Þjóðviljinn - 26.05.1956, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.05.1956, Blaðsíða 3
• ÞJ<^V3QjJINN >—“Laugardagur-26. anaí 1956 — <3 Lagt af stað í leiðangur til að leita að síld og afla mikilvægrar vitneskju A/ó/ð samstarf Norðurlandaþjóða um hafrannsóknir á NorSur- Atlanzhafi hefur nú staSiS i fimm ár Síldin hefur brugöizt íslendingum á annan áratug. Hin miklu umskipti uröu áriö 1945 og síöan hafa fáir sótt gull í greipar ægis á síldarvertíöum fyrir Noröurlandi. En menn hafa ekki gefiö upp vonina um aö síldin komi aftur, aö önnur umskipti veröi — og kannski veröa þau í ár. Enginn er fær um aö spá um þaö, til þess vitum viö of lítiö um lifnaöarhætti síldarinnar og reyndar um allt lífiö í sjónum kringum okkur. En því er betur, aö með hverju ári eykst vitneskja okkar. Það eigum við að þakka þeim visiiidamönnum okkar, fiskifræðingum og sjófræðing- um, sem undanfarin sumur hafa unnið að rannsóknum á sjónum, hita hans og haf- straumum, og á lífinu í sjón- um, allt frá smávöxnum plöntugróðri upp í nytjafiska. Og nú er verið að leggja upp nýjan leiðangur. í kvöld eða í fyrramálið heldur varðskipið Ægir úr Reykjavíkurhöfn, en það mun í sumar eins og fyrri sumur verða notað til hafrannsókna og síldarleitar. Með skipinu verða fiskifræðingarnir dr. Hermann Einarsson, sem er leiðangursstjóri, og Ingvar Hallgrímsson og sjófræðingur- Inn Unnsteinn Stefánsson, á- samt tveim aðstoðarmönnum, Agli Jonssyni og Birgi Hall- dórssjmi. Samstarf við Norðmenu og Dani Ft'éttamenn ræddti við þá félaga í gær. Dr. Hermann hafði fyrst orð fyrir þeim og skýrði nokkuð frá tilhögun rannsóknanna. Síðan 1952 hafa íslendingar, Danir og Norðmenn haft með sér samvinnu um rannsóknir á hafsvæðinu milli Noregs, fs- lands og Grænlands og hefur útbreiðsla síldar á þessu svæði einkum verið athuguð á undan síldarvertíð á hverju ári. Rannsóknirnar hafa jöfnum höndum verið hagjiýtar og fræðilegar, auk síldarleitar hafa hitaskilyrði í sjónum ver- ið rannsökuð, einnig straumar og næringarefni, átumagn og átutegundir. Færeyingar í stað Dana Dr. Hermann sat í vor fund í Kaupmannahöfn með dr. Egg- vin frá Noregi og dr. Bertel- sen frá Danmörku og lögðu þeir á ráðin um tilhögun rann- sóknanna í ár. Það kom í ljós, að Danir geta ekki tekið jafn- mikinn þátt í þeim og áður, rannsóknarskip þeirra, Dana, verður við rannsóknir á Norð- 'Q- Firmakeppni GK hefst í dag Hvítasunnukeppni Golfklúbbs Reykjavíkur, sem staðið hefur yfir undanfarna viku, lýkur í dag með úrslitaleik Jóns Svan Sigurðssonar og Gunnars Böð- varssonar. Einnig hefst í dag undanrás firmakeppni klúbbs- ins, en í henni taka þátt á ann- Bð hundrað firmu. ursjó og kemur ekki hingað norður fyrr en liðið er á júní- mánuð. En i staðinn fyrir Dana hef- ur verið fenginn færeyskur landheigisbátur, Ternen, og verður færeyskur fiskifræðing- ur, Joensen að nafni, með hon- um. Ternen mun aðstoða við rannsóknir á hafinu norður af Færeyjum. Þáttur Isleiidinga einna mestur Þar sem Danir skerast úr leik að miklu leyti í sumar, verður hlutur okkar og Norð- manna í rannsóknunum enn meiri en áður og það má jafn- vel segja, að íslendingar hafi einna víðtækustu rannsóknirn- ar að því leyti að þeir eru fyrstir af stað og munu raim- saka aílar grunnstöðvar og djúpstöðvar kringum allt ís- land, sagði dr. Hermann. Talsverð síld út af Selvogi Islenzku