Þjóðviljinn - 26.05.1956, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.05.1956, Blaðsíða 4
 4) _ ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 26. maí 1956 I vertíð — Esi meiri meoalaf ii Aflirm nú 9.401.736 kg. 11228 róSrum, en var i fyrra 11.700 lestir i 1650 róSrum Sandgerði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Vertíðinni lauk hér 12. maí. Heildarafli 19 báta var rúmlega 9400 lestir af fiski í 1228 róðrum. Meðalafli í róðri því 7.5 lestir. í fyrra voru bátarnir 20 og afli þeirra 11700 lestir í 1650 róðrum. Meðalafli í róðri þá 7 lestir. um minni en í fyrra, en auk þess að bátar voru þá einum Aflinn sem barst hér á land I vetur er því rúml. 2 þús. Iest- Aðalskoðun bifreiða í Árnessýslu 1956 hófst á Selfossi þriðjudaginn 22. maí. Eigendur eða umráðamenn bifreiða skulu mæta til skoðunar með þær, sem hér segir: Þriðjudagur 22. maí X-1 til X-75 Miðvikudagur 23. maí X-76 - - X-150 Fimmtudagur 24. maí X-151 - - X-225 Föstudagur 25. maí X-226 - - X-300 Mánudagur 28. maí X-30'1 - - X-350 Þriðjudagur 29. maí X-351 - - X-400 Miðvikudagur 30. maí X-401 - - X-450 Fimmtudagur 31. maí X-451 - - X-500 Föstudagur 1. júní X-501 - - X-550 Mánudagur 4. júní X-551 - - X-600 Þriðjudagur 5. júní X-601 - - X-650 Miðvikudagur 6. júní X-651 - - X-700 Fimmtudagur 7. júní X-701 - - X-750 Föstudagur 8. júní X-751 - - X-800 Mánudagur 11. júní X-801 - - X-850 Þriðjudagur 12. júní X-851 - - X-910 Öll hjól með hjálparvél, sem í sýslunni eru, mæti 12. júní til skoðunar. Skoðun fer fram kl. 10—12 og 1—5 alla dagana. Við skoðun séu greidd öll gjöld af bifreiðunum og sýnd skilríki fyrir því, að tryggingar þeirra séu í lagi. Tengivagnar og farþegabyrgi vörubifreiða skulu fylgja bifreiðunum til skoðunar. Stjórnendum bifreiðanna ber að sýna ökuskírteini sín við skoðunina. Ef eigendur eða umráðamenn vanrækja að koma bif- reiðum sínum til skoðunar á fræmannefndum dögum, varðar það sektum. Einnig mega þeir vænta þess, að bif- reiðar þeirra verði teknar úr umferð fyrirvaralaust. Sýslumaður Árnessýslu. Munið Mæðráe aonn ÞJÓÐVILIÆNN vantar nngðlnga frá næstu mánaðamótum til að bera blaðið til kaupenda víðsvegar um bæinn. Talið við aígreiðsluna, simi 7500. fleiri hófst vertíðin þá miklu fyrr og lauk ekki fyrr en 20. maí. Róðraflesti báturinn fór þá 111 róðra en nú ekki nema 78. — Afli einstakra báta er sem hér segir: Bátur Róðrar Fiskur kg. Mummi 78 771116 Víðir II 78 767615 Muninn 73 672008 Muninn II 74 599461 Hrönn 76 592715 Guðbjörg 67 575000 Þorsteinn 73 550180 Stefán Þór 76 534952 Kristín 66 498985 Vörður 69 495799 Pétur Sigurðsson 67 477666 Hannes Hafstein 68 466794 Pálmar 68 462400 Særún 68 450000 Björgvin 57 391085 Kári Sölmundarson 49 377659 Pétur Jóíisson . . 