Þjóðviljinn - 27.05.1956, Side 9

Þjóðviljinn - 27.05.1956, Side 9
RlTSTJÓRl: FRÍMANN HELGASON ÞJÓÐVULJINN Sinmudagur 27. maí 1956 — (9 ÁLFUR UTANGARÐSl Gróðavefifuriim Frá hófinu oS Islandsglímunni lokinni 1 hófi því, sem U.M.F.R. gekkst fyrir eftir afmælisglím- una, gerðust hinir öldnu kóng- ar reifir í ræðum, og minntust gamalla góðra daga, þegar þeir gengu til fangs og beittu brögð- um til falls og vörnum ef við var komið. Það var ekki laust við að enn væri í þeim glímu- hrollur og að þeir væru „til í tuskið". Allir liöfðu þeir þakkir fram að færa til glímunnar fyrir hennar þátt í þeirra eigin mótun sem undirbúning undir lífsstörfin. Hófið setti Lárus Salómons- son og bað menn að rifja upp í stuttu en snjöllu máli gamlar glímuminningar. Fyrstur kvaddi sér hljóðs Helgi Hjörvar. Gat hann þess að vestur í Kanada byggi nú Guðmundur Stefánsson, hinn snjalli glímukappi og ágæti ís- lendingur, sá maður sem sótti Grettisbeltið til Akureyrar 1909. Lagði Helgi til að honum yrðu sendar beztu kveðjur frá þess- ari glímu og þessari samkomu og þakkir fyrir þátt hans í vakningu og vexti íslenzku glímunnar. Var tekið undir þetta með lófataki. Gísli Sveinsson, fyrrv. foi’- seti Alþingis, minntist sem áhorfandi fyrstu ára glímunnar á Akureyri. Afrek sem þá voru unnin voru til fordæmis með þessari þjóð, allt framtak sem horfði til afreka andlegra eða líkamlegra var okkur mikils virði, ekki sízt á þeim tíma. Þjóðin vildi ekki vera í niður- lægingu, ungir menn vildu vera kappar og þeir urðu það. Þéir fóru sumir um margar álfur og unnu íþróttaafrek og þeirra var getið sem góðra Islendinga. Öll þessi vakning sem hér hefur átt sér stað varð til þess að lyfta þessari þjóð. Við höfðum hvatningu af þessu. Ég sé þess vott að hér stendur mikið til. Vegleg mannvirki rísa á þessari mold, þetta er mikið verk og væntanlega til mikilla heilla fyrir alla, til lofs og hamingju þeim er unnið hafa. Forseti íslands þakkaði glímu- mönnum fyrir glímuna og kvað sér mikla ánægju að því ,,að flytja þakklæti sitt í þessu húsi okkar gamla félags". Hann kvað það, kraftaverk að búið væri að koma þessu svona langt áleiðis. Kvaðst sjá á glímunni að þrótt- ur væri í U.M.F.R., að eiga 8 af 12 keppendum. Hann tók undir með Gísla Sveinssyni að við yrðum að bera virðingu fyrir íslenzku glímunni. Mér Guðjón Einarsson afhendir Ármanni J. Lárussyni verðlaun og heiðurspening ISÍ. finnst það bera íþróttunum gott vitni að allir glímukóngarnir skuli vera meðal vor að einum undanskildum, sagði forsetinn. Að lokum árnaði hann U.M.F.R. allra lieilla. Skúli Þorleifsson kvaðst hafa glímt við flesta hinna eldri kónga og kvaðst ekki vilja missa það úr lífi sínu að geta komizt í kast við þessa menn. Minntist hann allra, sem hann glímdi við með hlýju. Að lok- um sagði Skúli að það væri ekki nóg að vera sterkur í fótum og höndum; hugsun er na.uðsynleg líka. Ólafur Davíðsson, fyrsti belt- ishafinn, þakkaði hlý orð í sinn garð. I-Iann kvaðst vilja taka undir með Gísla Sveinssyni að Jóhannes Jósefsson væri mað- urinn sem ætti að fá mestar þakkir og hans ætti að minnast hér sem liins mikla