er sam- þykkt var, að flokkurinn stæði ekki að framboði sjálfur né tækiþátt í baráttunni um for- setann. Þetta er sannleikurinn um hina hetjulegu baráttu þessa manns fyrir „jákvæðari og frjálslyndari" stefnu Sósialista- flokksins. Svo er rétt að athuga um ofsóknirnar gegn þessum ske- legga baráttumanni fyrir betri stefnu hins vonda flokks. Fáir menn hafa hlotið jafn- skjótan frama á ve.gum Sósialistaflokksins og Áki Jakobsson. Sem nýútskrifaður lögfræðingur verður hann á vegum flokksins bæjarstjóri á Siglufirði, síðan þingmaður flokksins 1942 'og í fyrsta skipti, sem flokkurinn átti kost á, að gera mann að ráðherra, þá velur hann Áka Jpkobsson 33 ára gamlan til þess. Ég býst við að Áka hafi þótt hann sjálfsagður í það trúnaðarstarf nefndin heldur á þeim tíma, er hann aðeins viðstaddur á 30 fundum, fjarverandi 53 fundi. Og þegar svo einn af leiðtog- um verkalýðsfélaganna í Reykjavík er kosinn í fram- „Áki Jakobsson hefur aldrei, hvorki í miðstjórn né á flokks- þingum né á öðrum opinberum vettvangi flokksins borið fram neinar tillögur um neinar breytingar á stefnu flokksins, aldrei flutt tillögur um neina breytingu á stjórnmálaályktun- um flokksþinga né um annars- konar Iramkvæmd þeirra í stjórn flokksins." kvæmdanefndina í hans stað eftir flokksþingið 1951, skyldi maður ætla að hann hafi þá sýnt því meiri áhuga fyrir starfi miðstjórnarinnar, sem hann sat í áfram. En á tíma-^. bilinu milli flokksþinganna 1951 og 1953 sækir hann 9 af 29 miðstjórnarfundum, en er fjarverandi 20 fundi. Og þegar hann mætir hefur hann lítið til mála að leggja — og sízt tillbgur um breytta stefnu eða bardagaaðferð. Á öllum öðrum sviðum er á- hugaleysið hið sama. Ef til vill hefur hann haft áhuga fyrir að vera í kjöri á Siglufirði í kosningunum sumarið 1953, og miðstjórnin samþykkti til- lögu Siglfirðinga um það| og hann nú er í íslenzkum stjórnmálum, með því að tala um Sigfús Sigurhjartarson i sömu andránni og sjálfan sig. En um þær breytingar á mið- stjórn Sósíalistaflokksins sem Áka verður einna tíðræddast er þetta að segja: Eftir að Sig- fús tók þátt í ákvörðunum um skipun miðstjórnar á þinginu 1951 var sú ein breyting gerð á þinginu 1953, að auk þess sem Áki fór út baðst Katrín Thoroddsen undan endurkosn- ingu, og Þuríður Friðriksdótt- ir kom í hennar stað. Þannig fóru þeir voðalegu menn Brynjólfur og Einar að því „með oddi og egg að tryggja sér alger yfirráð í flokknum" og ýta öðrum til hliðar. Skal svo ekki elta frekar ól- ar við þvætting Áka Jakobs- sonar um Sósíalistafiokkinn. Áki virðist eftir frainkomu sinni nú að dæma aðeins hafa metið Sósíalistaflokkinn eftir einu: hve hátt flokkurinn gæti stillt honum í þjóðfélaginu, — og aðeins átt eitt raunveru- legt ágreiningsmál við Sósíal- istaflokkinn og það er hve hátt flokkurinn mæti Áka Jakobs- son án tillits til starfstmi hans eða verðleika. — Áki Jakobs- son virðist hafa ofmetnazt á þeirri „upphefð", er flokkurinn veitti honum eitt sinn. Það er " sú eina „sök", sem hann á á hendur flokknum. Um sjúklegt hatur Áka Jakobssonar á Brynjólfi Bjarnasyni, sem gengur eins og rauður þráður i gegnum grein hans, er aðeins eitt að segja: Með níðimi um Brynj- ólf er hann að reyna að þagga niðu'r i leifunum af samvizku sjálfs sin, er bítur hann. Mað- ur eins og Áki, sem aðeins sér sjálfan sig, frama sinn og völd, getur ekki þolað Brynj- ólf, eigi aðeins vegna þess að Brynjólfur Bjarnason hefur þá skarpskyggni i st.iórnmálum til að bera, sem Aka svo áþreif- anlega skortir, heldur sérstak- lega vegna hins að Brynjólfur á þá mannkosti, sem alltaf eru undirstaða allrar frelsisbaráttu alþýðunnar og skilyrði íyrir sigri hennar, — þá mannkosti, sem Áki hefur verið að glata til fulls: — heiðarleika og tryggð við málstað fólksins. Það, að lúta auð og völdum og sú mannspilling, er því fylgir, er að verða hættulega títt fyrirbrigði með þjóð vorri. Aukin áhrif auðvalds og sýk- ingin frá hernámsgróðanum stofna í hættu því, sem þjóð vor ætíð hefur metið: mann- gildinu. Það er því ætíð hryggðar- efni, er maður lifir það, að menn, sem maður átti um langt skeið samleið með, í'alla fyrir freistingum auðs og valda og bregðast því, sem maður hélt að þeir hefðu helg- að líf sitt og krafta. En á alþýðuna mun það ekki fá, þótt einn maður gef- ist upp. Alþýða íslands held- ur ótrauð áfram frelsisbaráttu sinni, sem um leið er lífsbar- átta hennar, og sókninni mun ekki linna fyrr en sigurinn er unninn. Alþýðan gengur í þess- um kosningum sterkari og sameinaðri til baráttu en nokkru sinni fyrr. Einmitt nú hefur Sósíalistaflokkurinn upp- lifað það að eftir 5 ára baráttu hans gegn hernáminu hefur meirihiuti Alþingis isamþykkt að herinn skuli fara. Einmitt nú hefur tekizt sterk eining alþýðunnar um hagsmuni hennar og þjóðfrelsismál, sem flokkurinn lengi hefur óskað eftir og barizt fyrir. Sú alþýða, sem aldrei hef- ur misst trúna á það að hún, myndi endurheimta land sitt úr hers höndum, — sú alþýða, sem barizt hefur hugrókk við það, sem aðrir töidu ofurefli auðsins, en sigrað, — sú al- þýða fylkir nú saman liði sínu í Alþýðubandalaginu til kosn- inga. Og alþýðan mun sigra af því hún berst sjálf fyrir sín- um góða málstað, og hið vinn- andi fólk, sem er 'vaknað til meðvitundar um mátt sinn og •rétt, bregzt ekki sjálfu sér, heldur treystir einingu sína með hverju átaki, unz loka- sigurinn vinnst. ÞJÓÐViUANN vantar nnglinga 1 rá næstu mánaðamótfuin til að bera blaðið til kaupenda víðsvegar um bæinn. Talið við afgreiðsluna, sími 7500.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.