vísindamennirnir hafa þegar hafið sínar rann- sóknir. Ægir hélt frá Reykja- vík 19. þ. m. og var úti í fimm sólarhringa. Voru þá gerðar rannsóknir á svæðinu vestur og suður af Vestmannaeyjum og Reykjanesi, allt .að 100 sjó- mílum frá landi, ennfremur voru gerðar athuganir í Faxa- flóa. Vart varð við sild í Mið- Fyrri Iiópur barn- anna frá Berlín kemur á morgun í fyrramálið er væntanlegur hingað til Reykjavíkur fyrri hópur Berlínarbarnanna 14, sem koma til íslands í boði Loftleiða. Búið er að velja börnunum sjö dvalarstað hér í bænum. Síðari hópurinn, sjö börn, kemur hingað 3. júní. Daginn eftir fara öll börnin í hópferð austur yfir fjall. Þriðjudaginn 5. júní dveljast þau hér í boði Reykjavíkur- bæjar. Miðvikudaginn 6. júni hefur Flugfélag íslands boðið þeim til Akureyrar, en þar hef- ur þýzki ræðismaðurinn, Kurt Sonnenfeld, haft forgöngu um að útvega þeim dvalarstaði. Fimmtudaginn 7. júní er gert ráð fyrir að börnin fari til Mv- vatns, en daginn eftir munu þau fara í bifreiðum til Reykja- víkur í boði Norðurleiða. Fyrri hópurinn fer svo til Þýzkalands með flugvél Loftleiða 10. júní, en hinn síðari 17. júní. nessjó, allgóðar torfur fundust út af Herdísarvík og Selvogi, um 7 mílur frá landi. Tekið skal þó fram að þéssar rann- sóknir eru á byrjunarstigi. Hittast i Þórshöfn i Færeyjum Ægir heldur' sem áður segir úr höfn í kvöld eða fyrramálið og gerir rannsóknir umhverfis "<$> Dr. Hermann Einarsson landið, síðan vex-ður haldið - norður fyrir Færeyjar, og á 65. breiddargráðu, alllangt fyr- ir norðan eyjarnar, er ráðgert að rannsóknarskipin þrjú, Æg- ir, Dana og G. O. Sars hittist. Þaðan sigla þau öll suður til Þórshafnar og leita öll samtím- is að síld á sama svæði, svo að unnt verði að gera samanburð á niðurstöðum þeirra. Til Þórs- hafnar verður komið 20. júní og þar verða skýrslur bornar saman og reynt að draga af þeim ályktanir. Leiðin sem Ægir fer er 3800 sjómílur og rannsóknarstöðvarnar við ís- land eru 250 talsins. Kastað á torfur sem fiimast? Auk þess sem dr. Hermann er leiðangursstjóri annast hann<»>. sérstaklega síldarrannsóknirn- ar. Gert hefur verið ráð fyrir því, að tilraunabátur verði í för með Ægi, svo að hægt verði að kasta á síldartorfur, ef þær finnast, einkum undan Norðvesturlandi. U. þ. b. 90 mílur norður af Húnaflóa varð leiðangurinn í fyrra var við mikið síldarmagn og sú síld, kom síðar upp að Kolbeinsey. i Það hefði mikla þýðingu að hafa slíkan tilraunabát með í: förinni, en það mun óráðið enn, hvort-úr því verður. Ingvar Pálmason skipstjóri verður með Ægi eins og í fyrra og aðstoðar við síldarleitina. Ægir hefur reknet meðferðis og verður síldarsýnishorna afl- að með þeim eftir því sem tök Þær eru niargvislegar. Mæld- ur er hiti sjóvar á mismunandi dýpi, og eru við þær mælingar ýmist notaðir sjálfritandi djúp- hitamælar eða sérstök tæki sem sett eru í sjóinn á mis- munandi dýpi og hafa áfasta hitamæla. Með þessum tækj- um, sem eru einföld en gerð af hugkvænmi, eru tekin sýn- ishorn af sjó ó ýmsu dýpi og er þá hægt að komast að selt- unni, en þetta tvennt, seltan og hitastigið, veitir mikilvæga vitneskju um strauma. Þá veita þessi sýnishorn vitn- eskju um magn næringarefna í sjónum, úm fosfór og súrefn- ismagn. Jafnóðum og sú vitn- eskja er fengin eru dregin Hnurit til að^auðvelda saman- burð við niðurstöður rannsókn- anna á hverjum stað og