Þjóðviljinn - 26.05.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.05.1956, Blaðsíða 7
 - ÞJÓÐVILJ.INN 4- Laugardagiir 26. maí 1956 - (7. Þegar flokkar ganga til kosn- inga er það jafnan svo, að þeir leggja mesta áherzlu á þau atriði stefnu sinnar, sem þeir ætia að geti aflað þeim vinsælda og kjörfylgis. Er að- staðan vitanlega misjöfn eftir því hve stefnumál flokkanna samrýmast hagsmunum þess fólks, sem leitað er kjörfylg- is hjá. Þessvegna vekur það furðu; að Sjálfstæðisflokkurinn skuli nú hafa gert varanlegt hernám landsins að höfuðbaráttumáii sínu í komandi kosningum. Það er því furðulegra sem ann- ar flokkur, Framsóknarflokkur- inn, hefur vegna kosninga- hræðslu látið sem hann væri horfinn frá sinni hernáms- stefnu. Hvað veldur? Er Sjálfstæðis- flökkurinn allt í einu gripinn hreinskilni, svo að hann segi sannleikanm um stefnuna þótt hann viti það baka sér óvin- sældir og fyigistap? Ólíklegt er það. —★—* t Skýringin á þessu fyrirbæri getur ekki verið nema ein, að því fram í alvöru. Um það getur þvi ekki ver- ið að ræða, að menn séu fylgj- andi hernámi af þessari á- stæðu. —★— Eru þá til menn, sem af efnahagslegum ástæðum eru hernámssinnar? Á því er enginn vafi. Það héfur mj'ndazt hér í landinu allstór hópur gróðamanna, her- mangara, sem raka saman ó- hemju fé á alls konar starf- semi fyrir hið erlenda lið. Mik- ill hluti íslenzku burgeisastétt- arinnar er orðinn flæktur í þessu hermangi en hefur snú- ið baki við heilbrigðu íslenzku atvinnulífi. Þessir menn vilja hafa herinn til að græða á honum. Þeir láta sér í léttu rúmi liggja þótt eðlilegt at- hafnalíf þjóðarinnar og )íf- ræn framleiðsiustarfsemi fari úr skorðum og sé gerð að ó- skapnaði. Þótt þessir menn séu vold- ugir á fjármálasviðinu mundu atkvæði þeirra duga Sjálfstæð- isflokknum skammt. Þeir eru enginn almenningur. En Sjálf- Ásgrímur Albertsson: Þetta finnst foringjum Sjálfstœöisflokksins „fögur sjón“. róðri í kosningum og það væri skelfileg' staðreynd ef hann hefði rétt fyrir sér. Hvað þýðir það blátt áfram á venjulegu máli, ef kjósandi, sem hefur eða býst við að hafa hag af áframhaldandi her- Reiknar Sjálfstæðis- flokkurinn rétt? Sjálfstæðisflokkurinn álíti, að hernámið sé orðið vinsælt hjá þjóðinni, hann hlýtur að ætla, að það sé beinlínis vænlegt til kjörfylgis að vera harðsvíraður hernámsflokkur. Spurningin er þá, hvort það mat sé rétt og það er sannar- lega spurning, sem nauðsyn- legt er að fá svar við. Ástæðurnar til fylgis við hernám geta verið tvær. í fyrsta lagi, að menn óttist árás á landið úr austri og vilji því fá hjálp úr vestri til vemdar gegn þeirri árás. I öðru lagi, að menn hafi eða búist við að hafa efnahagslegan ávinn- ing, beint eða óbeint, af her- háminu. ■ Á þessu tvennu er regin- munur. t Getur það nú verið almenn skoðun, sem fleiri og fleiri aðhyllist, að ameríska herliðið sé hingað komið okkur til verndar og að í nærveru þess sé einhver vörn, ef um raun- verulega árásarhættu sé að ræða? Vera kann að einhverjir hafi trúað því 1951, að landinu væri ógnað og þessvegna væri nauð- synlegt að fá hingað amerískt hð til varnar og hafi af þeirri illu nauðsyn viljað sætta sig við þá niðurlægingu, sem er- lent hernám jafnan hlýtur að Vera. Fáir hafa þeir þó verið. Nú er hinsvegar öllum ljóst að hér er ekki um neinar varn- ir að ræða. Fáir leggja trún- að á, að árás sé yfirvofandi, en enginn lætur sér detta í hug, að okkur sé.vernd í veru hers- ins hér heldur hið gagnstæða. Enda heyrist nú enginn halda stæðisflokknum er líka kunn- ugt um fleiri, sem hafa hags- muna að gæta i sambandi við hemámið. Ekki tjáir að loka augun- um fyrir þeirri staðreynd, að um árabil hafa þúsundir ís- lendinga unnið beint í þágu ameríska liðsins. Nokkrar þús- undir i viðbót lifa góðu lífi, að því er þeim er sagt, i skjóli gróðans af herliðinu, þótt það séu að vísu falsrök og blekkingar. Ótrúlega stórr hópur manna er flæktur í alls- konar brask, sem brífst vegna hins sjúka efnahagsástands. Það er á þessum miðum, sem Sjálfstæðisflokkurinn er að dorga. Hann reiknar einnig með að Morgunblaðsáróðurinn urn fátækt og harðbýli lands- ins og ^vangetu þjóðarinnar til að lifa sómasamlegu lífi af gæðum þess, hafi komið þeirri vanmáttarkennd inn hjá alþýðu manna að hún sjái sér ekki fært að standa á eigin fótum. —★— Sjálfstæðisflokkurinn reiknar, með öðrum orðum með því( að siðspilling þjóðarinnar sé orðin það djúptæk, að nú sé