brautryðj- anda. Það er eins og það hafi gleymst, hvað hann gerði fyrir glímuna og ísland. Hermann Jónasson, fyrrv. forsætisráðherra, sagði m.a., að menn hefðu ekki hugboð um það, hver þrekraun íslenzka glíman er. — Skapgerð manna er það sverð sem menn beita. íþróttir eru það bezta meðal sem til er að móta hana til gagns fyrir þjóðfélagið sem við lifum í. Engin ei-n íþrótt getur mótað hana eins og glíman og hvergi reynir eins á kjark og skapgerð manna og í glímu- átökunum. Mig hefur fátt eða | ekkert lán hent meira en það að ég stundaði íþróttir. Sigurður Greipsson flutti og snjallt erindi og sagði m.a.: Ég byrjaði að glíma 9 ára. Um það leyti fór alda um þjóðlíf okkar. Sögupersónurnar úr fornsögunum voru orðnar lif- andi meðal okkar. Við strák- arnir sáum þessar glæstu fj'rir- myndir fyrir okkur. Sagan end- urtók sig. Stigið var á stokka og strengd heit; nú voguðu menn að strengja heit og leggja sig fram og þorðu að bíða ósig- ur. Okkur fannst þessir menn endurbornir úr fornum sögnum. Ég sé ekki eftir að hafa fórnað nokkru af ævi minni einmitt þessari íþrótt. Fóstbræðralag hefur bundizt milli glímumanna og tengsl milli þeirra, þótt þeir séu ekki í sjálfri keppninni á sama tíma. Glíman er mér leik- ur, áhorfandinn getur sagt stór orð um glímumennina en hann stendur ekki í sporum hans, en það skaðar ef hann brestur kunnáttu. Glíman er þjóðernis- tákn. Þjóðin hefur glímt sér til hita í kuldanum og skortinum. Við verðum að varða veginn. Ég fagna því að hér er að rísa ein varðan. Framtíðin krefst varða sem vísa veginn. Minnumst þess að ævin öll er ein glíma. Ennfremur tóku til máls í þessu skemmtilega hófi Stefán Runólfsson, Þorsteinn Einars- son, Grímur Norðdahl og Lár- us Salómonsson. Hér fer á eftir skrá yfir þá Framhald á 10. síðu Glímukóngarnir 15 (talið frá hægri): Ólafur Davíosson, Jóhannes Jósefsson, Tryggvi Gunnars- son, Hermann Jónasson, Sigurður Greipsson, Þorgeir Jónsson, Sigurður Thorarensen, Lárus Salóinonsson, Skúli Þorleifsson, Ingimundur Guðpiundsson, Kjartun Bergmann, Kristmundur Sig- urðsson Guðmuudur Ágústsson, Rúnar Guðmundsson og Ármann J. Lárusson. 92. dagur veggjum og í húsasundum og slegist kappsamlega, því þar var minni hætta á íhlutun um persónuleg ágreiníngs- mál. Kavalerar tóku sér gaunguferöir me'ö dömur sínar útí nóttina sem var mátulega dimm fyrir framgáng launúngarmála. Blíðmæli og óbótaskammir, klám, bölv og guð'sorö á íslensku og amrísku og saunglist ölóðra manna geingu yfir einsog brotsjór, en þegar hlé voru á mátti heyra utanúr móum fliss og hlátra, skríkjur og hví, más og hrynur af margvíslegum toga. Aldrei fyrr hafði jafn margraddaður lofsöngur verið kyrjaður lífinu til dýröar á þessum slóðum. Þegar gleöilæti höfðu staöiö í algleymíngi frameftir nóttu tóku sveitamenn aö gerast heimfúsir, því þeim var ekki farið aö lítast á blikuna. Vildi þó dragasfc nokkuö a lánginn fyrir sumum aö búast til heimferðar, sérílagi þeim sem áttu konur sínar á skemmtuniimi. Vildu þær gjarnan njóta gleöinnar sem leingst og varö slíkt ekki reiknaö þeim til lausúngar, bví þær stóðusfc öll áhlaup kavalera sinna önnur en þau sem