44 290321 Huginn 49 273190 Sæmundur 28 154790 FÍR- geínr Slvsa- vaniafelaginu 10 j)iis. krónur Þrír stjórnarmenn Félags ís- lenzkra bifreiðaeigenda. Sören Sörensen form., Axel Sveinsson gjaidkeri og Magnús Valdimars- son ritari, komu s.l. miðvikud. á skrifstofu SVFÍ og afhentu 10 þús. krónur til umferðaslysa- varna á þjóðvegum sunnanlands. Er hugmyndin með þessari gjöf að stuðla að því, að hægt verði að koma upp slysavarnamið- s'töðvum á bæjum sem liggja við þjóðvegi hér sunnulands. Þá verði í sambandi við vegaþjón- ustu F. í. B. hafður sjúkrakassi og kunnáttumaður í hjálp í við- lögum í viðgerðarbifreiðum þeim sem félagið hefur til aðstoðar um helgar í sumar. Stjórn SVFÍ þakkar þessa kærkomnu gjöf. Umgengni, sem er til fyrirmyndar — Afgreiðslu- stöðvar Shell — Öskuhaugarnir — Endemis forsmán. ÞAÐ FER varla hjá því, áð þeim sem fara um Hafnar- fjjarðarveginn finnist eins og þeir sjái vin í eyðimörk, þeg- ar þeir fara framhjá bensínaf- greiðslustöð Shell, neðan til í Öskjuhlíðinni, gegnt Þórodd- stöðum. Maður hefði þó hald- ið að flestir staðir mundu frekar verða vegfarendum til augnayndis en benzínstöðvar, en sjón er sögu ríkari, og umgengnin á afgreiðslustöðv- um Shell, bæði við Hafnar- fjarðarveginn og við Suðúr- landsbrautina, er til fyrir- myndar. Lóðirnar umhverfís benzíntankana hafa veríð „settar í stand,“ eins og það er orðað í daglegu tali, og skiptast þar á vel hirtar gras- flatir og snotur blómabeð. Hefur sýnilega verið lögð al- úð við þetta verk, og árang- inn er eftir því. Mættu önnur fyrirtæki gjarnan taka Shell sér til fyrirmvndar í þessu efni því það er sannast mála, að umgengni á lóðum ýmissa fvrirtækja, svo sem margra verksmiðja, er fram úr hófi ruslaraleg. — En Pósturinn^ kom líka á annan stað núna um daginn, þar sem ekki var beinlínis yndislegt um að lit- ast. Það var á öskuhaugunum vestur á Granda. Þetta var í góðu veðri, og í fjörunni neð- an við haugana og raunar í haugunum sjáifum, voru bæði börn og fullorðnir að leita að einhverju nýtilegu. Mig hryllti við að sjá krakkana vaða þarna í ruslinu, sem ýldu stækjuna lagði af, róta í því með höndum og fótum í von inni um að finna einhverjar gersemar. Þessir öskuhaugar eru slík endemis forsmán, að engu tali tekur. Allir sjá hvílíkur vermireitur þetta rottu- og sorpforðabúr hlýt- ur að vera fyrir allskonar sóttkveikjur; og þegar vind- urinn stendur af haugunum, þá er rétt ólíft í næstu hús- um vegna ýlduþefs og reykj- arsvælu (þegar er að brenna á haugunum). Maður hlýtur að spyrja: Hve lengi ætla bæjaryfirvöldin að starfrækja þessa forsmán? Og hve lengi ætla heilbrigðisyfirvöldin að þola þessa bakteríugróðrarstíu rétt við bæinn? Hvenær verð- ur haíizt handa um að koma upp fullkominni sorpeyðingar- stöð? Öllum sem á annað borð kynna sér málið, hlýtur að vera Ijóst, að það er heilsu- fræðileg og menningarleg nauðsyn, að ,haugarnir‘ hverfi en fullkomin sorpeyðingarstöð komi í staðinn. (Auk þess sem Póstinum býður við óþverran- um þarna á haugunum, þá er honum persónulega illa við staðinn, síðan hann datt þar aftur af bíl fyrir