væntegast að segja við kjós- endur: Komið til min, allir þér, sem braskið og svindli eruð hlaðnir og ég mun veita yður tækifæri til gróða, komið til mín allir þér sem hungrar og þyrstir eftir að selja land- yðar fyrir persónulegan hagn- að eða þægindi og ég mun láta óskir yðar rætast. Það er geigvænlegt tímanna tákn, að stærsti stjórnmála- flokkur landsins skuli telja sér henta að beita slíkum á- námi, kýs Sjálfstæðisflokkinn í þeirn tilgangi að þá verði það bezt tryggt? Það þýðir beinlinis sölu landsréttinda fyrir persónuleg- an hagnað. Hernámið eða her- setan, ef menn vilja heldur nota það orð, hefur óumdeil- anlega í för með sér alvarlega skerðingu landsréttinda, að ó- nefndum þeim hætturn, sem þjóðinni stafar af því. Það er á vissan hátt hægt að verja það, að þola slíka skerðingu, ef það er til að afstýra algjörri tortímingu þjóðfrelsis eða ann- arri slíkri þjóðarógæfu. En það er ekki undir neinum kringumstæðum hægt að rétt- læta það að menn kjósi áfram- haldandi hernám vegna per- sónulegs hagnaðar. Slík af- staða felur í sér landráð, hvorki meira né minna. En á sliku atferli byggir Sjálfstæðisflokkurinn nú mestu sigurvonir sínar. Getur verið að hann reikni þar rétt? Maðúr hlýtur í lengstu lög að vona, að svo sé ekki, því að þá væri sannar- lega illa komið íslenzku þjóð- inni. Þó er ekki hægt að loka augunum fyrir því, eins og áð- ur er sagt, að þúsundir rnanna hafa góða og þægiléga at- vinnu vegna hersins og eru meira og minna orðnir sam- grónir honum og þvi sem hon- úm fylgir og dæmi veit ég þess, að ungt fólk, sem þar vinnur, er farið að hyggja til Ame- rikuferðar ef hernum yrði vís- að burt. Einnig er varla hægt að gera ráð fyrir, að áróður hernámssinnanna gegn landinu og gæðum þess sé með öllu árangurslaus. Eg get þess vegna ekki, hve feginn sem ég vildi, ver- ið viss um að vonir Sjálístæð- isflokksins um kjörfylgi vegna harðvítugrar hernámsstefnu séu ekki á nokkrum rökum reistar. Við getum ekki verið viss um, þótt hart sé að þurfa að viðurkenna það, nema til sé uggvænlega stór hópur manna, sem sé reiðubúinn til að selja land og sjálfstæði fyrir létta atvinnu og rúman fjárhag. Þetta er þegar víst um sjálfa hermangarana, en hvað eru hinir margir? Þannig er komið eftir 5 ára hernám. Hvar yrðum við staddir eftir 10 ór, 50 ár eða hver veit hvað, ef Sjálfstæðis- flokkurinn fengi að ráða? Sýnir þetta okkur ekki, hve það er orðið brennandi þjóð- arnauðsyn, að herinn fari sem bráðast úr landinu, áður en hernámssýkin breiðist meira út? Og hvaða heiðarlegur Is- lendingur getur greitt Sjálf- stæðisflokknum atkvæði, er hann gerir hreina landráða- afstöðu að sterkustu von sinni í komandi kosningum? Sýning Hafstcins Austmanns t Listamannaskálanum sýn- ir ungur listamaður, Haf- steinn Austmann, verk sin um þessar mundir. Þetta er fyrsta einkasýning hans, en hann hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum undanfarin ár. Þessi sýning Hafsteins gef- ur gott yfirlit yfir vinnu- brögð hans og viðhorf. Yfir sýningunni í heild er þokki og hreinleiki, áunnin snyrti- mennska sem vert er að lofa að vissu marki. Non-figurativt málverk get- ur engu síður en natúralist- iskt orðið að „glansmynd“. Það er staðreynd sem ung- um málara verður að vera ljós. Við grannskoðun lætur nærri að málverk Hafsteins nr. 3, „Ljósbrot á vatni“ falli undir fyrrskrifaða kategóríu. Þar hefur málarinn t.d. fund- ið bláan lit sem hann er hrif- inn af og leggur hann til sér- stakrar undirstrikunar á dökkan grunn og gulum smá- formum og línum síðan dreift um þann bláa. Útkoman verð- ur aðeins elskulegir litir án plastiskra eiginda. Aftur á móti er málverk nr. 4 tilraun til litbyggingar og að mörgu leyti skemmtilegá leyst. Málverk nr. 19 er ró- legt og tilgerðarlaust i lit og ef til vill það bezta á sýning- unni. Hafsteinn má minnast þess að enginn verður óbarinn biskup og að mála málverk er ekki eins og að fá sér einn fínaló í París, enda á það ekki að vera það. Þrotlaust starf, reynsla og þekking á myndlistarerfðum er nauðsyn hverjum málara. Picasso sagði einu sinni að á bakvið eina teikningu sem hann dró upp á nokkrum mínútum væri tuttugu til þrjátíu ára vinna. Þótt ýmislegt megi finna að myndum Hafsteins er þó margt í sumum þeirra sem honum eldri og reyndari mál- arar vildu sjálfsagt gjarnan hafa málað. Þökk sé Hafsteini Austmann. Jóhannes Jóhannesson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.