Þjóðviljinn - 26.05.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.05.1956, Blaðsíða 1
Laugardagur 26. maí 1956 — 21. árgangur — 116. tölublað Sjálfboðaliðar 1 Stuðningsmenn Alþýðubanda,*a lagsins eru beðnir að koma í sjálfboðaliðsvinnu í skrifstofa Alþýðubandalagsins Tjarnarg. 20 þegar þeir hafa tíma. Skrif- stofan er opin frá kl. 10—12 f.h. 1—7 e.h. og 8—10 e.h. alla daga fram að kosningum. Landskjörstjórn kveður upp úrskurð um landslistei Hræðslubandalagsins AlþýSuflokkurinn og Framsókn viðurkenna að þeir starfi saman sem einn stjórnmálaflokkur ogbjóði sameiginlega fram í óllum kjórdæmum Landskjörstjórn hélt fund með umboö'smönnum lands- ljstanna kl. 3 í gær. Þar lýstu umboðsmenn landslista Sjálfstæðisflokksins yfir þvi í skriflegri yfirlýsingn. að þeir teldu þannig til framboða Alþýffuflokksins og Fram- sóknarflokksins stofnað „að raunverulega sé um framboð eins og sa^na flokks að rœða. Þar af leiði að við úthlut- un uppbótarþingsœta beri að miða við samanlagðar at- kvæðatölur beggja þessara flokfáa, eins og um einn flokk sé að rœða og úthluta þingsœtum, ef til kemur, sam- kvœmt því". Var síðan beðið um úrskurð landskjörstjórn- ar um þennan skilning. Landskjörstjórn veitti síðan umboðsmönnum Alþýðu- ílokks og Framsóknarflokks frest til klukkan 10 í dag til ©,ð gera grein fyrir máli sínu. Kveður landskjörstjórn væntanlega upp úrskurð sinn í dag, þar sem utankjör- fundaratkvæðagreiðsla á að hefjast á morgun. Þjóðviljinn skýrði nokkuð frá því í gær hvernig þessu máli er háttað, og voru þau atriði rakin ýtarlega í greinar- gerð sem umboðsmenn .lands- lista Sjalfstæðisflokksins báru fram með yfirlýsingu sinni. Greinargerðin er á þessa leið: „Hinn 19. apríl s.l. birtist í Alþýðublaðinu „Stjórnmálayfir- lýsing og stefnuskrá Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokks- ins." Þar segir m.a.: ......Með hliðsjón af þess- um staðreyndum hafa Alþýðu- flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn komið sér saman um eftirfarandi málefnasamning, og ákveðið að efna til algers kosn- ingabandalags í öllum kjör- dæmum til þess að tryggja meirihluta á Alþingi fyrir fram- kvæmd hans." Sama dag birti Tíminn ná- kvæmlega samhljóða yfirlýs- ingu, en þar var Framsóknar- flokkurinn talinn á undan. Rúmlega mánuði áður, sbr. Tímann 14. marz, hafði 11. flokksþing Framsóknarflokks- ins veitt miðstjórn flokksins umboð til að „semja við Al- Stríðsglæpamenn handteknir aftur Fimmtán. austurrískir stkríðs- glæpamenn, sem voru í storm- sveitum og gestapó nazista á stríðsárunum og dæmdir í allt að 25 ára fangelsi fyrir stríðs- glæpi í Sovétrík.iunum, voru ný- iega látnir lausir og sendir heim samkvæmt beiðni austurrísku stjórnarinnar. í gær voru [jeir allir hand- teknir aftur af austurrískri !ög- reglu. Haí'a mál þeirra verið rannsökuð og í ]jós kom, að þeir höfðu gerzt sekir um múg- morð á gyðingum og stríðs- föngum í Póllandi. þýðuflokkinn um sameiginleg framboð í alþingiskosningunum á næsta sumri . .. ." I ræðu, sem Eysteinn Jóns- son ráðherra, ritari Framsókn- arflokksins, hélt á Selfossi hinn 15. apríl, segir orðrétt, skv. Al- þýðublaðinu 17. apríl: ... .