nokkrum árum og meiddi sig í fingri. Sá fingur er ennþá stirður um liðamótin og miklu gildari en bræður hans). Blómaverzlanir bæjarins verða opnar kl. 10—2 á mæðradaginn ágóðahluti ai Móittasölnimi resinur til mæðrastyrksneindar. Klæðfi«'Þ.rðiii Últíma h.f. opiiar á Akureyri FynrtæMð' er'10 ára um þessar mundir Klæöagerðin Últíma h.f. hefur nú opnað útibú á Akur- eyri, en um þessar mundir eru liðin 15 ár frá því fyrirtækið tók 'til starfa. Úitíma h.f. framleiðir nú ár- lega 4—5 þúsund karlmanna- fatnaði, en auk þess frakka og stakar buxur. Þá starfrækir fyrirtækið litla dúkaverksmiðju, sem framleiðir fataefni úr er- lendu ii,llarkambgarni. Er |sú framleiðsla komin í gott horf og þykja . gæði efnanna engu síðri en erlendra dúka, enda er ofið í samskonar vefstólum og not- aðír eru erlendis við slíka fram- leiðslu og verkinu stjórna er- lendii- sérfræðingar. Þessi dúkaframleiðsla Últíma er þó ekki í svo stórum stíl að hún nægi þörf karlmannafata- verksmiðjunnar, enda telur framkvæmdastjórinn, Kristján Friðriksson, að heppilegra sé að kaupa nokkurn hluta fataefn- anna frá útlöndum svo að fjöl- breytni i efnavali sé meiri. Það háir nokkuð starfserni Últíma að húsakynni fyrirtæk- isins eru á tveim stöðum, verk- smiðja á Laugavegi 105 og verzl- un á Laugavegi 20. Nú hefur verið keypt lóð við Laugaveg 59 þar sem fyrirhugað er að koma allri starfsemi fyrirtækisins fyr- ir í áama húsi, Hefur þegar ver- ið grafinn grunnur fyrir húsinu, en fjárfestingarleyfi til bygg- ingaframkvæmda hefur enn ekki fengizt. Hjá Úitíma h.f. vinna nú 60 til 70 manns. Finnskiir náms- styrkur Menntainálaráðuneyti Finn- lands hefur ákveðið að veita. íslendingi styrk að fjárhæð 245 þúsund mörk til háskólanáms eða rannsóknárstarfa í Finnlandí veturinn 1956—1957. Sá, er styrkinn hlýtur, skal dveljast minnst 8 mánuði í Finn- landi, þar af að minnsta kosti fjóra mánuði við háskólanám, en finnskir háskólar hefja störf um miðjan septembérmánuð ár hvert. Hugsanlegt er, að styrkn- um verði skipt milli tveggja styrkþega, og myndi þá hvor um sig dveljast í Finnlandi um fjögurra mánaða skeið, þar af að minnsta kosti tvo mánuði við háskólanám. Umsóknir sendist til mennta- málaráðúneytisins fyrir 20. júní næstkomandi, og fylgi umsókn- um afrit af prófskírteinum og meðmæli, ef til eru. Fui í tréskipum Fúi í tréskipum nefnist 40 blaðsíðna bók sem Iðnaðarmála- stofnun íslands hefur gefið út á kostnað atvinnumálaráðuneyt- isins. Á fyrstu 9 blaðsíðum bókar- innar er greinargerð Iðnaðar- málastofnunar Islands, en á bls. 10 hefst í þýðingu brezkt rit: Varnir gegn fúa í tréskipum (Prevention of Decay of Wood in Boats). Af kaflaheitum má nefna: Eðli fúa, Skilyrði fúamyndunar, Út- breiðsla fúa í skipum, Útrým- ing fúa, Varnir gegn fúa, Notk- un fúavarnarefna, Efnaverkanir rafstraums á við í skipum og loks skrá um bækur um fúa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.