heimil eru og viðurkennd á dansgólfi. Reyndist þó ekki öllum hlaupið aö því að losna úr greipum þeirra, og uröu bændur í mörgum tilfellum að togast á um konur sínar við’ keppinauta sína til aö fá þær lausar. Sýndi þaö sig aö stríðsmenn heimsmenníngarinnar sóttu ekki gull í greipar bænda er þeim hitnaði í hamsi. Jónsi geröist æ áhyggjusamari um háttsemi unnustu sinnar er leiö á nótt. Var eingu líkara en hún hefði gleymt því að' hún var heitbundin manneskja og unnust- inn á næsta leiti. Liösforínginn sem hafði tekið hana traustataki strax í byrjun, lét hana ekki lausa og virtist hún kunna því vel. Jónsi kreppti hnefana í buxnavösun- um er hann sá hvernig þau töluöu og hlógu. Oftlega hurfu þau honum drykklánga stund í hvert skipti þrátfc fyrir árverkni hans og tókst honum ekki aö veröa þess vísari hvar þau leituöu hælis. Tvívegis komst hann í færi við hana og vildi að hún kæmi heim, en hún ýtti honum frá sér og sagöi: Ekki láta sona Jónsi, nánast ergileg yfir íhlutun hans. En þó hún segöi ekki meira heyrði hann gerla aö hún var orðin grunsamlega smámælt, og þegar á leiö varö hún skrýtin í framan og slyttíngsleg í spori. Voru slæmar horfur á því aö hann feingi hana heim me'ö góðu, en veigraöi sér við því að heimta hana meö valdi úr örmum kavalerans fyrren í fulla hnefana. En þegar honum var oröiö Ijóst að önnur ráð myndu naumast tiltæk voru þau alltíeinu horfin honum meö öllu. Greip hann Ijótari grunur en nokkru sinni fyrr og J leitaöi útgaungu eftirað hafa fullvissað sig um aö þau > væru hvergi að finna innan dyra. Svipaöist hann um \ úti, en hvorttveggja var aö skuggsýnt var af nóttu og i smugur margar og húsasund hinir ákjósanlegustu felu- staöir auk þess vistarverur margar innan veggja og undir þaki sem innfæddir áttu ekki aögáng að. Hvar- vetna voru ölóðir menn og margir meö lagskonur uppá síöuna. Var prinsessusvipurinn strokinn af þeim og' útlit þeirra allt tætíngslegt. AÖrir lágu tvist og bast og hreyfðu sig ekki frekar en þeir væru dauöir í aivöru. Þurfti að’ gæta allrar varúðar við aö skripla ekki á hræjunum, en augu Jónsa vöndust fljótlega dimmunni svo hann sá fótum sínum forráð. Hann var í þann veginn aö gefast upp viö þetta tilgángslausa rángl er hann rakst fyrir húshorn og var næstum dottinn um par sem haföi leitað þar athvarfs. Bar hann þar kennsl á kærustu sína þó skuggsýnt væri. Hékk hún útaf í fángi kavalera síns og var lán aö Jónsi sá ekki glögglega hvar hann haföi á henni hendur, en hitt leyndi sér ekki aö hann kyssti stúlkuna svo gríðarlega aö Jónsa sýndist hann bókstaflega sleikja á henni allt andlitið. Jónsi haföi eingar sveiflur á en snaraöist að manninum og tók þéttíngsfast í öxl hans. Slepptu henni, segi ég þrjóturinn þinn! Hún er stúlkan mín og þú átt ekkert meö að snerta á henni. Hjúunum varö að vonum dálítið hverft við' þessa óvæntu íhlutun, og lét kavalerinn stúlkuna lausa og munaöi eingu aö hún læki niöur er hún naut ekki stuöníngs hans leingur. Drafaöi eitthvaö í honum er hann reyndi aö til- einka sér uppréttar stellíngar, og varö ekki um það villsíi

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.