Þjóðviljinn - 26.05.1956, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 26.05.1956, Qupperneq 1
 Laugarclagur 26. maí 1956 — 21. árgangur — 116. töLublaft' Sjálfboðaliðar ^ Stuðningsmenn Alþýðubanda-*a lagsins eru beðnir að koma í sjálfboðaliðsvinnu í skrifstofu Alþýðubandalagsins Tjarnarg. 20 þegar þeir hafa tíma. Skrif- stofan er opin frá kl. 10—12 f.h. 1—7 e.h. og 8—10 e.h. alía daga fram að kosningum. Lcmdskj örstjórn kveður upp úrskurð um landslista Hræðslubandalagsins Alþýðuflokkurinn og Framsókn viðurkenna að þeir starfi saman sem einn stjórnmálaflokkur og bjóði sameiginlega fram í öllum kjördæmum Landskjörstjóm hélt fund meö umboösmönnum lands- listanna kl. 3 í gær. Þar lýstu umboösmenn landslista Sjálfstæöisflokksins yfir þvi í skriflegri yfirlýsingn aö þeir teldu þannig til framboða Alþýöullokksins og Fram- sóknarflokksins stofnaö „aö raunverulega sé um framboð eins og sama floklcs að rœ&a. Þar af leiði aö viö úthlut- un itppbótarþingsœta beri að miða við samanlagðar at- kvœðatölur beggja þessara flokfaa., eins og um einn flokk sé að rœða og úthluta þingsœtum, ef til kemur, sam- kvœmt því“. Var síöan beðið um úrskurö landskjörstjórn- ar um þennan skilning. Landskjörstjórn veitti síðan umboðsmönnum Alþýöu- flokks og Framsóknarflokks frest til klukkan 10 í dag til ©,ö gera grein fyrir máli sínu. Kveður landskjörstjórn væntanlega upp úrskurö sinn í dag, þar sem utankjör- fundaratkvæöagreiösla á aö hefjast á morgun. Þjóðviljinn skýrði nokkuð frá því í gær hvernig þessu máli er háttað, og voru þau atriði rakin ýtarlega í greinar- gerð sem umboðsmenn .lands- lista Sjalfstæðisflokksins báru fram með yfirlýsingu sinni. Greinargerðin er á þessa leið: „Hinn 19. apríl s.l. birtist í Alþýðublaðinu „Stjórnmálayfir- lýsing og stefnuskrá Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokks- ins.“ Þar segir m.a.: .... „Með hliðsjón af þess- um staðreyndum hafa Alþýðu- flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn komið sér saman um eftirfarandi málefnasamning, og ákveðið að efna til algers kosn- ingabandalags í öllum kjör- dæmum til þess að tryggja meirihluta á Alþingi fyrir fram- kvæmd hans.“ Sama dag birti Timinn ná- kvæmlega samhljóða yfirlýs- ingu, en þar var Framsóknar- flokkurinn talinn á undan. Rúmlega mánuði áður, sbr. Tímann 14. marz, hafði 11. flokksþing Framsóknarflokks- ins veitt miðstjórn flokksins umboð til að „semja við Al- Stríðsglæpaineim handteknir aftur Fimmtán austurrískir stkriðs- glæpamenn, sem voru i storm- sveitum og gestapó nazista á stríðsárunum og dæmdir i allt að 25 ára fangelsi fyrir striðs- glæpi í Sovétríkjunum, voru ný- legá látnir lausir og sendir heim samkvæmt beiðni austurrísku stjórnarinnar. í gær voru þeir allir hand- teknir aftur af austurrískri lög- reglu. Hafa mál þeirra verið rannsökuð og í ljós kom, að þeir höfðu gerzt sekir um múg- morð á gyðingum og striðs- föngum í Póllandi. þýðuflokkinn um sameiginleg framboð í alþingiskosningunum á næsta sumri . . . . “ I ræðu, sem Eysteinn Jóns- son ráðherra, ritari Framsókn- arflokksins, hélt á Selfossi hinn 15. apríl, segir orðrétt, skv. Al- þýðublaðinu 17. apríl: ... .