Þjóðviljinn - 27.05.1956, Page 7

Þjóðviljinn - 27.05.1956, Page 7
ÞJ@jÐVILIJNN Stmnvdagur 27. mai 3,956 —- (7 illa farið! Samtímis þykist Tím- inn svo beinharður andstæð- ingur bandarískrar hersetu, og tekur upp röksemdir sósíalista gegn henni og leppmennsku þeirri sem Framsókn og Sjálf- stæðisflokkurinn hafa iðkað í bróðerni. Mun þó hinum nýja ritstjóra, Hauki Snorrasyni, sem mikla reynslu hefur í bandaijíkja,,vinát;tu“, þykja sinn hlutur illur í þehn efnum. Þjóðviljinn hefur varpað því fram hvort gerður hafi verið leynisamningur milli Bjarna Benediktssonar og Eysteins um framhaldandi samstöðu og sam- sekt í herstöðvamálinu og hafa blöð þeirra kosið að þegja. Hvað sem því líður vilja marg- ir heiðarlegir Framsóknarmenn að unnið sé að heilindum að brottför hersins. Eina aðhaldið sem dyggði til þess að halda Framsóltnarflokknum á þeirri braut væri öflugur þingflokkur Alþýðubandalagsins. Þjónustufyrirtæki í herstöð-. inni þar suðurfrá nefnist Hed- rick-Grove. Snemma í mánuð- inum var hengd upp „Tilkynn- ing nr. 4.“ frá fyrirtæki þessú, „til: allra íslenzkra starfs- manna“, „frá: framkvæmda- stjóra“, „efni: vinnudagur og vinnuvika“. Var tilkynningin undirrituð „G. F. Goodson, Framkvæmdarstjóri“, og hefst þannig: „Samningur sá, er nýlega var geröur við J. A. Jones Co., hefur verið frestað í, að minnsta kosti 60 daga. Vinnuþörf „Hedrick-Grove“ á öllum starfssviðum mun þess vegna minnka. Til þess að áframhald geti orðið á starfi allra starfsmanna, þann tíma sem samningur (svo!) J. A. Jones er frestað, er nauðsynlegt að fækka vinnustundafjölda á dag.“ Svo kemur nákvæm sund- urliðun á því hvernig vinnu- tíma skuli hagað. Eðvarð Sigurðsson, hinn trausti og vinsæli forystumaður reykvískrar alþýðu. «ttir Mr bingflokkar! Undanfarnar vikur hafa stjórnmálaflokkarnir átt ann- ríkt við undirbúning fram- boða og fundahöld víðsvegar um landið. Nú eru framboð öll kunn, framboðsfrestur útrunn- inn 23. maí, mánuði fyrir kjör- dag. Þrír aðalflokkarnir bjóða fram í öllum hinum 28 kjör- dæmum landsins, Alþýðu- bandalagið, Hræðslubandalag- ið og Sjálfstæðisflokkurinn (svonefndi). Fjórði flokkurinn, feem þátt tekur í kosningunum, Þjóðvarnarflokkurinn, virðist gera sér ljóst að hann hafi sí- minnkandi von um að verða þingflokkur eftir 24. júní, mest- ar líkur eru til að hann komi ekki manni að í Reykjavík og fái engan þingmann. Kosningasvindl Tvennt hefur til þessa vakið óvenjulega athygli við undir- búning kosninganna í sumar. Stoínun og framboð Alþýðu- bandalagsins, sem vakið hefur djarfar vonir alþýðu manna um vaxandi einingu til vinstri, um öflugan, róttækan verkalýðs- flokk. Hitt er hin ósvífna, yfir- lýsta tilraun Framsóknar og hægrimanna Alþýðuflokksins að misnota sem freklegast á- galla núverandi kjördæmaskip- unar og kosningalaga, í því skyni að svindla til sín röskum helming þingsæta enda þótt kosningaflokkurinn þeirra, Hræðslubandalagið (sem þeir sjálfir nefna svo), fengi ekki nema um þriðjung greiddra at- kvæða í kosningunum. Hug- myndin er fáránleg, ekki sízt ef þess er minnzt hve mjög forystumönnum flokkanna er gjarnt að bera sér orðið lýð- ræði í munn. Fátt sýnir betur hve menn eins og Haraldur G-uðmundsson og Gylfi Þ. Gísla- son eru komnir langt frá hug- sjónum og stefnumálum Al- þýðuflokksins, að þeir skuli nú