„Það er enginn málefna- legur ágreiningur milli Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokks- ins í öllum hinum mest aðkall- andi málum, þeim málum, sem fyrst og fremst bíða úrlausnar. Samkvæmt þessu störfum við. Við munum bjóða fram sam- eiginlega í öllum kjördæmum og okkUr verður að vera það ljóst, að sigur Alþýðuflokksins er sigur okkar Framsóknar- manna og sigur Framsóknar- flokksins er sigur Alþýðu- flokksmanna." I ræðum, sem sami ráðherra hélt í Hafnarfirði 20. apríl og í Borgarnesi 22. apríl, komst hann svo að orði, eftir því sem Tíminn 24. apríl segir: ....,,Hreinn meirihluti þess- ara flokka á Alþingi næst ekki nema með nánara samstarfi en áður hefur þekkst á milli flokka. Það dugar ekki minna en að flokkarnir sameinist al- gjörlega í kosningum, og að hver einasti maður í Alþýðu- flokknum líti á sigur Fram- sóknarmanna sem sinn sigur og að hver Framsóknarmaður skoði sigur Alþýðuflokksins sem sigur sinn." Emil Jónsson fyrrv. ráð- herra, miðstjórnarmaður Al- þýðuflokksins, sagði á fundi í Hafnarfirði 20. apríl, skv. Al- þýðublaðinu 22. apríl: ¦......Með samfylkingu Al- þýðufiokksins og Framsóknar- fiokksins, með sameiginlegum framboðum þessara flokka og sameiginlegri stefnuyfirlýsingu, er stefnt að því að gjörbreyta íslenzkum stjórnmálum, brjóta blað í sögunni, breyta valdar, hlutföllunum og efna til nýrra stjórnarhátta. Stefnuskráin hef ur verið lögð fram, flokkarnir ganga til kosninga í einhuga fylkingu. Um tvær fylkingar er að ræða: samfylkingu bænda og verkamanna og Sjálfstæðis- flokkinn......" Þessar tilvitnanir, og fjöl- mörg önnur ummæli helztu ráðamanna flokkanna, sýna, að stofnað er til sameiginlegra framboða í öllum kjördæmum, stofnað til algers kosninga- bandalags, algerrar sameiningar flokkanna. Þetta hefur einnig orðið svo í framkvæmd. Framboðin eru reyndar lögð fram sem framboð tveggja flokka. En á milli flokkanna hefur ríkt alger eining um öil framboðin, eftir blöðum flokk- anna að dæma, og hvergi bjóða þeir fram hvor á móti öðrum. Þar, sem kjósa skal hlut- fallskosningu, bera flokkarnir sumsstaðar fram lista skipaðan yfirlýstum flokksmönnum úr báðum flokkunum. Svo er t.d. í Árnessýslu. Þar er alþýðuflokksmaður í 2. sæti á framboðslista, sem borinn er þar fram í nafni Framsóknar- flokksins. Um kosninguna í Ár- nessýslu sagði Haraldur Guð- mundsson, formaður Alþýðu- flokksins, á Selfossfundinum 15. apríl, skv. frásögn Alþýðu- blaðsins 17. apríl: . . . . „Takmarkið er að fella íhaldið og senda tvo fulltrúa alþýðunnar inn á þing, einn Framsóknarmann og einn Al- þýðuflokksmann." 