„Það er enginn málefna- legur ágreiningur milli Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokks- ins í öllum hinum mest aðkall- andi málum, þeim málum, sem fyrst og fremst bíða úrlausnar. Samkvæmt þessu störfum við. Við munum bjóða fram sam- eiginlega í öllum kjördæmum og okkúr verður að vera það ljóst, að sigur Alþýðuflokksins er sigur okkar Framsóknar- manna og sigur Framsóknar- flokksins er sigur Alþýðu- flokksmanna." I ræðum, sem sami ráðherra hélt í Hafnarfirði 20. apríl og í Borgarnesi 22. apríl, komst hann svo að orði, eftir því sem Tíminn 24. apríl segir: ....,,Hreinn meirihluti þess- ara flokka á Alþingi næst ekki nema með nánara samstarfi en áður heftir þekkst á milli flokka. Það dugar ekki minna en að flokkarnir sameinist al- gjörlega í kosningum, og að hver einasti maður í Alþýðu- flokknum líti á sigur Fram- sóknarmanna sem sinn sigur og að hver Framsóknarmaður skoði sigur Alþýðuflokksins sem signr sinn.“ Emil Jónsson fyrrv. ráð- herra, miðstjórnarmaður Al- þýðuflokksins, sagði á fundi í Hafnarfirði 20. apríl, skv. Al- þýðublaðinu 22. apríl: .... „Með samfylkingu Al- þýðuflokksins og Framsóknar- flokksins, með sameiginlegum framboðtim þessara flokka og sameiginlegri stefnuyfirlýsingu, er stefnt að því að gjörbreyta íslenzkum stjórnmálum, brjóta blað í sögunni, breyta valda,- hlutföllunum og efna til nýrra stjómarhátta. Stefnuskráin hef ur verið lögð fram, flokkarnir ganga til kosninga í einhuga fylkingu. Um tvær fylkingar er að ræða: samfylkingu bænda og verkamanna og Sjálfstæðis- flokkinn......“ Þessar tilvitnanir, og fjöl- mörg önnur ummæli helztu ráðamanna flokkanna, sýna, að stofnað er til sameiginlegra framboða í öllum kjördæmum, stofnað til algers kosninga- bandalags, algerrar sameiningar flokkanna. Þetta hefur einnig orðið svo í framkvæmd. Framboðin eru reyndar lögð fram sem framboð tveggja flokka. En á milli flokkanna hefur ríkt alger eining um öll framboðin, eftir blöðum flokk- anna að dæma, og hvergi bjóða þeir fram hvor á móti öðrum. Þar, sem kjósa skal hlut- fallskosningu, bera flokkarnir sumsstaðar fram lista skipaðan yfirlýstum flokksmönnum úr báðum flokkunum. Svo er t.d. í Árnessýslu. Þar er alþýðuflokksmaður í 2. sæti á framboðslista, sem borinn er þar fram í nafni Framsóknar- flokksins. Um kosninguna í Ár- nessýslu sagði Haraldur Guð- mundsson, formaður Alþýðu- flokksins, á Selfossfundinum 15. apríl, skv. frásögn Alþýðu- blaðsins 17. apríl: ....,Takmarkið er að fella íhaldið og senda tvo fulltrúa alþýðunnar inn á þing, einn Framsóknarmann og einn Al- þýðuflokksmann.