kjósa að eiga framtíð sína og flokksins undir því, að þeim takist að hag'nýta ranglæti kjör- dæmaskipunar og kosningalaga til hins ýtrasta. Hræðslubandalagið er mm kosningaflokkur Kemur nú til kasta landkjör- stjórnar, hvort jafnósvífin brot gegn bókstaf og anda kosn- ingalaganna verði látin við- gangast. Aðalatriðið í svindli Hræðslubandalagsins var sú ætlun að skila tveimur lands- listum, enda þótt Hræðslu- bandalagið hafi í einu og öllu hagað sér sem einn flokkur í framboðum sínum, Opin- skárri tilraun til kosninga- fölsunar hefur aldrei verið reynd, og er það prófraun lýð- ræðisfyrirkomulags kosninga á íslandi hvort slíkt verður látið viðgangast. Að sjálfsögðu er Hræðslubandalagið í raun eínn kösningaflokkur, og bæri upp- bótarsæti samkvæmt því, ef til kæmi. Gæti útkoma hins fyrirhugaða svindls þá orð- ið sú að úr hægra armi Al- þýöuflokksins yrði einn maður f-------------------------->, 13.—26. maí 1956. ^__________________________j kjörinn, Haraldur Guðmunds- son. Hann tæki með sér einn uppbótarmann, prófessor Gylfa. Fengi Hræðslubandalagið ann- an uppbótarþingmann, yrði sá Framsóknarmaður, úr kjör- dæmi þar sem flokkurinn fær allt að helmingi atkvæða. Einar, Hannibalr Álfreð Tröllasögur um lista Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík, sem andstæðingarnir reyndu að breiða út, hafa allar reynzt skrök. Mun það jafnt álit fylg- ismanna og andstæðinga að listi bandalagsins sé sterkt framboð, eins og það er orðað. Enginn listi alþýðuflokks í Reykjavík hefur hlotið meira fylgi en þeir sem Einar Olgeirsson var efstur á. Nú talra höndum saman við menn Sósíalistaflokksins mestu baráttumenn Alþýðuflokksins á undanförnum árum, og skipa tvö næstu sæti listans, Hanni- bal Valdimarsson, forseti Al- þýðusambandsins, og Alfreð Gíslason læknir, en Alþýðu- flokksmenn. hafa cí'dti farið dult með að vinsældir Alfreðs og traust hafi bjargað lista Al- þýðuflokksins í Reykjavík í tvennum síðustu kosningum. ESvarS í baráffusæfiny í baráttusæti lista Alþýðu- bandalagsins er Eðvarff Sig- urðsson, ritari Dagsbrúnar og varaforseti Alþýðusambandsins. Fáa menn mun alþýða Reykja- víkur fremur kjósa að eiga að fulltrúa á Alþingi, þeir munu vandfundnir sem njóta fremur trausts alþýðufólks en þessi sonur reýkvískrar býggðar. Starf hans frá ungum árum í þjónustu reykvísks verkalýðs og raunar verkalýðs landsins alls, er þjóðkunnugt. Fólkið í Reykjavík, sem skilur að kosn- ingarnar í sumar er hags- munabaráíta alþýðunnar, beínt framhald verkfalianna miklu undanfarandi ár, mun sjá svo um að Eðvarð Sigurðsson verði nærstaddur í þeim samninga- nefndum sem setjast á rökstóla að kosningum loknum, ásamt öðrum fulltrúum fólksins, þar sem tryggja skal árangur af hagsmunabaráttunni 24. júní. Dr. Krisfinn ligpr á bréfum Framsó'knarflokknum hefur1 tekizt að gera sig tortryggileg- an í hernámsmálunum meira að segja hjá þeiíh flokksmönnum sem föjjnuðu viljayfirlýsingu Alþingis um brottför Banda- ríkjahers í því trausti að Fram- sókn stæði að þeirri yfirlýsingu af heilindum. Enn er ekki, svo vitað sé, farið að tilkynna það formlega Atlanzhafsbandalaginu og Bandaríkjastjórn að slík sam- þykkt hafi verið gerð á Al- þingi íslendinga, og beri þvi að hefja viðræður um iram- kvæmd málsins. Þá vekja ekki síður tor- tryggni viðbrögð Tímans