i heild á fyrri árum. Á eitt er lögð rnikil áherzla, en-,það er að staðsetja hitaskil- in í hafinu, þar á sér stað í sjónum meiri blöndun sem veitir betri lífsskilyrði. Átuinagn og átutegundir Engan ‘íslénding þarf að fræða á þvi, að síldin er kom- in undir rauðátunni, þessum milljörðum af smásæjum líf- verum, sern eru fæða síldarinn- ar og annarra fiska. Ingvar Iiallgrímsson fiski- íræðingur annast rannsóknir á þessum mikiivægu smáverum, sem við vitum því miður enn allt of lítið um. Rauðátan hér við land mun nær öll upprunn- in fyrir sunnan landið við hrygningu á Selvogsbanka síð- ast í apríl, en berst með straumum norður með landinu. Á þeirri leið sinni mun hún hrygna tvívegis, en hvar og hvenær og við hvaða skilyrði er ekki vitað með neinni vissu. Ingvar skýrði frá því hvern- ig rannsóknum á ótumagninu og átutegundum er hagað. Á hverri rannsóknarstöð u:r» hverfis landið er háfi sökkt. á 50 metra dýpi og síðan dreginn lóðrétt upp. Á leiðinni upp fer gegnum háfinn 21 lítri af sjó, en átan sem eftir verður. er mest 60 miililítrar. Annar háfur sem dr. Her- mann Einarsson hefur búið til er dreginn á eftir skipinu í stundarfjórðung, eða 2 sjó- mílur. Hann hefur sérstakan útbúnað, „skúflu“, sem held- ur honum á vissu dýpi, um 2ö metra. Magnið sem úr hófunusn fæst er vegið, 100 dýr tekin af handahófi til greiningar eftir tegundum undir smásjá. Gerð eru línurit til að auðvelda samanburð við átumagn og tegundir á öðrum rannsóknar- stöðvum og á fyrri árum. Telja má sennilegt, virðist enda iiggja í augiun uppi, að náið samhengi sé milli átu- magnsins og síldarmagnsins i sjónum. Það væri því rnjög mikilvægt ef liægt væri að finna sveiflur í átumagninu og þá um leið, af hverju þær stöf- uðu. Hingað til hefur ekki ver- ið 'liægt að vinna sem skyidi úr þeim gögnum, sem safnað hefur verið í leiðöngrum fyrri ára um átuna, en það stendur nú til bóta, sagði Ingvar. Síld í sumar? Einn fréttamannanna getur sagt þá sögu eftir hafnfirzk- um formanni, sem hafði haná öeftir Rússum“ að það mætti búast við sfld við Island í sumar. Dr. Hermann er ófús að spá nokkru um það. ViSS teljum það ekki í okkar verka- hring að spá, segir hann. Eitt er víst að það hafa engar stór- breytingar orðið i hafinu um- hverfis ísland undanfarin ár, hinsvegar vonumst við eftir slíkri breylingu og við erum að afla okkur gágna til a5 geta skýrt slíka breytingu, þeg- ar og ef hún verður. Það er megintilgangur leiðangursins, en auk þess gerum við okkur von um að geta bent síldarflot- an á síldina þegar við finnum hana með þeim fullkomnu: tækjum, sem við ráðum yfir. Þær leiðbeiningar komu að> gagni í fyrra og við vonur.t að svo vérði enn, sagði hanrt að lokum. Lagt af stað inn á heiðar Sjávarhiti, hafstraumar, næringarefni, selta og súrefnismagn Unnsteinn Stefánsson sjó- fræðingur skýrði frá tilhögun þess hluta rannsóknanna, sem hann stjórnar. Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaöinu, lagði leiðang- ur sá sem rannsaka mun varplön-d heiðagœsa.rinnar i Þfórsárverum undir stjórn dr. Finns Guðmundssonar fuglafræðings af stað í förina sl. miðvikudag. Var myndm tekin við brottförina og sjást nokkrir leiðangursmanna a henni, m. a. fararstjórinn sem rœðir við Petterson, for- stöðumann bandarísku upplýsingaþjónustunnar. (Ljósm. Pétur Thomsen) j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.