“ 1 Reykjavík báru flokkarniri fram sameiginlegan lista, í nafni Alþýðuflokksins, en skip- aðan allmörgum framsóknar- mönnum. Er vitað, m.a. af aug- lýsingu og yfirlýsingu í Tím- anum 19. þ.m., að í þriðja sæti þessa framboðslista er skipað eftir úrslitum í prófkosningu á meðal framsóknarmanna í Reykjavik. Þar að auki er vitað, að all- margir meðmælendur þessa framboðslista skipa trúnaðar- stöður í Framsóknarflokknum. Allt þet.ta sýnir, að fyrirætl- anir forystumanna flokkanna um algert kosningabandalag, algera sameiningu, hafa tekizt. Þá er og margsinnis tekið fram af forystumönnum banda- lagsins og málgögnum, að væntanlegum þingmönnum þess sé ætlað að hafa samstöðu á Alþingi, til að framkvæma sameiginlega kosningastefnu- skrá, svo að hér verður aug- ljóslega um einn þingflokk að I ræða. Ritari Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gíslason, liefur og látið svo um mælt á. fundi á Akureyri 12. þ.m„ sbr. frásögn Alþýðu- blaðsins 16. þ.m„ „að ekki færi hjá því, að á næsta þingi yrði þingflokkur þessara flokka (Sýnilega átt við Alþýðufl. og Framsóknarfl.) stærsti sam- stæði þingflokkur.“ Af því sem rakið hefur verið, og eins og komið er, virðist augljóst, að líta beri á banda- lag Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins sem einn og sama flokk, fyrir kosningar, í kosningum og eftir kosningar. Framhald á 8. síðu. Foringjum brezka flughersins líka F boðið til Moskva Nigel Birch, flugmálaráðheri4a Bretlands, og yfirforingjufn. brezka flughersins hefur verfð boðið að koma til Moskva ög vera viðstaddir hátíðahöld á flugdegi Sovétríkjanna. 24. júní. Boðinu vérður tckið. Yfirmanni bandari;ka flug- hersins, Nathan Twining, hefur einnig borizt samskonar boð. Vesturveldin á móti vi8-« ræðum um samcin- ingu Kóreu Fulltrúar þeirra sextán ríkjæ sem börðust við hlið liersveita Suður-Kóreu í Kóreustyrjöld- inni höfnuðu í gær tillögu rá kínversku stjórninni um al- þjóðaráðstefnu til að ræþa unt sameiningu Kóreu. Alþýðubandalagið boðar til íjöprra stjómmáiafunda á Austfjörðum i ’l! Hannibal Valcliinarsson Lúðvík Jósepsson Aljiýðubandalagið boðar næ.stu daga til fjögurra almeiuira stjórninálafiuula á Austurlandi. Verða fundirnir á þessum stúð- um: Ðjúpavogi, Fáskrúðsfirði, Reyðartirði og Seyðisfirði. DJÚPIVOGUR Fyrsti Austfjarðafundurinn verður í kvöld kl. 8.30 í liáT'fla- skólaliúsinu á Djúpavogi. Franisögumenn á fundinum verða llaniiibal Valdiinarsson alþingismaður, forinaður Alþýðubanda- lagsins og Lúðvík Jósepsson, alþingismaður, efsti maður á tramboðslista Alþýðubandalagsins í Snðnr-Múlasýsln. FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR Á sunnudag, 27. niaí verður fundur á Fáslcrúðsfirði. llefsfc hann kl. 8.30. Frununælendur verða alþingismennirnir Haunibat Valdimarsson og Lúðvík Jósepsson. REYÐARFJÖRÐUR Á Reyðarfirði verður almennur sfcjórnmálafundur mánudag- inn 28. maí kl. 8.30 síðdegis. Framsöguræður flytja Hannibal Valdimarsson alþingismaður og Lúðvík Jósepsson alþingis- maður. i SEYÐISFJÖRÐÚ R Síðasti Austfjarðafundurinn verður á Se.vðisfirði þriðjudaginn 29. inaí. Þar verða frummælendur alþingismeiuiirnir Hannibal Valdimarsson og Lúðvík Jósepsson, og enjifreinur Sigríður Hannesdóttir, frainbjóðandi Alþýðubandalagsins á Seyðisfirði. Vinnum að sigri Alþýðubandalagsins — eflum kosningasjóðinn ^

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.