við á- kvörðun hermálaráðuneytis Bandaríkjanna að „frestað“ sé framkvæmdum á Keflavíkur- flugvelli og fleiri áætlaðum hernámsframkvæmdum, en blaðið virðist telja það mjög Samspil íhai&ins og hsrsisis En hver er tilgangur Banda- ríkjastjórnar með „frestun“ framkvæmda í herstöðvavinnu? Bandarisk blöð segja það op- inskátt, að af hálfu bandarískra stjórnarvalda verði reynt að hafa áhrif á úrslit kosninga á íslandi í sumar. Bjarni Bene- diktsson og kumpánar þykjast hins vegar búnir að eitra svo nokkurn hluta þjóðarinnar með þeini spillingafhugsún að meta dollara meir en málstað íslands, að nú muni liægt að hræða menn til að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn, þann flokk sem for- hertastur er í landsölu og Bandaríkjaþjónustu, með því að brottför hersins hlyti að þýða atvinnuleysi, íslendingar geti ekki verið án gjaldeyris- teknanna af herstöðvunum og öðru áiíka gáfulegu. Vel er líklegt, að ákvörðun Banda- ríkjastjórnar sé gerð í sam- vinnu við íhaldið ef verða mætti til að efla þennan áróð- ur. Víst er það, að bandaríska afturhaldið hyggst beita doll- aramútum og jafnvel íslenzkri mynt í kosningunum. Vaknar enn sú spurning, hvernig bandaríski sendiherrann hefur varið þeim 30 milljónum króna í íslenzku fé, sem hann hefur látið afhenda sér undanfarin ár, samkvæmt Marshallsamningn- um. Skömmustuleg þögn hefur verið svar ráðherra Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknar við þeirri spurningu, er hún hefur verið borin fram á Alþingi oftar en einu sinni. EresfaS í 60 daga! Lítið atvik af Keflavíkurflug- velli gæti gefið bendingu um tilgang „frestunarinnar“ á framkvæmdum þar. Var íjésfrað upp leyndarmáli! Eins má enn geta: Dagsetning tilkynningar þessarar er 5. maí 1956. Sextíu daga „fresturinn“ er því fram í júlíbyrjun. Al- þingiskosningar á íslandi verða 24. júní. En hin sakleysislega tilkynn- ing fyrirtækisins Hedrick- Grove á sér svolitla sögu. Rétt eftir að hún hafði verið hengd upp, öllum íslenzkum stai'fs- mönnum til eftirbreytni, þusti að henni starfsmaður einn og svipti henni niður, og var það gert alstaoar þar sem hún var uppi höfð. En annað blað kom. 1 staðinn og tóku hinir íslenzku starfsmenn að vænta nýrra tíðinda. Fyrst 1 stað sáu þeir engan mun fyrri tilkynningar og nýja blaðsins. Það var ekki fyrr en við nákvæman yfirlest- ur að þeir tóku eftir að einu efnisatriði var breytt. í stað þess að „frestun“ framkvæmda í herstöðinni skyldi ákveðin í 60 daga, rétt fram yfir kosningarnar^stóö-nú „frestað um óákveðinn tíma.“ Var hitt of bert? Snuddáði það við samvinnuleyndármáli Sjálfstæðisflokksins og her- stjórnar Bandaríkjanna? Splilingarsaga eg pélifískf húsnæi Morgunblaðið tilkynnti i vik- unni fagnandi flutning í nýja húsið við Aðalstræti, „Vestur- ver“ hafa gárungarnir nefnt það vegna hinna arðsömu ver- tíða eigendanna í Vesturheimi. Væri byggingarsaga þess húss rituð, og sagður sannleik- ur og ekkert nema sannleikur, yrði það saga um stjórnmála- spillingu á háu stigi, misnotk- un opinbers valds Sjálfstæð's- flokksins í flokksþágu, mis- notkun almennra samtaka í flokksþágu. Nú staðfestir Morg- unblaðið það sem Þjóðviljinn minntist á fyrir löngu, að þeir Morgunblaðsmenn hafa ekki hikað -við að misnota Framhald á 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.