1 Reykjavík báru flokkarnir fram sameiginlegan lista, í nafni Alþýðuflokksins, en skip- aðan allmörgum framsóknar- mönnum. Er vitað, m.a. af aug- lýsingu og yfirlýsingu í Tím- anum 19. þ.m., að í þriðja sæti þessa framboðslista er skipað eftir úrslitum í prófkosningu á meðal framsóknarmanna í Reykjavík. Þar að auki er vitað, að all- margir meðmælendur þessa framboðslista skipa trúnaðar- stöður í Framsóknarflokknum. Allt þetta sýnir, að fyrirætl- anir forystumanna flokkanna um algert kosningabandalag, algera sameiningu, hafa tekizt. Þá er og margsinnis tekið fram af forystumönnum banda- lagsins og málgögnum, að væntanlegum þingmönnum þess sé ætlað að hafa samstöðu á Alþingi, til að framkvæma sameiginlega kosningastefnu- skrá, svo að hér verður aug- ljóslega um einn þingflokk að ræða. Ritari Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gislason, hefur.og látið svo um mælt á fundi á Akureyri 12. þ.m., sbr. frásögn Alþýðu- blaðsins 16. þ.m., „að ekki færi hjá því, að á næsta þingi yrði þingflokkur þessara flokka (Sýnilega átt við Alþýðufl. og Framsóknarfl.) stærsti sam- stæði þingflokkur." Af því sem rakið hefur verið, og eins og komið er, virðist augljóst, að líta beri á banda- lag Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins sem einn og sama flokk, fyrir kosningar, í kosningum og eftir kosningar. Fiamhald á 8. síðu. Foringjum brezka flughersins líka F boðið til Moskva Nigel Birch, flugmálaráðhen'a Bretlands, og yfirforingjum. brezka flughersins hefur veríS boðið að koma til Moskva dg* vera viðstaddir hátíðahöld á flugdegi Sovétríkjanna. 24. .iúní. Boðinu vérður tekið. Yfirmanni banctr,ri;ka í'lug- hersins, Nathan Twining, heíur einnig borizt samskonar boð. Vesturveldin á móti vi2k« ræðum um samcin- ingu Kóreu Fulltrúar þeirra sextán ríkja. sem börðust við hlið hersveita Suður-Kóreu i Kóreustyrjöld- inni höfnuðu í gær tillögu rá kínversku stjórninni um al- þjóðaráðstefnu til að ræða um, sameiningu Kóreu. Alþýðubaidalagið boðar til f jögnra stjórnmálafuiida á Austfjörðiun k Hannibal Valdimarsson Lúðvík Jósepsson Alþýðubandalagið boðar næstu daga til fjögurra ahnennra- stjórnniálafunda á Austurlandi. Verða fundirnir á þessum stiiið- um: Djúpavogi, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og Seyðisfirði. DJÚPIVOGUR Fyrsti Austfjarðafundurinn verður í kvttld kl. 8.30 í bárn'a- skólahúsinu á DjúpaAORÍ. Framsögumenn á fundinum ^erða Ilannibal Valdbnarsson aljnnsismaður, formaður Alþýðubanda- lagsins og Lúðvík Jósepsson, aljiingisniaður, efsti maður á framboðslista Alþýðubandalagsins í Suður-Múlasýslu. FÁSKRÚDSFJÖRÐUR Á sunnudag, 27. maí verður fundur á Fáskrúðsfirði. Hefsfc hann kl. 8.30. Frummælendur verða alþingismennirnir Ilannibal Valdimarsson og Lúðvík Jósepsson. RJflYDARFJÖRÐ UR Á Reyðarfirði verður almennur stjórmnálafundur mánudag- inn 28.: maí kl. 8.30 síðdegis. Framsöguræður ílytja Hannibal ^aldimarsson aljiingismaður og Lúðvík Jósepsson alþingis- maður. > SKYDISFJÖRÐUR ; Síðasti Austfjarðafundurinn vcrður á Seyðisfirði þriðjudaginn 29. maí. Þar ^erða frnmmælendur aJþingismemtirnir Haambal Valdimaisson og Lúðvík Jósepsson, og ennfremur Sigríður Hannesdóttir, frambjóðandi Alþýðubandalagsins á Seyðisfirði. Vinnum að sigri Alþýðubandalagsiiis — eflum kostiingasióðinn ^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.